Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 13. MAl 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Markaðurinn ráði vöxtum
Mikill hvellur hefur oröiö, vegna þess að Landsbank-
inn lækkaði útlánsvexti ekki niður á sama stig og aðrir
bankar og sparisjóðir í tengslum við kjarasamningana.
Þjóðarsáttarmenn telja, að um ræði svik á samningum,
einkum ef svo færi, að aðrir bankar hækkuðu vexti að
nýju upp að Landsbankavöxtunum.
Ráðamenn annarra banka láta að því liggja, að þeir
muni þurfa að endurskoða afstöðu sína og hugsanlega
hækka vexti, ef Landsbankinn lækkar ekki fyrir mán-
aðamótin.
Þjóðarsáttarmenn fara hörðum orðum um bankann.
„Ég tel það samningsrof, lækki Landsbankinn ekki sína
vexti til jafns við aðra banka og sparisjóði,“ sagði Björn
Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins,
í viðtali við DV. „Ef Landsbankinn lækkar ekki vext-
ina, hlýt ég að spyrja mig, hvort við höfum verið að
leggja miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir fólk á
fölskum forsendum,“ sagði hann. Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins,
sagði við DV, að það væri Landsbankinn, sem væri að
svíkja fyrirheitið frá samningunum. Því yrði ekki tekið
þegjandi, ef bankinn héldi uppi háum vöxtum, sem verði
til þess að aðrir bankar og sparisjóðir hækki sína vexti.
Hvað hangir í raun og veru á spýtunni?
Lækkun vaxta var þáttur í kjarasamningunum, en
hvernig? Að sjálfsögðu þýðir ekki að ætla sér að lækka
vexti með handafli, ef aðstæður á markaði leyfa það
ekki. Slíkt mundi sannarlega hefna sín. Það sem gerðist
í raun og veru í kjarasamningunum var, að menn sáu,
að með hófsamlegum kjarabótum yrði verðbólgan hverf-
andi lítil. Ríkið lofaði að bæta ráð sitt og draga úr láns-
fjáröflun. Menn komu auga á, að þessir þættir leiddu
til þess, að grundvöllur skapaðist á markaðinum til að
hafa vexti lægri en þeir voru fyrir.
Auðvitað var það einungis á þessum nótum, sem
vaxtalækkun gat af viti orðið þáttur í þjóðarsáttinni.
í tengslum við samningana gáfu fulltrúar banka og
sparisjóða yfirlýsingar um vaxtamál. í yfirlýsingu
Landsbankans sagði meðal annars: „Þess má vænta, að
markaðsaðstæður leiði til almennt svipaðra og sam-
bærilegra kjara banka, hvort heldur er í verðtryggðum
eða óverðtryggðum bankaviðskiptum." Ennfremur
sagði í yfirlýsingunni, að Landsbankinn mundi breyta
kjörum á algengustu vísitölubundnum skuldabréfalán-
um með hliðstæðum hætti og yrðu ákveðin á nýjum
spariskírteinum ríkisins í kjölfar kjarasamninganna.
Því liggur fyrir, að Landsbankinn gaf í viðræðunum
ekki ákveðið loforð um að fara niður á eitthvað, hár-
fínt, vaxtastig. Allir bankar og sparisjóðir lækkuðu vexti
töluvert, einnig Landsbankinn, en vextir Landsbankans
höfðu um nokkurt skeið verið hærri en hinna. Svo var
enn eftir lækkunina.
Það er grundvallaratriði, að markaðsaðstæður ráði
vöxtunum. Að sjálfsögðu mátti meta það sem plús í
kjarasamningunum, að hóflegir samningar gátu leitt til
lægri vaxta. Auðvitað máttu bankarnir gefa yfirlýsingar
í tengslum við þessa staðreynd. Landsbankinn verður
fyrir mestum skakkafóllum vegna tapaðra skulda. En
hann ætti að geta lækkað vexti meira en orðið er. Lands-
bankinn ætti ekki að þurfa svo háa vexti vegna markaðs-
tæðna, að vaxtastigið færist upp. Líkur eru til þess, að
Landsbankinn lækki útlánsvexti sína frekar innan
skamms og allir megi vel við una.
Haukur Helgason
„Rikisstjórnin er uppi með hugmyndir um að einkavæða orkufyrirtækin ...“
Einkavasðing
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar er einkavæðing-
unni gefið mikið pláss. Einkavæö-
ing opinberra fyrirtækja þarf ekki
að vera af hinu illa, síður en svo.
Það er hins vegar undirbúningur,
framkvæmd og tímasetning einka-
væöingarinnar sem máli skiptir.
Framsóknarflokkurinn leggur
áherslu á að atvinnureksturinn sé
í höndum einstaklinga og félaga-
samtaka þeirra og telur að ríkis-
rekstur eigi fyrst og fremst við þeg-
ar almannaheill krefst þess.
Framsóknarflokkurinn hafnar
því ekki einkavæðingu opinberra
fyrirtækja. Hann hafnar hins vegar
einkavæðingu mikilvægra þjón-
ustustofnana á sviði mennta-,
menningar- og heilbrigðismála.
Sama gildir um banka sem veita
atvinnulífinu nauðsynlega þjón-
ustu og orkufyrirtæki sem tryggja
yfirráð íslendinga yfir orkulindum
landsins.
Af sem áður var
Það skýtur liins vegar dálítið
skökku við að ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar skuh leggja höfuð-
áherslu á einkavæðingu opinberra
fyrirtækja, því þegar þær stað-
reyndir eru hafðar í huga að á
meðan núverandi forsætisráð-
herra var borgarstjóri í Reykjavík
þá var hann jafnframt fram-
kvæmdastjóri fyrir fyrirtækjum í
opinberri eigu, sem voru í beinni
samkeppni við einkafyrirtæki.
Hann sem framkvæmdastjóri
þessara opinberu fyrirtækja talaði
aldrei um einkavæðingu þeirra.
Hann vildi reka stærstu rörasteyp-
una, stærsta trésmíðaverkstæðið,
stærstu malbikunarstöðina og
flesta veitingastaðina. Þá voru eng-
ar hugleiðingar uppi um einkavæð-
ingu þótt flest þessara fyrirtækja
væru í beinni samkeppni við einka-
fyrirtæki.
Hálfbrjálaðir prófessorar
í október 1991 birtist í Morgun-
blaðinu viðtal við Breta sem heitir
Douglas Smith. Smithfylgir breska
íhaldsflokknum að rnálurn og sat í
borgarstjóm Harringey-hverfisins
í London í 25 ár og var borgarstjóri
þess í nokkur. Smith heldur því
fram að stjóm Thatchers hafi geng-
ið alltof langt í einkavæðingu.
Hann segir að einkavæðingin hafi
hafist á skynsamlegum nótum í
upphafi 9. áratugarins en endað
sem rugl.
Smith segir að hugmyndimar um
einkavæðingu hafi aðallega komið
frá svokölluðum hugmyndabönk-
um íhaldsflokksins. Þeim hafi öO-
um verið það sammerkt að í þeim
hafi setið mjög hægri sinnaðir
flokksmenn og í röðum þeirra
manna hafi veriö hálfbrjálaðir pró-
KjaUarrnn
Finnur Ingólfsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn i Rvk
fessorar. Hann segir að þetta hafi
verið menn sem hafi ekki veriö í
neinum tengslum við raunvem-
leikann, menn sem hafi lifað í ein-
hverjum filabeinsturni.
Margt líkt með skyldum
Margt er nú líkt með þessari lýs-
ingu Douglas Smith á vinnubrögð-
um og hugmyndum breska íhalds-
flokksins og þeim íslenska. Við ís-
lendingar höfum ekki mikla
reynslu af einkavæðingu fyrir-
tækja. Vegna reynsluleysis okkar á
þessu sviði væri skynsamlegt fyrir
okkur að hlusta á menn eins og
Douglas Smith og ekki síöar að
styðjast við þau boöorð sem dr.
Madsen Pirie, formaöur Adam
Smith stofnunarinnar, gaf okkur á
aðalfundi Vinnuveitendasambands
íslands í erindi sem hann hélt þar
fyrir tæpu ári.
Fyrir Alþingi liggja nú nokkur
lagafrumvörp sem gera ráð fyrir
að jafn mörg ríkisfyrirtæki verði
gerð að hlutafélögum og hlutur rík-
isins síðan seldur í þeim.
Boðorð dr. Madsen Pirie
Því er nú fróðlegt að fara yfir
boðorðin frá dr. Madsen Pirie og
skoða hvernig ríkisstjórnin fer að
ráðum þeirra sem reynsluna hafa.
Hér er því miður ekki hægt aö
minnast á öll boðorðin 12 sem Pirie
taldi að við þyrftum að hafa í huga
ef við ætluðum að standa vel að
verki heldur er minnst á þau er
sérstaklega snúa nú að okkur.
Madsen Pirie sagði:
1) Vandið allan undirbúning.
- Undirbúningur ríkisstjórnar-
innar er enginn. Það er hlaupið
til án skilgreindra markmiða og
tilgangs.
2) Vinnið starfsmenn á ykkar band.
- Það hefur ríkisstjórnin ekki
reynt. Dæmi um það er að
starfsmenn fyrirtækjanna, sem
á að einkavæða, hafa lýst yfir
andstöðu sinni við hana.
3) Fellið ekki niður sérréttindi sem
starfsmenn hcifa hlotið sem op-
inberir starfsmenn.
- Að þessu hyggur ríkisstjórnin
ekkert, síður en svo, og öll þau
lagafrumvörp, sem liggja fyrir
þinginu, gera ráð fyrir því að
svipta starfsmennina þeim rétti
sem þeir hafa áunnið sér sem
opinberir starfsmenn.
4) Ráðist ekki á garðinn þar sem
hann er hæstur heldur byrjið á
þeim fyrirtækjum sem einfalt og
fljótlegt er að einkavæða.
- Ríkisstjómin er uppi með hug-
myndir um að einkavæða orku-
fyrirtækin, stærstu fyrirtækin
og fyrirtækin sem hafa einokun-
araöstöðu.
Tímasetning röng
Fyrir utan þessi forkastanlegu
vinnubrögð þá held ég að það
blandist engum hugur um að sú
tímasetning, sem nú er vahn til
einkavæðingar á fyrirtækjum, er
röng þar sem sparnaður er óvenju-
lítill í þjóðfélaginu, og þau fyrir-
tæki, sem nú eru starfandi í at-
vinnulífinu, þurfa á auknu eigin fé
að halda.
Það mun því gera þeim fyrirtækj-
um, sem starfandi eru, erfiðara fyr-
ir að fjármagna sig og ekki síöur
það að það verð, sem fæst fyrir þau
opinberu fyrirtæki sem boðin
verða til kaups á hlutabréfamark-
aði, verður mjög lágt eöa a.m.k.
mun lægra en ef sparnaður í þjóðfé-
laginu væri meiri.
Undirbúningur, framkvæmd og
tímasetning einkavæðingarinnar
eins og hún birtist hjá ríkisstjórn-
inni er því röng.
Finnur Ingólfsson
„ .. .sú tímasetning, sem nú er valin til
einkavæðingar á fyrirtækjum, er röng
þar sem sparnaður er óvenjulítill í
þjóðfélaginu, og þau fyrirtæki, sem nú
eru starfandi í atvinnulífmu, þurfa á
auknu eigin fé að halda.“