Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 1
íslenska óperan: Hátíð harnióníkunnar Hátíö harmóníkunnar veröur haldin í húsi íslensku óperunnar sunnudaginn 26. apríl og hefst kl. 15. Húsið verður opnað kl. 14.15 og munu ungir nemendur taka á móti gestum með harmóníkuleik í for- sal. Stórsveit Harmóníkufélags Reykjavíkur leikur nokkur lög i útsetningu hljómsveitarstjórans, Karls Jónatanssonar. Hijómsveit- arverkin eru útsett í allt frá 5 til 8 röddum. Stórsveitina skipa um það bil 40 hljóðfæraleikarar. Á efnis- skrá eru bæði léttklassísk verk og jass- og dægurlög. Þá koma einnig fram einleikarar og smærri hópar. Heiðursgestir verða þeir Mogens Bækkgaard frá Danmörku, Grétar Geirsson, Garð- ar Olgeirsson og Örvar Kristjáns- son og leika þeir nokkur lög. Stórsveit Harmóníkufélags Reykjavikur og stjórnandinn Karl Jónatansson. Mynd Örn Harðarson A sýningunní í Hafnarfoorg eru mátverk, grafik og ieikningar sem Ing- unn hefur unnið á síðasta ári. Hafnarborg: Ingunn Eydal sýnir Ingunn Eydal opnar sýningu á og handíðaskóla íslands árið 1976 verkum sínum í Hafnarborg í og síðan þá hefur hún haldið átta Hafnarfirði þann 25. apríl kl. 14. einkasýningar og tekið þátt í 120 Ingunn sýnir málverk, grafik og samsýningum heima og erlendís. teikningar og eru Öll verkin unnin Fjöldi verka Ingunnar er í opin- á síöasta ári. Sýningin stendur til berri eigu víöa um lönd og hún 11. maí. Opið er daglega kl. 12-18 hefur hlotiö margs konar viður- nema þriöjudaga. kenningu fyrir list sína. Ingunn lauk námi viö Myndlista- Perlan: Tónmyndaljóð - myndir, ljóð og nótur Allsérstæð sýning stendur yfir þessa dagana í Perlunni. Þar sýnir Grímur Marínó Steindórsson mynd- ir sem unnar eru úr málmum, papp- ír og steinum. Á sýningunni eru einnig ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson og flutt er tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson en þessir þrír listamenn hafa unniö saman undanfama mánuði. í tengslum við sýninguna kemur einnig út bók með ljósmyndum af verkum Gríms Marínós, ljóðum Hrafns og nótum Gunnars Reynis. Sýningunni lýkur þann 18. maí næstkomandi. Þrír listamenn kynna um þessar mundir verk sin í Periunni. Það eru þeir Grímur Marinó og Hrafn Andrés sem standa hér við verk þess fyrrnefnda. Á sýningunni er einnig flutt tónlist eftir Gunar Reyni Sveinsson. DV-mynd Hanna Listasafn íslands: Fjórðu tónleikar Blásara- kvint- ettsins Fjóröu tónleikar Blásarkvintetts Reykjavíkur í Listasafni íslands verða næstkomandi mánudag og hefjast þeir kl. 20.30. Sérstakur gest- ur verður Kjartan Óskarsson sem leikur á klarínett og bassaklarínett. Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnaður 1981 en hann skipa Bem- Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt Kjartani Óskarssyni sem verður sér- stakur gestur á tónleikunum. DV-mynd BG harður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson. Verkin sem leikin verða á mánudagskvöldið em efdr Fránz Danzi, Paul Hindem- ith, Þorkel Sigurbjömsson og Leos Janacek. Gerðuberg: Ljóðatónleikar Signýjar Fimmtu og síöustu ljóðatónleik- amir í ljóðatónleikaröð Gerðu- bergs verða haldnir laugardaginn 25. apríl kl. 17.00 og mánudaginn 27. apríl kl. 20.30 í Gerðubergi. Á þessum tónleikum munu Signý Sæmundsdóttir sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja ljóðasöngva eftir Dinastera, Dup- arc, Satie, Ravel og Liszt. Signý Sæmundsdóttir sópran stundaði söngnám við Tóniistar- skóla Kópavogs og Söngskólann í Reykjavík og lauk einsöngvara- prófi frá Tónlistarskólanum í Vín- arborg 1988. Signý hefur tekið þátt í uppfærslum Islensku óperunnar, síöast í Töfraflautunni. Signý Sæmundsdóttir. Veitinga- staður- inn Setrið - sjábls. 18 Skemmtistaðimir: Sigur- vegarar Músíktil- rauna - sjábls. 19 Mynd- vefnaður íNor- ræna - sjábls. 20 Goldfed- ermeð einleiks- tónleika \ - sjábls. 21 Kvikmyndir: Mitt eigið Idaho- fylki - sjábls. 22 íþróttir og útivist - sjábls. 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.