Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1992, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992. Gtgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Kúvending Kjaradóms Dómendumir fimm í Kjaradómi hefðu frekar átt að segja af sér en sætta sig við að kúvenda með þeim hætti, sem orðinn er. Með bráðabirgðalögunum tók rík- isstjómin í raun þær ákvarðanir um laun, sem Kjara- dómur átti að taka, eins og dómurinn hefði tekið rangar ákvarðanir um laun ráðherra, alþingismanna, ýmissa æðstu embættismanna og presta. En í raun hafði Kjara- dómur ekki gert annað í sínum fyrri úrskurði en fara í einu og öllu eftir þeirri forskrift, sem honum hafði verið gefm. Dómurinn hefði ekki átt að kveða upp nýj- an, ómerkan úrskurð eftir setningu bráðabirgðalaganna heldur láta koma enn skýrar ff am en var, að úrskurður- inn var ekki lengur á ábyrgð dómsins heldur ríkisstjóm- arinnar. Kjaradómur átti upphaflega að gæta innbyrðis sam- ræmis í launaákvörðunum fyrir þann hóp, sem dómur- inn átti að fjalla um. Hann átti að gæta þess, að launin, sem dómurinn ákvæði, væru í samræmi við laun ann- arra, sem gætu talizt sambærilegir um störf og ábyrgð. Þetta gerði Kjaradómur. Allar upplýsingar benda til þess, að það hafi einmitt gerzt síðasta áratuginn, að þeir sem gætu talizt sambærilegir við þann hóp, sem dómurinn átti að úrskurða um, hafi aukið tekjur sínar umfram aðra. Því var það skylda Kjaradóms að breyta launum þess hóps til samræmis við þetta, jafnframt því sem aukagreiðslur til ýmissa embættismanna yrðu felldar niður á móti kauphækkun. Ekki verður sagt, að Kjaradómur hafi í neinu brugðizt þessum skyldum í sínum fyrri úrskurði. Kjaradómur taldi sig einnig ekki vera að auka launakostnað ríkisins í heildina með þess- um úrskurði, heldur færa á milli. En aðstæður eru erfiðar í þjóðfélaginu. Launþegar almennt hafa aðeins fengið um 1,7 prósent launahækkun með nýgerðum kjarasamningum. Samdráttur ríkir í efnahagsmálum, samdráttur sem verður til þess að „kakan“ minnkar, minna verður til skiptanna. Rétt er, að ekki hefði stoðað að hækka laun almennt um miklu meira en um var samið. Meiri launahækkanir hefðu þessu sinni einungis leitt til aukinnar verðbólgu og síð- an gengisfellingar. Kaupmáttur launa hefði versnað en ekki batnað. í þessari stöðu hefði verið rökrétt af ríkis- stjórninni að kalla alþingi saman til að samþykkja ný lög um Kjaradóm, þannig að dómurinn yrði að taka til- lit til „stöðu og þróunar á vinnumarkaði“. Engu að síð- ur heföi dómurinn þurft að gera nauðsynlegar launa- breytingar, svo fremi sem þær ykju ekki launakostnað í heildina. Ríkisstjómin tók þann kost að setja bráðabirgðalög. í augum almennings kann að líta svo út, að Kjaradómur hafi fengið flengingu. Dómurinn er gerður alger mark- leysa. Með nýjum úrskurði kúvendir dómurinn gjör- samlega og samþykkir 1,7 prósent kauphækkun til alls þess hóps, sem hann á að úrskurða um. Þetta er auðvit- að endaleysa. Vandinn er óleystur, honum er einungis slegið á frest. Utkoman er farsi. Dómurinn reyndi að vinna verk sitt en var gert að eta allt ofan í sig. Eftir stendur, að launum þessa hóps þarf að breyta. Þetta er greinilegast í máh presta, sem hafa dregizt aftur úr. Þetta er ekki gert nú, þess í stað eru ráðherrar og síðan þingmenn í reynd að nýju famir að ráðskast með ákvörðun eigin launa, jafnógæfuleg og sú aðferð hafði verið, þegar henni var beitt fyrr á árum. Haukur Helgason. Markaðsskrán- ing á gengi Nú, þegar fyrir liggur að skera þurfi niður þorskveiðar svo ræki- lega aö ársafli á næsta ári verði vel undir 200 þúsund tonnum með til- svarandi samdrætti í útflutnings- tekjum, er eðlilegt að umræður skapist um gengismál. Flestir þeir sem hafa látið í sér heyra hafa talið nauðsynlegt að raungengi krón- unnar lækki en bent á að það þurfl að gerast með minni kostnaðar- hækkunum hér en í viðskiptalönd- um okkar. Ennfremur hefur komið fram aö jafnvel væri nauðsyn á kostnaðarlækkun hjá íslenskum fyrirtækjum, til dæmis með niður- færslu á launum. Bein gengislækkun krónunnar hefur fengið lítinn stuðning og al- mennt hefur verið talið að gengis- fefling sé nánast vonlaus aðgerð. Því er haldið fram aö gengisfelling leiði af sér veröhækkanir og dugi aðeins í skamman tíma. Fáir vilja gera nokkuö sem gæti orðið til þess að stofna í hættu stöðugleikanum sem ríkt hefur síöustu tvö árin. lOOOmilljóna framlegöartap Ýmsar tölur hafa verið hafðar á lofti um áhrif samdráttar í þorsk- veiðum á útflutningstekjur og landsframleiðslu. Þaö ber að hafa í huga að við samdrátt í þorskveið- um leitast sjávarútvegsfyrirtæki við að setja sem mest af aflanum í verðmætustu framleiðslutegund- imar en hætta frekar að framleiöa það sem ódýrara er. Ennfremur er ekki ljóst hvemig veiðar og vinnsla annarra tegunda en þorsks koma til með að ganga. En þótt allt sé tínt til sem á móti getur komið verður áfaflið af minnkandi þorskveiðum tilfmnan- legt. Ekki er við öðm aö búast þar sem þorskurinn er okkar mikil- vægasta fisktegund. Og sama hversu langt gengið er í bjartsýni í útreikningum tekst aldrei að sýna fram á það að minni þorskafli hafi engin áhrif. Líklega verður samdrátturinn í útflutningstekjum á næsta ári á bilinu 5 til 10 milljarðar króna eftir því hversu langt verður gengið í niðurskurði á þorskveiðum og framlegðartap sjávarútvegsfyrir- tækja af þessum sökum verður vafalaust 750-1500 milljónir króna. Þau hafa þá þeim mun minna úr að spila til þess að greiða afborgan- ir og vexti af lánum. Viöskiptahalli yfir hættumörkum Samdrátturinn í þorskveiðum hefur að sjálfsögðu áhrif út um allt hagkerfið og dregur úr eyðslugetu þjóöarinnar í heild. Að einhverju KjaUaiinn Vilhjálmur Egilsson alþingism. og framkvæmda stjóri Verslunarráðs íslands munu fjölmörg sjávarútvegsfyrir- tæki lenda í miklum vanda á næst- unni óháð þvi hvort tekst að breyta raungenginu. Markaðsskráningu I haust Gengi islensku krónunnar þarf fyrst og fremst að vera í einhverju samhengi við stöðu þjóðarbúsins út á við. Framboð og eftirspurn eft- ir gjaldeyri ráða í raun mestu um gengið. Formleg ákvörðun um gengi íslensku krónunnar hefur jafnan legið hjá stjómvöldum og þau hafa á einstökum tímabilum getað gengið á skjön viö markaðs- lögmálin og haldið genginu úr takt við framboð og eftirspum. En stjómvöld hafa jafnan þurft aö gef- ast upp að lokum fyrir lögmáliun efnahagslífsins. „Skuldahali sjávarútvegsins er svo langur aö raungengisbreyting sem samsvarar því sem þarf til að bregðast við vaxandi viðskiptahalla við útlönd dugar engan veginn til þess að bæta afkomu sjávarútvegsins þannig að hann standi undir skuldabyrðinni.“ leyti kemur minni eyðsla fram í minni innflutningi þótt samdrátt- urinn þar verði ekki jafnmikill og í útflutningnum. Því em allar líkur til þess að viðskiptahallinn aukist með tilheyrandi skuldasöfnun og verði um 5% af landsframleiðslu. Viðskiptahalli af slíkri stærðar- gráðu er yfir öllum skynsamlegum hættumörkum. Skuldir sjávarútvegsins em um 100 milljarðar króna þegar allt er talið og atvinnugreinin þyrfti að skila að minnsta kosti 20 milljörð- um á ári í framlegð upp í þessar skuldir. Það er víðs fjarri því að sjávarútvegurinn hafi náð þeirri afkomu á undanförnum ámm og því hefur skuldahalinn sífellt lengst. Á næsta ári má reikna með því að sjávarútvegurinn nái í mesta lagi 10-12 milljörðum upp í vexti og afborganir. Skuldahah sjávarútvegsins er svo langur að raungengisbreyting sem samsvarar því sem þarf til að bregðast við vaxandi viðskipta- halla við útlönd dugar engan veg- inn til þess að bæta afkomu sjávar- útvegsins þannig að hann standi undir skuldabyrðinni. Vandi fjöl- margra sjávarútvegsfyrirtækja er af slíkri stærðargráðu að afkomu- bati upp á einstakar prósentur mið- að við veltu hrekkur skammt. Því Seðlabankinn hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að hefja markaðsskráningu á gengi krón- unnar þegar í haust. Slík aðgerð væri mjög skynsamleg í þeirri stöðu sem við horfum fram á. Eng- inn vill í sjálfu sér sjá gengi krón- unnar lækka. Hins vegar þarf gengi krónunnar að vera rétt skráö og því aðeins er hægt að viðhalda trú á stöðugu gengi að það sé stöðugt á gjaldeyrismarkaði. Ef gengi krón- unnar er stöðugt eingöngu vegna þess að stjórnvöld ákveða að halda því föstu með handaflinu einu mun trúin á stöðugleika þverra og þrýst- ingur á gengisbreytingar vaxa. Staðreyndin er sú að meðan gengi krónunnar er haldið föstu með handafli er litið á það sem lausn að stjórnvöld breyti gengi. Þess vegna er stöðugleikinn ekki síður í hættu við handstýringu á gengi. Þegar gengið ræðst á markaði er það í senn mælikvarði á styrk og samkeppnishæfni atvinnulifsins á erlendum mörkum, efnahags- stefnu stjómvalda og trú erlendra aðila á íslenskum fjármagnsmark- aði. Þetta em hinir raunverulegu mælikvarðar á gengið sem hægt er að líta fram hjá um skamman tima en gilda alltaf að lokum þrátt fyrir að það henti ekki stjómvöldum á einstökum tímum. Vilhjálmur Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.