Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Page 25
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992. 33 Veiðivon Ágúst Einarsson hafði fengið tvo laxa þegar við hittum hann við Laxá í Kjós. LaxáíKjós: Ellef u laxar veiddust fyrsta hálfa daginn „Þetta var meiri háttar barátta við laxinn sem tók maðkinn á Breiðunni og gaman að fá svona sprækan fisk í byrjun," sagði Stefán Guðjohnsen á bökkum Laxár í Kjós í gærmorgun en lax Stefáns var 12 pund. En þrátt fyrir mjög mikið vatn veiddust 11 laxar fyrsta hálfa daginn í Laxá í Kjós sem verður að teljast mjög gott. Eitthvað er komið af laxi í Kjósina en erfitt er að sjá það vegna vatns- magns. „Morgunninn var bara betri en við áttum von á og það komu 11 laxar á land, þeir stærstu voru 13 pund,“ sagði Ólafur Helgi Ólafsson, veiði- vörður í Laxá í Kjós, í gærdag. „Vatnið er mikið en það fer minnk- andi með hveijum klukkutímanum. Allir laxamir þennan fyrsta morgun veiddust á maðkinn. Ég held að áin sé öll að koma til og veiðin gæti orð- ið góð næstu klukkutímana," sagði Ólafur ennfremur. Fyrsti laxinn 5 pund úr Elliðaánum Það var öllu rólegra við Elhðaárnar Stefán Guðjohnsen með 12 punda laxinn á maðkinn á Breiðunni DV-myndir G.Bender en Laxá í Kjós, aðeins veiddist einn lax 5 punda og fékk Jón G. Tómasson hann á Breiðunni. „Það er of mikið vatn eins og er, það má minnka mikið en ég held að það séu komnir laxar í ána,“ sagði Garöar Þórhallsson, formaöur Ell- Markús örn Antonsson fór laxlaus heim úr Elliðaánum en missti einn lax í fossinum. Á myndinni ræðir hann málin við Ragnar Georgsson sem gefur góð ráð. iðaámefndarinnar, á bökkum árinn- ar. Veiði hófst líka í Laxá í Aðaldal í gærmorgun og veiddust nokkrir lax- ar. -G.Bender Hundalúsin: Athugasemd Hundalúsin, sem við sögðum frá í blaðinu í gær, hefur ekki komist á flakk. Að sögn Ólafs Valssonar hjá landbúnaðarráðuneytinu er talið aö frekari útbreiðsla lúsarinnar sé ekki fyrir hendi. í fréttinni í gær var frásögnin um deilur um upptök lúsarinnar orðum aukin. Mun máhnu vera lokið af hálfu hundaræktandans og landbún- aðarráðuneytisins. Þess má geta að umræddur dýralæknir er ekki sér- stakur dýralæknir Hundaræktarfé- lagsins og átti ekki hlut að máh. Að sögn Guðrúnar Guðjohnsen, for- manns Hundaræktarfélags íslands, hefur máhð ekki verið tekið fyrir þar þótt það snerti alla hundaeigendur. Hlutaðeigandi aðilar em beðnir velvirðingar á þeim misskilningi sem fram kom í fréttinni í gær. -bjb Tilkyimíngar Hátíð I Hlíðargarði Hin árlega hátíð leikskóla- og dagheimil- isbama í Kópavogi verður haldin í Hlíð- argarði í dag kl. 13.30. Félag eldri borgara I Reykjavík Opið hús í Risinu frá kl. 13-17. Dansað í Risinu kl. 20. Opið Boss-golfmót verður haldið hjá Golfklúbbi Reykjavík- ur 13. og 14. júní nk. Keppnin í ár verður tvíþætt. Á sunnudaginn 14. júní verður keppt í opnum forgjafarflokki og á laug- ardaginn 13. og sunnudaginn 14. verðm- stigamót til landshðs í karla- og kvenna- flokki. Vegleg verðlaun verða veitt og mun fulltrúi frá fyrirtækinu Metzingen í Þýskalandi afhenda þau. Sumarskóli Fullorðinsfræðsl- unnar Skráning stendur nú yfir í helstu fram- haldsskólaáfanga, t.d. frönsku, spænskr og ítölsku. Kennsía hefst í vikunni 15.-21. júnf og fer aö mestu fram á kvöldin. Kennt veröur tvisvar í viku og lýkur náminu í vikunni 17.-23. ágúst með loka- prófum. FuUorðinsfræðslan er í nýju húsnæði að Laugavegi 163. Nemendur Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp árin 1976-79 ætla að hittast í Reykjanesskóla helgina 19.-21. júní nk. Leikhús Hi ÞJÓÐLEIKHÚS® Sími 11200 STÓRA SVIÐIÐ Svölulelkhúslö i samvinnu við Þjóðlelkhús- ið: ERTU SVONA, KONA? Tvö dansverk eftir Auöi Bjarnadóttur. Flytjendur: Auður Bjarnadóttir og Herdis Þorvaldsdóttir ásamt hljómsveit. Tónlist: Hókon Leltsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árna- dóttir. Lýslrig: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýning sun. 14. júni kl. 17. 2. sýning fim. 18. júni kl. 20.30. Hátiðarsýning kvenréttindadaginn 19. júní kl. 20.30. Miöasala hjá Listahátíö. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Lau. 13.6. kl. 20.30, uppselt. Sun. 14.6. kl. 20.30, uppselt. Síðustu sýningar i Reykjavík á leikárinu. Leikferð Þjóðleikhússins um Norður- land Samkomuhúsið á Akureyri: Fös. 19. júni kl. 20.30, lau. 20. júni kl. 20.30, sun. 21. júnikl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er hafin i miða- söiu Leikfélags Akureyrar, simi 24073, opið 14-18 alla virka daga nema mánu- daga. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM Í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ GENGIÐINN FRÁ LINDARGÖTU ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN ettir Vigdisi Grimsdóttur. Aukasýningar vegna mlklllar aðsóknar: í kvöld kl. 20.30. örtá sæti laus. Fös. 12.6. kl. 20.30. örfá sæti laus. Allra siðustu sýnlngar. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUMINN í SAUNN EFT1R AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alia daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum í síma frá kl.lOalla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. <BÁO leikfelag REYKJAVÍKUR Simi680680 ' ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggtá sögu JOHNS STEINBECK Leikgerö: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20 í kvöld 11. júni. Fáein sæti laus. Föstud. 12. júni. Uppselt. Laugard. 13. júní. Uppselt. Fimmtud. 18. júní. Þrjár sýningar eftir. Föstud. 19. júní. T vær sýningar eftlr. Laugard. 20. júni. Næstsiöasta sýning. Sunnud. 21. júni. Allra síðasta sýning. ATH. Þrúgur reiöinnar verða ekki á fjöiun- um f haust. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNiNGU - ANNARS SELDIR ÚÐRUM. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i síma alla virka daga trákl. 10-12. Simi 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiöslukortaþjónusta. Leikféiag Reykjavíkur. Borgarleikhús. J.C. Bros heldur aðalfund á Hohday Inn í kvöld kl. 20.30. Veitingar, allir velkomnir. Konur í Kópavogi Munið gróöursetningarferðina að Fossá í Kjós laugardaginn 13. júní. Farið verður á einkabílum. Hittumst við félagsheimili Kópavogs kl. 9 eða við Fossá kl. 10. Uppl. Svana, 43299, Katrín, 40576, Inga, 41224. M-hátíð í Keflavík í tengslum viö M-hátíð í Keflavík stóð Keflavíkurkirkja fyrir menningardögum kirkjunnar í lok maí sl. Menningardag- amir tókust í alla staöi nýög vel og vegna fjölda áskoranna hefur veriö ákveðið að endurtaka leiklesna dagskrá, með kór- söng, imi sögu kirkju í Keflavík. Leik- gerðin verður endurflutt í kvöld, fimmtu- daginn 11. júní, kl. 20.30. Hafnargangan í kvöld í kvöld, fimmtudagskvöld, veröur boðið 1 hressandi gönguferð með höfninni, út í Örfirisey og til baka. Þetta verður ganga í létt'jm dúr og verður útigrill sett upp sem þátttakendur í göngunni geta not- fært sér. Lagt verður af stað í gönguna frá Hafnarhúsportinu, aö vestanveröu, kl. 21.00. Allir velkomnir - ekkert þátt- tökugjald. Sportveiðiblaðið komið út 1. tbl., 2. árg. ’92 er komið út. Meðal efhis í blaðinu er viðtal við séra Pálma Matthí- asson, prest í Bústaðakirkju, völva Sport- veiðiblaðsins spáir fyrir um veiðina í sumar. Þá er sagt frá meistaramóti í dorg- veiði í Kanada, verði á veiðileyfum og margt fleira er aö finna í blaðinu. Rit- stjóri er Gunnar Bender. Sportveiöiblað- ið kemur út tvisvar á ári, í byrjun sum- ars og lok árs. Safnaðarstarf Bústaðakirkja: Mömmumorgunn kl. 10.30. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Námskeið Grjóthleðslunámskeið á Þingvöllum Dagana 12.-16. og 22.-28. júní verða hald- in námskeið í hefðbundrium íslenskum gijóthleðsluaðferöum. Hraunréttin á Skógarhólum verður endurbyggð. Þátt- takendur á námskeiðinu geta dvahð á staðnum 1 lengri eða skemmri tíma og aukið viö verkþekkingu sína. Leiðbein- andi verður Tryggvi Gunnar hleðslu- meistari. Gisting og fæði á staðnum. Uppl. og skráning á skrifstofutíma í síma 91-29899. Fundir Konur-karlar Verkalýðsfélag Borgamess, Verslunar- mannafélag Borgamess, Starfsmannafé- lag Borgamesbæjar og Starfsmannafélag KB boða tit fundar í Félagsbæ fimmtu- daginn 11. júní kl. 20.30. Hildur Jónsdótt- ir fjöimiðlafræðingur ræðir um launa- mun kynja og kæruleið. Að erindinu loknu verða ftjálsar umræður og fyrir- spumum svarað. Fundurinn er öllum opinn. Tónleikar Minningartónleikar í Dalvíkurkirkju verða haldnir laugardaginn 13. júní ki. 17. Halla S. Jónsdóttir og Fríður Sigurð- ardóttir ásamt Kára Gestssyni flytja ís- lensk einsöngs- og tvísöngslög. Ágóði tón- leikanna rennur í orgelsjóð Dalvikur- kirkju. Við upphaf tónleikanna mun séra Jón Helgi Þórarinsson minnast allra ungra Dalvíkinga sem látist hafa á und- anfómum árum. Lipstick Lovers spUa í Grjótinu í kvöld, fimmtudag. Aö- gangseyrir enginn og verður byijað að spUa kl. 23. Tónleikar í Hafnarfjarðar- kirkju í kvöld kl. 20.30 heldur Kór Hafnarfjarö- arkirkju tónleika í Hafnartjaröarkirkju. Á efnisskrá em m.a. negrasálmar og verk eftir T. Arbeau o.fl. Sérstakir gestir á tónleikunum verða kvertettinn Tenór- klíkan og Valdi en þeir munu syngja lög af ýmsu tagi. Aðgangseyrir er kr. 300 við innganginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.