Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. 15 Viðskiptahöft skaða neytendur „Bandarískir bilaframleiðendur áttu i harðri samkeppni við japanska og evrópska framleiðendur." - Japanskir bílar tilbúnir til útflutnings. í síðustu grein bað ég lesendur að velta fyrir sér með mér hvemig hér yrði umhorfs ef lokað yrði fyr- ir öll utanríkisviðskipti. Við kom- umst að því að velmegun í veröld- inni er háð viðskiptafrelsi. En þrátt fyrir þá staðreynd eru viðskipta- höft umtalsverð. Nú skulum við huga að hvers vegna einstök lönd sjá sér hag í að takmarka við- skipti, þrátt fyrir ótvíræðan hag heildarinnar af að þau séu sem frjálsust. Takmarkanir á bíla- flutningi til USA í upphafi níunda áratugarins var gengi Bandaríkjadollars hátt og vextir þar í landi háir. Bandarískir bílaframleiðendur áttu í harðri samkeppni við japanska og evr- ópska framleiðendur. Bandarískir neytendur voru margir hverjir á þeirri skoðun að innlendir fram- leiðendur gætu hvorki hoðið jafn ódýra né jafn áreiöanlega vöru og erlendir keppinautar. Bæði bílaframleiðendur og sam- tök starfsmanna í bílaiðnaði eiga sér öfluga talsmenn og kröfur um innflutningsvernd voru afar há- værar, bæði af þeirra hálfu og af hálfu stjórnmálamanna sem vildu sækja sér stuðning þessara aðila. Japanir sáu sitt óvænna og sömdu um takmörkun á innflutningi bOa til USA. Þannig hefur lífinu verið haldið í bandarískum bOaiðnaði, en kostnaðurinn verið borinn uppi af bandarískum neytendum. Kannanir benda til að verð á inn- fluttum japönskum bílum haíi hækkað frá 1.000 tíl 3.000 dollara vegna innflutningstakmarkan- KjáUarinn Þórólfur Matthíasson lektor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands anna. (Þeir eru jafnvel tO sem halda því fram að japönsku framleiðend- urnir hafi grætt á öflu saman!) Verð innlendra bOa er ætlað að hafi hækkað um 500 til 1.000 doOara vegna minni samkeppni. Að vernda ungviði Önnur ástæða þess að lönd beita innflutningshömlum er að þau vOja veita nýjum, veikburða grein- um frið til að þroskast og þróast. Þessi röksemd hefur verið notuð til aö rökstyðja beinar eða óbeinar innflutningstakmarkanir á tölvu- og öðrum tækjabúnaði til USA, svo dæmi sé nefnt. Af hverju innflutnings- takmarkanir? í dæmunum, sem nefnd eru hér að framan, jafngilda innflutnings- hömlur að það er lagður „ósýnileg- ur“ skattur á neytendur sem kaupa bíla eða tölvubúnað. Á sama hátt er hér á landi lagður „ósýnilegur" skattur á neytendur landbúnaðar- afurða og fjármálaþjónustu, svo dæmi séu nefnd, með innflutnings- hömlum. Þ.e.a.s., það eru fluttir fjármunir frá neytendum tO fyrir- tækja og starfsmanna í þeim grein- um sem verndarinnar njóta. Þessi skattheimta er afar óskil- virk. Sýna má fram á að flytja má sömu fjármuni frá almenningi tO framleiðendanna, hvort heldur er í landbúnaði eða bílaiðnaði, með mun minni fómum fyrir neytendur ef aðrar aðferðir eru viðhafðar. En hvers vegna er þessi leið þá farin? Ein ástæðan er að það er erfitt að rekja ferO styrkveitingarinnar. Það er um langt árabil háegt að flytja stórar fúlgur frá neytendum tO framleiðenda án þess að neytendur geri uppsteyt. Hér á landi er t.d. hætt við að sú ríkisstjórn yrði ekki langlíf sem hækkaði skatta um segjum 5% til að bæta bændum niðurfeUingu innflutningshafta á landbúnaðarafurðum, þó svo nú- verandi innflutningshöft kosti neytendur a.m.k. 15 milljarða króna á ári. Þá er einnig að nefna að stjóm- völd hafa ekki verið of iðin við að láta reikna út kostnað neytenda vegna innflutningshafta. Og reyni aðrir aðilar að kasta ljósi á kostnað neytenda er slíkum tflburðum gjarnan mætt af offorsi af hálfu þeirra sem verndar njóta. Innflutningstakmarkanir hafa því þann kost, ef kost skyldi kalla, frá sjónarhóh stjórnmálamanna, að flytja verðmæti, stundum mikil verðmæti, frá innlendum neytend- um til pólitískt milikvægra hópa, án þess að koma fram sem ríkisút- gjöld. Stundum eru þeir hópar, sem góðs njóta, starfsmenn bOasmiðja, stundum bændur, stundum starfs- menn skipasmíðastöðva o.s.frv. Mismunun atvinnugreina með þessum hætti er hins vegar jafn hættuleg hagvexti og aðrar tegund- ir mismununar. Að lokum er rétt að undirstrika að innflutningstakmarkanir skaða innlenda neytendur ekkert síður, og stundum í ríkari mæli en er- lenda framleiðendur, eins og dæm- ið um innflutningstakmarkanir þær sem japanskir bOaframleið- endur lögðu á sig sjálfvOjugir sýn- ir. Þórólfur Matthíasson .. innflutningstakmarkanir skaða innlenda neytendur ekkert síður, og stundum í ríkari mæli en erlenda fram- leiðendur eins og dæmið um innflutn- ingstakmarkanir þær sem japanskir bílaframleiðendur lögðu á sig sjálfvilj- ugir sýnir.“ Breyskir andstæðingar ....eðlilegt að það fóik, sem í raun á bankann, fái afslátt þegar hann verður seldur." Ein af fáum góðum hugmyndum, sem íslenskir stjórnmálamenn hafa sett fram á síðustu árum, er hugmynd Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um að gefa öllum landsmönnum kost á að kaupa hlut í Búnaðarbankanum á vægu verði. Að sjálfsögðu risu þeir sem nú sitja í stjórnunarstöðum í bankan- um gegn þessari hugmynd. Það er enda regla þeirra sem sitja óverð- skuldað í stjómum fyrirtækja rík- isins. íslenskir vinstrisinnar hafa t.d. mikið vitnað í tvo breska íhaldsmenn sem hingað hafa komið nýlega og rætt um einkavæðingu. Annar þeirra var mest á móti einkavæðingu útvarpsstöðva, enda vann hann hjá breska ríkisútvarp- inu og átti þar öruggt athvarf ef hann félh af þingi! Hinn var sérstaklega bitur vegna einkavæðingar á samgöngufyrir- tækjum sem hefur tekist vel í Bret- landi. Þaö þarf hklega ekki að taka það fram en þessi maður var fyrr- um stjórnarmaður í ríkisreknu rútufyrirtæki sem alla tíð var rekið með halla eða þar til það var einka- vætt. Báðir voru þeir hins vegar sáttir við einkavæðinguna í Bret- landi í heild sinni en sátu fastir í sérhagsmunanetinu. Góð vara Ein helstu rökin, sem andstæð- ingar einkavæðingar Búnaðar- hankans hafa beitt fyrir sig, eru að bankinn sé vel rekinn. Það má vel vera að bankinn sé þokkalega rek- inn og ekkert nema gott um þaö að segja, en var ekki Útvegsbank- inn tahnn vel rekinn þangað til hann varð gjaldþrota dag einn? Ég Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson háskólanemi veit ekki betur en hér hafl meira að segja fallið dómur um að bank- inn hafi ætíö verið rekinn af stök- ustu gætni, en engu að síður varð hann gjaldþrota og skattgreiðend- ur látnir bæta tjónið. Og hvað með það þótt bankinn sé vel rekinn? Ekki er verra að selja vel rekin ríkisfyrirtæki. - Það ætti þvert á móti aö vera auðsóttara enda ættu fleiri að hafa áhuga á shku fyrirtæki en eOa. Eign án umráðaréttar Hugmynd fjármálaráðherra um hálfvirðissöluna miðar auðvitað að því að eignarhald á bankanum verði sem dreifðast eftir söluna. Þess vegna vill hann gefa öllum landsmönnum kost á því að kaupa hlut í bankanum við vægu verði. Það er fullkomlega eðhlegt að það fólk, sem í raun á bankann, fái af- slátt þegar hann verður seldur. - Sjálfum fyndist mér réttast að senda öllum landsmönnum jafnan hlut í bankanum endurgjaldslaust. íslendingar eiga bankann alhr en hafa ekki umráðarétt yflr þessari eign sinni. - Umráðaréttinn hafa Guðni Ágústsson og félagar hans í bankaráðinu sem eru valdir í það eftir flokksskírteinum. Þeim mun lengur sem Guðni hamast gegn sölu á bankanum því augljósari verður sérgæska hans. Því fleiri munu sjá að hann er ekki í stjómmálum tO að láta gott af sér leiða, heldur tO að komast að kjöt- kötlunum og hreiðra þar um sig. Honum verður skipað á bekk með Bretunum tveimur sem hingað komu og létu hlæja að sér. Lög gegn velgengni? Annars hefur umræðan um einkavæðingu að undanförnu verið undarleg. Margir virðast t.d. telja að Bifreiðaskoðun íslands hafi ver- ið seld einkaaðilum. Svo er lúns vegar ekki. Ríkið á helming fyrir- tækisins en það jafngildir meiri- hluta, þegar hinn helmingurinn dreifist á marga aðha. Það er því beinlínis rangt að segja Bifreiða- skoðunina einkafyrirtæki. Tilurð hennar og alhr starfshættir eru einungis ein af mörgum mistökum síðustu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Annað sem skotið hefur upp koll- inum í umræðunni er trúin á svo- nefnd „lög gegn einokun og hringa- myndun". Lög gegn hringamyndun hafa víða verið reynd en hvergi virkað. Enda er í raun verið að reyna aö koma í veg fyrir að fólk, sem kemst í álnir, geti ávaxtað fé sitt með eðhlegum hætti. Hvað er svo sem að því að gróði manns í einni atvinnugrein sé færður yfir í aðrar? Eða hvað á að gera við gróð- ann? Koma honum fyrir kattarnef á vettvangi stjórnmálanna? Hvaö einokun viðvíkur þá er hún aldrei raunveruleg, nema ríkis- valdið komi þar við sögu: Sam- gönguráðherra sem skammtar leyfi til að flytja fólk og farangur, Alþingi sem heftir samkeppni í landbúnaði, ríkisútvarp sem allir eru skyldugir til að borga til, ríkis- rekin Bifreiðaskoðun sem lætur lögreglu færa sér viðskiptavini o.s.frv. Glúmur Jón Björnsson „Ekki er verra að selja vel rekin ríkis- fyrirtæki. - Það ætti þvert á móti að vera auðsóttara enda ættu fleiri að hafa áhuga á slíku fyrirtæki en ella.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.