Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 13
Vil sömu upplifun og í tónleikasal - segir Finnur Torfi Stefánsson „Það sem ég vil fá er reynsla sem er líkust því að vera á tónleikum, það er hvað hljóðið varðar. Maður er ekki að leita eftír því að heyra andardrátt fólks eða klapp og svo- leiðis. í þessu sambandi er ég að tala um tónhst sem spiluð er á venjuleg hljóðfæri, ekki raftónlist, og þá vil ég fá svipaða upplifun og maður verður fyrir í góðum tón- leikasal," segir Finnur Torfi Stef- ánsson, tónlistargagnrýnandi, tón- skáld og fyrrum rokkari með hljómsveitinni Óðmönnum, um væntingar sínar gagnvart hijóm- tækjum. Finnur Torfi hlustar mjög mikið á tóniist. „Það sem skiptir éinna mestu máli eru atriði eins og skýrleiki, að maður greini í sundur hin ýmsu hijóðfæri, th dæmis þegar hlustað er á hljómsveitartónlist. Græjurn- ar þurfa að vera næmar fyrir styrk- breytingum, þurfa að skila öllum þeim fínu blæbrigðum í fínu og sterku sem tónhstin býr yfir og góðir flytjendur nota til að gera túlkun sína sem allra besta. Hvað varðar htinn, yfirbragð tónhstar- innar, vih maður að græjumar hafi ekki nein áhrif til htunar. Þær eiga að skila þeim ht sem er í hljóð- fænmum. Mér finnst vont að hlusta á hljómtæki þegar græjuht- ur verður á tónhstinni. Takmarkiö er eiginlega að græjurnar hverfi, skiptí ekki máh.“ Hlustar mest á diska - Hvemig eru græjumar sem þú hlustar á? „Ég hlusta nær eingöngu orðið á tónhst af geisladiskum. Þar með er ekki sagt að þeir séu alltaf hetri en gömlu plöturnar, til em margar mjög góðar gamlar upptökur á hljómplötum. Diskamir hafa þó vissa kosti og virðast vera hag- kvæm lausn fyrir hlustandann. Vhji maður nálgast fyrrgreind markmið með analóg-græjum (hefðbundnum með plötusphara) held ég að maður þurfi miklu ódýr- ari græjur en þarf til að fá góðan hljóm úr geislasphara. Með heyrnartólin Mínar græjur eru ekkert sérstak- ar en vel frambærilegar þó. Mér finnst ég fá langfahegasta hljóðið þegar ég hlusta á tónhst með heymartólum, beint úr geislasph- aranum. Það er þó óskemmthegra og óþæghegra. Skemmthegast væri að eiga nógu góðar græjur th að heyra það sem maður heyrir í heymartólunum. “ Finnur á fjögurra ára Marantz magnara og hátalara og NEC- geislasphara. Ef efnahagurinn leyf- ir getur hann vel hugsað sér að eignastbetritæki. -hlh Hljómflutningssamstæðan sem sló í gegn í Ameríku MIÐVIKUÐAGUR 11. MARS 1992. Hljómtæki Hvers væntir tónlistargagnrýnandi af hljómtækjum? Finni Torfa Stefánssyni finnst vont þegar græjulitur er af tónlist. Græjurn- ar þurfa helst aö hverfa, skipta ekki máli. DV-mynd JAK Sherwood hljómtækin hafa svo sannarlega gert garðinn frægan í henni Ameríku, frábærir dómar og gríðarleg sala á þeim segir meira en mörg orð. Góðar viðtökur hér á íslandi hafa sýnt okkur að hægt er að mæla með MC 1200 hljómffutningssamstæðunni. ÚTVARPSTÆKIÐ Grafískur skjár, 30 stöðva minni, sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN Mjög öflugur, 2x100 músik Wött. 5 banda grafískur tón- jafnari (Equalizer). Mótordrif- inn styrkstillir. Aukainngangur fyrir videó og sjónvarp. TVÖFALT SEGULBAND Frábær hljómgæði (Dolby B). Tvöfaldur upptökuhraði. Sjálf- virk spilun á spólu beggja vegna. (Auto Rev.) Sjálfvirk upptökustilling. Sjálfvirk stöðvun á enda. GEISLASPILARINN Fullkominn lagaleitari. 20 laga minni. Grafískur skjár. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. HÁTALARARNIR Þriggja-átta lokaðir hátalarar með bassa „Woofer". FJARSTÝRINGIN Mjög fullkomin fjarstýring sem gefur þér möguleika á að sitja í rólegheitum í hæfilegri fjar- lægð og stýra öllum aðgerðum. PLÖTUSPILARINN Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snún. Verð kr. 7.890,- -g~ tfjSU*** Heimilistæki hf ® SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 Traust þjónusta í 30 ár. VISA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.