Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992.
Fréttir
Akureyri:
husið?
Gylfi Kris^ánsson, DV, Akureyri:
Viöræöur hafa farið fram á
milli Landsbanka íslands og for-
svarsmanna dagblaðsins Dags á
Akureyri um að höfð verði maka-
skipti á húsi þrotabús Prentverks
Odds Björnssonar við Tryggva-
braut og hiisnæði Dags og Dags-
prents við Strandgötu.
Eiríkur Jóhannsson hjá Lands-
bankanum, sem hefur með þessi
mál að gera fyrir hönd bankans,
staðfesti í samtali við DV að þessi
möguleiki hefði verið ræddur en
engar ákvarðanir veríð teknar.
Samkvæmt heimildum DV er fyr-
irhugað ef af þessu verður að
Dagur og Dagsprent flytji alla
sína starfsemi í Tryggvabrautina
og gangi þar inn í verkefni sem
Prentverk Odds Björnssonar hef-
ur unniö fyrir Landsbanka ís-
lands mörg undanfarin ár, s.s.
prentun ávisanahefta og fleira,
Landsbankinn myndi þá eignast
húsnæði Dags og Dagsprents við
Strandgötu sem talin er mun selj-
anlegri eign en POB-húsíð.
Eiríkur Jóhannsson vildi sem
minnst tjá sig um þetta mál en
sagði að víðæður hefðu staðið
yfir við tjóra aðila varöandi þetta
mál. Niöurstöðu úr þeim viöræð-
um væri ekki að vænta fyrr en
undir lok mánaðarins í fyrsta
lagi.
Fangelsismál:
Fangaverðir
ánægðirmeð
Fangavarðafélag íslands hefur
lýst yfir ánægju með nýútkomna
skýrslu fangelsismálanefndar
þar sem lagt var til að nýtt fang-
elsi verði byggt og að starfsemi
annarra fangelsa verði lögð niður
að hiuta eða öllu leyti. Félagið
tekur undir niðurstöður nefhdar-
innar í ílestum atriðum. Þetta
kom meðal annars fram á aðal-
fundi félagsins á Selfossi um helg-
ina.
í tilkynningu, sem DV hefur
borist frá fangavörðum, segir
m.a.:
„Fangaverðir hafa unnið við
vægast sagt slæmar aðstæður
íram að þessu en ávallt verið
reiðubúnir til að bæta ástandiö í
fangelsum. Fangaverðir vonast
eftir að fá aö fylgjast með og hafa
áhrif á skipan fangelsismála í
landinu og að gott samband náist
milli félagsins og rikisins.
Að lokum mótmæhr félagið
harðlega vistun ósakhæfra
manna í fangelsum landsins,
samkvæmt lögum nr. 48/1948 urn
fangelsi og fangavist." Eínn ósak-
hæfur fangi er vistaður í einu
fangelsanna á höfuðborgarsvæð-
inu. -ÓTT
Kvikmyndasjóöur Evrópu:
Kariakórinn
Hekla fær 12,7
milijónir
Við úthlutun peninga úr Kvik-
myndasjóði Evrópu fékk ein ís-
lensk kvikmynd úthlutun upp á
12,7 milljónir íslenskra króna.
Var það Karíakórinn Hekla sem
Guðný Haildórsdóttir leikstýrir.
Er áætlað að hefla tökur á mynd-
hmi í sumar.
Við úthlutun úr Kvikmynda-
sjóöi íslands fyrir árið 1992 fékk
Kvikmyndafélagið UMBI, sem
framleiðir Karlakórinn Heklu, 21
milljón króna, þannig aö í pottinn
eru komnar aö minnsta kosti 32,7
milljónir. -HK
NY BELTAVEL JSZ40LC
'r í' Þfr- '■'i
HSHÖ
.
SYNING
Laugardaginn 16. maí
kl. 11-17.'
Fullkomin og vöndub beltavél meb
tölvustýröum stjórnbúnabi (CAPS).
JCB JS240LC beltavélin er ein af nýrri
kynslóö beltavéla frá JCB, sem eru frá
7-46 tonn ab eigin þyngd.
Sýningarstabur er í sandnámum í
landi Fitjakots ofan vib Mosfellsbæ.
Laugardaginn 16. maí kl. 11-17.
Þar gefst mönnum kostur á ab skoba
og prófa nýju beltavélina ásamt JCB
4CX, 3CX, 2CX og 801 minibeltavél.
Einnig verba til sýnis úrval
vökvaknúinna fylgihluta frá JCB.
JCB 4CX
JCB3CX
JCB 2CX
JCB 801
Globust
heimur gœðal
LÁGMÚLA 5-SÍMI 91-681555