Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Page 13
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992.
13
Sviðsljós
Bræðsla á Púlsinum
Þaö var bræðsluhiti á Púlsinum sl.
miðvikudag en þá hélt Fusion-band
Tónhstarskóla FÍH tónleika þar. Er
bandið skipað sjö ungum og efnileg-
um mönnum af djassbraut skólans.
Það voru þeir Agnar Magnússon
píanóleikari, Róbert Þórhallsson raf-
bassaleikari, Ómar Guðnason
trommari, Gunnar Þór Jónsson gít-
arleikari, Óskar Einarsson píanó- og
saxófónleikari og Ari Daníelsson
saxófónari sem héldu uppi stemning-
unni, auk Guðmundar Stefánssonar
sem lék á slagverk. Mun sveitin hafa
æft að undanfórnu undir styrkri
stjóm Gunnars Hrafnssonar, kenn-
ara í Tónlistarskóla FÍH.
Bræðslubandið flutti m.a. lög og
blúsa eftir Mezzoforte, The
Jellowjackets og Michel Camilo. Hin
vel þekkta söngkona, Helga Möller,
tók svo lagiö með þeim í nokkrum
lögum.
—1---;—r
; .■ ;. ■ :; ■ ■■
Blásari Bræðslubands Tónlistarskóla FÍH blæs hér af miklum krafti en Fusion-bandið hélt tónleika á Púlsinum
fyrir skömmu. DV-mynd GVA
Frá undirbúningsfundi fyrir stofnun félags aldraðra á Sauðárkróki.
Félag eldri borgara stofnað í haust
ÞórhaJlur Asmundsson, DV, Sauðárkxóki:
Um 100 manns vom samankomnir
á undirbúningsfundi fyrir stofnun
félags aldraðra á Sauðárkróki sl.
mánudag. Ákvörðun var tekin um
félagsstofnun á fundinum og var kos-
in þriggja manna undirbúnings-
nefnd. Hana skipa þau Ingvar Gýgjar
Jónsson, Sigmundur Pálsson og Sig-
urlaug Gunnarsdóttir.
Markmið félagsins er að standa
fyrir byggingu þjónustuíbúða fyrir
aldraða í bænum. Hefur undirbún-
ingsnefnd fyrir byggingu slíkra
íbúða skiiað af sér nýlega og lýst vilja
sínum að vera hinu væntanlega fé-
lagi til halds og trausts varðandi
byggingarmáhn.
A fundinum íluttu erindi um bygg-
ingarmáhn Ásgeir Jóhannesson úr
Kópavogi og Gunnar Björnsson,
formaður Meistarasambands bygg-
ingarmanna, en báðir hafa þeir sinnt
byggingarmálum aldraðra sunnan
heiða.
Til aIcSciiií*
%rst og
slðast
HÚSGAGNA
HÖLLirv
BILDSHOFÐA 20 - S: 91-681199
Stefáns-
styrkur
veittur í
þriðja sinn
Hinn svokallaöi Stefánsstyrkur
var veittur í þriðja skiptið núna
nýlega í Listasafni ASÍ á Grensás-
vegi I6a. Að þessu sinni féh styrk-
urinn í hlut Lúðrasveitar verka-
lýðsins. Styrkupphæðin er
215.000 krónur.
Lúðrasveit verkalýðsins hefur
nú starfað í tæp 40 ár, heldur upp
á fertugasta starfsárið á næsta
ári, og er styrknum ætlað að
standa undh- undirbúningi fyrir
afmæhð. Nú starfa 47 hhóðfæra-
leikarar með sveitinni.
Það eru Menningar- og íræðslu-
samband alþýðu og Félag bóka-
gerðarmanna sem standa að
styrknum th minningar um Stef-
án Ögmundsson prentara. Stefán
var fyrsti formaður Menningar-
og fræðslusambands alþýðu og
lét verulega til sín taka í félags-
störfum Hins íslenska prentara-
félags, síðar Félags bókagerðar-
manna. Hann var einnig einn af
stofnendum Lúðrasveitar verka-
lýðsins.
Formaður Lúðrasveitar verka-
lýðsins, Torfi Karl Antonsson,
tekur við Stefánsstyrknum úr
hendi Karls Steinars Guðnason-
ar, formanns Menningar- og
fræðslusambands alþýðu.
DV-mynd Hanna
N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING
j'JÖTAtillíi B .Í R
Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI
MMC Galant GLSi 2000i ’90,
sjálfsk., 5 d., hvítur, ek. 34.000.
V. 1.200 nnn
MMC Pajero, stuttur, 2600, bens-
ín, ’86, 5 g., 3ja d., gylltur, ek.
85.000. V. 800.000 stgr.
NOTAÐIR BILAR
HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174
SÍMAR 695660 OG 695500
MMC Pajero, langur, 2600, bens-
ín, ’88, 5 g., 5 d., grár, ek. 59.000.
V. 1.500.000 stgr.
Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl 10-14
NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING
VW Golf CL 1600 ’90, 5 g., 5 d„
blár, ek. 20.000. V. 820.000 stgr.
MMC Colt GLX 1500 ’87, 5 g„ 3ja
d„ grábrúnn, ek. 58.000. V.
450.000 stgr.
MMC Lancer st. 4x4 1800 ’87, 5
g„ 5 d„ blár, ek. 78.000. V. 670.000
stgr.
OTRULEGT
EN
SATT
25% OPNUNARTILBOÐ GE<ÞESSAEMIÐAGU KÁPUSALAN
SN0RRABRAUT 56
HJÁ HERRARÍKI © 624362