Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992.
5
Fréttir
Frá höfninni á Þórshöfn. Þar fjölgaði íbúum á landinu hlutfallslega mest á
siðasta ári.
Þórshöfn:
Mesta fólks-
fjölgun á
öllu landinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Það kann ýmsum aö þykja það at-
hyglisvert að sá staður á landinu þar
sem mest fólksfjölgun varð á síðasta
ári var Þórshöfn á Langanesi. Lengi
vel undanfarin ár hafa Þórshafn-
arbúar átt í ýmsum erfiðleikum
varðandi atvinnulíf en á því hefur
orðið mikil breyting til batnaðar og
atvinnuleysi hefur einungis verið
tímabundið þar í vetur en ekki stöð-
ugt.
Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á
Þórshöfn, segir að fólksfjölgunin á
Þórshöfn hafi verið 4,3% á síöasta
ári sem mun vera talsvert yfir fjölg-
un á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin
nam 17 manns og kemur fyrst og
fremst til vegna þess að aðfluttir eru
fleiri en brottfluttir. Reinhard segir
að fiöldi fæðinga hafi ekki verið neitt
umfram það sem eðlilegt má teljast.
„Við höfum náð árangri í því að
styrkja atvinnulífið, aðallega útgerð-
arþáttinn, og það skilar sér á þennan
hátt. Þegar tekst að ná þessum
markmiðum kemur fleira á eftir eins
og þjónustan sem lifir á undirstöð-
unni eins og við vitum. Þó lentum
við í loðnubresti í október og nóv-
ember og fengum htla síld. Þá var
svolítið atvinnuleysi en svo kom
loðnan til okkar í desember og þá
lifnaði yfir öllu aftur,“ sagði Rein-
hard.
Öxarfj arðarhreppur:
Mikill uppgangur
í atvinnulíf inu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn:
„Ástandið í atyinnumálunum hér á
Kópaskeri og í Öxarfjarðarhreppi á
síðasta ári var mjög gott, það hefur
verið uppsveifla, mikil vinna og ekk-
ert atvinnúleysi sem orð er á ger-
andi,“ segir Ingunn St. Svavarsdótt-
ir, sveitarstjóri í Öxarfjarðarhreppi.
Ingunn segir að rekstur rækju-
verksmiðjunnar Geflu hf. hafi gengið
mjög vel og fyrirtækið hafi skilað
hagnaði. í Fjallalambi, sem er slátur-
hús og kjötvinnsla á Kópaskeri, hef-
ur gengið mjög vel og í Silfurstjörn-
unni gengur vel en þar er nú verið
að koma á fót fóðurframleiðslu.
Það hefur verið að flytja hingað
fólk, það hafa komið tvær fjölskyldur
eftir áramótin og nú vantar okkur
bara íbúðarhúsnæði. Við sóttum um
tvær félagslegar íbúðir til Húsnæðis-
málastofnunar sem við gætum leigt
út til fólks á meðan það er að koma
sér fyrir hér og átta sig á hlutun-
um,“ sagöi Ingunn.
Húsavík:
Hafnarframkvæmdir
fyrir 80 milUónir
- „bandormurinn“ kostar Húsvíkinga um 9 mílljónir
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Við erum að vinna að gerð fiár-
hagsáætlunar fyrir bæjarsjóð og það
mál er á því stigi aö ég get ekki veitt
ýtarlegar upplýsingar um þá áætl-
un,“ segir Einar Njálsson, bæjar-
stjóri á Húsavík.
Einar sagði þó að stærsta fram-
kvæmd bæjarsjóðs á árinu yrði við-
bygging við grunnskólann og í það
færu 40 milljónir á árinu. Þá er áætl-
að að vinna töluvert við gatnagerðar-
framkvæmdir. Umfangsmesta fram-
kvæmdin á Húsavík á árinu verður
hins vegar við höfnina en þar á að
vinna fyrir 80 milljónir króna. Af
þeirri framkvæmd greiðir bærinn 20
milljónir en 60 milljónir eru á fiárlög-
um Alþingis til þess verkefnis
„Það eru því ýmsir þættir sem hta
ágætlega út en það eru bhkur á lofti
í byggingariðnaði. Það eru htíl verk-
efni í augnablikinu en það getur von-
andi breyst. Þá höfum við áætlað aö
„bandormur" ríkisstjórnarinnar
kosti okkur níu mihjónir og þar veg-
ur lögregluskatturinn þyngst en
einnig þátttaka í félagslega íbúða-
kerfinu, ábyrgðasjóður launa og
ýmislegt fleira."
Fækka þarf um sextíu rúm
„Það hefur verið talað um að ef við
þyrftum að fækka sjúkrarúmum, ef
til vhl um sextíu, sem mönnum sýn-
ist nálægt því sem við erum að tala
um, yrði reynt að dreifa þeirri fækk-
un þannig að hún bitnaði sem jafnast
á ahri okkar starfsemi og þeir þættir
fundnir sem snerta almenning sem
minnst,“segir Davíö Gunnarsson,
forsfióri Ríkisspítalanna, um boðað-
an niðurskurö.
Davíð segir að miöað viö fiárlaga-
tölumar þurfi Ríkisspítalamir að
spara um 500 mihjónir. „Síðan fáum
við eitthvað til baka af sérstökum
safnlið sem ráðherra hefur úr að
spila en vitum ekki enn hvað það
verður mikið. Það verður að gerast
með þrennum hætti. Draga úr starf-
semi, minnka þjónustu, sem þá hugs-
anlega minnkar gæðin, og með innri
hagræðingu sem er býsna flókið mál
miðað við hvaö búið er að hagræða
miklu." -IBS
Yfir 2000 m2 af flísum. Hreinlætis- oq
blöndunartæki með 40% afslætti.
Útsalan stendur yfir dagana 20. janúar -1. febrúar.
Raðgreiðslur
10% af öðrum
vörum
ALFABORG ?
BYGGINGAMARKAÐUR Knarrarvogi 4
104 Reykjavík - Sími 686755
Áður l\IÚ Afsl.
*Hitakanna 1.143 914 20%
*Straubord 1.940 1.455 25%
*Gufustraujárn ( 4.995 3.996 20%
Ljósahundur 680 544 20%
Álsnjóskófla 1.699 1.359 20%
Samfestingurjoðfóðraður 9.898 8.413 15%
Stingsög í tösku 9.991 8.992 10%
Sturtusett 2.204 1.653 25%
Sturtuhurð 16.814 12.611 25%
Spegill 45x60 4 í pk. 3.378 2.703 20%
*Fæst einnig í Heimasmiðjunni í Kringlunni
HÚSASMIÐJAN
Skútiwogi 16, Reykjavík
Helluhrauni 16, Hafnarfirði