Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Side 14
'it Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Áuglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr. íslandi ber sætið Með réttu ætti íslenzka landsliðið í handknattleik að fá að taka þátt í ólympíuleikunum. Þetta var sæti, sem Júgóslavía hafði unnið, en ríkið hefur liðazt sundur eins og allir þekkja. Stjómvöld í Belgrad em um þessar mundir alræmd og fyrirlitin víðast hvar vegna framferð- is serbneskra herja í Bosníu-Hersegóvínu, atferlis sem jaðrar við tilraun til þjóðarmorðs. Stjórnin í Belgrad stendur að baki serbnesku herjunum. Því hafa Samein- uðu þjóðimar gripið til refsiaðgerða gegn Serbíu og Svartíjallalandi, með öðm orðum stjóminni í Belgrad. Áætlun um að leyfa, júgóslavnesku“ handknattleiksliði að taka þátt í ólympíukeppninni stríðir gegn þessum refsiaðgerðum, þótt ákvörðunin virðist njóta fylgis ráð- andi ríkja. Hún er hryggileg linka gagnvart Belgrad, sem bendir til alvarlegs veikleika, sem einungis mun bitna á stríðs- hrjáðu fólki í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Serbíu og Svartfjallalandi hófust 30. maí vegna stríðsreksturs þeirra í Bosníu-Hersegóvínu. Þetta em tiltölulega vægar aðgerðir, og hafa margir kraíizt þess, að þær gangi mun lengra. Raunar virðist augljóst, að þessar aðgerðir duga ekki, heldur verða alþjóðlegar hersveitir að skakka leik- inn. Að því leyti ætti að gilda svipað mat og var látið ráða, þegar Sameinuðu þjóðimar réðust gegn írak í Persaflóastríðinu. Friðammleitanir síðustu daga hafa enn ekki borið árangur, né heldur tilraunir til að lappa upp á Belgrad-stjómina. Þeim mun fráleitara er að gera nú undanþágu frá þeim refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð- anna, sem fela í sér bann við þátttöku Júgóslava í alþjóð- legum íþróttamótum. Þetta bann var látið gilda í Evrópukeppni landshða í knattspymu, eins og kunnugt er, þegar Danir komu í stað Júgóslava með þekktum árangri. Hið sama á að gilda nú: ísland er fyrsta „vararíki“ í handknattleik karla og Noregur í handknattleik kvenna. Báðar þessar þjóðir ættu hiklaust að hljóta sæti Júgóslavíu, sem dytti út. Engum getum skal leitt að því, hvemig íslenzka hð- ið mundi spjara sig, en rétt skal vera rétt. Sterkar þjóðir standa að þeirti ráðagerð, að þátttaka , júgóslavneskra“ íþróttamanna í einstakhngsíþróttum verði leyfð svo og hða, ef þau keppa ekki undir fána „Júgóslavíu“. Foringjar í Alþjóða ólympíunefndinni unnu að þessu fyrirkomulagi og hlutu stuðning frá leið- togum sjö helztu iðnríkja heims, sem nýlega sátu á fundi. Það er sannarlega kúnstugt að leyfa sveitum frá „Júgóslavíu" þátttöku í leikunum, enda er ríkið ekki lengur til. Stjómin í Belgrad á sér ekki viðreisnar von. Daglega, og síðast 1 gær, era heimsfréttir af yfirgangi serbnesku herjanna í Bosníu-Hersegóvínu. Árásir þeirra á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, hafa jafnvel harðn- að að undanfömu eftir þriggja mánaða stríð þar. Serb- nesku herimir, með Belgrad að baki sér, svífast einkis í tilraunum til að knésetja hið nýstofnaða ríki, Bosníu- Hersegóvínu. Ríki heims verða að stöðva þetta fram- ferði, og vonir standa til, að þau muni gera það. Æ fleiri leggja að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að stöðva átökin. En á meðan em forystumenn ólympíuleikanna veik- lyndir. Þessi ráðstöfun með ólympíuleikana er tilkomin til að reyna að friðþægja hinni ihu stjóm í Belgrad, en hins vegar standa aðeins lítilsmegandi ríki eins og Nor- egur og ísland. Haukur Helgason Bill Clinton forsetaframbjóðandi. - „... hægri sinnaður miðjumaður á mælikvarða Demókrataflokksins“, seg ír Gunnar m.a. í grein sinni. Flokksþing stóru flokkanna í Bandaríkjunum eru nú orðin lítið annað en vakningarsamkomur þar sem menn eru virkir í flokksstarf- inu, hittast og sannfæra hver ann- an um ágæti flokksins og end- urnýja flokkshollustuna. Ekki veit- ir af því, bandarískt flokkakerfi er nú í kreppu eins og utanflokka- framboð Ross Perots sýnir fram á. - En sú var tíöin að flokksþingin skiptu máli, þá var frambjóðand- inn í rauninni valinn þar. Eftir að forkosningar voru teknar upp í ríkum mæli eftir 1960 hefur vald flokksþinganna smám saman orði að engu. Síðustu 32 ár hefur frambjóðandi alltaf veriö búinn að tryggja sér meirihluta kjörmanna á þingi í fyrstu atkvæðagreiðslu og öll spenna horfin. Fyrsta atkvæða- greiðslan er mikilvæg, því aö þeir kjörmenn, sem hver frambjóðandi hefur, eru aðeins skuldbundnir til að kjósa hann í fyrstu atkvæða- greiðslu, eftir það eru þeir fijálsir aö kjósa hvem sem er. Þannig var þetta áður, til dæmis voru greidd atkvæði 106 sinnum á flokksþingi demókrata árið 1924. En nú gera flokksþingin ekki ann- að en staðfesta orðinn hlut, demó- kratar staðfesta Clinton þessa dag- ana og í næsta mánuði munu repú- blikanar staðfesta Bush sem sinn frambjóðanda. - Perot þarf ekkert flokksþing. En þrátt fyrir minni þýðingu en áður, eftir að forkosningar voru upp teknar í 38 ríkjum, hafa flokks- þingin sitt gildi, þau stappa stálinu í fylgismenn flokkanna og þar er stefnuskrá þeirra birt í endanlegri mynd. í kringum flokksþingin er gífurlegt tilstand og þau em áhrifa- mikil auglýsing fyrir viðkomandi flokk á meðan þau standa. Bjartsýni I þetta sinn gætir iheiri bjartsýni í herbúðmn demókrata en mörg undanfarin ár því að nú er raun- hæfur möguleiki á að ijúfa þá ein- okun sem repúblikanar hafa haft á forsetaembættinu í nær aldarfjórð- ung. Allt frá 1968 hafa repúblikanar átt forsetann, aðeins að undan- skildum þeim fjóram árum sem Jimmy Carter sat í embætti við lít- inn orðstír, en hann féll eftir eitt kjörtímabil fyrir Reagan 1980. Nú ætla demókratar að fella Bush eftir eitt kjörtímabil. Clinton hækkar nú ört í áliti meðal almennings á sama tíma og vonbrigði með aðgerðaleysi og úr- ræðaleysi Bush í efnahagsmálum fer vaxandi. Clinton hefur líka styrkt stöðu sína með vali á vara- forsetaefni, því að valið á Albert Gore mælist vel fyrir, sérstaklega í samanburði við núverandi vara- forseta Dan Quayle, sem stór hluti almennings tekur ekki alvarlega. KjaHariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem hafa jákvæða afstöðu til Clint- ons hækkað mjög frá því sem áður var og hann er nú jafn eða framar Bush í flestum könnunum með rúmlega 30 af hundraði atkvæða en Perot fær um fjórðung. Fyrirlitning á pólitíkusum Á því er ekki talinn vafi að mik- ill meirihluti bandarískra kjósenda vill breytingar, en kjósendur eiga nú tvo kosti hafni þeir Bush. Það er alls óvíst hvor þeirra Clintons eða Perots fær atkvæði þeirra sem vilja breyta. Perot virðist standa vel að vígi. Hann er utan við gamla kerfið og boðar óhefðbundnar lausnir, en á móti kemur að ýmsir vantreysta honum. Hins vegar er nú meðal almennings ríkjandi al- menn fyrirlitning á pólidkusum, meiri en um getur áður, eins og hið mikla fylgi Perots sýnir fram á. En þótt Clinton sé gamalreyndur pólitíkus, eins og Gore og þar meö í gamla kerfinu, boðar hann nokk- uð sem hvorki Perot né Bush hafa á boðstólum, samræmda og út- hugsaða stefnuskrá um það sem gera skuli til að rétta við Bandarík- in og koma þeim á rétta braut eför öfgar og óhóf stjómarára Reagans og þá stöðnun sem fylgt hefur í kjölfarið á valdatíma Bush. Sú stefna sem Clinton boðar hefur fengið mikinn hljómgrunn og þykir fyrirboði þess að kosningabaráttan geti oröið málefnaleg, sem væri mikil breyting frá því sem var síð- ast, 1988. Helstu kosningamál verða efna- hagsástandið og þjóðfélagsástandið í Bandaríkjunum, fyrst og fremst í ljósi hins gífurlega fjárlagahalla og skuldasöfnunar ríkisins og ekki síður í ljósi kynþáttaóeirðanna í Los Angeles nú í vor. Bush hefur að heita má dæmt sig úr leik í þess- um málum, hann ætlar ekki að gera neitt heldur treysta því að allt lagist af sjálfu sér með auknum hagvexti sem lætur á sér standa. Miðjumenn og Perot Það sem gerst hefur á flokksþing- inu í New York er þaö að Demó- krataflokkurinn hefur sameinast undir forystu miðjumanna eftir margra ára yfiráð vinstri armsins, sem er langt til vinstri við almenna kjósendur og sem dæmdi flokkinn í rauninni úr leik í viðureigninni við Reagan og síðan Bush. Sá sem mestu hefur tapað í þessu valda- tafli er Jesse Jackson, sem nú er áhrifalítill í flokknum. Með þessu hafa demókratar höfð- að til þess stóra hluta demókrata, sem hefur undanfamar kosningar kosið Reagan og Bush, þótt þessi hópur hafi kosið demókrata í önn- ur embætti. Demókratar eru miklu fjölmennari en repúblikanar, eins og sést á yfirráðum þeirra yfir báð- um deildum þingsins í Washington, nærri samfellt frá 1954. í forseta- kosningum hefur þetta þó ekki skilað sér, vegna þess að frambjóð- endur voru of vinstri sinnaðir fyrir almenning. Úr þessu hefur nú verið bætt, Clinton er hægri sinnaður miðjumaður á mælikvarða Demó- krataflokksins og höfðar betur til kjósenda en Dukakis eða Mondale áður. Hann ætti að geta fengið stóran hluta af því fylgi sem Bush hefur erft frá Reagan. En fari svo að þeir Bush og Clinton eigi svipaö fylgi, verður það fylgið við Ross Perot sem veldur úrslitum og það frá hvorum hann tekur fleiri atkvæði. Þetta veldur því að kosningamar í haust verða þær tvísýnustu sem elstu menn muna, og svo gæti hæg- lega farið að enginn fengi hreinan meirihluta kjörmanna, sem þýddi að fulltrúadeild þingsins yrði að velja forsetann, í annað sinn í sögu Bandaríkjanna. Gunnar Eyþórsson „ ... svo gæti hæglega farið að enginn fengi hreinan meirihluta kjörmanna, sem þýddi að fulltrúadeild þingsins yrði að velja forsetann, í annað sinn í sögu Bandaríkjanna.“ Clinton á uppleið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.