Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1992, Page 30
50
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992.
Fólk í fréttuin
Jóhann Pétur Malmquist
Jóhann Pétur Malmquist, prófessor
viö HÍ og stjómarformaður Softis
hf., Seiðakvísl 19, Reykjavík, hefur
verið í fréttum DV vegna Louis-
forritsins sem nú er verið að kynna
fyrir tölvufyrirtaekjum í Bandaríkj-
unum.
Starfsferill
Jóhann fæddist í Reykjavík 15.9.
1949 og ólst þar upp í foreldrahús-
um. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA1970, lauk B.S.-prófi í stærð-
fræði og eðlisfræði frá Caroll Col-
lege, Wisconsin í Bandaríkjunum,
1973 og Ph.D.-prófi í tölvuverkfræði
frá Pennsylvaniá State University í
Bandaríkjunum 1979, stundaði
framhaldsnám við Pennsylvania
State University 1973-78 og vann að
rannsóknarverkefni við Thomas J.
Watson Research Center í New York
1979-80.
Jóhann var kerfisfræðingur hjá
IBM á íslandi 1973, var kennari við
Pennsylvania State University 1976,
deildarverkfræðingur hjá fjármála-
ráðuneytinu við Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun 1980-85, var aðjunkt
við HÍ1980-85 og hefur verð prófess-
orviðHÍfrál985.
Jóhann var formaður Félags há-
skólakennara 1988-90 og hefur setið
í ýmsum nefndum innan HÍ. Hann
hefur setið í stjórn Softis frá stofnun
1990 og hefur, ásamt Snorra Agnars-
syni, unnið að þróun Louis-forrits-
ins.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 19.8.1972 Svönu
Friðriksdóttur, f. 31.12.1951, kenn-
ara. Hún er dóttir Friðriks Sigur-
björnssonar, skrifstofumanns i
Reykjavík, og Svanfríðar Friðjóns-
dóttur húsmóður sem er látin.
Böm Jóhanns og Svönu eru Skúli
Friðrik, f. 14.3.1973, menntaskóla-
nemi; Ari, f. 10.8.1978, nemi; Ásta
Berit, f. 14.7.1980, nemi.
Bróðir Jóhanns er Guðmundur
Malmquist, f. 13.1.1944, forstjóri
Byggðarstofnunar, kvæntur Sigríði
J. Malmquist bankastarfsmanni og
eigaþauþrjúbörn.
Hálfsystir Jóhanns, samfeðra, er
Þórdís R. Malmqmst, f. 30.5.1950,
sölumaður í Reykjavík og á hún
þrjúbörn.
Foreldrar Jóhanns: Eðvald Bran-
steð Malmquist, f. 24.2.1919, d. 17.3.
1985, ráðunautur í Reykjavík, og
kona hans, Ásta Thoroddsen, f. 6.1.
1916, húsmóðir.
Ætt
Systir Eðvalds er Hildur, móðir
Páls Stefánssonar, auglýsingastjóra
DV. Eðvald var sonur Jóhanns Pét-
urs Malmquist, b. í Borgargerði í
Reyðarfirði, Jóhannssonar, b. í
Áreyjum, Péturssonar. Móðir Jó-
hanns Péturs var Jóhanna Indriða-
dóttir, hreppstjóra í Seljateigi, Ás-
mundssonar.
Móðir Eðvalds var Kristrún ljós-
móðir, systir Hildar, ömmu Regínu
fréttaritara og Guðrúnar, ömmu
Eyjólfs Kjalars Emilssonar heim-
spekings. Bróðir Kristrúnar var
Pétur, afi Gunnars S. Magnússonar
myndhstarmanns. Kristrún var
dóttir Bóasar, b. í Stakkagerði og á
Stuðlum í Reyðarfirði, bróður Bóel-
ar, langömmu Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra og Karls Kvaran
listmálara. Bóas var sonur Bóasar,
b. á Stuðlum, Arnbjömssonar, og
konu hans, Guðrúnar, systur Páls á
Sléttu, afa Páls sem var afi Kjartans
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, og Harðar Ein-
arssonar, framk v'æmdastjóra og út-
gáfustjóra DV. Guðrún var dóttir
Jóns, gullsmiðs á Sléttu í Reyðar-
firði, Pálssonar, hálfbróður Sveins,
læknis og náttúrufræðings. Móðir
Guörúnar var Guðný Stefánsdóttir,
ættfóður Sandfellsættarinnar,
Magnússonar, og konu hans, Guð-
rúnar Erlendsdóttur, b. á Ásunnar-
stöðum í Breiðdal, Bjamasonar.
Móðir Kristrúnar var Sigurbjörg,
systir Guðnýjar, móður Huldu
Jóhann Pétur Malmquist.
skáldkonu. Sigurbjörg var dóttir
Halldórs, b. á Geitafelli í Aðaldal,
Jónssonar, prests og læknis á Grenj-
aðarstað, Jónssonar.
Ásta Malmquist Thoroddsen er
dóttir Guðmundar Thoroddsens
prófessors og Regínu Magdalenu
Benediktsdóttur. Guðmundur var
sonur Skúla Thoroddsens, sýslu-
manns, ritstjóra og alþingismanns,
og Theodóru Friðrikku Thoroddsen
Guðmundsdóttur. Regína var dóttir
Benedikts Kristjánssonar, prófasts
á Grenjaðarstað, og Ólafar Ástu
Þórarinsdóttur.
Afmæli
Kristján S. Guðmundsson
Kristján Sigurður Guömundsson
jámsmiður, Skólavöllum 8, Selfossi,
ersjötugurídag.
Starfsferill
Kristján er fæddur á ísafiröi og
ólst upp þar og í Stóru-Sandvík í
Sandvíkurhreppi í Flóa. Hann lauk
sveinsprófi í vélsmíði frá kvöldskóla
iðnaðarmanna á ísafirði 1946.
Kristján vann lengst af við járn-
smíði á ýmsum stöðum og var m.a.
við tanksmíði á vegum Vélsmiðj-
unnar Héðins í Reykjavík sem smíð-
aði lýsistanka víða um land. Hann
var einnig til sjós af og til. Kristján
var skrifstofumaður verkalýðsfé-
laganna á Selfossi í áratug og síöar
við viðgerðir og vélgæslu hjá Slátur-
félagi Suðurlands á Selfossi. Hann
var skipaður iðnfulltrúi Suður-
landsumdæmis 1972 og gegndi því
starfi auk annarra til 1990.
Kristján er einn stofhfélaga Járn-
iðnaðarmannafélags Ámessýslu og
var jafnframt fyrsti formaður þess.
Hann sat í samninganefnd Málm-
og skipasmíðasambandsins í mörg
ár og var í stjóm Jámiðnaðar-
mannafélags Árnessýslu þar til fé-
lagið var sameinað Félagi járniðn-
aðarmanna í Reykjavík. Hann átti
auk þess sæti í mörgum samninga-
nefndum sem starfsmaður verka-
lýðsfélaganna á Selfossi.
Kristján bjó á ísafirði til 1947, í
Reykjavík 1947^9 og á Selfossi frá
þeim tíma. Kristján var í sveit í
Stóru-Sandvík á bernskuámm.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 4.6.1953 Guð-
mundu Guðmundsdóttur, f. 4.6.
1925, d. 1.1.1990, frá Hurðarbaki í
Villingaholtshreppi í Árnessýslu,
kjólameistara, en þau hófu sambúð
1951. Foreldrar Guðmundu: Þuríður
Árnadóttir, fædd á Hurðarbaki, og
Guðmundur Kr. Gíslason, fæddur á
Urriðafossi, en þau voru ábúendur
áHurðarbaki.
Kristján og Guðmunda eignuðust
þrjá syni: Guðmundur Guðni, f. 14.9.
1953, við doktorsnám í landafræði í
Lundi í Svíþjóð, kvæntur Sólveigu
R. Friðriksdóttur og eiga þau þrjú
börn; Haraldur Magnús, f. 30.10.
1957, sóknarprestur í Vík í Mýrdal,
kvæntur Guðlaugu Guðmundsdótt-
ur, forstöðumanni dvalarheimilis-
ins Hjallatúns í Vík, og eiga þau tvo
syni; Lárus Þór, f. 20.1.1962, við
framhaldsnám í fiskifræði í Osló.
Systkini Kristjáns: Magnús, f.
1916, d. 1918; Ólafur, f. 1918, d, 1982;
Magnús, f. 1920, d. 1941; Páll Stein-
ar, f. 29.8.1926, skólastjóri Mýrar-
húsaskóla á Seltjarnarnesi, kvænt-
ur Unni Ágústsdóttur kennara og
eiga þau fimm dætur; Haraldur, f.
1928, d. 1935; Sigrún, f. 26.6.1929,
fóstra, gift Hallgrími Árnasyni bif-
reiðarstjóra, þau eignuöustþrjú
börn en eitt er látið; Lárus Þorvald-
ur, f. 16.5.1933, sendiráðsprestur í
Kaupmannahöfn, kvæntur Sigur-
veigu Georgsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, þau eiga þrjú börn.
Foreldrar Kristjáns voru Guð-
mundur Guðni Kristjánsson, f. 23.1.
1893, d. 1975, frá Meira-Garði í Dýra-
firði, skrifstofustjóri Rafveitunnar á
ísafirði, og Lára Ingibjörg Magnús-
dóttir, f. 19.7.1894, d. 15.7.1990, frá
Kristján Sigurður Guðmundsson.
Sauðárkróki, húsfreyja, þau bjuggu
lengst af á Ísaíirði en í Reykjavík
síðustuárin.
Ætt
Guðmundur Guðni var sonur
Kristjáns, skipstjóra og b. í Meira-
Garði i Dýrafirði, Ólafssonar, b. í
Ytrihúsum í Dýrafirði, Sakaríasson-
ar. Móðir Guðmundar var Sigríður
Þórðardóttir, b. á Lambavatni á
Rauðasandi, Jónssonar.
Bróðir Láru Ingibjargar var Lúð-
vík C. Magnússon, skrifstofustjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Lára
Ingibjörg var dóttir Magnúsar,
verslunarmanns á Sauðárkróki,
Guömundssonar, og Hildar Mar-
grétar Pétursdóttur, dansks skip-
stjóra, Eriksen.
Kristján verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Bridge
Sumarbridge í Reykjavík
Árlegur sumarbridge í Reykja-
vík, á vegum Bridgesambands ís-
lands hefst mánudaginn 18. maí.
Spilað verður í húsi Bridgesam-
bandsins Sigtúni 9. Umsjónarmenn
sumarbridge í ár verða Ólafur og
Hermann Lámssynir. Fyrirkomu-
lag verður með nokkuð breyttu
sniði miðað við undanfarin ár. Spil-
aður verður Mitchell á mánudög-
um, riðlakeppni á þriðjudögum og
fimmtudögum og aftur Mitchell á
laugardögum.
Á mánudögum verður húsið opn-
að kl. 18 og stefnt er að því aö spila-
mennska hefjist um kl. 19. Á þriðju-
dögum og fimmtudögum verður
húsið opnað kl. 16.30 og hefst spila-
mennska í hveijum riðli um leið
og hann fyllist. Síðasti riðill fer af
stað um kl. 19. Á laugardögum er
opnað kl. 13 og stefnt verður að
upphafi spilamennsku um kl. 13.30.
Síðar í sumar verður boðið upp á
hraðsveitarkeppni (4 spilarar), 3.
kvölda keppni. Til stendur einnig
að bjóða upp á barómeterkeppni á
laugardögum þar sem keppendur
verða fyrirfram skráðir og spil for-
gefm. Keppnisgjaldi veröur stillt í
hóf og verður það sama og gilt hef-
ur í allan vetur, 500 krónur á spil-
ara. Sérstök verðlaun verða veitt í
lok sumars þeim sem flest stig
hljóta í sumarbridge.
Þriðjudaginn 19. maí verður sum-
arbridge spilaður í Drangey við
Stakkahlíð (sunnan megin við
Miklubraut) þar sem húsnæðið við
Sigtún 9 verður upptekið. Nánari
upplýsingar um sumarbridge veitir
Ólafur Lámsson í síma 16538.
Til hamingju með afmælið 13. maí
ara
Ástríður Jósefsdóttir,
Sóiheimiun 27, Reykjavik.
Ásdís Sigríður Pétursdóttir,
Ljótsstöðum 2, Vopnafiaröarhreppi.
Sigurdis Skúladóttir.
Háaleitisbraut 45, Reykjavik.
Jóhann Guftmundsson.
Barðstúni 3, Akureyri.
ara
Bima 0. Óskarsdóttir,
Fellsmúla 17, Reykjavík.
Erla Fiosadóttir,
Hraunbergi 11, Reykjavík.
Guttormur Jónsson,
Bjarkargrund 20, Akranesi.
Eirikur Jónsson,
Bárugötu 36, Reykjavík-
Aðaiheiður Þóroddsdóttir,
Gnoðarvogi 34, Reykjavík.
Sigurbjörg Alexandersdóttir,
Krossnesi, Ámeshreppi.
Áslaug Stefánsdóttir,
Mörk, Hálshreppi.
Hún tekur á móÚ gestum á heimilí sinu
laugardaginn 16. maí.
Pétur Þörsteinsson,
Austurbrún 6, Reykjavik.
40 ára
ara
Þórdis Sigurlaug Friðriksdóttir,
Hnumargötu 1, Isafirði.
Björn Marteinsson,
Háteigi 11, Keflavík.
Þorgerður Árnadóttir,
Hamraborg 14, Kópavogi.
Helga Vibnundardóttir,
Bæjargíli 38, Garðabæ.
Kristín Emmi Finnhogadóttir,
Þorsteinsstöðura, Lýtingsstaðahreppi.
Guðbjört Einarsdóttir,
Eyrargötu 19, Eyrarbakka.
Ólafur Einarsson,
Torfastöðmn, Biskupstungnahreppi.
Konráð Ásgrímsson
Konráð Ásgrímsson, fyrrv. bóndi
á Skálá í Sléttuhlíð og síðar starfs-
maöur við Niðursuðuverksmiðju
K. Jónsson, Skarðshlið 4c, Akur-
eyri, er sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Konráð fæddist á Mýrum í Sléttu-
hlíð í Skagafirði og ólst upp í for-
eldrahúsum að Tjörnum í sömu
sveit til tuttugu og fimm ára aldurs.
Á unglingsárunum stundaði hann
öll almenn sveitastörf, var í vega-
vinnu og stundaði nám viö bænda-
skólann að Hólum einn vetur.
Konráö hóf búskap tuttugu og
fimm ára aö Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð
og bjó þar í eitt ár en þá keyptu þau
hjónin Skálá í sömu sveit og bjuggu
þar til 1970. Þau fluttu þá til Akur-
eyrar þar sem þau hafa búiö síðan.
Á Akureyri starfaði Konráð hjá Nið-
ursuðuverksmiðju K. Jónsson í
átján ár en hætti þá störfum fyrir
aldurs sakir.
/
Fjölskylda
Konráð kvæntist 1942 Guðrúnu
Þorsteinsdóttur húsfreyju.
Börn Konráðs og Guðrúnar em
Alda, starfsmaður að Hólum í
Hjaltadal; Eyjólfur, húsasmiður í
Svíþjóö; Þorsteinn, járnsmiður á
Akureyri; Ólöf, húsmóðir á Sauðár-
króki; Veronika, húsmóðir á Dalvík;
Bragi, starfsmaður við Sláturhús
KEA.
Konráð átti fimm systkini og em
tvöþeirraálífi.
Foreldrar Konráðs voru Ásgrímur
Halldórsson, b. og vegaverkstjóri á
Tjörnum, og Ólöf Konráðsdóttir
húsfreyja.
Konráð og Guörún veröa ekki
heima á afmælisdaginn.
r . . •
í afmælisgrein, sem birtist sl. Isafirði, en sambýlismaður hennar
laugardag um Helgu Hannesdóttur er ólafur S veinsson; Hannes Val-
geðlæltni, eru meinlegar rangfærsl- garður, f. 1.6.1969, laganemi við HÍ;
ur í upptalníngu á bomum þeirra Stefán Hallur, f. 25.12.1970, lækna-
hjóna, Helgu og Jóns G. Steíansson- nemi við HÍ, og er unnusta hans
arlæknis. Steilalngvarsdóttir, Valgerður
Réttur er eftirfarandi kafli um Björg, f. 4.5.1975, nemi við F)öl-
bömþeirra: brautaskólaBreiðholts.
Böm Helgu og Jóns em Aðalbjörg, Viðkomandi eru beðnir velvirð-
f. 12.8.1966, héraðsdýralæknir á ingar á þessum leiðu mistökum.