Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992. Fréttir Umdeildur jatoba-viður frá Brasilíu í tréverki ráðhússins: Silf urslegnir viðarbútar gefnir vígslugestum - skógar „Þegar maður heyrir að þetta er harðviður frá Brasilíu hrekkur mað- ur náttúrlega í kút. Þarna eru skógar sem við viljum aö séu verndaðir," segir Svanhildur Skaftadóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar. Stór hluti af öOu tréverki í ráðhús- inu er úr jatoba-harðviði. Flestöll fundarborð í ráðhúsinu, veggskerm- ar og nokkrir stigar eru úr þessum Eftir að ráðhúsið hafði verið vígt fengu um 60 manns brasilískan viö- arbút með silfurplötu aö gjöf. Um er að ræða minjagrip sem einkum var ætlaður þeim sem aö bygginga- framkvæmdunum komu en að auki fengu nokkrir boðsgestir gripinn. Á myndinni handfjatlar Baldur Jó- hannesson byggingastjóri hinn um- deilda eðalvið. sem við viljum að séu vemdaðir, segir framkvæmdastjóri Landvemdar Nær öll fundarborð í ráðhúsinu eru úr hinum umdeilda jatoba-viði. Sama er að segja um parketið á gólfum hússins, veggskerma og stiga. Að mati sænskra smiöa þykir viðurinn varhugaverður þar sem rykagnir frá honum eru taldar ofnæmisvaldandi. Harðviðarvalið í ráöhúsinu hefur sætt gagnrýni meðal umhverfisverndar- sinna. Viðurinn kemur frá Brasiliu þar sem skógar hafa verið eyddir á undanförnum árum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í myndun súrefnis á jörðinni. DV-myndirGVA viði. Þá voru 60 gestum ráðhússins viö vígslu þess, að stærstum hluta framkvæmdaaðilum við bygging- una, gefnir minjagripir úr þesísum eðalviði með áföstum silfurskildi. Af hálfu umhverfisvemdarsinna hér á landi hefur valið á viðartegund- inni sætt gagnrýni þar sem hún sé ættuð frá regnskógum Brasilíu. Að sögn Svanhildar er full ástæða til að ætla að tijátegundin sé friðuð og í útrýmingarhættu enda hafi enginn sýnt fram á annað. Þá benda um- hverfissinnar á að regnskógamir gegni því veigamikla hlutverki að endumýja stóran hluta súrefnis á jörðinni. Ofnæmisvaldandi tískuviður Þrátt fyrir gagnrýni umhverfls- vemdarsinna á eyðingu skóga í Bras- ilíu hafa ýmsar viðartegundir þaðan náð miklum vinsældum hjá arkitekt- um sem vilja fara ótroðnar slóðir. Notkunin er meðal annars réttlætt með því að viðurinn sé ræktaöur í Brasilíu gagngert tii vinnslu, rétt eins og fura á norðlægari slóðum, auk þess sem hann sé fallegur og gott vinnsluefni. í nokkrum löndum, þar á meðal í Svíþjóð, er smiðum hins vegar illa viö að vinna með við- inn þar sem hann er talinn ofnæmis- valdandi. í Evrópubandalaginu og víðar er innflutningur á tijám í útrýmingar- hættu bannaður. Á viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins eru ekki tiltækar upplýsingar um hvort jatoba-viöurinn sé á slíkum bann- lista. Ljóst er hins vegar að hann er ekki á neinum bannlista hér á landi. Alþjóölegur bannlisti ekki í gildi á íslandi Hjá Náttúravemdarráði era engar upplýsingar til um jatoba-viðinn. Að sögn Eyþórs Einarssonar, grasa- fræðings og fyrrverandi formanns Náttúruverndarráðs, er hefur hann litlar sem engar upplýsingar fundið um viðinn þrátt fyrir nokkra eftir- gangsmuni. Hann segir að þó viður- inn væri talinn í útrýmingarhættu og jafnvel friðaður í öðram löndum þá væra íslendingar ekki aðilar að alþjóðasáttmála um friðun tegunda í útrýmingahættu (CITES). Ástæðuna segir hann vera vilja íslendinga til áframhaldandi hvalveiða. Að sögn Jóns Gunnars Ottóssonar, deildarstjóra í umhverfisráðuneyt- inu, er nú í undirbúningi að ísland gerist aðih að alþjóðasáttmála sem hindraö geti innflutning á afurðum tegunda í útrýmingarhættu. „Á íslandi era ekki í gildi nein lög, né reglugerð, sem banna innflutning á svona spýtum. íslendingar eru heldur ekki aðilar að alþjóðasáttmál- um varöandi þessa hluti. Það eru margar plöntutegundir friðaðar í heiminum og við eram að undirbúa aðild að sáttmálum sem taka til þess- ara mála,“ segir Jón Gunnar. Viður með vottorði álOmilljónir Að sögn Baldurs Jóhannessonar, byggingasjóra ráðhússins, vora alls keyptir 3 þúsund fermetrar af park- eti úr þessum við, 2500 fermetrar af spón og 15 rúmmetrar af smíðaviði til byggingarinnar. Innkaupsverðið segir hann að hafi verið um 10 millj- ónir. Hingað til lands kom viðurinn eftir að hafa verið unninn í Portúgal. „Þessi viðartegund var notuð að ósk arkitektanna. Við buðum þetta út og fengum tilboð frá flestöllum innflytjendum á harðviði. Eftir því' sem okkur skildist er þessi viður fá- anlegur úti um alla Evrópu og það á verði sem er síst hærra en á öðram harðviði." Að sögn Eiríks Þorsteinssonr, við- arfræöings hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, veit hann ekki til þess að þess að jatoba-viöurinn sé neinum bannlista. Hann segir að þeim viöi sem notaður var í ráðúsið hafl fylgt vottorð frá Brasiliu um að hann væri ekki úr regnskógunum heldur af ræktuðu svæði. Þess má geta að Eiríkur fór utan á sínum tíma og valdi þann viö sem notaður var. -kaa Jafnréttisráð: Ekkill kærir mismunun i greiðslum á makalífeyri Ekkill hefur lagt fram kæru í jafn- réttisráði vegna þeirra reglna sem í gildi era um greiðslu makalífeyris. Samkvæmt skilmálum Lífeyrissjóðs Vesturlands, sem eiginkona viðkom- andi hafði verið félagi í, fær hann greiddan makalífeyri í tvö ár eftir andlát hennar. Kona, sem missir eig- inmann sinn, fær hins vegar greidd- an makalífeyri ótímabundið. Þó fell- ur sá réttur niður ef hún giftist að nýju. Umræddur maður telur að þarna sé verið að mismuna kynjun- um og hefur því kært málið til ráðs- ins. Að sögn Bimu Hreiðarsdóttur, framkvæmdastjóra jafnréttisráðs, hafa mál af þessu tagi komið tvisvar til kasta ráðsins. Umrædd kæra hef- ur verið tekin til meðferðar. Hefur Jafnréttisráð, í framhaldi af þvi, beint þeim tilmælum til Sambands almennra lífeyrissjóða að núgildandi reglum veröi breytt. Birna sagði að ástæðuna fyrir þess- ari mismunum á greiðslu makalíf- eyris væri að finna í gildandi reglum lífeyrissjóðanna. í þeim segi að sjóð- stjórn sé heimilt að greiða ekkli, sem sjóðfélagi láti eftir sig, allt að þeim lífeyri sem ekkja eigi rétt á, er eins stæöi á fyrir, enda hafi ekkillinn skerta starfsorku eða hinn látni sjóð- félagi teljist hafa verið aðalfyrir- vinna heimilisins. í reglunum segi ennfremur að and- ist sjóðfélagi eri maki hans fái ekki úrskurðaðan makalífeyri samkvæmt . _____ . • . ofangreindum ákvæðum skuli maka- lífeyrir greiddur í 24 mánuði eftir fráfall sjóðfélagans. „Vandamáhð er, að þeir peningar, sem kona leggur í sjóðinn, era minna virði heldur en peningar sem karl leggur í sjóðinn,“ sagði Birna. „Þeir sem geta krafist úrbóta á þessum reglum eru sjóðfélagar sjálfir. Um- ræddur ekkill er því ekki réttur aðila til að krefjast slíkra úrbóta. Hins vegar hafa nokkrir aðilar, sem telja sig hafa verið beitta órétti vegna þessara reglna, látiö í sér heyra. Það á vafalaust sinn þátt í því aö endur- skoðun er hafin á reglunum." -JSS Landsbankinn lækkar vexti - á næsta vaxtabreytingardegi, 21. maí „Á bankaráðsfúndi i dag voru dag hefur verið tekin ákvörðun vaxtaraálin tekin tfi umræðu og um, telur Landsbankinn að hann var niðurstaða þess fundar sú að hafi framkvæmt þá stefiiu sina i Landsbankinn mun á næsta vaxta- vaxtaraálum er hann lýsti i yfirlýs- breytingardegi, 21. raaí næstkom- ingusinnitilaöilavinnuraarkaðar- andi, framkvæma breytingar á ins 26. apríl 1992,“ sagði Kjartan. vöxtum inn- og útlána," sagði Breytingamar hjá Landsbanka Kjartan Gunnarsson, starfandi era þær aö víxillán útlánsvaxta bankaráðsformaöur Landsbanka lækka ur 12,5 í 11,5% og yfirdrátt- íslands, á fréttafundi sem boðað arlán úr 14,75 í 14,5%. Almenn var til af bankastjórum Lands- skuldabréfalán iækka um 1% að bankans í gær. jafriaði og vísitölubundin lán um „Þærbreytingartakamiðafþeim 0,4%. Af innlánsvöxtum lækka efriahagsstöðugleika sem nýgerðir visitölubundnir 6 mánaöa reikn- kjarasamningar tryggja yfirlýsing- ingar úr 2,75 í 2% og óbundnir um ríkisstjómarinnar um strangt sérkjarareikningarum 0,25%, nán- aðhald í ríkisfjármálum og minnk- ar tiltekið vísitölubundin kjör úr andi lánsfjárþörf ríkissjóðs ogyfir- 3,0 í 2,75% og óverðtryggö kjör úr lýsingum ríkisstjómarinnar um 3,75 í 3,5%. gengisfestu. -ÍS Með þeirri vaxtabreytingu, sem í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.