Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1992, Lífsstm DV kannar verð í matvöruverslunum: Mikill verð- munurá kartöflum Neytendasíöa DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum, Bónusi í Skútuvogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi á Eiðistorgi, Kaupstað vestur í bæ og Miklagarði við Sund. Bónusbúðirnar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess aö fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd j’fir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannað verð á tómötum, sveppum, rauðri papriku, gulrótum, kínakáli, banönum, kart- öflum, 14 kgafKellogg’skomflögum, nautahakki, 200 ml af Johnson’s sjampói, 1 '/2 1 af RC Cola og 500 ml af Gunnars majonesi. Verðfall hefur orðið á tómötum að undanfómu og er meðalverðið ekki nema 180 krónur nú og munur hæsta og lægsta verðs 40%. Lægsta verðið var í Bónusi, 142 krónur, en síöan kom verðið í Hagkaupi, 179, Mikla- garði, 183, og sama verð í Fjarðar- kaupi og Kaupstað, 199 krónur. Sveppir vom á lægsta verðinu í Bón- usi, 374, en á eftir fylgdu Mikligarð- ur, 384, Fjarðarkaup, 399, Hagkaup, 568, og Kaupstaður, 585 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 56 af hundraði. Rauð paprika var mjög falleg í Bón- usi og kostaði aðeins 170 krónur kíló- ið. Verðið á henni var 249 í Fjarðar- kaupi, 357 í Miklagarði, 399 í Hag- kaupi og 499 í Kaupstað. Munur hæsta og lægsta verðs er mikill eða 194%. Gulrætur kosta 44 krónur kíló- ið í Bónusi þar sem verðið er lægst, 48 í Miklagarði, 67 í Kaupstað, 68 í Hagkaupi og 98 í Fjarðarkaupi. Mun- ur á hæsta og lægsta verði er þar 123%. Kínakál var á 101 krónu kílóið í Bónusi en svipað verð var í öllum hinum verslununum. Verðið var 129 í Miklagarði, 134 í Kaupstað og Hag- kaupi og 135 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði reiknast vera Verðhran á tómöt- um og papriku Verðþróun á grænmeti og ávöxtum hefur verið neytendum hagstætt undanfamar vikur. Margar tegundir hafa lækkað í verði, sumar staðið í stað en fáar hafa hækkað. Verðhrun hefur orðið á tómötum og verö á papriku, kínakáli og sveppum fer lækkandi. Meðalverð á banönum hefur verið nokkuð stöðugt síðustu þijá mánuði en þó farið eilítið hækkandi. Meðal- verðið var rétt rúmar 100 krónur um miöjan marsmánuð en er nú um 10 krónum hærra eða 111 krónur. Með- alverð á gulrótum lækkaöi jafnt og þétt í apríl og maí, úr rúmum 70 krónum niður í tæpar 50 en hefur síðan farið hækkandi á ný. Meðal- verð þeirra er nú 65 krónur. Meðalverð á tómötum stefndi upp á við í endaðan apríl og byrjun maí en hefur síðan hmniö niður um meir en helming. Meðalverðið er nú 180 krónur en komst hæst í 375 krónur. Meðalverö rauðrar papriku hélst stöðugt lengst af eftir áramótin, tók stökk upp á við um mánaðamótin maí-júní en er nú komið niður í 335 krónur. Meðalverð kínakáls var nokkuð yfir 200 krónum lengi vel en datt síð- an niður um tæpar 100 krónur og stndur nú í 127 krónum. Ekki er lík- legt að það komi tti með að hækka á næstunni. Meðalverð sveppa hefur síðasta hálfa árið haldist nokkuö stöðugt en nú virðist sem einhver breyting hafi orðið á. Það var eitt- hvað yfir 500 króna markinu en er nú komið undir það og er 462 krónur. -ÍS Verð á tómötum er sérlega hagstætt neytendum um þessar mundir, meðal- verð er aðeins 180 krónur kílóið i stórmörkuðum höfuðborgarsvæðisins. 33 af hundraði. Munur á hæsta og lægsta verði á banönum er heldur meiri eða 40%. Bananar voru á hag- stæðasta verðinu í Bónusi, á 89, en síðan koma Mildigarður, 96, Kaup- staður, 119, og Fjarðarkaup og Hag- kaup voru með sama kfióverðið, 125 krónur. Kartöflur voru á langlægsta verð- inu í Bónusi, aðeins 18 krónur kílóið af gullauga. Verðið var 49 í Mikla- garði, 59 í Hagkaupi og Fjarðarkaupi en 75 í Kaupstað. Munur hæsta og lægsta verðs er heti 317%. Munur á hæsta og lægsta verði á Kellogg’s komflögum er öllu minni, 34 af hundraði. Pakkinn var á 149 í Mikla- garði og Bónusi en 199 í hinum þrem- ur verslununum, Hagkaupi, Fjarðar- kaupi og Kaupstað. Nautahakk kostar 477 krónur kíló- ið í Bónusi, 638 í Miklagarði, 668 í Fjarðarkaupi, 699 í Kaupstað og 724 í Hagkaupi. Þar mæhst munur hæsta og lægsta verös vera heti 52% sem er mikið fyrir kjötvöru. Johnson’s bamasjampóið kostar 193 í Mikla- garði þar sem verðið er lægst, 227 í Neytendur Kaupstaö og 228 í Hagkaupi. Það fékkst hvorki í Bónusi né Fjarðar- kaupi en munur hæsta og lægsta verðs er 18 af hundraði. Munur hæsta og lægsta verðs á RC Cola er 29 af hundraði. Þessi kóla- drykkur var á lægsta verðinu í Bón- usi, á 69, næst kom Mikligarður meö 77 króna verð, síðan Hagkaup 79 og Kaupstaður 89 en hann fékkst ekki í Fjaröarkaupi. Látill munur er á hæsta og lægsta verði á Gunnars majonesi eða aðeins 11 af hundraði. Það fékkst ekki í þessari stærð í Mik- lagarði en var á 115 í Bónusi, 119 í Hagkaupi, 122 í Kaupstað og 128 í Fjarðarkaupi. -ÍS Sértilboð og afsláttur: í Miklagaröi við Sund ein- kenndust ttiboðin af því að sum- arið er komiö og timi útilegunnar er runninn upp. Mikligarður hef- ur til sölu tjöld og hústjöld i mörg- um stærðum og gerðum á tilboðs- verði, gasgrill sömuleiðis í úrvali og kælibox fyrir mat í útileguna í nokkrum stærðum. Einnig eru til sölu á sértilboösverði sængur- ver og koddi á 965 krónur. í Bónusi voru áherslumar á tíl- boðsvörunum í sömu átt, allt i úttieguna. Grilltime kol, 4,5 kg, eru á 229, matarplastkarfa, sem hægt er að brjóta saman, er seld á 399 krónur, púsluspti, 4 stk. í boxi, tilvalin í ferðalagið tti að hafa ofan af fyrir bömunum, á 499 og Partýsnakk, 3 tegundir í 225 gramma pokum, er selt á 185 krónur pokinn. í Kaupstað vestur í bæ er Nopa uppþvottalögur, 500 ml, seldur á 39 krónur brúsinn, Neophos þvottaeftú fyrir uppþvottavélar, 3 kg, er á 654 krónur, Brill kremkex á 89 krónur, 250 gramma pakki, og Fiber kost morgunkorn, 375 g, er á 149 krónur. i fjarðarkaupi vora aö koma i hús fersk jarðarber sem sett voru á tílboð; 122 krónur 250 gramma bakki. Útilegukælibox, 32ja lltra, er á 1,608 krónur, Lasagna frá Pizzaland, 550 g, er á 398 krónur og ttiboðsverð er á öllu kremkexi frá Oxfords, Bassetts og McVities. í Hagkaupi á Eiðistorgi er hægt að kaupa súkkulaðirúsínur frá Opal, 500 g, á 199, kókómjólk, 18 x 14 1, er á 630 krónur, Tempo bréfþurrkur eru á 69 krónur, 100 stk. saman í pakka, og KEA þurr- kryddaður lambahryggur er seld- ur á aðeins 599 krónur ktióiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.