Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1992. 25 Messur Árbæjarkirkja.-Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta með altarisgöngu sunnudag kl. 14. Organ- leikari Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja:Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verða Ásgeir Leifur Höskuldsson og Björg Jónsdóttir, Miðtúni 6. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja:Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma.) Lokasamvera barnastarfsins. Barnakór syngur. Brottför í ferðalag barnastarfsins verður frá kirkjunni kl. 13.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja:Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Sigurjón. Guðsþjón- usta kl. 14. Einsöngur Viktor Guð- laugsson. Pálmi Matthíasson. DirgranesprestakalLBarnasamkoma i safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingarguðsþjónustur Hjallaprestakalls í Kópavogskirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan:Fermingarmessa kl. 11. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Elliheimilið Grund:Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Sighvatur Karlssun. Fella- og Hólakirkja:Síðasta barna- guðsþjónusta vetrarins kl. 11. Barna- starfinu lýkur með ferðalagi 1. maí. Ferming og altarisganga Hólabrekku- safnaðar kl. 14. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Prestarnir. Fríkirkjan í Reykjavik: Laugardaginn 25. apríl kl. 11.00 flautuskólinn, Vio- leta Smid. Kl. 15.00 samverustund 9-12 ára barna í Safnaðarheimilinu með Sigríði Hannesdóttur. Sunnu- daginn 26. apríl kl. 11.00 barnaguðs- þjónusta. Nemendur flautuskólans leika, Jóhanna Berta leikur á píanó. I sögustund Guðrún Helgadóttir, rit- höfundur og alþingismaður. Skráð verður í vorferðina I Vatnaskóg. Kl. 14.00 guðsþjónusta. Miðvikudaginn 29. apríl kl. 7.30 morgunandakt. Or- gelleikari Pavel Smid. Cecil Haralds- son. Garðasókn: Guðsþjónusta í Garða- kirkju kl. 11.00. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son messar. Kór Garðakirkju. Organ- isti: Ferenc Utassy. Fundur í æsku- lýðsfélaginu nk. þriðjudagskvöld kl. 20.00. Sr. Bragi Friðriksson. Frikirkjan i HafnarfirðkBarnaguðs- þjónusta kl. 11. Einar Eyjólfsson. Grafarvogssókn:Guðsþjónusta kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Ath. breyttan messutíma. Vigfús Þór Árna- son. Grensáskirkja:Barnasamkoma kl. 11. 6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Börn úr Sel- tjarnarneskirkju koma í heimsókn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Hallgrímskirkja:Fermingarmessa kl. 11. Prestarnir. Háteigskirkja:Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallasókn:Fermingarguðsþjónustur I Kópavogskirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Kór Hjallasóknar syngur. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KársnesprestakalkFermingarguðs- þjónustur Hjallaprestakalls í Kópa- vogskirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspitalinn:Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. . Langholtskirkja:Kirkja Guðbrands biskups. Fermingarmessa kl. 14. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju (hópur III) syngur. Organisti Jón Stefánsson. Laugarneskirkja:Guðsþjónusta kl. 11. Síðasti sunnudagur barnastarfsins undir stjórn Þórarins Björnssonar. Drengjakór og bjöllusveit kirkjunnar annast söng og hljóðfæraslátt undir stjórn Ronalds V. Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Börn úr 10-12 ára starfi kirkjunnar sýna leikrit í safnaðarheim- ilinu eftir guðsþjónustuna. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Neskirkja:Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja:Guðsþjónusta kl. 14. Alt- arisganga. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja:Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarfið fer í heimsókn I Grensáskirkju. Brottför kl. 10.30. Á þessari mynd má sjá Steindór Hjörleifsson og Sig- ríði Hagalín í hlutverkum sínum í Þrúgum reiðinnar ásamt Kristjáni Kristjánssyni (KK) sem sér um tónlistar- flutning í leikritinu. Laxnessveislan heldur áfram um helgina í Þjóðleikhús- inu með upplestri úr leikritum skáldsins. Leikhúsin um helgina: Leikrit, ópera og upplestur Nú er búið að frumsýna öll þau leikrit sem voru á áæúun hjá at- vinnuleikhúsum en sýningar munu halda áfram fram í miðjan júní þegar leikári lýkur. í þjóðleikhúsinu stend- ur yfir þessa dagana mikil veisla í tilefni níræðisafmælis Halldórs Lax- ness og hófst hún í gær á afmælis- degi skáldsins. Dagskráin um helg- ina verður sem hér segir: 24. apríl: Prjónastofan Sóhn, leik- lestur á Stóra sviðinu kl. 20.00. Leik- stjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Strompleikur, leiklestur á Smíða- verkstæðinu kl. 20.30. Leikstjóri Guðjón P. Pedersen. 25. apríl: Veiðitúr í óbyggðum, leik- lestur í Leikhúskjallaranum kl. 15.30. Leikstjóri Guðjón P. Pedersen. Prjónastofan Sólin, leiklestur á Stóra sviðinu kl. 20.00, og Strompleikur, leiklestur á Smíðaverkstæðinu kl. 20.30. 26. apríl: Straumrof, leiklestur í Leikhúskjallaranum kl. 16.30. Hátíð- ardagskrá á Stóra sviðinu kl. 20.00. Á meðan á Laxnesshátíðinni stend- ur liggja niðri sýningar á þeim leik- ritum sem sýnd eru í Þjóðleikhúsinu nema bamaleikritinu Emil í Katt- holti. í Borgarleikhúsinu sýnir Óperu- smiðjan í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur La Boheme og hefur sú sýning fengið lof gagnrýnenda. Á stóra sviðinu er einnig sýnt metað- sóknarleikritið Þrúgur reiðinnar og er uppselt út allan maímánuð. Leikfélag Akureyrar sýnir leikgerð af einu af höfuðverkum Halldórs Laxness, íslandsklukkunni, og verð- ur sérstök hátíðarsýning á laugar- daginn kl. 15.00. -HK Norræna húsið: Goldfeder með einleikstónleika Alexander Makarov Goldfeder heldur einleikstónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 26. apríl kl. 17. Á tónleikunum leikur hann verk eft- ir Beethoven, Chopin, Debussy, Ra- hmaninoff og Prokofiev. Miðaverð er 1.000 krónur og miðar eru seldir í bókabúðinni Borg, Lækjargötu 2, og við innganginn. Alexander hefur áður haldið tón- leika hér á landi, í Óperunni í febrú- ar og í mars lék hann við opnun sýn- ingar á verkum Finns Jónssonar í Listasafni íslands. Alexander Gold- feder er fæddur árið 1946 í Moskvu. Hann lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum þar 1970 undir hand- Alexander Makarov Goldfeder. leiðslu Yakov Flehar, starfaði síðan í Moskvu sem einleikari og kennari auk þess sem hann hélt tónleika víða um lönd. Alexander neyddist til að taka sér listamannsnafnið Makarov í Rússlandi til að fela gyðinglegan uppruna sinn. Árið 1976 óskaöi hann að flytja til ísrael en var þá meinaö að fara í tónleikaferðir utan Rúss- lands og beiöni hans hlaut ekki náð fyrir augum yfirvalda fyrr en árið 1989. Hann hefur dvalið á íslandi frá áramótum ásamt fjölskyldu sinni en kona hans, Ivgenía, er Ústdansari og kennir hjá íslenska dansflokknum og Listdansskólanum. Sr. Sváfnir Sveinbjamarson, Breiðabólsstað: Eftir páska Þjóðleikhúsið Sími: 11200 Stóra sviðið: Laxnessveisla Prjónastofan Sólin föstudag kl. 20, laugardag kl. 20 Hátíðardagskrá sunnudag kl. 20 Emil í Kattholti laugardag kl. 14, sunnudag kl. 14. Leikhúskjallarinn: Veiðtúr í óbyggðum laugardag ki. 15.30. Straumrof sunnudag kl. 16.30. S mí ða ve rkstæði ð: Strompleikur föstudag kl. 20, laugardag kl. 20. Borgarleikhúsið Sími: 680680 Stóra sviðið: Þrúgur reiðinnar föstudag kl. 20 laugardag kl. 20, La Bohéme sunnudag kl. 20. Litla sviðið: Sigrún Ástrós föstudag kl. 20 laugardag kl. 20, sunnudag kl. 20. Leikfélag Hafnarstræti 5^, símt 96-24073 Islartdsklukkan föstudag kl. 20.30, laugardag kl. 15.30. Hugleikur Brautaíholti 8, sími 36858 Fermingarbarnamótið föstudag kl. 20.30, laugardag kl. 20.30. : Tónleikar Gerðuberg Ljóðaíónleikar laugardaginn 25. apríl og mánudaginn 27. apríl, Tónleikarnir hefjst kl. 17.00 báða daga. Signý Sæmundsdótt- ir sópransöngkona, Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Ljóða- söngvar eftir Ginastera, Duparc, Ravel, Satie og Liszt. Listasafn íslands Blásarakvintett Reykjavíkur, sunnudaginn 26. apríl kl. 17.00. Verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hindemith, Danzi, Leon Janac- ek. Gestur: Kjartan Óskarsson, bassaklarínett. Eftir fógnuð og lofgjörð, fjölskyldu- boð og ferðalög á hæstri hátíð kristn- innar, færist lífið í fyrri skorður með amstri og önnum daganna, hvers- dagslegum áhyggjum og ánægjuefn- um fyrir flest okkar. Annaö var uppi á teningnum í lífi hinna fyrstu kristnu lærisveina sem lifðu undur upprisunnar og þær afleiðingar, þá þyltingu sem eftir fylgdi. Enda varð það hlutskipti þeirra að lyfta fyrstir manna sigurtákni krossins og leggja grunninn að útþreiðslu fagnaðarboð- skapsins um sigur lífsins. Vikurnar eftir upprisuna gengu margir til Uðs við lærisveinana og eftir ræðu Péturs postula á hvítasunnudag bættust við um þrjú þúsund manns sem létu skírast. í pistli fyrsta sunnudags eftir páska, í Post. 4.32-35, segir um þetta fyrsta kristna fólk á þessa leið: „En í þeim fjölda, sem trú haíði tekiö, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, held- ur höfðu þeir allt sameiginlegt. Postulamir báru vitni um upprisu Drottins Jesú með miklum krafti, og Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson. mikil náð var yfir þeim öllum. Eigi var heldur néinn þurfandi meðal þeirra því að allir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var út- hlutað eftir því sem hann hafði þörf til.“ Aðstæður eru nú aðrar, efalaust, en ólíkt er þetta þeirri eiginhyggju og þeim olnbogastfi samkeppninnar, sem okkur er ákafast boðuð þessa stundina. Ýmsir líka þurfandi meðan aðrir bruðla. Sjálfs er höndin holl- ust, telja margir. Varla á það þó við um bömin sem gleymast í lífsgæða- kapphlaupinu eöa verða úti, andlega og tílfinningalega, vegna skorts á umhyggju og eölilegum uppeldisaö- stæðum. Erfitt er að skilja og sætta sig við það gildismat sem blasir viö víðast hvar, þar sem komið er inn á fæðingardefidir og barnaheimili annars vegar og svo fjármála-, versl- unar- og stjómsýsluhallir hins vegar. í þeim rýmis- og aöbúnaðarmun leynir sér ekki hvað skal hafa for- gang og hvað skal vera hornreka. Mammon krefst augljóslega hollustu af sínum dýrkendum. Barnið og vor- ið og lífið eiga saman. Og þeirra megin er sá sem sigraði dauðann, frelsarinn Jesús Kristur. Því ekki að veita honum öndvegið innst í huga og hjarta? Gleðilegt sumar. Listasafn Sigurjóns Tónlistarskólinn í Reykjavík. Próftónleikar þriðjudaginn 28. apríl kl. 20.30. Ragnheiður Har- aldsdóttir, blokkflauta. íslenska óperan Tónlistarskólinn í Reykjavík. Próftónleikar miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30. Guðrún Baldurs- dóttir, píanó. Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Islands. Tón- leikar fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.00 (Rauðir). Stjórnandi Petri Sakari. Einleikur: Maurice Bo- urque. Sinfónía nr. 1 eftir Mad- etoja, Óbókonsert eftir Martinu, Introduction, Adagiop, Tema og tilbrigði eftir Hummel, Eldfuglinn eftir Stravinsky. Víðistaðakirkja Vortónleikar Lúðrasveitar Hafn- arfjarðar verða haldnir í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði sunnu- daginn 26. apríl kl. 16.00. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.