Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1992, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1992. 31 ■ Verslun Dráttarbeisli, kerrur. Odýru, ensku dráttarbeislin á flestar gerðir bíla. Samþykkt af Bifreiðaskoðun Islands. Ásetning á staðnum. Póstsendum. Opið alla laugardaga. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 43911 og 45270. Fatnaður i miklu úrvali, gott verð. Póstsendum. X & Z bamafataverslun, Skólavörðustíg 6B (gegnt Iðnaðarhús- inu), sími 91-621682. Nýkomnir gosbrunnar og fleira garð- skraut. Vörufell hf., Heiðvangi 4, Hellu, s. 98-75870, faxnúmer 98-75878. Látum bíla ekki í gangi aö óþörfu! Utblástur bitnar verst Lá börnunum tir” J\ Vatnsslöngur - Garöslöngur. Mikið úrval af vatnsslöngum á mjög hagst. verði. Vandaðar slöngur m/12 ára ábyrgð. Heildsala & smásala. Land- vélar hf., Smiðjuvegi 66, Kóp., s. 76600. Eigum til mikið úrval af glæsilegum undirfatnaði á frábæru verði. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14. Myndalistar 250 kr. Erum á Laugavegi 8, sími 28181. Smáauglýsingar Það er staðreynd að vörumar frá okk- ur gera þér kleift að auðga kynlíf þitt og gera það meira spennandi og yndis- legra. Troðfull búð af alls konar spennandi hjálpartækjum ástarlífsins, f/dömur og herra, o.m.fl. Ath., allar póstkr. dulnefhdar. Erum á Gmndar- stíg 2 (Spítalastígsmegin). S. 91-14448, opið 10-18 virka daga, 10-14 laugard. Vertu öruggur meö bilinn. Sparkrite SR-150 þjófavamakerfin em komin aftur. Einu kerfin sem em viðurkennd af Félagi breskra bifreiðaeigenda. Innflytjandi versl. Fell, sími 666375. Útsölustaðir Ingvar Helgason, sími 674000, og Nesradíó, Hátúni, s. 16454, Bílasala Vesturlands, Borgarnesi. ■ Vagnar - kerrur ■ Bátar TRAKTORSVAGNAR - STWRTUVAGNAR 5 tonna sturtuvagnar til afgreiðslu strax, smíðaðir á Islandi fyrir íslenskar aðstæður. Verð aðeins 192.600 + vsk. meðan birgðir endast. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, símar 43911 og 45270. Quicksilver gúmmíbátar, 4 stærðir. Mercury utanborðsmótorar. Fjöldi stærða á lager. Verð frá kr. 89.000 (bátur + mótor). Vélorka hf., Granda- garði 3, Reykjavík, sími 91-621222. ■ Bílar tíl sölu Fyrlr ísl. veðráttu. Chevrolet van, árg ’75, með lyftanlegum toppi, gasmið stöð, 2 gashellum, vaski, vatni, kæli skáp o.fl. S. 91-44736 og 985-28031. Volvo F 610, árg. 1983, sjálfskiptur, kassi 5,40 m, lyfta 1500 kr. Ástand og útlit gott. Uppl. í síma 96-33202. BMW M.3, árg. ’87, tll sölu, ekinn 67 þús. km, bíll með öllum aukabúnaði, ath. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 92-15981. Tilefnislaus líkamsárás Islendingar hafa löngum hreykt sér yfir þvi hversu vel þeir hafa sloppið við ýmis vandamál sem hrjáð hafa frændur okkar í Skand- inavíu og íbúa á meginlandi Evr- ópu. íslenska þjóðfélagið er að breyt- ast hraðar en nokkurn grunar. Þegar breytingamar verða gerast þær með svo miklu offorsi að fáir geta hamið skriðuna þegar hún fer af stað. Fyrir 5 árum var verið að opna Kringluna og síöan hafa risið upp krár á öðru hveiju götuhomi, út- varpsstöðvar eru fleiri en 6 stöðva minni á bílaviðtækjum geta numið og verslun hefur að miklum hluta færst úr miðbænum til verslunar- kjarna austar í borginni. Gífurlegur hraði, efnishyggja og ytri glæsimennska virðist hafa hel- tekið stóran hiuta af íbúm þessa lands. Alhr þurfa að eignast allt og það helst í gær. Allir eiga að líta út eins og útklipptar tískubrúður í glanstímaritum, grannir, stæltir, -stundandi bardagaíþróttir og í flnni grein í háskólanum. En mitt í hringiðu þessarar glysgjörnu ver- aldar blundar hættan sem er of- beldið, eiturlyfin og hrösunin. Vitni að líkamsárás Firringin sem þetta þjóðfélag býður upp á er gífurleg. Ekkert jafnvægi virðist vera hvert sem ht- ið er. Efnahagslegar ákvaröanir virðast thvhjunarkenndar, þannig að verðbólga er ýmist sú mesta í vestrænum heimi eða að hún skal vera sú minnsta hvað sem það kostar. Aht þetta gerist eins og hendi sé veifað. Samfara shkum sveiflum verða brestir, brestir sem fram koma í mótsagnakenndum ákvörðunum stjónivalda eins og bráðabirgðalögin um kjaradóm eru lýsandi dæmi um. Loks hefur aöskhnaður dóms- valds og framkvæmdavalds átt sér stað en hefur starfsháttum rann- sóknarlögreglu verið breytt? Því miður hefur það ekki verið gert. Nú er loks komið að því hvers vegna undirritaður hefur séð sig thneyddan th að skrá þessar hnur. Undanfarin fimm ár hefur undir- ritaður búið úti á landi en er nú fluttur th Reykjavíkur. Það er þess vegna sem ég verð kannski frekar var við ahar þessar breytingar en þeir sem vaxið hafa með þeim. Það sem slær mig mest er hversu of- beldi hefur aukist, hversu víðtæk eiturlyfjaneyslan er orðin og thefn- islausar líkamsárásir ekki lengur tilfahandi atburðir. Það var því ekki að ástæðulausu sem viö hjónin höfum beðið son okkar, sem var aö ljúka 10. bekk, aö fara varlega á kvöldin þegar hann ætti erindi niður í bæ. Sonur okkar kemur úr vemduðu um- hverfi, ef svo má segja, og því var ástæða th að benda honum á hugs- anlega hættu. Sonur okkar er íþróttalega sinnaður, hvorki reykir né drekkur og hvers manns hug- ljúfi í allri framkomu og skapgerð. Það kom því sem reiðarslag yfir okkiu- hjónin að frétta að hann hafði orðið fyrir líkamsárás aðfara- nótt 17. júní sl. Við þessa líkamsá- rás brotnuðu tvær tennur í syni mínum, og samkvæmt mati sér- fræðinga verður um mjög kostnað- arsama viðgerð að ræða. Þijú vitni voru að þessari líkamsárás og við skýrslutöku hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins 18. júní sl. kemur fram að árásin var algjörlega thefn- islaus. Meintur árásaraðih yrti aldrei á son minn og virðist helst hafa haft ástæðu th að beita ný- fenginni karatekunnáttu sinni á saklaust fólk með því að sparka úr því tennumar. KjaHariim Rúnar Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla Leirársveit A-mál og B-mál Undirritaður er nú að fara úr landi th náms um lengri tíma og mun því ekki geta fylgt umræddu máh eftir sem skyldi. Sökum þessa var sérstaklega farið fram á að máhnu yrði hraðað með skýrslu- töku af meintum árásaraðha. - Nú er um það bh mánuður liðinn frá því að árásin var kærð en rann- sóknarlögreglan hefur ekki séð sig knúna th að flýta málinu. í upp- hafi sneri undirritaður sér th rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði þar sem árásin átti sér stað í Hafn- arfirði. Vísaði rannsóknarlögregl- an í Hafnarfirði máhnu til rann- sóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi þar sem um meiriháttar líkamsá- rás var að ræða samkvæmt þeirra skhgreiningu. Þegar undirritaður grennslaöist síðar fyrir um máhð var honum vinsamlegast bent á að mál væru flokkuð í A-mál og B-mál. B-mál væru þess eðhs að þau hlypu ekki frá manni og mættu því bíða um sinn frekari rannsóknar. Þetta mál væri B-mál og ekkert yrði að sinni tekiö á því. Ég hef nú sent þremur embættum skeyti, rannsóknarlög- reglu ríkisins í Kópavogi, rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfirði, og svo dómsmálaráðherra Þorsteini Pálssyni, þar sem segir að undirrit- aður krefist þess f.h. sonar síns að máhnu verði framfylgt með skýrslutöku af meintum árásarað- hja eða eins og segir í skeytinu. að mikilvægt sé að ljúka skýrslu- töku sem fyrst svo öhum aðiljum sé máhð ferskt í rninni.” Skeytið var sent 9/7 1992 eða um það bh þremur vikum eftir að árásin var kærð. Þegar þetta er skrifað er 14. júh og enn er ekkert farið að gera í málinu. Ávísun á frekara ofbeldi Það á að vera sjálfsögð krafa allra borgara að mál séu rannsökuð. Hvers konar seinagangur við rann- sókn á svona málum er einskonar ávísun á frekara ofbeldi. Það er stórhættuleg þróun þegar hinn al- menni borgari hefur á tilfinning- unni að fáhðuð rannsóknarlög- regla, slæm launakjör og takmörk- uð yfirvinna sé afsökun fyrir auknu ofbeldi og aukinni eitur- lyfjaneyslu. Hér er komið að akillesarhæl okkar íslendinga. Samfara gífur- legum breytingum á þjóðfélaginu undanfarin 5 ár hefur beinlínis ver- ið ýtt undir það að hér fái að dafna og aukast hvers konar eiturlyfja- neysla samfara öhum þeim hhð- arkvihum sem ávaht gera vart við sig: auðgunarbrot, líkamsárásir, smáglæpir og það sem alvarlegast er ofbeldi ofbeldisins vegna. Við fljótum að feigðarósi ef við eflum ekki löggæslu samfara breyttum þjóðfélagsháttum og við- urkennum að við Islendingar erum ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir. Í sálartetri okkar er ekkert sem seg- ir að við séum betri og saklausari en aðrir, þjóð án ofbeldis, þjóð með samúð, þjóð sem aldrei hefur upp- lifað stríð. Þaö er von mín aö borg- arar þessa lands þurfi aldrei að taka lögin í sínar hendur með því að ganga með „basebalTkylfu upp á vasann því þeir hafi gefist upp á réttarkerfmu, sem oft á tíðum virð- ist heiöra skúrkinn en skilja fórn- arlömbin eftir í sárum án bóta. Ég vh enda þessi skrif mín með því að segja: Hér var einu sinni Edens- garður. Rúnar Þorvaldsson „Nú er um það bil mánuður liðinn frá því að árásin var kærð en rannsóknar- lögreglan hefur ekki séð sig knúna til að flyta málinu.“ Ofbeldi hefur aukist, eiturlyfjaneyslan er orðin víðtæk og tilefnislausar likamsárásir ekki lengur tilfallandi atburðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.