Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Síða 32
F R E T T A S K O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992. Fíkniefna- lögregla tók mu manns Níu voru handteknir eftir að lög- reglumenn úr fíkniefnadeild gerðu húsleit í íbúð í Yrsufelii skömmu eft- ir miðnætti í nótt. Grunur lék á að sala og dreifing á fíknefnum færi fram í íbúðinni auk neyslu. Leit var framkvæmd með aðstoð sérþjálfaðs leitarhunds. Fólkið var flutt í fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu þar sem það var látið gista í nótt. Yfirheyrslur fara fram yfirfólkinuídag. -ÓTT Þjófur á drifskafd: mæli og lykil að Tæplega þrítugur utanbæjarmaður fannst í felum ofan á drifskaiti undir sendiferðabíl við Loftleiðahótelið í nótt eftir að hann hafði hlaupið í burtu eftir áfengisþjófnað á hótelinu. Næturvörður sá manninn hlaðinn áfengi úr minibar eins herbergisins á hótehnu í nótt. Vörðurinn náði áfenginu en hinn grunsamlegi gestur flúði út. Lögreglan fann manninn síðan undir sendiferðabílnum. Á honum fundust sjússamæhr og lykl- ar að einu hótelherbergi - þar sem enginn gestur átti að vera en mini- barinn þar var tómur. Að undan- fornu hefur áfengi ítrekað horfið úr sama skáp. Utanbæjarmaðurinn er því grunaður um fleiri þjófnaði en þannsemáttisérstaðínótt. -ÓTT Tvöhundruðfór- ust í aurskriðum Að minnsta kosti tvö hundruð manns hafa farist í aurskriðum af völdum úrhellisrigninga ij fyrrum Sovétlýðveldinu Tadzhíkístan und- anfarna daga. Itar-Tass fréttastofan skýrði frá því í morgun að fyrsta skriðan hefði fallið á miðvikudag og þær hefðu enn verið að faha í dag. Tugir þorpa voru ýmist undir vatni eða leðju og gijóthrun var úr fjöllum. Reuter Fjórirásjúkrahús Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fjórir menn voru fluttir á sjúkra- hús á Akureyri i gærkvöldi eftir að bifreið, sem þeir voru í, hafði verið ekið á hús neðst við Spítalaveg á homi Lækjargötu. LOKI Þetta er drífandi þjófur! • 1 » / Megn óánægja með nýja nef nd í þyrlumálum ^ 'L ■ Mikil óánægja rfkir innan Land- helgisgæslunnar með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skipun nýrrar nefndar sem á að fara í við- ræður við stjómvöld í Bandaríkj- unum um hugsartleg kaup á þyrlu í gegnum sölukerfi hersins. Frá þvi að þingsályktunartfllaga var samþykkt fyrir 14 mánuöum um heimild til lántöku á björgunar- þyrlu hafa þrjár nefhdir verið skip- aðar. Furðu sætir að nú skuii nefnd vera skipuð þar sem áhersla er greinilega lögð á viðræður við bandarísk sijóravöld - þrátt fyrir að niöurstöður fyrri nefnda hafi verið afdráttarlausar, það er að kaupa franska Super Pumaþyrlu. í nýju nefndinni verða forstjóri Landhelgisgæslunnar og fuhtrúar dómsmála- og fjármálaráðuneyta. Forsætis- og utanríkisráðherra munu auk þess thnefna fulltrúa sína „th ráðuneytis“ um viðræður við Bandaríkjamenn. Samkvæmt heimhdum DV hefur samstaða ekki veriö í ríkisstjóm- inni um afgreiöslu málsins. Dóms- málaráöherra er þó fylgjandi tihög- um ráðgjafarnefndar sem sfðast var skipuð um þyrlukaup. Forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra eru hins vegar hlynntir því að fara í viðræður um að kaupa þyrlu í gegnum sölúkerfi Bandaríkjahers. Thlögur ráðgjafarhópsins voru skýrar. Super Puma er greinilega hagstæðasti kosturinn - með hhð- sjón af tæknihliö, rekstrarkostnaði og stofhkostnaöi. „Það er engin spurnlng. Puman hefur afburðagetu umfram hinar þyrliuriar,“ sagði áreiðanlegur heimhdarmaður DV innan Land- helgisgæslunnar. „Beh 214 er með þeim ódýrari og hefur einnig verið inni í myndinni. En það er ekki hægt að bera hana saman við Pumaþyrlima sem hefur aht um- fram hana. Það hefur aldrei verið spurning um hver sé besti kostur- inn. Menn eru nú að reyna enn eina ferðina við Bandaríkjamenn,“ sagði maðurinn. Ráðgjafarhópurinn taldi banda- risku þyrlutegundina Sikorsky Hawk ekki álitlegan kost - sérstak- lega vegna þess hve htið rými er fyrir sjúkabörur og farþega, ann- markar eru á flugdrægi auk ann- arra tæknilegra ókosta. Sikorsky- þyrlur em fyrst og fremst hannað- ar í hemaðarlegum tilgangi. Ný Sikorskyþyrla kostar um 1,3 mihj- arða en Super Puma kostar á bilinu 500-700 mihjónir króna. í þessu Ijósi þykir mönnum óskhjanlegt aö enn sé verið að kanna kaup á þyrlu af Bandaríkjamönnum. „Þessi nýja nefndarskipan er far- ánleg. Sikorskyþyrla yrði að vera nánast gefins ef það ætti að vera glóra í að taka hana," sagði annar aöili innan Landhelgisgæslunnar. -ÓTT Kvikmyndin Ingaló á grænum sjó hefur verið útnefnd th tvennra verð- launa á kvikmyndahátíðinni í Cann- es í Frakklandi. Hún keppir um út- nefninguna Gullnu myndavélina sem mynd byrjenda og einnig um verðlaun gagnrýnenda fyrir bestu myndina. Búið er að sýna myndina 6 sinnum og hefur hún verið mjög vel sótt. Dagblöðin Liberation og Humanité hafa bæði farið jákvæðum orðum um myndina og aðalleikkonan, Sólveig Arnarsdóttir, fengið mikið lof. -ÍS Hljóp í burtu eftir árekstur Svo óheppilega vildi til þegar verið var að flytja gömlu Akraborgarbrúna frá Reykjavíkurhöfn í gær að hún féll af bílnum og lenti á hliðinni. Þetta átti sér stað á Grófarbryggju. Brúin var annars á leið til ísafjarðar þar sem hún verður notuð fyrir Djúpbátinn. Hún verður söguð í tvennt. Annar hlutinn verður notaður á ísafirði og hinn inni í Djúpi. DV-myndS Ökumaður bifreiðar við gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka tók th fótanna af vettvangi eftir árekstur um eittleytið í nótt. Maðurinn hafði ekið bifreið sinni utan í aðra kyrr- stæða. Við svo búið hljóp hann í burtu og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Gmnur leikur á að ökumaður- inn hafi verið undir áhrifum áfengis. Bifhjólaslys varð á móts við Bhds- höfða 18 í gærkvöldi þegar bifreið og hjóhð rákust saman. Ökumaöur og farþegi bifhjólsins vom fluttir á slysadehd en meiðsl þeirra munu ekkihafaveriðalvarleg. -ÓTT Veðrið á morgun: Súld eða þurrt Á morgun verður suðvestan- kaldi eða stinningskaldi. Súld verður með köflum við suður- og vesturströndina en annars þurrt. Hiti verður á bhinu 3 th 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 nO'0lLAs^O/ ÞRQSTUR 68-50-60 VANIR MENN f i i f i i f i i t 4 ý i i i i i i i i i i 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.