Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 2
2 FÖSTUDAGUP 17. JÚLÍ 1992. Fréttir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um kvótaniðurskurðinn: Mun leggja tillögur mín- ar fyrir ríkisstjórnina - endaþóttégberilagalegaábyrgð „Ég lagði tillögur mínar um veiöi- heimildir á botnfiski fyrir ríkis- stjómina í fyrra. Ég geri ráð fyrir að hafa sama hátt á að þessu sinni enda er þetta stór og mikil ákvörðun," seg- ir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra í viötali við DV. „Sjávarútvegsráðherra ber fulla lagalega ábyrgð á úthlutun kvóta, lögin kveða mjög skýrt á um það atr- iði,“ sagöi Þorsteinn. - Er ágreiningur innan ríkisstjóm- arinnar um það að hve miklu leyti skuli farið eftír ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar til veiða á þorski? „Það er ekki ágreiningur þar sem ég hef enn ekki lagt fram tillögur mínar. Það er erfitt aö vera á önd- verðum meiði meðan svo er.“ - Formaður og varaformaður sjáv- arútvegsnefndar sendu frá sér bréf þar sem þess er krafist að ákvörðun um heildarafla verði ekki tekin fyrr en búið er að kynna sjávarútvegs- nefnd málið. Þá er þess óskað að far- iö verði yfir tillögur Hafrannsókna- stofnunar og þær skoðaðar ofan í kjölinn. „Ég ræddi við sjávarútvegsnefnd daginn áður en skýrsla Hafrann- sóknastofnunar um ástand nytja- stofna var gerð opinber. Jafnframt óskaði ég eftir því að nefndarmenn kæmu með sínar tillögur og gæfu álit á tillögunum. Ég mun í dag fá niðurstöður frá bresku nefndinni sem var falið að fara yfir aðferðir íslensku fiskifræðinganna til stofn- mats. í framhaldi af því mun ég boða tíl fundar með hagsmunaaðilum þar sem sú niðurstaða verður rædd og leitað verður samráðs venju sam- kvæmt.“ - Þær fréttir berast vestan af fjörð- um að mikil veiði sé á grunnslóð og sjómenn segja mikið af fiski á ferð- inni. Breytti Vestfjarðafór þín í ein- hveiju áliti þínu á ástandi þorsk- stofnsins? „Ferðin var mjög gagnleg, ég átti miðnæturfund á Flateyri með sjó- mönnum og öðrum hagsmunaaðilum og hitti auk þess togaraskipstjóra og fleiri á fundi á ísafirði og í Bolungar- vík. Það bar svo sem margt á góma en ég heyrði ekkert nýtt í þeim við- ræðum,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. -rt Forstjóri Hafrarmsóknastofnunar: Öllum heimilt að hafa sínar skoðanir Ég vil leiöa allan pólitískan ágrein- ing þjá mér. Það er öllum heimilt aö hafa sínar skoöanir, slíkt hefur ekki áhrif á okkar niðurstöður,“ sagði Jakob Magnússon, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið, m.a. hjá stjómarþingmönn- um. „Viö höfum skoðaö alla gagnrýni ofan í kjölinn og erum alltaf tilbúnir að tala við rnenn," sagði Jakob Magn- ússon. -rt Gróðurhús í Hveragerði: Kartöf lurækt Ellerts eyðilögð - lögreglan á Selfossi rannsakar málið Kartöflurækt Ellerts Guðmunds- sonar tæknifræðings í gróðurhúsi í Hveragerði var eyðilögð í vikunni. Verknaðurinn komst upp síðastlið- inn miðvikudag og fór lögreglan á Selfossi á staðinn til að rannsaka málið. Ellert hefur ræktaö þama kartöflur í tunnum í gróðurhúsi í eigu Björgvins Gunnarssonar í Blómaborg í Hveragerði. Um tilraun er að ræða. Ellert og Björgvin hafa deilt um þessa kartöflurækt og Björgvin hefur viljað Ellert út með tunnumar. Þegar Ellert kom í gróðurhúsið á miövikudag var búið að brjóta upp hurð hússins og slíta upp öll kart- öflugrösin frá rótum. Ellert taldi að skemmdarverkin hefðu átt sér stað aðfaranótt miðvikudags eða á mið- vikudagsmorgun. „Mér var boðið húsið til fullra af- nota til júlí á næsta ári ef ég legði hitalögnina. Hann býður mér þetta undir þeim kringumstæðum að ég geti ekki verið þekktur fyrir tor- tryggni og biðja um skriflegt loforö. Á þriðjudag afhenti ég eiganda gróð- urhússins reikning fyrir hitalögn- inni upp á 792 þúsund krónur og ósk- aði eftir skriflegum húsaleigusamn- ingi til júlí á næsta ári. Ég lét mæl- ingastofu pípulagningamanna mæla upp vinnuna og reikningurinn er byggður á því. Þessi upphæð sam- svarar sanngjamri leigu í 6 ár. Ég fékk ekki önnur viðbrögð en þau að hann ætlaöi að láta heyra frá sér fljótlega," sagði Ellert. Ellert segir Björgvin hafa leigt öðr- um gróðurhúsið án þess að láta sig vita. „Sá sem tók húsið á leigu leyfði mér að hefjast handa með ræktunina áður en hann var búinn að skila húsinu," sagöi Ellert. Ellert sagðist hafa sent Björgvini bréf þar sem segir að verði skemmd- ir unnar í gróðurhúsinu muni hann gera bótakröfu upp á 4-5 milljónir króna. Ellert ætlar að biða niðurstöðu rannsóknar lögreglunnar á Selfossi í gróðurhúsinu áður en hann aðhefst fleiraímálinu. -bjb - takaber „Sjávarútvegsráðherra ber aö taka ákvörðun um heildarkvóta. í svo stóm máli sem þessu þarf hann að hafa samráð við ríkisstjóraina og hann þarf líka að haía samráð við sem flesta í samfélaginu. Þá ber honum að mínu mati að ræða við hagsmunasamtök og aðra þá sem máliö snertir. Áö því loknu þarf hann að táka ákvörðun,“ segir Halldór Ásgrimsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, f viðtali við DV. „Ég er þeirrar skoðunar að þaö beri að taka mikið tillit til þess sem fiskifræðingarnir segja. Ég myndi ekki víkja mjög mikiö frá þvi. Ég bendi hins vegar á að það eru möguleikar til þess að endurskoða þessa ákvörðun innan ákveðinna sjóðs tímamarka. Eg bendi líka á að til þess að geta tekið þessa ákvöröun í þeirri þröngu stöðu sem nú er verður ríkisstjómin að úthluta veiðiheimildum Hagrseðingarsjóðs til jöfntmar fyrir fiotann, annars kemur þessi ákvörðun alltof hart niður á þeim sem byggja veiðar sín- ar á þorski Annars veröur þetta gjörsamlega óviðunandi.“ - Þú ert þá sammála þessari ráög- jöfHafró. Hafrannsóknarstofnun býður upp á nokkra valkosti sem eru á bilinu 1«) tii 210 þúsund tonn og síðan kæmu veiðiheimildir Ha- græöingarsjóðs til jöfnunar. Þessar ákvarðanir veröur ríkisstjómin að taka samhliöa,“ sagði Halldór Ás- grimsson. -rt Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður krata: Sumir þingmenn okkar vantrúaðir á tillögur Hafró - ríkisstjóminölltakiákvörðunumþorskkvótann Það em menn innan þingflokks Alþýðuflokksins sem em vantrúaðir á tillögur Hafró, kannski em allir vantrúaðir. Mér finnst ekki óeðlilegt, miðað við hve mikil alvara er á ferð- um, að ríkisstjómin öll taki ákvörð- un um þorskkvóta næsta fiskveiði- árs. Það er auðvitað hættulegt að hunsa álit Hafrannsóknastofnunar en það er bersýnilegt að hún hefur farið mjög langt frá sanni í sínum spádómum á síðustu árum. Það er margt sem bendir til þess að þorsk- stofninn sé minni en áður en hins vegar bendi ég á það að árferðið er gott í sjónum og í öllum öðrum stofn- um er góðæri ef grálúðan er undan- skilin," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins. Samkvæmt heimildum DV eru sumir ráðherrar Alþýðuflokksins á þeirri skoðun að það sé ekki sjávar- útvegsráðherrans eins að taka ákvörðun um þorskkvótann heldur eigi málið að koma til kasta ríkis- stjórnarinnar. Þingflokksfundur verður hjá alþýðuflokksmönnum í dag þar sem ræddar verða niður- skuröarhugmyndir -rt Ellert Guömundsson við hluta af þeim kartöflum sem voru eyðilagöar i tunnunum í gróðurhúsi einu í Hveragerði. Innfellda myndin var tekin á sama stað fyrir tveim vikum þar sem ræktin sést í blóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.