Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1992, Qupperneq 28
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAl 1992. Aðalfundur TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 17. maí kl. 20.00 að Faxafeni 12. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin L IANDSVIRKJUN STAÐA REKSTRARSTJÓRA Staða rekstrarstjóra Landsvirkjunar er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1993 að telja og er umsóknarfrestur til 1. júlí nk. Umsóknir sendist forstjóra Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf umsækjanda auk annarra upplýsinga sem hann telur máli skipta. Reykjavík, 12. maí 1992 Landsvirkjun Bækur tíl sölu Mannasiðir e. Jón Jacobsen, Kurteisi e. Rannveigu Schmidt, hómópatabók Lárusar Pálssonar, 1892, Vestfirzkar ættir, Arnar- dalsxtt, 1.-2. bindið, Ættir Austfirðinga, 1.-9. bindi, Deildartungu- ætt 1-2 e. Hjalta Pálsson og Ara Gíslason, Menn og menntir e. Pál Eggert Ólason, 1 .-4. bindi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyr- arhreppi e. dr. Guðna Jónsson, ísl. sagnaþættir og þjóðsögur 1-12 e. Guðna Jónsson, Austantórur 1-3 e. Jón Pálsson, Hver er maðurinn 1-2 e. Brynleif Tobíasson, Manntal á Íslandi 1816,1.-6. hefti, Alþingisstaðurinn forni e. Sigurð Guðmundsson málara, íslenzk skrökvísindi og í nátttrölla höndum e. Eirík Kjerúlf. Sagan um San Michelc e. Axel Munthe, Við sundin blá, viðhafnarútgáfa e. Tómas Guðmundsson, tölusett útg., Fyrsta bók Þórarins Eld- járns, Þröskuldurr hússins er þjöl e. Arnfríði Jónatansdóttur, Sex Ijóðskáld (með hljómplötunni), Sérhljóð og samhljóð e. Knut Hamsun (aðeins útg. 12 eintök), Úti og inni e. séra Friðrik Frið- ríksson, Rauðir pennar, 1.-2. bindi, Sjálfstætt fólk 1—2, í austur- veg, Dagleið á fjöllum e. Halldór Laxness, Alþingismannatal Speg- ilsins e. Sigurð Z., Róbinson Krúsoe, þýðing Steingríms Tlior- steinssonar 1896, Fjallið, skálds. e. Jökul Jakobsson, Hart í bak e. sama, Flöjtespilleren e. Halldór Laxness, áritað frá skáldinu, Rauða bókin um starfsemi ungra ísl. sósíalista í austantjaldslönd- um, árituð af Davíð Oddssyni, Sól og menn e. Vilhjálm frá Skáholti, Vort daglega brauð e. sama Galdra-Loftur, leikrit, frum- útg. e. Jóhann Sigurjónsson, Leiðarvísir til að nema ýmsar hann- yrðir og fatasaum, Vefnaður á íslenzkum heimilum e. Halldóru Bjarnadóttur, Islenzkar lækninga- og drykkjarjurtir e. Björn L. Jónsson lækni, Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, 1.-16. bindi, gamla útg., Undir tindum e. Böðvar Magnússon á Laugarvatni, bækurnar um Guðmund Thorsteinsson (Mugg), Inn til fjalla, 1.-3. bindi, rit Biskupstungnamanna, Sóknalýsingar Vestfjarða, 1.-2. bindi, Minjar og menntir, geitarskinnsband, heiðursrit til dr. Kristjáns Eldjárns á afmæli hans, Frjálst verkafólk á íslandi e. próf. Guðbrand Jónsson, Árbækur Reykjavikur 1786-1936 e. Jón biskup Helgason, Þættir úr sögu Reykjavíkur e. ýmsa höf„ Byggð og saga e. próf. Ólaf Lárusson, Brot úr ísl. réttarsögu, I. bindi e. sama, Kvæði og dansleikir, 1.-2. bindi e. Jón Marinó Samsonar- son, Afmælisrit til Ólafs prófessors Lárussonar, fj. greina um lögfræði, Íslenzkar bókmenntir í fornöld e. Einar Ól. Sveinsson, íslenzk bókmenntasaga 874-1960 e. próf. Stefán Einarsson, Deild- ir Alþingis e. Bjarna Benediktsson, Altnordische Frauen e. próf. Rittershausen, Eskja, 1.-2. bindi e. Einar Braga, Skáldkonur fyrri alda, 1.-2. bindi e. Guðrúnu Helgadóttur, Íslenzkar orðmynd- ir e. Björn Karel Þórólfsson, Stokkseyringa saga, 1 -2. bindi, e. Guðna Jónsson. í verzlun okkar í Hafnarstræti 4 höfum við, vandlega sundurgreint i flokka og uppraðað í stafrófsröð, tugi þúsunda bóka í öllum grein- um fræða og fagurfræða. Einnig útvalið safn erlendra bóka í marg- víslegum greinum. Fengum nýlega mikið af gömlum reyfurum á islcnzku, frá árunum 1890-1930, mikið bundið í fallegt sauðskinnsband. Gefum reglulega út bóksöluskrár og sendum þær ókeypis öllum sem þess óska utan höfuðborgarsvæðisins. Kaupum og seljum allar íslenzkar bækur, heil söfn og stakar bæk- ur. Metum bækur fyrir einstaklinga, dánarbú og tryggingafélög. Gjörið svo vel að hringja, skrifa - eða líta inn. Bókavarðan, Hafnarstræti 4, Reykjavík, sími 29720, telefax 629720. Grjóti kastað að Grund Að reisa Elli- og hjúkrunarheim- ilið Grund í Reykjavík var sann- kaUaö stórvirki sinnar tíðar. Var þar stofnaö hið fyrsta athvarf fyrir þreytta og aldna hér á landi. Má fara nærri um hversu brýna nauð- syn bar til að það gæfist. Mannorðsspjöll Kveikjan að Grund átti sér stað hjá einni og sömu fjölskyldu. Hug- sjónin að þessu mikilvæga átaki var sameign, og styrkur framtaks- ins sem skóp stofnunina var sam- starf allra sem þar áttu hlut að. Mátt hefði ætla aö þjóðin, og þá fyrst og fremst höfuðborgarbúar, hefðu mætt þeim stórhug og þeirri mannúð, sem bjó hér að baki, með virðingu og þökk og sýnt það með verðugum hætti. En því miður varð veruleikinn allur annar. Allt frá því Grund hóf starfsemi sína hefur sorglega oft verið stundað að varpa á hana skugga og beina að henni skeytum grófrar gagnrýni. En svo fullur sem mæhrinn er orðinn eftir öll þessi ár flóði þó út af nú fyrir skömmu, þegar á rás einnar útvarpsstöðvar - Bylgjunnar - gekk út af munni konu nokkurrar, sem þar geystist fram, sá mesti óhróður sem borinn hefur verið á Grund til þessa, og er þá fast að orði kveðið. Slík yfirlýsing borin fram í áheym alþjóðar er mannorðsspjöll, því lítill vafi er á að hún hafi því miður fengið hljómgrunn hjá ein- hverjum sem á hlýddu útsending- una. Og nú vaknar þessi spuming. Bera ekki forstjórar fyrirtækja ábyrgð á þeim? Yfirmenn útvarps- og sjónvarpsstöðva hljóta að lúta því lögmáli að vera ábyrgir fyrir því efni sem þar kemur fram og setja skorður við ef í ljós kemur að úr hófi keyrir. í því tilfelh, sem hér átti sér stað, hefði dagskrár- stjórinn sem var áheyrandi átt að stöðva málandagang sem ahur gekk út á bein ósannindi og niöur- lægjandi og ósæmilegt orðafar um virðingarverða velgerðarstofnun. En slíkt átti sér ekki stað. Eigi mun stjóri þessi heldur hafa borið fram afsökun vegna þessa ömurlega dag- skráratriðis á stöð hans. Eðlilegt er að spurt sé: Hver er lagabókstafurinn varðandi starf- rækslu ljósvakamiðla - efni það sem sent er út til horfenda og heyr- enda? Er leyfilegt að persóna, sem kemur fram í fjölmiðli, noti aöstöðu sína og tækifærið til að ausa óhróðri yfir einhvem aðfia - í nefndu tiifelh vissa stofnun - átölu- Kjallarinn . Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum, starfaði við félagsmál og ritstörf laust af þeim sem þama hefur vald til stjórnunar? Hér hefði stöðvar- stjóri átt að grípa inn í og stöðva ósómann. Mun ekki vera til ein- hver lagagrein sem er til varnaðar þetta varðandi? Við þessari spum- ingu er brýnt að fá skýrt svar - án undanbragða. Það er málfrelsi og ritfrelsi í landi okkar, lof sé því. En nærfeUt allt frelsi má misnota og ekki stendur á því. Sómastofnun Ég sem þessar línur skrifa er í hinum stóra hópi heimihsfólks á Grund og tel mig því þekkja þar talsvert vel til. Þau kynni em á einn veg: Jákvæð, í fyllsta máta. Á Grund veittist mér athvarf þegar ég stóð í erfiðum spomm og lá mik- ið við að mér væri rétt hlý hönd. Og þaö brást ekki Handtakið var traust og næmur sá skilningur sem ég mætti. Því gleymi ég aldrei. Varðandi kynnin rúmast umsögn mín í einu orði - Sómastofnun. Eg nefni hér nokkur atriði því tU sönn- unar sem fela í sér skýr andmæh gegn því sem verið var að kynna almenningi í nefndri árás á Grund. Á Gmnd er viðurgerningur í mat og drykk nyög góður. Fjölbreytt er og vel úti látin næringin sem borin er fram og getur hver og einn verið fullsæmdur af. Um andlegu hliðina er og hugsað með ágætum af hálfu stjórnenda. Messur em sungnar reglubundið og sitthvað fleira gjört til uppbyggingar og ánægju. Gmnd fær notið góðra gesta. Sjálfboðaliðar frá ýmsum félaga- samtökum koma oft fil að skemmta með söng, hljóðfæraleik og ýmsu fleira. Reglusemi er ríkjandi á staðnum og menningarlég um- gengni. Ber hin snyrtílega lóð, ramminn um reisulegar bygging- amar ljóst vitni um það. Læknar á Grand era margir og mætir og hlý samskipti þeirra við heimihsfólk, hinn stóra og fjöl- breytilega hóp. Sama máh gegnir um stjómendur stofnunarinnar, þeir rækja vandasamt hlutverk sitt með sóma og hlýju hugarfari. Hjúkranarlið og starfsfólk yfirleitt ber vel að meta og sýna því þakk- læti fyrir störfin unnin af alúð og skilningi. Perlur finnast viða sé vel að gáð, og í hinum stóra hópi starfandi fólks á Grund gefast kynni viö marga svo mæta að þeir eiga sér stórt rúm í brjósti skjólstæðinga sinna. Því er ósæmUegt með öUu og ekki líðandi að kastað sé að þessu fólki steinum úr glerhúsi skUningsleysis og forheimsku. Til aö dæma shka misgerð úr leik og taka svari þeirra sem líða fyrir hana er þetta ritað. Ef það yrði ekki gjört væri Ula farið. Algjör þögn viö því sem skaðar skoðast löngum sem samþykki. Því er ekki verjandi að láta hana ríkja. Stórt er dagsverk Gísla Sigur- björnssonar, forstjóra á Grund. Ævistarf hans og konu hans, frú Helgu Björnsdóttur, verðskuldar virðingu og þökk. Og merkið stend- ur með stefnu og störfum fjöl- skyldna þeirra. Megi geislar hins góða verma Grund - gleðja og græða aha sem hana byggja, hvaða stöðu og stétt sem þeir skipa. Jórunn Ólafsdóttir „Því er ósæmilegt með öllu og ekki líð- andi að kastað sé að þessu fólki steinum úr glerhúsi skilningsleysis og for- heimsku."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.