Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 4
24 FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1992. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7. simi 673577 Art-Hún-hópurinn sýnir skúiptúrverk, grafík og myndir. Opið virka daga kl. 12-18. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74, sími 13644 Safn Ásgrims Jónssonar er opið á laugar- dögum og sunnudögum kl. 13.30-16.00. Hópar og einstaklingar, sem vilja koma á öðrum tímum, geta haft samband við safn- vörð. I vetur er sýning á ævintýra- og þjóðsagna- myndum eftir Ásgrím Jónsson I safni hans að Bergstaðastræti 74 i Reykjavlk. Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Ólafsson í síma 13644/621000. Ásmundarsafn Sigtúni. sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný við- bygging við Asmundarsafn. Safnið er opið frá kl. 10-16 alladaga. Café Mílanó Björg Atla sýnir verk sín í Café Mflanó. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt I samsýningum. Sýningin er opin virka daga kl. 9-19, laugárdaga og sunnudaga kl. 9-18. Café Splitt Tita Heydecker sýnir málverk. Öll verkin á sýningunni eru máluð á þessu ári. Verk Titu hafa veriö sýnd viða I Þýskalandi bæði á einka- og samsýningum frá árinu 1981. Sýningin stendur til 17. maí. Gallerí Borg Pósthússtræti 9. simi 24211 Jóhannes Jóhannesson sýnir olíu- myndir. Á sýnmgunni eru um 20 verk sem flest eru ný. Öll verkin eru til sölu. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga vikunnar. Sýningunni lýk- ur 28. apríl. Gallerí 15 Skólavörðustig 15. sími 11505 Páskasýning Félags íslenskra teikn- ara stendur þar yfir. Á sýningunni eru dagblaöaauglýsingar, unnar sér- staklega fyrir þessa sýningu þar sem trúin og kirkjan eru viðfangsefnin. Sýningin stendur til 30. apríl. Gallerí List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Port Kolaportinu Opið laugard. kl. 11-17 og sunnud. kl. 10-16. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9. Auður Ólafsdóttir opnar myndlistarsýningu I dag. Sýningin stendur tii 22. maí og er opin á verslunartíma, á virkum dögum kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-16. Gallerí Úmbra (Torfan) Amtmannsstig 1, slmi 28889 Gallerlið er opið þriðjudaga til föstud. kl. 12-18 og laugard. kl. 12-15. Hótel Lind Rauðarárstig 18 Kristmundur Þórarinn Glslason sýnir mál- verk á Hótel Lind. Þetta er 12. sýning Krist- mundar hér heima og erlendis. Á sýning- unni eru sýnd rúmlega 40 smámálverk unn- in I akril á vatnslitapappír, auk nokkura ann- arra verka og eru þau öll frá þessu ári. Sýn- ingunni lýkur þann 11. mal. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4. simi 814677 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið 'frá kl. 13-17 þriðjud.-laugard. „Kaffi Gerði" Gerðubergi Ásta Erlingsdóttir myndlistarmaður sýnir í veitingabúð Gerðubergs, „KafB Gerði". Asta vinnur öll sín verk með jurtalitum sem hún hefur sjálf þróað úr lífriki náttúrunnar. Sýningin stendur til 29. april og er opin mánud.-funmtud. kl. 10.30-21, föstud.kl. 10.30-16 og laugard. kl. 13-16. Árni Sigurðsson sýnir einnig í Gerðubergi málverk á tré, teikningar og litógraflur. Sýning Árna stendur til 19. maí. Sýningin er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 10-22 og fóstud. og laugard. kl. 13-16. Einnig eru sýnd verk í eigu Reykjavíkur- borgar í Gerðubergi. Kjarvalsstaðir viö Miklatún Á morgun verða opnaðar eftirtaldar sýning- ar: I Vestursal verður opnuð sýning á jap- anskri grafik. I austursal verður opnuð sýn- ing á teikningum úr Kjarvalssafni. I Austur-' forsal veröur opnuð slöasta Ijóöasýningin á þessum vetri, á Ijóðum Kristjáns Karlssonar. I Vesturforsal opnar Margrét Zóphanlasdótt- ir sýningu á glerverkum. Mokkakaffi Skólavörðustig Þar stendur yfir sýning á Ijósmyndum úr Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar. Mynd- irnar sýna bæjarbúa við margvlsleg störf. Fáeinar upplýsingarfylgja hverri mynd. Sýn- ingin stendur út mánuðinn og er opið alla daga kl. 9.30-23.30 nema sunnudaga kl. 14-23.30. Á sýningunni er margt merkra muna úr sögu Skálholts og kirkjunnar. Þjóðminjasafnið: Dýrgripir úr Skálholti Nú stendur yfir sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins á dýrgripum úr Skálholti. Þar getur aö líta forna kirkjugripi og skrúða sem varðveist hafa frá dómkirkjunni í Skálholti, svo sem „kaleikinn góöa" sem talinn er vera frá því um 1300, minnishom úr kaþólskri tíð, messuklæði samsett úr fornum skrúðum og merk altaris- klæði. Einnig eru á sýningunni grip- ir sem fundust við fornleifarann- sóknir í Skálholti á árunum 1954- 1958, þar á meðal bagall Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 og háls- men Þórðar biskups Jónssonar, d. 1697. Flestir sýningargripirnir eru í eigu og umsjá Þjóðminjasafhsins en altari Brynjólfs biskups Sveinssonar var fengið að láni úr Skálholti og ber það nú hinn forna altarisstein, eins og Brynjólfur lét ganga frá honum í Skálholtsdómkirkju árið 1673. Sýningin verður opin kl. 12-16 þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. Myndvefnað- ur í Norræna Nú er síðasta tækifærið til að skoða sýningu í Norræna húsinu á mynd- vefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur veflistarkonu. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Þorbjörg er einn stofnenda Gallerís Sólon Island- us og Gallerís Langbrókar. Á sýn- ingu Þorbjargar eru 15 verk unnin á síðustu þremur árum. Þau eru öll ofin úr ull, hör og handspunnu hrosshári. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og lýkur sunnudaginn 26. apríl. Margrét viö eitt verka sinna. DV-mynd Hanna Glermálverk á Kjarvalsstöðum Laugardaginn 25. apríl opnar Mar- grét Zóphóníasdóttir sýningu á verk- um sínum í vesturforsal Kjarvals- staða. Þetta eru glermálverk sem urinin eru á verkstæði Frese og Sónner í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur til 10. maí. Margrét stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Myndlistaskólann í Reykjavik árin 1974-1976 og Skolen for Brugskunst í Kaupmannahófn 1977-1981. Hún var kennari við Myndhsta- og hand- íðaskólann frá árinu 1982 og Mynd- listaskólann í Reykjavík frá árinu 1990. Auður Olafsdóttir. Gallerí Saevars Karls: Ný sýning Auður Ólafsdóttir opnar myndlist- arsýningu í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, þann 24. apríl. Sýn- ingin stendur til 22. maí og er opin á verslunartíma, á virkum dögum kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-16. Auður er fædd árið 1960. Hún nam við Myndtistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981-1986. Auður hefur haldið einka- sýningu í verslunarhúsnæði Bygg- ingarþjónustunnar 1985 og tók þátt í IBM-sýningunni á Kjarvalsstöðum 1987. Akureyri: Guðmundur Ármann sýnir á grafíkverkstæði Grámanns Guðmundur Ármann Sigurjónsson sýnir um þessar mundir á graflk- verkstæði Grámanns í Grófargili, Kaupvangsstræti 14 á Akureyri. Á sýningunni eru 32 grafikmyndir, dúkristur og einþrykk, allar unnar á árinu 1991 og þessu ári. Dúkristur eru skornar með þar til gerðu skurð- arjárni og þrykktar í takmórkuðu upplagi í 4, 5 og 6 Utum. Einþrykksmyndirnar eru unnar á málmplötu. í þeim er hturinn pensl- aður á plötuna og þrykktur á pappír. Þar sem ekkert mót er gert í plótuna er ekki hægt að endurtaka þrykkið, í því felst sérstaða einþrykksins í graflMstinni. Guðmundur Armann mynlistarmað- ur. Sýningin er opin frá klukkan 14.00 til 19.00 og lýkur henni sunnudaginn 26. apríl. Sýningar Nýlistasafnið Vatnsstig 3b Kess Visser sýnir verk sín í Nýlistasafninu. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Henni lýkur 3. maí. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning á myndvefnaði eftir Þorbjörgu Þóröardóttur veflistarkonu. Þetta er fyrsta einkasýning Þorbjargar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima, á Norðurlöndum og í Bandaríkjun- um. Á sýningunni eru 15 verk unnin á síð- ustu þremur árum, þau eru oll ofin úr ull, hör og handspunnu hrosshári. Sýningin stendur til 26. apríl. í anddyri hússins stend- ur yfir sýning um fornar iþróttir og feiki. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-19. Katel Laugavegi 20b, slmi 18610 (Klapparstigsmegin) til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Listasafn alþýðu v/Grensásveg Félag frímerkjasafnara verður 35 ára 11. júní nk. Þessa tilefnis minnist félagið með frí- merkjasýningu dagana 24-26. apríl. Nokkur fjöldi nýrra safna íslenskra safnara verða sýnd ásamt söfnum frá öðrum Norðurlónd- um og Eistlandi. Pósthús verður opið á sýn- ingarstað alla sýningardaga og sérstimpill dag hvern. Öll íslensk frimerki útgefin 1873-1992 er að finna á sýningunni. Sýn- ingin verður opin í dag kl. 17-21, laugardag kl. 10-21 og sunnudag kl. 13-19. Aðgang- ur á sýninguna er ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu. simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. Listinn gallerí - innrömmun Siðumúla 32, simi 679025 Uppsetningar eftir þekkta, islenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda. simi 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum I eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Frikirkjuvegi 7, simi 621000 Þar stendur yfir sýning á höggmynd- um í eigu safnsins eftir Nínu Sæ- mundsson. Á sýningunni er auk þess greint frá lifi og list Nínu í máli og myndum. Sýningin stendur til 17. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi, sími 32906 Farandsýningin Sigurjón Ólafsson - Dan- mörk - ísland 1991 - stendur yfir I listasafn- inu. Hér er um að ræða yfirlitssýningu. Sýn- ingin er opin um helgar kl. 14-17. Listhúsið Snegla Grettisgötu 7. simi 620426 Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna ( textll, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, slmi 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. PÓSt- og símaminjasafnið Austurgötu 11, slmi 54321 Opið á sunnudógum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, simi 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulfnslágmynd- ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardög- um kl. 10-16. Þjóðminjasafnið simi 28888 Á þriðju hæð stendur yfir sýning á tónlistar- iðkun á Islandi f fyrri tíð, Sönglíf I heimahús- um. I Bogasal stendur yfir sýning á dýrgrip- um úr Skálholti. Þar gefur að llta forna kirkjugripi og skrúða. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 12-16. Myndlistarsýning í Spron, Álfabakka Sýning á verkum eftir Mattheu Jónsdóttur myndlistarkonu. Sýningin mun standa yfir til 30. aprll nk. og verður opin frá kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiðslutfma útibúsins. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgrlms Einars- sonar Ijósmyndara. Möppúr með Ijósmynd- um liggja frammi og einnig eru til sýnis munir og áhöld af Ijósmyndastofu Hallgrfms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.