Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Page 11
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1992. 11 Menning Háskólabíó - Greiðinn, úrið og stórfiskurinn: ★★ Evrópskur formúlufarsi Bretar og Frakkar gera í samvinnu þennan róman- tíska farsa sem snýst í mestu um hlédrægan ljósmynd- ara (Bob Hoskins) sem vinnur við það að setja á svið helgimyndir úr Bibliunni. Sagan er of flækt til þess að rekja nánar hér en til skjalanna koma líka bijálaöur píanisti sem er lifandi eftirmynd Jesú Krists (Jeff Goldblume), stúlka sem dubbar klámmyndir (Natasha Richardson) og ofurk- vefaður leikari (Cassel). Myndin heppnast ágætlega, sérstaklega miðað við hvað hún er samsett úr mörgum mismunandi bútum. Hún telst ekki til ærslkenndra farsa heldur tekur það að mestu rólega. Sumt í sögunni er óþarft og út í hött án þess að vera fyndið, annað nýstárlegt en mest bara gamlar lummur sem geta alltaf gengið upp ef rétt er að því staðið. íjölþjóðaleikhópurinn er góður og í raun halda þau myndinni saman og gera persónur sínar trúverðugar hvað sem á dynur. Kvikmyndir Gísli Einarsson Þetta er mynd fyrirþá sem viija hvíla sig á amerísku formúlumyndunum. I staðinn fá þeir hérna evrópska formúlumynd. The Favour, the Watch, & the Very Big Fish (bresk/frönsk 1992) 87 min. Handrit: Ben Lewin, byggt á smásögu Marcel Ayme, „Rue Saint-Sulpice". Leikstjórn: Lewis. Leikarar: Bob Hoskins, Jetf Goldblume, Natasha Richardson (Shadow- makers, Comfort of Strangers), Michel Blanc (Monsieur Hire), Jaques Villeret, Angela Pleasence, Jean-Pierre Cassei (Murd- er on the Orient Express). Löggan (Silvester Stallone) og löggumamman (Estelle Getty). Laugarásbíó - Stopp eða mamma hleypir af ★ XA Töggur í mömmu gömlu Þegar myndin var um það bil hálfnuð áttaði ég mig á því að ég var að horfa á endurgerð löggufélagamynd- arinnar Tumer & Hooch en núna var komin pínulítil gömul löggumamma í stað hundspottsins. Alveg eins og Hooch verður gamla konan vitni að morði og er sú eina sem getur borið kennsl á morðingjana. Alveg eins og Tom Hanks situr Sylvester Stallone uppi með hana (sérstaklega af því að hann er sonur hennar). Alveg eins og síðast leysir löggan málið með aðstöð mömmu gömlu og lærir að meta hana í leiðinni. Alveg eins og síðast fannst mér ekkert varið í mynd- ina þvi þetta er næfurþunn framleiðsla með engu nýst- árlegu eða sérstaklega vel gerðu. Því má samt ekki neita að hún hefur ákveðið aíþreyingargildi, heldur sig fast við forskriftina með einstaka ljósum punktum inni á miUi. Stallone vill vera bæði vöðvabúnt og gamanleikari eins og Schwarzenegger. Hann er auðvitað betri leik- ari en á ekki að leika í svona mynd ef hann vill ein hvern tímann láta taka sig alvarlega. Mömmu gömlu leikur hin eiturhressa Estelle Getty og er sú eina sem kemst vel frá myndinni. Kvikmyndir Gísli Einarsson Stop! Or My Mom Will Shoot (Band. 1992) 87 min. Handrit: Blake Snyder, William Osborne, William Davies. Leikstjórn: Roger Spottiswoode (Turner & Hooch, alveg satt!). Leikarar: Sylvester Stallon, Esteila Getty (Golden Girls), JoBeth Will- iams (Poltergeist, Switch). ^ „ • • Jijj ý- ! V ^ \ ||| 1 : • '..M TIL SÖLU þessi glæsilegi Ford Econoline 250 Club Wagon, árgerð 1991, ekinn 5000 mílur, vél V-8 351. Blllinn er hlaðinn aukahlutum innan sem utan: 6 tonna spil og spilstuðari, 8 Ijóskastarar, lækkuð drif, loftlæsingar fram- an og aftan, loftflautur o.fl. Einnig getur fylgt farsími, tvær talstöðvar, lóran lóran o.fl. Upplýsingar gefur Guðmundur, vs. 98-11259 og hs. 98-11827. ERT ÞU ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN fMÆMÆÆ A FULLRI FERDI . . . OG SIMINN ER 63 27 00 OvX';A Veitingastaöur ^ í miöbæ Kópavogs \ - 3ŒE Tilbod vikunnar Spönsk grœnmetissúpa (Gastacio) Ofnbökuð grísasneið, gratineruð, með bakaðri kartöflu og grænmeti Kr. 1.490 Pitsur, hamborgarar, steikur á vœgu verði Veisíuþjónusta Hamraborg 11 - sími 42166 I 2E UOSHLIFAR - GRJOTGRINDUR Flugufælur frá EGR Fallegur aukahlutur á bílinn sem getur i '' '•;'■■ - í 'jf sparað t-Æe.' SL þér stórfé L ' ¥ Ásetning á sekúndum Smurstöðin, Fosshálsi 1 Bílaborgarhúsinu - simi 673545 9 2 Vertu klár í slaginn Garcia rr •••11 / 1 / V * V « » / V • _ "" Fjölbreytt úrval afgóðum veiðivörum ú verði, sem kemur skemmtilega ú óvart Opið til kl. 18 mánud,-fimmtud. til kl. 19 á föstudögum frá kl. 10 til 16 á laugardögum og á sunnudögumfrá kl. 11 til 16. Hafnarstræti 5, Símar 1 67 60 og 1 48 00 \\\\\v\\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.