Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Blaðsíða 26
34 Afmæli FÖSTUDAGUR'14: ÁGÚSTl9ð2. Jóhannes Zoéga Jóhannes Zoéga, fyrrverandi hita- veitustjóri í Reykjavík, Laugarás- vegi 49, Reykjavík, er sjötíu og fimm áraídag. Starfsferill Jóhannes er fæddur á Norðfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og prófi í vélaverkfræði frá Tækni- háskólanum í Berlín í Þýskalandi 1941. Jóhannes var við rannsóknir og störf í Miinchen í Þýskalandi 1941—45, verkfræðingur hjá Hamri hf. í Reykjavík 1945-51, forstjóri Landssmiðjunnar í Reykjavik 1952-62 og hitaveitustjóri í Reykja- vík 1962-87 og hafði m.a. umsjón með lögn hitaveitu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Jóhannes hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. formaður Verkfræðingafélags ís- lands, formaður hitaveitunefndar Reykjavíkur, í nýbygginganefnd Höfðakaupstaðar, í bygginganefnd Raunvísindadeildar Háskóla ís- lands, meðdómari í siglingadómi og meðdómari í Borgardómi Reykja- víkur í mörgum véltæknilegum málum. Hann var í stjóm Gufubors ríkisins og Reykjavíkurborgar, ráð- gjafi um jarðhitanýtingu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi og Kína, kenndi einn vetur við verk- fræðideild Háskóla íslands og var prófdómari á sama stað um tíma. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 17.11.1945 Guðrúnu Benediktsdóttur, f. 10.10. 1919, húsfreyju. Foreldrar hennar: Benedikt Sveinsson, alþingismaður og skjalavörður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Pétursdóttir. Böm Jóhannesar og Guðrúnar: Tómas, f. 3.7.1946, geðlæknir, kvæntur Fríðu Bjamadóttur hjúkr- unarfræðingi, þau eiga fiögur böm; Guðrún, f. 4.9.1948, framkvæmda- stjóri og borgarfulltrúi í Reykjavík, gift Emst Torben Hemmingsen hag- fræðingi, þau eiga þijú böm; Bene- dikt, f. 4.5.1955, stærðfræðingur, kvæntm- Vigdísi Jónsdóttur, skjala- verði Alþingis, þau eiga þrjú böm; Sigurður, f. 26.10.1961, hagfræðing- rnr, sambýliskona hans er Sólveig Sigurðardóttir læknir, þau eiga eitt barn. Systkini Jóhannesar: Unnur, f. 25.5.1915, fyrrverandipóstaf- greiðslukona, gift Jóni Sigurðssyni, sjómanni í Neskaupstað, þau eiga fiögur böm; Reynir, f. 27.6.1920, gjaldkeri í Neskaupstað, hans kona var Sigríður Jóhannsdóttir, látin, húsfreyja, þau eignuðust fiögur böm. Foreldrar Jóhannesar voru Tóm- as Zoega, f. 26.6.1885, d. 26.4.1956, sparisjóðsstjóri á Norðfirði, og kona hans, Steinunn Símonardóttir, f. 7.10.1883, d. 10.9.1977, húsfreyja. Ætt Tómas var sonur Jóhannesar Zo- éga, skipstjóra í Reykjavík, Tómas- sonar Zoega, formanns á Bræðra- parti á Akranesi, Jóhannessonar Zoéga. Bróðir Jóhannesar Zoéga skipsfióra var Geir rektor, afi Geirs HaEgrímssonar, forsætisráðherra og seðlabankasfióra, og Geirs Þor- steinssonar, fyrrverandi forsfióra Ræsis hf. Móðir Tómasar var Guðný Haf- liðadóttir, tómthúsmanns í Nýjabæ í Reykjavík, Nikulássonar, systir Ólafar, móður Bjama Jónssonar vígslubiskups. Kona Hafliða var Guðfinna Pétursdóttir, b. í Engey, Guðmundssonar, langafa Guðrúnar Pétursdóttur, móður Bjama Bene- diktssonar forsætisráðherra og tengdamóður Jóhannesar Zoéga. Móðir Jóhannesar, fyrrverandi hitaveitusfióra, Steinunn, var dóttir Símonar, b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal, Jónssonar, b. á Jóhannes Zoega. Efstabæ í Skorradal, Símonarsonar, sem Efstabæjarættin er kennd við. Systur Símonar vom Halldóra, amma Sveinbjöms Beinteinssonar, skálds og allsheijargoða, og Hildur, amma Péturs Ottesen, alþingis- manns á Ytra-Hólmi á Akranesi, Jóns Helgasonar ritsfióra, Magnús- ar Ásgeirssonar, skálds og þýðanda, Leifs Ásgeirssonar prófessors, lang- amma Inga Sigurðssonar lektors og Helga H. Jónssonar fréttamanns. Móðir Steinunnar Símonardóttur var Sigríöur Davíðsdóttir, Bjöms- sonar. Til hamingju með afmælið 14. ágúst 75 ára Guðmundur Snorri Guðmundsson, Lóni, ViðvikmtÍ-eppi. ’ Maríus Guðmundsson, Tjaldanesi 7, Garðabæ. EÍin Hrcfnn Ólafsdóttir, Hjallavegi 11, Reykjavík. Guðlaug Vagnsdóttir, Brekkugötu 20, Þingeyrí. Hún er við veiöar í Norðurá í Borgar- firði. 50 ára 70 ára Dóra Þorvaldsdóttir, Fannborg 8, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum i matsal Sunnuhlíöar, Kópavogsbraut la, laug- ardaginn 15. ágúst frá kl. 16. Kinar ingvarsson, Hrísateigi 41, Reykjavík. 60 ára Hólmfriður Hólmgeirsdóttir, Mööruvöllum 2, Eyjafiarðarsveit. Jónína Þorsteinsdóttir, Helgamagrastrati 36, Akureyri. Raiph B. Ramsey, Fífumóa 5b, Njarövík. Margrét Guðmundsdóttir, Hófgerði 20, Kópavogi. Guöriður Jóhannsdóttir, Hólabraut 19, Akureyri. 40 ára_____________________________ Helga Jóna Ársœlsdóttir, Grenigrund 42, Akranesi. Edda Rósa Helgadóttir, Víghóiastíg 10, Kópavogi- Ólafur Bjarnason, Stóru-HJldisey 2, A-Landeyjahreppi. Jón Metúsalem Einarsson, Hléskógum 10, Egilsstöðum. Stefán Björnsson, Marbakka 3, Neskaupstað, LUliau V. Relnholdt Óskarsdóttir, Efetahjálla 19, Kópavogi. Skarphéðinn Jónsson Skarphéöinn Jónsson bóndi, Kringlu, Dalasýslu, er sjötíu og fimmáraídag. Fjölskylda Skarphéðinn er fæddur að Kringlu. Hann starfaði þar fyrst við bú foreldra sinna í Kringlu og tók síðan við búinu af þeim 1943. Árið 1989 tóku dóttir hans og tengdason- ur, Guðrún og Kjartan Sigurðsson, viðkúabúinu. Skarphéöinn kvæntist 14.11.1943 Fanneyju Benediktsdóttur, f. 15.9. 1918, húsfreyju. Foreldrar hennar vom Benedikt Jónasson, bóndi að Hömrum í Haukadal í Dalasýslu, og Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja. Böm Skarphéðins og Fanneyjar: Guörún Skarphéðinsdóttir, f. 11.1. 1945, bóndi að Kringlu, maki Kjart- an Sigurðsson bóndi; Sigríður Skarphéðinsdóttir, f. 3.4.1946, hús- móðir, maki Jóel Þorbjamarson bóndi, þau era búsett aö Harrastöð- um í Miðdölum í Dalasýlsu; Jón Skarphéðinsson, f. 5.8.1947, bóndi að Svalbarða í Dalasýslu; Guðný Margrét Skarphéðinsdóttir, f. 6.1. 1950, skrifstofumaður, búsett í Reykjavík; Svanhildur Skarphéð- insdóttir, f. 3.1.1952, húsmóðir, maki Magnús Sigurðsson verkamaður, þau era búsett á Akranesi. Skarp- héðinn og Fanney eiga níu bama- böm og eitt barnbamabam. Systkini Skarphéðins: Guðrún Jónsdóttir, látin, húsmóöir í Reylfia- Skarphéðinn Jónsson. vík, hennar maður var Siguröur Eiríksson, látinn, verkamaður; Guðni Jónsson, látinn, skósmiður í Reykjavík, hans kona var Margrét Lýðsdóttir húsmóðir; Siguijón Jónsson, látinn, verkamaður í Reylfiavík, hans kona var Elísa Jónsdóttir húsmóðir, þau eignuðust tvær dætur; Halldóra Margrét Jóns- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, henn- ar maður var Kjartan Þorgrímsson, látinn, verkamaður, þau eignuðust þijú böm; Valdimar Jónsson, hús- gagnasmiður í Reykjavík; Stefán Jónsson, bókbindari í Reykjavík. Foreldrar Skarphéðins vom Jón Nikulásson, f. 1.6.1876, d. 1959, bóndi, og Sigríður Jónsdóttir, f. 18.8. 1872, d. 1962, húsfreyja, þau bjuggu aö Kringlu. Ragnar Önundarson Ragnar Önundarson framkvæmda- stjóri, Háholti 4, Garðabæ, er fertug- urídag. Starfsferill Ragnar er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum viö Hamrahlíð 1972 og cand. oecon prófi írá Háskólaíslands 1976. Ragnar hóf störf hjá Iönaðarbank- anum 1976, varð forstöðumaöur hagdeildar 1978, aðstoðarbanka- sfióri 1979, bankasfióri 1984 og hefur verið framkvæmdasfióri íslands- bankafrál990. Ragnar var formaður sfiómar Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf. (VÍB) frá stofnun félagsins 1986-92, formaður sfiómar Glitnis hf. frá 1992, formaöur framkvæmda- sfiómar Iðnþróunarsjóðs 1985-88, varafulltrúi íslands í sfiórn Iðnþró- unarsjóðs 1988-91, formaður sfióm- ar DraupnissjQðsins frá stofnun fé- lagsins 1987, í sfióm Reiknistofu bankanna 1982-90, í stjóm Kredit- korts hf. frá 1990 og í sfiórn Fisk- veiðasjóðs íslands frá 1992. Fjölskylda Ragnar kvæntist 21.6.1975 Ás- laugu Þorgeirsdóttur, f. 5.5.1953, hússfiómarkennara. Foreldrar hennar: Þorgeir Þorsteinsson, ráðs- maður á Grund í Skorrradal, og Guðrún Davíðsdóttir húsfreyja. Synir Ragnars og Áslaugar: Þor- geir Ragnarsson, f. 15.6.1978; Ön- undur Páll Ragnarsson, f. 27.5.1982. Systkini Ragnars: Gréta Önundar- dóttir, f. 28.10.1948, flugfreyja og formaður Flugfreyjufélags íslands; Ásgeir Önundarson, f. 10.11.1950, aöalbókari hjá BYKO, maki Ragn- hildur Ólafsdóttir, þau eiga tvö böm; Páll Torfi Önundarson, f. 30.3. 1955, læknir og sérfræðingur í lyf- lækningum og blóðsjúkdómum á Landspítalanum, maki Kristín Hannesdóttir, þau eiga tvö böm. Foreldrar Ragnars: Önundur Ás- geirsson, f. 14.8.1920, fyirverandi forsfióri Olíuverslunar íslands hf., ogEvaRagnarsdóttir, f. 14.7.1922, húsfreyja. Ætt Önundur er sonur Ásgeirs, skip- sfióra og síðar verksmiðjusfióra við síldarverksmiðjuna á Sólbakka við Önundarfiörð, Torfasonar, skip- stjóra á þilskipinu Boga, Halldórs- sonar, bónda á Amamesi, Torfa- sonar. Móðir Ásgeirs var María Júl- ía Össurardóttir, bónda og skip- Ragnar Önundarson. stjóra aö bæ í Súgandafiröi. Móöir Torfa var Svanfríður Jónsdóttir, bónda á Fjalla-Skaga. Ragnheiður, móðir Önundar, var dóttir Eiríks, bónda á Sæbóli á Ingjaidssandi, Sig- mundssonar og Sigríðar Jónsdóttur, húsmóðurþar. Eva er dóttir Ragnars, ráðunautar hjá Búnaðarfélagi íslands, Ásgeirs- sonar, kaupmanns í Kóranesi í Álftaneshreppi og í Straumfirði, Eyþórssonar. Móðir Ragnars var Jensína Björg Matthíasdóttir frá Holti í Reykjavík. Móðir Evu var Grethe Hame Ásgeirsson frá Árós- um í Danmörku en faðir hennar, Ole Nielsen, var gestgjafi þar. Andlát Unnur Bergsveinsdóttir Unnur Bergsveinsdóttir húsmóðir, Þórólfsgötu 12, Borgamesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 7. ágúst sl. Útfor hennar fer fram frá Borgar- neskirkju á morgun, laugardaginn 15. ágúst, kl. 15. Fjölskylda Unnur fæddist 24.8.1913 í Flatey á Breiðafirði og ólst upp í Breiöa- fiarðareyjum en síðar í Reykjavík. Unnur og eiginmaður hennar bjuggu á Grímarsstöðum til 1942 en síðaníBorgamesi. Unnurgiftist 31.10.1933Símoni Teitssyni, f. 22.3.1904, d. 13.4.1987, bónda og síðar jámsmíðameistara. Foreldrar Símonar vom Teitur Sím- onarson, bóndi á Grímarsstöðum í Andakíl, og Ragnheiður D. Fjeld- steð. Börn Unnar og Símonar: Öm Ragnar, f. 10.6.1934, verkstjóri í Borgamesi, kvæntur Sonju Ás- bjömsdóttur húsmóöur, þau eiga þrjár dætur; Unni Hafdísi, Ragn- heiði Hörpu og Jónínu Ernu; Teitur, f. 12.10.1937, bifvélavirki í Kópa- vogi, kvæntur Margréti Jónsdóttur húsmóður, þau eiga þrjú böm; Sím- on Elí, Guðrúnu Magneu og Jón Inga, dóttir Margrétar frá fyrra hjónabandi er Anna Kristín Jakobs- dóttir; Sigrún, f. 12.12.1939, skrif- stofúmaður í Borgamesi og forseti bæjarsfiórnar, gift Ólafi Steinþórs- syni skrifstofumanni, þau eiga þrjá syni; Steinþór Pál, Símon og Guðjón Fjeldsteð; Sigurbjörg, f. 30.10! 1941, starfsmaður í Norðurbæjarapóteki í Hafnarfirði, gift Sigurði Óskars- syni rafvirkja, þau eiga þrjú böm; Unni, Óskar og Maríu Sigurlín; Bergsveinn, f. 25.2.1945, lfiötiðnað- armaður hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, kvæntur Jenny Johansen, meinatækni og húsmóður, þau eiga tvær dætur; Unni Maríu og Eddu. Bróðir Unnar var Jón Bergsveins- son, f. 10.12.1914, d. 18.9.1953, verk- Unnur Bergsveinsdóttir. sfióri í Burstagerðinni í Reykjavík, hans kona var Unnur Þorsteinsdótt- ir húsmóðir, þau eignuðust tvö böm; Þorstein og Hildi. Foreldrar Unnar voru Bergsveinn Sigurðsson, f. 16.9.1891, d. 15.11. 1916, sjómaður, og Sigurlína Bjama- dóttir, f. 25.11.1885, d. 14.1.1964, verkakona í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.