Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1992. Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Litli snillingurinn ★★★ Góð frumraun leikstjórans Jodie Fost- er sem einnig fer með eitt aðalhlutverk- ið í mannlegri mynd um erfiðleika í samskiptum við barn sem gsett er of- urgáfum. -HK Ævintýri á Norðurslóðum ★★ Hugljúfar barnamyndir, misgóðar og misvel leiknar. Islenska myndin best, en sú grænlenska einnig athyglisverð. -HK Frankie ogJohnnie ★★ Raunsæ mynd um venjulegt fólk. Al Pacino og Michelle Pfeiffer eru bæði mjög góð og eru persónurnar sem þau leika það eftirminnilegast við myndina. -HK Háir hælar ★★'/2 Ekki það besta sem komið hefur frá Almodovar sem í myndinni segir okkur dramatíska sögu af mæðgum. Ágæt mynd en frumlegheit vantar sem ein- kennt hefur myndir spænska leikstjór- ann. -HK Tvöfalt líf Veróníku ★★★ Vi Tvær stúlkur, fæddar sama dag, hvor í sínu landi, nákvæmlega eins í útliti og án þess að vita hvor af annarri. Þetta er viðfangsefni pólska leikstjór- ans Krzystofs Piesiewicz i magnaðri kvikmynd. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Víghöfði ★★★ '/2 Fítonskraftur Scorsese og súperleikhópur gera samanlagt miskunnarlausan og æsi- spennandi sálfræðitrylli sem faltrar einungis á yfirkeyrðum formúluendi. ekkert bitastætt á milli þeirra. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Freejack ★'/2 Þrátt fyrir flottar sviðsetningar og mikl- ar tæknibrellur nær fjarstæðukenndur söguþráður aldrei að ná athygli áhorf- andans. -HK Upp á líf og dauða ★'/2 Ruglingsleg mynd sem er engum af þeim fjölda leikara sem í henni leika til framdráttar. -IS Kolstakkur ★★★ 'A Miklu er til kostað og úrvinsla efnis er af bestu gerð. Leikarar eru ekki þekktir en standa sig með mikilli prýði. -ÍS Kastali móður minnar ★★ Falleg myndskreyting á skemmtilegri endurminningu frægs rithöfundar. Saklaus skemmtun. -GE Léttlynda Rósa ★★★ Mjög fagmannlega unnin mynd um alvarlegt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál sem skapast í kringum það. Frábær leikur góðra leikara. -IS Homo Faber ★★ Byrjar hressilega en fjarar fljótlega út, gerist langdregin og tómleg.' Góðir leikarar og fallegt landslag hjálpa mik- ið. -GE SAGA-BIÓ Sími 78900 Kuffs ★★ Löggumyndabræðingurmeð litlu sem ; ekki hefur sést áður. Slater er 'samt ágætur. -GE STJÖRNUBÍÓ Sími16500 Stúlkan mín ★★ Mynd fyrir alla fjölskylduna. Fer minna fyrir Macaulay Culkin en í fyrstu hefði mátt halda. Skörp skil á miili gamans og alvöru kemur á óvart. -HK Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hef- ur gert góða kvikmynd þar sem mikil- fenglegt landslag og góður leikur þlandast mannlegum söguþræði. -HK Þessi mynd var tekin þegar ÍBV og FH léku i deildarkeppninni í fyrra. Kapparnir á myndinni verða í eldlinunni i kvöld. Frá vinstri: Eyjamaðurinn Gylfi Birgisson og FH-ingarnir Hálfdán Þórðarson og Guðjón Árnason. DV-mynd Ingi T. Björnsson Stórleikir í handboltanum - ÍBV og FH leika í Eyjum - SelfyssingarfáVíkingí heimsókn Það eru tveir stórleikir á dagskrá í handboltanum í kvöld klukkan 20. Þá fara fram síðari leikirnir í undan- úrslitum 1. deildar karla á íslands- mótinu í handknattleik. ÍBV tekur á móti FH í Vestmannaeyjum og Sel- fyssingar fá Víkinga í heimsókn. Fari svo að hðin, sem unnu fyrri leikina á miövikudaginn, sigri aftur í kvöld hafa þau sömu tryggt sér sæti í úrshtum. Nái hins vegar taplið- in úr fyrri viðureigninni að vinna sigur í kvöld þarf að grípa til þriðja leiksins. FH og Víkingur voru fyrir ofan ÍBV og Selfoss í deildarkeppn- inni og fá því oddaleikinn á heima- velli þurfi að grípa til hans. Það má bóka alveg hörkuleiki í báðum viðureignum kvöldsins. Heimavelhr ÍBV og Selfoss eru taldir með þeim bestu á landinu og „stóru liöin“ FH og Víkingur eiga örugglega á brattann að sækja. -GH Körfubolti: Hátíð í Njarðvík KKÍ og UMFN munu tsam- eíningu standa fyrir körfu- boltahátíð í Njarðvfk á morg- un. Tílefnið er 50 ára afmæli bæjarins og KKÍ hefur borist boð frá körfuknattleikssam- bandi Bahamaeyja um að senda þrjá leikmenn til eyj- anna þar sem þeir taka þátt í körfuboltahátíð. Hátfðin hefst með undankeppni þar sem bestu skotmenn landsins reyna með sér f vítaskot- keppni og þriggja stiga skot- keppni. Bestu troðarar lands- ins munu reyna með sér f troðslukeppni. Sigurvegar- arnir fara til Bahamaeyja og taka þar þátt í keppni þeirra bestu í heiminum. Besti leik- maður Japisdeildarinnar, Teitur Örlygsson, verður varamaður í heimsliðinu sem leikur gegn sameinuðu liði Ameríku. Dagskráin í Njarð- vík verður eftirfarandi: Kl. 14 undankeppni skotkeppninn- ar. Kl. 15 undankeppni í troðslukeppni. Kl. 16 leikur UMFN og landsliðsíns, f hálf- leik verður keppt til úrslita í skotkeppninni og troðslu- keppninni. Mikið fjöf á Akureyri Andrésar andar leikamir voru settir á Akureyrí á miðviku- daginn. Keppni verður fram haldið í Hlíðarfjalli í dag og á morgun lýkur þessari miklu keppni. Klukkan 10 í morgun hófst keppni í svigi og verður keppt í allan dag og lýkur með verðlaunaafhendingu klukkan 20. Á morgun hefst keppi í stórsvigi 10 ára barna klukkan 10 og í svigi 9 ára á sama tíma. Klukkan 11 hefst keppni í göngu i öllum flokk- um og keppni lýkur síðan með svigi 12 ára barna klukk- an 12.30. Verðlaunaafhend- ing hefst síðan ki. 16. Ferðafélag íslands: Eins og nokkur undanfarin ár efnir Ferðafélagið th raðgöngu og nú hgg- ur leiðin til vesturs. Farið er um- hverfis Hvalfjörðinn upp í Borgar- nes. Raðgöngiu- hafa verið afar vin- sælar hjá félaginu en þá gengur fólk töluvert langa leið en í mörgum áfóngum. Sú nýjung er tekin upp í rað- göngunni í ár að fólk getur vahð um tvo kosti, annars vegar íjahahring .Hvalfjarðar (A) og strönd og láglendi Hvalflarðar (B). Gengið veröur í tíu áfóngum og hefst sá fyrsti þann 26. apríl á Kjalamesi. Síðasta áfangan- um lýkur í Borgamesi þann 19. sept- ember. Á sunnudaginn næstkomandi er brottfór í raðgönguna kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Fyrir þá sem velja fjallahringinn verður gengið um vesturbrúnir Esju en láglendisgangan hefst á Kjalar- nestöngum og verður gengið sem leið hggur upp að kirkjustaðnum Saurbæ á Kjalamesi. Þetta er þægileg göngu- leið og við allra hæfi. Næstu helgarferðir Ferðafélagsins verða þessar: 30. apríl til 3. maí verð- ur farið í ferð á Öræfajökul og einnig í ferð um Þjóðgarðinn í Skaftafelh á sama tíma. Brottfór er.kl. 20.00. Gist verður í svefhpokaplássi á Hofi í Öræfasveit. Upplýsingar um búnað fyrir ferðina á jökulinn er hægt aö ' Ferðafélagið hefur skipuiagt raðgongu um Hvaitjöröinn i tíu átöngum. Gengið umhverfis Hvalfiörðinn . fá á skrifstofu F.I. Helgarferð til Þórsmerkur verður frá 1. maí til 3. maí og er brottfór í hana kl. 8 að morgni. Gist er í Skag- DV-mynd Brynjar Gauti íj örðsskála/Langadal. Gönguferðir verða skipulagðar um Þórsmörkina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.