Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992. 7 Sandkom Fréttir Deilumar innan Mannvirkjasjóös NATO óleystar: Erum vongóðir um jákvæða niðurstöðu - segir framkvæmdastjóri íslenskra aðalverktaka „Viö erum vongóðir um jákvæða niðurstöðu hjá Mannvirkjasjóði NATO. Þetta skýrist í þessum mán- uði. Það eru alla vega engar uppsagn- ir á döfinni hjá okkur eins og er,“ segir Gunnar Þ. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra aðalverk- táka. Á vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins fengust þær upplýs- ingar í gær að enn hefði ekki fengist niðurstaða í þeim deilum sem hafa ríkt í Mannvirkjasjóði NATO vegna verklegra framkvæmda á Keflavík- urflugvelli. Krafa Norðmanna og Breta er að fram fari alþjóðlegt útboð vegna þessara framkvæmda. Eins og fyrirkomulagið er núna hafa íslensk- ir aðalverktakar einkarétt á þessum framkvæmdum. Þegar deilumar spmttu upp fyrr í vetur innan Mannvirkjasjóðsins var frekari framkvæmdum hér á landi frestað en fram til ársins 1994 hafði verið ráðgert að veija um 3,6 millj- örðum á ári í framkvæmdir á vellin- um. Meðal þess sem gera á fyrir þessa fjármuni er frágangur á olíu- leiðslum, bygging áhafnabyggingar og gerð tveggja flugskýla. Að sögn Gunnars em næg verkefni fyrirsjáanleg á vellinum í sumar en dls vinna rúmlega 500 manns á veg- um íslenskra aðalverktaka þar. Hann segist þó ekki sjá fyrir þörf á ráðningu fólks tíl sumarafleysinga. -kaa Frá hófi bæjarstjórnar til heiðurs Seifossliðinu í handbolta. DV-mynd KE Bæjarstjóm heiðrar handboltaliðið Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Hetjum Selfoss, handboltaliðinu og þeim sem því fylgja, var haldið veg- legt samsæti í Hótelinu í boði bæjar- stjórnar sl. laugardag. Formanni handknattleiksdeildar, Þorgeiri Inga, var afhent umslag sem í vom 500 þúsund krónur frá bæjarstjóm sem viðurkenning frá bæjarbúum fyrir frábæran árangur og skemmt- un. Stjórn Ungmennafélags Selfoss heiðraði einnig deildina með merkj- um og heitum um nýtt íþróttahús. Margar ræður voru fluttar og kom m.a. fram að u.þ.b. 9.000 áhorfendur komu á heimaleiki liðsins í vetur. Ótrúleg spenna og mikil samkennd hefur verið í bænum á meðan ís- landsmeistaramótið fór .fram, allir töluðu um handbolta og strákana OKKAR. Hjartveikt fólk þorði ekki á leikina og horfði á sjónvarpið með ööru auganu. Bændur á öllu Suöur- landi breyttu mjaltatímum og hús- mæður rokkuðu með kvöldmatar- tímann eftir því hvenær útsendingar voru. „Antisportistar“ urðu m.a.s. unnendur handboltaíþróttarinnar. Bæjarlífið er að komast í samt lag aftur og fólk farið að hugsa um dags- ins amstur. í kreppunni Niðurskurður- inn í heilbrigð- iskerfinutekur ásigv-msai- myndir. Dagur .i Akureyn Lsthafafregnað afmannisetn varöfyrirþvi óláni að lá skurðíandlitið þannigað I saumavarð -----—I fyrir. Maður þessi haföi nýveriö komið sér upp myndarlegu skeggi og því var hann spuröur hvort ekki hefði þurft að fórna skegginu svo hægt væri að bua tilhlýðilega um sárið. „Nei,“ svaraðí hann þá að bragði. „Skeggið kom ein- mitt aö góöum notum. Þeir notuðu bara skegghárin til að sauma sárið saman. Svona er núsparnaöurinn orðinn í heilbrigðiskerfmu!!“ Sunnlensk héraðsvitund l>að snerist allt umhandboltaá unumþegar bæjarbúar horfðu vonar- augumtiiís- landsmeLstara- titOsinsíhand- bolta. Stemn- inginíbænum ogááhorf- endapöllum varumfiöihm- arefhi leiðarahöfundar Sunnlenska sem komst að þeirri niðurstöðu að aukaliðsmennirnir á bekkjunum með lúðrablæstri ogköUum skiptu miklu þósvoað mestu skipti þjáifun og ástand liðsmanna. En Sunnlenska greindi lika frá hljóðlátari stuðnings- yfiriýsmgumen.fs'rrgremdum. Sögur bárust af fólki sem kveikti á kertum heima í stofu á meðan á leik stóð og af aðila sem ailtaf settist við hliðina á ákveðnum félaga sinum i stuðn- ingsliöinu. Þetta voru sagðar leiðir til aö efla sunnlenska héraðsvitund. Trjásmokkur uublaOið brúk: Víkurblaðið hrósarséraf Vk rjasmokkur i þvíaðútbreiða boöskapinn þingeyskaum ailaheims- byggðogað veratilmargra hlutanytsam- legt. í blaðinu segirfrá Þivsii nokkrumEy- steinssyni,ein- umafáskrif- endum blaðsins, sem leggur stund á trjákynbætur í Vesturheimi. í rann- sóknum ítrjákynbótum þarfm.a. aö safna frjódufti aftrjiimogþykir best að ná þyí er það fellur beint af grein- unum. í þessum tiigangi hengir Þröstur samanbrotna pappírskassa á greínarnar til að taka við frjóduftinu. V íkurblaðið notar hann í sama tO- gangi og segir hann þaö henta eínkar velsemtrjásmokkur. Koppaferðir ÞegarFlugleið- irákváðuað hættaáætlun- arflugitONorð- fjarðar sóttu tvöflugfélög, íslandsflugog Óðinn.uraflug- leyiið. Miklar umræðururðu mnmáhöíNes- haupstaöog stóðEgill Bjarnasonfyrir undirskriftum þar sem þeim tilmæl- um var beint tíl samgönguráðherra að veita Óðni sérleyfíð, 1 héraðshlaö- inu Austurlandi segir að það virtist valda Agli áhyggjum að ekki væri klósetti vélum Islandsflugs sem reyndar fékk sérleyfið. Þessi sami EgOl á nokkru áður að hafa falast eftir umboði íslandsflugs í Neskaup- stað og benda menn á að þá hafi hann haft mikinn áhuga á að selja svokall- aöar koppaferðir í slandsflugs. ; Umslón: Ingttgörg 8ára Sveinsdóttir Skákmótið á St. Martin: Jón L. og Helgi á toppnum Bílar við Austurbrún: Hundruð þús- unda króna tjón eftir skemmdar- verk - lýsteftirvitnum Þrír bílar voru rispaðir illa við Austurbrún 37 aðfaranótt laugar- dagsins. Að sögn talsmanns lög- reglunnar var um að ræða tvær nýlegar jeppabifreiðar og eina nýlega Mözdu. Bílamir voru greinOega rispað- ir af einhverjum með afbrigðilega skemmdarfýsn. Þeir voru allir mikið skemmdir þegar eigendur komu að þeim. Tjón á hveijum bíl nemur hátt í eitt hundrað þús- und krónum. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að skemmdarverkunum. Tahð er að þau hafi verið framin á föstudagskvöld eða aðfaranótt laugardagsins. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um málið eru beðnir um að snúa sér til rann- sóknardeildar lögreglunnar. -ÓTT Jón L. Ámason, DV, St. Martin: Stórmeistaramir Jón L. Ámason og Helgi Ólafsson urðu efstir á opna alþjóðlega stórmótinu á St. Martin- eyju í Karabíska hafinu ásamt þeim Álexander Ivanov, USA, og Dmitri Gurevich, USA. Þeir hlutu allir 7 vinninga af 9 mögulegum. Mótinu lauk á laugardag. í 5.-10. sæti urðu Margeir Péturs- son, Benjamin, Gulko, Fedorowicz, Zapata og Igor Ivanov með 6'A v. í 9. og síðustu umferðinni vann Helgi franska stórmeistarann Renet í góðri skák, Margeir vann Banda- ríkjamanninn Saidy en skák Jóns Lofts við Fedorowicz lauk með jafn- tefli. Þátttakendur í mótinu vom 101, þar af 12 stórmeistarar. -hsím Viðbótarsæti - Frábær gisting íslensk fararstjórn Fáðu upplýsingar FARK '*& RT„H am msnm Benidorm Beint flug í sólina alla fimmtudaga frá 28. maí. Sími 62-14-90 FERÐASKRIFSTOFA _ ^ REYKJAVÍKUR (Sé AAalstræU 16 - síml 621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.