Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Page 2
2
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992.
Fréttir
DV
Frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
Allir meira eða minna
óánægðir með frumvarpið
- sagði Ingi Bjöm Albertsson alþingismaður
„Sannleikurinn er sá að þaö eru
allir þingmenn meira eða minna
óánægðir með frumvarpið um Lána-
sjóö íslenskra námsmanna og þá al-
veg sérstaklega 6. greinina. Ég skil
því ekki hvers vegna menn taka ekki
af skarið og gera eitthvað í málinu,"
sagði Ingi Bjöm Albertsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, í samtah
við DV í gær.
Þaö er ljóst að þetta er rétt hjá Inga
Bimi. Það er óánægja með fmmvarp-
ið hjá flestum þingmönnum stjómar-
flokkanna en svo virðist sem þeir
hafi verið settir undir flokksaga í
máhnu.
Matthías Bjarnason sagðist ekki
vera að segja satt ef hann segðist
vera ánægður með frumvarpið.
„En það var ljóst að eitthvað varð
að gera í málum lánasjóðsins. Hins
vegar tel ég 6. grein þess ganga of
langt,“ sagði Matthías.
Pálmi Jónsson sagðist hafa veriö
óánægður með frumvarpið þegar það
var lagt fram.
„Ég tel hins vegar að þær breyting-
ar sem gerðar hafa verið á því séu
til bóta og sætti mig við þær,“ sagði
Pálmi.
„Ég var mjög óánægður með frum-
varpið þegar það var lagt fram og
gerði grein fyrir því við 1. umræðu
um það á Alþingi. Þær ábendingar
sem ég var þá með hafa ahar verið
teknar til greina. Ég tel hins vegar
afar mikilvægt við lokaafgreiðslu
frumvarpsins aö vita nokkurn veg-
inn hvemig bankarnir ætla að taka
á máhnu varðandi 6. grein fmm-
varpsins. Ég hef reynt að kynna mér
það og tel að bankarnir muni sækj-
ast eftir þessum viðskiptum og jafn-
vel bjóða námsmönnum sérstök kjör.
Miðað við þetta er ég orðinn sáttur
við frumvarpiö og 6. grein þess,“
sagði Sturla Böðvarsson.
Vitað er að flestir þingmenn Al-
þýðuflokksins em óánægðir með 6.
grein frumvarpsins og fleiri þing-
menn Sjálfstæðisflokksins töldu 6.
grein þess afar vonda.
-S.dór
Gamalt, óverðtryggt
Þessir menn fengu óverðtryggð lán.
Davíð Oddsson Frit ihusson
i, '
Jón Sigurðsson
Jbrt Baldvin
Núverandi kerii, verðtryggt en vaxtalaust
Afborgamr
Viöskiptafræöingui
Nýtt kerfi, verðtryggt, tekjutengt með 3% vöxtum
300.000 -i Afborganir og vextir
Viöskiptafræöingur
Framhaldsskóla-
kennari
—i—•—i—i—i—•—i
20 30 40 50 60
1962 1975
Eftirstóðvar allra óverðtryggðra
námstána landsmanna
á þessu tímabili eru nú
5. mliijónir króna. Algengar
afborganir innan við 100 kr. á ári
1992
Breytingar á námslánakerfinu
Samanburðurinn hér að ofan á afborgunum af námslánum er útreikningar sem fylgdu frumvarpinu um Lánasjóð
íslenskra námsmanna. Hann gerir ráð fyrir að viðskiptafræðingurinn sé 4 ár í námi og fái 1.728.000 krónur í náms-
lán bæði í nuverandi og nýja námslánakerfinu. Framhaldsskólaneminn er 3 ár i námi og fær 1.296.000 króna
námslán. Núverandi námslán eru verðtryggð en vaxtalaus. Nýja kerfið er verðtryggt með allt að 3 prósent vöxt-
um. Afborganir hefjast 3 árum eftir að námi lýkur í núverandi kerfi en 2 árum eftir námslok í nýja kerfinu. Frá þvi
1962 að námslán voru tekin upp og til ársins 1976 voru lánin óverðtryggð. Verðbólgan át þau upp þannig að i dag
eru útistandandi skuldir Lánasjóðsins frá þeim tíma samtals aðeins 5 milljónir króna. Algengar afborganir hjá
þeim sem enn skulda samkvæmt því kerfi eru frá 10 krónum og upp i 100 krónur á ári.
Alþingi eins og púðurtunna vegna Lánasjóðsmálsins:
Stórorðar yf irlýsingar
frammíköll og hávaði
Segja má að Alþingi sé orðið eins
og púðurtunna vegna frumvarpsins
um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Ekkert má orðið út af bera til þess
að harðvítugar þingskaparumræður
fari í gang og standi langtímum sam-
an. Þannig fór í fyrradag og aftur í
gær og ástandið þá sýnu verra. Menn
höfðu uppi stórorðar yfirlýsingar,
æstu sig í ræðustól, frammíköll
dundu og hávaði var í salnum. Og
um leið sprakk í loft upp samkomu-
lag sem gert var á miðvikudaginn
um hvemig ljúka skyldi afgreiðslu
framvarpsins.
Þetta byijaði með því að Ólafur
Ragnar Grímsson fór í ræðustól und-
ir þingskaparumræðu og spurði
hvort það væri rétt sem heyrst hefði
í hhðarsölum að til stæði að gera
breytingar á lánasjóðsfrumvarpinu.
Ef svo væri myndi það breyta þeirri
umræðu sem framundan væri.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
svaraði og sagði að ekki stæöi til að
gera neinar breytingar á frumvarp-
inu.
Guðrún Helgadóttir kom næst í
stólinn, sagðist hafa rætt við ráða-
menn bankanna fyrr um daginn og
þeir hefðu sagt sér að ekkert hefði
verið við þá rætt um að lána náms-
mönnum eins og gert er ráð fyrir í
6. grein frumvarpsins. Námsmenn
yröu því aö leita eftir láni með sama
hætti og ailir aðrir með tvo fullgilda
ábyrgöarmenn. Þetta væri óhæfa.
Andrúmsloftið hefur verið rafmagn-
að á þinginu undanfarna daga
vegna frumvarps um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. Hér sést Sva-
var Gestsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, í pontu og í baksýn
er Davíð Oddsson forsætisráðherra.
DV-mynd GVA
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra sagðist áður hafa upplýst
að Lárus Jónsson, framkvæmda-
stjóri Lánasjóðsins, hefði rætt við
forráðamenn bankanna. Ólafur
sagðist vita að þessar viðræður hefðu
farið fram. Hann spurði hvort Guð-
rún væri að væna Lárus um ósann-
indi? Það var þungt í menntamála-
ráðherra þegar hann sagði þetta.
Þá fór Svavar Gestsson upp og
sagöi að engir samningar hefðu verið
gerðir við bankana. Hann sagðist
telja aö th væru drög í menntamála-
ráöuneytinu um hvemig úthluta á
úr sjóðnum í haust.
Menntamáiaráöherra fór aftur upp
og sagði að Svavar hefði þá betri
aðgang að starfsmönnum ráðuneyt-
isins en hann sjálfur ef hann héldi
því fram að til væru drög að úthlut-
un.
Svavar svaraði og spurði hvort ráö-
herra væri að væna starfsmenn
ráðuneytisins um óheiðarleg vinnu-
brögð. Hann sagðist hafa dregið þá
ályktun af máli menntamálaráð-
herra í umræðum um málið undan-
farna daga aö þessi drög væru til.
Guöni Agústsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbankans, skýrði frá því
aö ekkert hefði verið rætt við stjóm-
endur Búnaðarbankans um lán til
námsmanna í haust.
Þetta endaði svo eftir enn lengri
umræðu og læti að þingfundi var
frestað. Skotið var á fundi með for-
seta þingsins og formönnum þing-
flokka. Niðurstaðan var sú að fresta
umræðunni á meðan menntamála-
nefnd þingsins ræddi viö Láms Jóns-
sonummáliö. -S.dór
Ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
Taka úr bankakerf inu
einn milljarð í haust
- Hvaöa áhrif hefur þaö á vextina? spyr Ingibjörg Sólrún
Þótt útreikningar hggi ekki fyrir
hjá ríkisstjóminni um hve mikið það
muni kosta bankakerfið að fjár-
magna námslán þegar haustönn
hefst hjá námsmönnum í ár fullyrða
margir þingmenn að það verði um
einn mihjarður króna. Menntamála-
ráðherra fullyrti í umræöum um
lánasjóðsfrumvarpið í gær að við-
ræður væra hafnar við bankana um
að íjármagna haustönn námsmanna
og að þeir tækju því vel.
„Það er alveg ljóst að þetta mun
kosta almenna bankakerfið um einn
mihjarð króna í haust. Sú upphæð
tekur í. Því hlýtur maöur að spyrja:
Hvaða áhrif hefur þetta á vextina?
Hvaöa áhrif hefur þetta á að hinn
almenni borgari geti fengiö venjulegt
bankalán? Þessu hefur ekki verið
svarað,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Hún sagði nauðsynlegt að fá svör
við þessu. Menntamálanefnd Alþing-
is heiði verið meinað að kalla banka-
stjóra viðskiptabankanna th við-
ræðna um þetta mál i gær eins og
óskað var eftir. Þar átti líka að spyrja
þá hvort bankamir ætluðu að fjár-
magna haustönn nemenda í ár eins
og gert er ráð fyrir í 6. grein frum-
varpsins.
Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri
LÍN, mætti á fund nefndarinnar en
gat engu lofað um að bankarnir lán-
uöu námsmönnum í haust. Sagði
hann að það hefði verið skrifað bréf
th þeirra allra og viðræður væru
hafnar við suma bankana.
Kristin Ástgeirsdóttir, þingkona
Kvennalista, fullyrti í ræðu á Alþingi
í gærkvéldi að engir útreikningar
heíðu veriö gerðir um það hvaða
áhrif þetta nýja kerfi muni hafa á
efnahagslífiðílandinu. -S.dór
Lánasjóðsfhimvarpiö:
Atkvæðagreiðsla
fer fram í dag
Þriðju umræðu um frumvarpiö um
Lánasjóð íslenskra námsmanna lauk
seint í gærkveldi. Þar meö höfðu
umræður um málið staðið í fast að
50 klukkustundir. Ekkert mál hefur
fengið aðra eins umfjöllun á Alþingi
í vetur.
í dag fer svo fram atkvæðagreiðsla
um það. Ekki er reiknaö með öðru
en að það verði samþykkt og verði
að lögum.
Síðustu ræðumenn í 3. umræðu í
gærkveldi vora þau Guðrún Helga-
dóttir og Ólafur Þ. Þorðarson. Rétt
eins og aðrir stjómarandstæðingar
sögðu þau 6. grein frumvarpsins, um
að ekki verði lánað fyrr en aö náms-
önn lýkur og nemandi hefur staðist
próf, aðfór að námsmönnum.
Þrátt fyrir að stjórnarandstaðan
gerði allt sem í hennar valdi stóð th
að fá greininni breytt og enda þótt
fjölmargir stjómarþingmenn úr báð-
um flokkum séu óánægðir með hana
fékkst ríkisstjómin ekki til að breyta
henni. -S.dór
Svavar Gestsson:
Ég tek málið upp aft-
ur á sumarþinginu
„Ég mun taka málefni Lánasjóðs
íslenska námsmanna upp aftur á
sumarþinginu. Ég mun aldrei láta
ríkisstjórnina í friði með þetta
óréttláta mál,“ sagði Svavar Gests-
son alþingismaður í umræðum um
lánasjóðsfrumvarpið í gærkvöldi.
Hann sagði þetta frumvarp, sem
nú væri að verða að lögum, slíka
aðfór að námsmönnum og aöstand-
endum þeirra að engin leið væri
að una við það. Þess vegna hlyti
hann að taka máliö upp aftur.
-S.dór