Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1992. Spumingin Hver er uppáhalds ís- lenska hljómsveitin þín? Svandís Sif Þórðardóttir nemi: Ný dönsk. Annars held ég mikiö upp á Nirvana og Queen. Jenný Björk Þorsteinsdóttir nemi: Ný dönsk. Katrin Halldórsdóttir nemi: Sálin hans Jóns mins. Friðgeir Einarsson nemi: Ég veit það ekki. Guðmundur Bjarnason nemi: Ajax. Pétur öm Pétursson, sölumaður hjá Krossinum: Ný dönsk. Lesendur Veðurstofan vita gagnslaust apparat Fer tiltrú manna á Veðurstofunni minnkandi? Gunnar Einarsson skrifar: Þar sem ég hef þurft að fylgjast með veðurfréttum frá Veðurstofunni vegna starfa minna (er þó hvorki sjó- maður né bóndi) og hef slæma reynslu af spá hennar að öllu jöfnu get ég ekki á mér setið að hripa niður stutta hugleiöingu um nokkur atriði. Engan veginn fræðilega heldur eigin hugarsmíð er viröist þó furðu sam- hljóma því sem ég hef heyrt fólk ræða um. Það er ekki bara upp á síðkastið sem Veðurstofan hefur ekki verið ýkja sannspá um veöurfar hér á landi. Mætti nefna mörg dæmi. Eitt er frá föstudeginum 1. maí sl. Spáin fyrir laugardaginn 2. maí var sú að bjart yrði um allt land nema á Norð- austurlandi. Raunin varð sú að lægð myndaðist sunnan við Vatnajökul (veðurfræðileg staðreynd) og skýjað var um allt land nema á Raufarhöfn, þar var sólskin. Skemmst er auðvitað að minnast spár Veðurstofunnar nokkra síðustu daga, svo og dagana þar á undan þegar rigndi sem mest. Þá daga sást á skjákorti Veðurstofunnar í Sjón- varpinu að ýmist var teiknað inn sólskin í Reykjavík með hálfum hring eða einum fjórða. Þá daga var ailtaf rigning. í gær (mánudags- kvöld) var sérstaklega spáð sólskini um allt land, sýndist aigjörlega óum- deilanlegt. Allir muna að daginn eft- ir, þriöjud. 14. þ.m., var alskýjað hér í Reykjavík og raunar víðar. Raunin er sú að mér fmnst DV spá- in, sem byggð er á ACCU spánni bandarísku, vera um 15% réttari en sú sem kemur beint frá Veðurstof- unni. Ég veit ekki hvort þetta hefur nokkuð að gera með veðurfræðing- ana sjálfa, þeir kunna að hafa lært sín fræði og þekkja vel þær forsendur sem spáð er eftir. Ég gleymi nú samt aldrei veðurfræðingnum (konu einni) sem var spurð á hraðbergi að því í hvaða sæti hún héldi að íslenska lagið myndi lenda í síðustu Evrópu- söngvakeppninni. Hún svaraöi að bragöi: Annaðhvort í því fyrsta eða því síðasta! Einhver hefði nú farið milhveginn og nefnt tölur frá svo sem 3 og upp í 15. Varla er spá Veður- stofunnar svona handahófskennd. En manni dettur stundum margt í hug. Ekki gat ég heldur fengið mikinn fróðleik út úr veðurstofustjóra sem sat fyrir svörum í Þjóðarsáhnni ný- lega. Inn hringdu menn sem aðallega vildu fá réttan rithátt á orðunum úrsynningur og útsynningur, auk manna sem vildu að veðurfræðingar byðu gott kvöld á skjánum hjá RUV! Ég held í sannleika að þeim fari ört fækkandi sem hafa nokkra trú á spám Veðurstofunnar og starfsemi hennar yfirleitt. Ég legg t.d. eindreg- ið til að Veðurstofan verði seld áhugasömum veðurfræðingum og vísindamönnum sem vilja heíja hana til nokkurs vegs og virðingar. En th vara vh ég láta leggja Veðurstofuna niöur, hún er vita gagnslaust appar- at. Svíar og Finnar leita skjóls Lúðvíg Eggertsson skrifar: í umræðunni um EES og EB gætir oft mikhs áróðurs. Heyrist t.d. hróp- að: Við verðum að fylgja Norður- löndunum svo að við einangrumst ekki og verðum áhrifalausir. Slík slagorð eru út í loftið. - Danmörk er óaðskhjanlegur hiuti meginlands Evrópu og hagkerfm nátengd. Finnar ákváðu skyndhega að sækja um EB-aðhd vegna ótta viö Rússa sem hafa flutt nálega allan heraíla sinn, menn og vopn th norðurs, að íshafmu. Þess utan hefur næststærsti stjóm- málaílokkur Finniands, sem telur 8 mhljón manns, á stefnuskrá sinni að endurreisa gamla keisaradæmið, og þar með innlima bæði Finnland og Eystrasaltslöndin. Formaður flokks- ins fór ómhdum oröum um afskipti Jóns Baldvins af sjálfstæði Litháens á sínum tíma. Kvað hann ísland ein- ungis þjóðarbrot sem hefði engan th- verurétt og ætti að láta sem minnst á sér bera á alþjóðavettvangi. Svíar em haldnir sama ótta og Finnar enda era rússneskir kafbátar á stöðugu sveimi í landhelgi þeirra. - Báðar þessar þjóðir, Finnar og Svíar, leita skjóls og öryggis innan Evrópubandalagsins og eru þess ut- an bæði löndin þróuð ríki. - Það er okkar land ekki, og viö njótum her- vemdar Bandaríkjanna. Innan EB munum við í smæð okk- ar hverfa og engu ráða. Sem sjálfstæð þjóð úti í miðju Atlantshafi eram við í augsýn alheimsins. Við eigum að lifa í friði - og láta sömuleiðis aðra í friði. Eru árásarmenn í uppáhaldi? Einar Þorsteinsson skrifar: Það er fariö að vekja eftirtekt fólks hve árásarmenn hér á landi eru orðnir frekir th óhæfuverka. Dagleg- ur viðburður er að ráðist sé á menn og konur og þau rænd. Oftar en ekki fylgja misþyrmingar af ýmsum toga og fómarlömbin skilin eftir í sárum sínum eða öngviti eftir atburðinn. Síðasta ódæðisverkið, sem ég las um, var þegar sjötug kona var rænd veski sínu að kvöldlagi í miðju íbúða- hverfi í höfuðborginni. Þar var um svo fólskulegan verknað ódæðis- manna að ræða að engum málsbót- um verður við komið. Eftir ránið drógu þeir konuna hangandi í bíln- um þar sem hún vhdi ekki láta hlut sinn. Dróst konan með bhnum þar th hún varð aö sleppa. Konan festi Hringlð í síma xnillikl. 14 og 16 - eða skrifið Nafti ogslmanr. verður að fylgja bréfum ökunúmer bhsins í minni og því náð- ust glæpamennimir. Þeir játuðu ránið samstundis við handtöku, vom færðir í yfirheyrslu en síðan sleppt lausum. Ekki var aö furða þótt konan, fómarlambið, væri hneyksluð á þeirri ráðstöfun lögregl- unnar. Og það er þetta sem almenn- ingur getur ekki skhið. Hvers vegna ofbeldismönnum, sem búnir em að játa á sig óhæfuverk, svo sem rán og barsmíðar, er sleppt lausum á ný. Em árásarmenn kannski orðnir í uppáhaldi? Hveijir stuðla að því aö þeim hópi manna, sem uppvís verður að ofbeldi, er sleppt? Þetta er orðiö vandamál númer eitt í dóms- og lög- gæslukerfi landsins. Og hvers vegna er þeim svo sleppt lausum? er spurt i bréfinu. 1» Pétur Stefánsson hringdi: í Alþýðublaðinu sl. þriöjudag er viðtal við Guðrúnu Helgadótt- ur alþm. vegna átaka um fortíð Alþýðubandalagsins. Guðrún segir þar margt rétt og bendir á Bessý Jóhannsdóttur sem einn helsta samskiptaaðha hér á landi við Sovétríkin. Margt er vit- lausara en það. Hitt, sem Guðrún slær fram i spumartóni, hvort nú eigi að fara fram rannsókn á fortið dáins fólks, finnst mér í skondnara lagi. Vill hún leggja sagnfræði niður? Hvað er sagnfræði annað en fort- íð dáins fólks? Auðvitað verður það verkefni okkar um ókomin ár aö kanna fortíðina. Mér fynd- ist þó enn fróðlegra ef hægt væri að kanna framtíð dáins fólks. En þaö er önnur saga. Uppantirmenga Halldóra skrifar: Ég las í Alþýðublaðinu að sam- kvæmt norskri skýrslu og hag- stofunni þar í landi væru það auðugir karlmenn á aldrinum 30-40 ára og aðahega Vestur- landabúar sem yhu mestri meng- un. Ekki vantar nú gorgeirinn í Norsarana. Mér dettur ekki í huga að þetta eigi viö ísland og islendinga enda eru upparnir hér, strákamir á síðu frökkun- um, flestir í verðbréfabransanum og ná því ekki að menga út frá sér aö neinu marki. þeir vilja J.G. skrifar: Við dyr fjölsötts staöar í Reykjavfk er (elnkum um helgar) á sveimi liðsafli nokkur er safnar undirskriftum gegn EES. - Glögg- ir menn kenna þar hið sama fólk og niðja þess, sem áður mótmælti NATO, EFTA og álveri í Straums- vík. - Varla þarf að taka fram að þarna er á ferðinni sami liðsail- inn og áöur fór í heimsókn til þeirra Ulbrichts, Sjáseskús og í uppskeruvinnu til félaga Kastrós á Kúbu - en keppíst nú við að sverja af sér öh kynni við þá kumpána. Góðlónlistá Dansbarnum F.V. hringdi: Við hjónin vomm á ferð i borg- inni nýlega og ætluðum að líta inn á einhvern veitingastaðinn th að slappa af og eiga góða stund. Flestir hinna svoköhuðu pöbba vom yfirfullir af fólki og hávaði og troðningur var mhdll. Viö hreinlega lögðum ekki í að staldra við. Á leið okkar tíl baka rákumst við á stað sem heitir Dansbarinn og er við Grensásveg. Viö Htum inn og þar var alit ann- að og betra andrúmslsoft að okk- ur fannst. Þarna var t.d. góð tónl- ist leikin og söngkonan Anna Vh- hjálms söng. - Þetta vhdi ég benda fólki á sem vhl eiga notalega og þæghega stund án þess aö þurfa að troðast og stympast. Vísanum landabruggið Sveinbjörn Beinteinsson skrifar: í DV11. þ.m. birtist vísa, eignuð mér. Ég kannast viö vísuna, en ekki í þeim búningi sem hún skartar þama. Thefhið var að Láms Salómonsson fann landa- brugg einhvers staðar. Þetta var nálægt 1950. Og rétt er vísan þannig: Vinland þar, og vinland hér, : varasamur staöur. Leifiir var, en Lárus er, iandafundamaður. Ég kynntist Lámsi nokkuð á efri árum hans. Hann var vel máli farinn eins og bræður hans, fróö- ur og minnugur, skáldmæltur og lagði stund á bragfræði. - Láms haföi gaman af þessu vísukomi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.