Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð að Kleppsvegi 150, Matvöruverslun Sigga og Lalla hf„ miðvikudaginn 20. maí 1992 kl. 10.30. Seldir verða eftirtaldir munir: kassaborð, 2 stk., peningakassar, vegg- kælir, kjötborð, vegghillur frá Matkaup, 21 stk., grindur, 22 stk., innkaupa- vagnar, 18 stk„ kjötsög, vacuumvél, kókskápur, 2 stk„ frystiborð, eyjur á gólfi, 7 einingar, áleggshnífur og fleira. Greiðsla við hamarshögg. UPPBOÐSHALDARINN í REYKJAVlK Nauðungamppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðan- greindum tíma: Höfðabraut 12, neðsta hæð, þingl. eig- andi Hólmfríður Dröfh Guðmunds- dóttir, föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Vallholt 13, kjallari, þingl. eig. Lýður Sigmundsson, Ingþór Lýðsson & Grét- ar Lýðsson, talum eigandi Guðni Jónsson föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em: inn- heimtumaður ríkissjóðs og Akranes- kaupstaður. Akursbraut 22, þingl. eig. Björgheiður Jónsd., Bettý Guðmundsd., Kristrún Guðmundsd. o.fl., föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastoíhun ríkisins. Bárugata 15, þingl. eigandi SkagaveiL ingar hf., föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em: inn- heimtumaður ríkissjóðs og Akranes- kaupstaður. Vesturgata 46, þingl. eig. Finnbogi Þórarinsson & Vilborg Guðjónsdóttfr, föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Akraneskaup- staður. Bjarkargrund 43, þingl. eigandi Röð- ull Bragason, föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em: Veð- deild Landsbanka íslands, Kristján Ólaísson hdl. og Akraneskaupsstaður. Vesturgata 71b, þfrigl. eigandi Tómas Rúnar Andrésson, föstudaginn 15. maí 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur era Fjárheimtan fif. og Veðdeild Lands- banka Islands. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI ✓ ✓ Smfðum hvers kyns verksmiðjuframleidd hús úr timbrí á mismunandi byggingarstigum á mettíma. Getum enn bætt við nokkrum húsum í sumar. Aðstoðum við gerð kostnaðaráætlana og gerum föst verðtilboð. Hringið og pantið ykkur bæklinga yfir húsgerðir. SAMTAKI HUSEININGAR Gagnheiði 1 - 800 Selfossi Sírni 98-22333 Fréttir Lögreglumaður á Selfossi sem kærður var fyrir að aka fram hjá slysstað: Ríkissaksóknari krefst ekki frekari aðgerða - starfsfélagi lögreglumannsins kærði ásamt sjö öðrum aðstandendum flytja mann sem talinn var alvarlega slasaður. Aðrir lögreglumenn hafi farið tafarlaust á slysstað. „Við sjátun ekki annað en að þessu slysi hafi verið sinnt strax og á eðli- legan hátt,“ segir orðrétt í skýrsl- unni. Yfirlögregluþjónn taldi við- brögð og framkomu Hlöðvers hafa verið eðlileg og ekki ástæðu til at- hugasemda. Eins og aö framan greinir urðu lyktir þær við afgreiðslu málsins hjá ríkissaksóknara að ekki voru talin efni tfi frekari rannsóknar né ákæru á hendur lögreglumanninum. Sýslu- maðurinn í Ámessýslu hefur nú tfi- kynnt hlutaðeigandi að málið verði látið niður falla. -ÓTT Ríkissaksóknaraembættið krefst ekki frekari aðgerða í máli lögreglu- manns á Selfossi sem kærður var til sýslumanns eftir að hafa ekið fram hjá slysstað þegar 5 ungmenni slös- uðust í bílveltu í lok september síð- astliöins. Fem hjón, aðstandendur hinna slösuðu, kærðu lögreglu- manninn, þar á meðal starfsfélagi mannsins í lögreglunni. Slysið varð með þeim hætti að fjór- h- piltar og ein stúlka vom aö koma af dansleik í Aratungu þegar bfil þeirra valt út fyrir veg á Biskups- tungnavegi undir Ingólfsfjalli. Ung- mennin slösuðust ekki mjög alvar- lega en sum þeirra misstu meðvit- und. Fljótlega eftir slysið ók um- ræddur lögreglumaður, Hlöðver Magnússon, á bifreið með blikkandi ljósum fram hjá slysstað. Hann var ásamt öðrum lögreglumanni að flytja slasaðan pfit frá dansleiknum í Ara- tungu. Lögreglumennirnir tfikynntu um bfiveltuna í gegnum fjarskipta- kerfið og kom sjúkraflutningabíll nokkru síðar á staðinn þar sem bfi- veltan varö. Eftir slysið kærðu aðstandendur ungmennanna umræddan lögreglu- mann til sýslumanns og kröfðust þess að honum yrði vikið úr starfi. Þann 9. október barst sýslumanni þó bréf þar sem fallið var frá þeim Uð kærunnar að Hlöðveri yröi vikið úr starfi en alvara málsins ítrekuð. í skýrslu yfirlögregluþjóns á Sel- fossi um atburðinn segir meðal ann- ars að bíllinn, sem kom fyrst á stað- inn, hafi verið í neyðarverkefni að Frosta- kaflinn skaðaði ekki gróður „Þaö eru ekki merkjanlegir skaðar á gróðri eftir frostið sem kom um helgina. Það lítur út fyrir að gróður hafi almennt sloppið við skemmdir. Það hjálpar til að það hefur ekki ver- ið neitt frost í jörðu. Það gæti verið að frostið tefji eitthvað fyrir vextin- um en engar skemmdir eru sjáanleg- ar. Snjókoman um helgina gerði engan skaða, frostið getur hins vegar verið varasamara. Að vísu er erfitt um þetta aö segja, hugsanlegur skaöi á gróðri kemur ekki fram strax, en hann er ekki sjáanlegur eins og er,“ sagði Þórólfur Jónsson, landslags- arkitekt hjá garðyrkjudefid Reykja- víkurborgar, í samtali við DV. Fjöldi fólks hefur áhyggjur af því að gróður hafi skaðast í frostinu um helgina en að öllum líkindum er ótt- inn ástæðulaus. -ÍS Gróður virðist ekki hafa orðið fyrir skemmdum i hretinu sem gekk yfir um helgina. Myndin var tekin á Austurvelli i gær og er greinilegt að gróöur eraliuraðkomatil. DV-myndGVA Verkalýösfélögin í hækkunarstuði: Hækkuð leiga fyrir orlofshús Á sama tíma og verkalýösfélögin börðust fyrir kauphækkunum fyrir félagsmenn sína tóku þau ákvörð- un um hækkun á leigu fyrir orlofs- hús sín í sumar. Vikuleiga á stórum húsum hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB verður 8.500 krónur en litlum 6.100 krónur. í fyrra var sumarleigan á stórum húsum 7.800 krónur og litlum 5.600 krónur. Lín er innifalið í leiguverðinu. Verkamannafélagið Dagsbrún auglýsti nýlega hækkað verð á sumarhúsum frá þvi í fyrra eða 8.000 krónur fyrir vikuna. Að sögn starfsmanns Dagsbrúnar var um mistök að ræða. Rætt hafði verið um hækkun en ákveðið var að halda óbreyttu verði eða 7.000 krónmn. Starfsmannafélagiö Sókn hækk- ar leiguna fyrir orlofshús um 500 krónur á viku. Lín er nú innifalið, sem var ekki áður, auk þess sem húsin hafa verið endumýjuð. Verð á húsum í eigu Sóknar er frá 7.000 tfi 8.500 fyrir vikuna. Hús, sem Sókn endurleigir frá Ferðaþjón- ustu bænda, kosta 10.000 á viku. Vikuleiga á orlofshúsum hjá Verkakvennafélaginu Framsókn hækkar úr 7.000 krónum í 8.000 krónur. Lín er innifalið í leiguverð- inu. Verkamannafélagið Hlíf hækkar leigu á stórum húsum. í fyrra var vikuleigan 6.500 en verður 7.000 í sumar. Leiga á htlum húsum verð- ur óbreytt eða 6.000 krónur. -IBS Fyrirlestur: Norrænisjónauk- innáLaPalma Arne Ardeberg, prófessor við sljörnufræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð, heldur almennan fyrirlest- ur hér á landi laugardaginn 16. maí um norræna sjónaukann á La Palma. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14. Hann er öllum opinn. Norræni sjónaukinn, sem var tek- inn í notkun haustið 1989, er 2,5 metra breiður spegfisjónauki og tal- inn einn sá besti í heimi. Hann stend- ur á fjallinu Roque de los Muchachos á La Palma sem er ein af Kanaríeyj- unum. Þar eru skilyrði tfi stjömuat- hugana mjög góðar. Ardeberg mun ræða við íslenska stjamvísindamenn um hugsanlega aðfid íslendinga aö sjónaukanum en slíkt myndi gjörbreyta allri aðstöðu íslendinga tfi stjömuathugana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.