Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992. Utlönd Þrír létu lífið í þyrluslysi sem varð í norðurhluta Japans í morgun. Að sögn lögregluyfir- valda á svæðínu skall þyrian á Öalli. Þyrlan, sem leigð var afTohoku Eiectric Power Co, hrapaði í Fuk- ushima. Farþegar hennar voru starfsmenn fyrirtækisins á eftir- litsferð. Þetta er í þriðja sinn á einni viku sem þyria hrapar í Asíu. Á þriðjudaginn létust 15 er þyriu- slys varð skammt frá Kínamúm- um, ekki langt frá Peking, og á fimmtudaginn lést einn nálægt strönd Suður-Kóreu. Fáð9árafang- sveltasonsinn Foreldrar 13 ára drengs sem dó úr hungri hafa verið dæmd í 99 ára fangelsi fyrir að haía svelt drenginn og hiekkja hann við eld- hússkáp. Atburöurinn átti sér stað í Fort Worht, nærri Dallas í Texas. Yngri sonur hjónanna vitnaði gegn {«im. Stephen Hill. en svo hét hixm látni, var aðeins 25 kíló er hann fannst í dái í hjólhýsi fjöl- skyldu sinnar í nóvember síðast- liðnum. Að sögn eins af kviödómendun- um munu hjónin hafa séð til þess að heimiliskötturinn fengi nóg að óta en létu drenginn verða hung- urmoröa. Mun drengurinn hafa verið bundinn við skápinn meira og minna í eitt og hálft ár ogbar- inn tii reglulega. Kennari drepinn fyrirframan Grunnskólakennari í Hamborg í Þýskalandi var skotinn til bana í gær af fyrrum eiginmanni sín- um á meðan á kennslu stóð. Var bekkurinn fullskipaður. Lögregl- an leitar nú eiginraannsins. Reuter Barbara Bush er nú komin í eldlínu stjórnmálanna og gerir allt til að bera klæði á vopnin efir að maður hennar var sakaður um framhjáhald. Hún gagnrýnir stuðningsmenn forsetans fyrir að ætla að ófrægja Bill Clinton og konu hans. Símamynd Reuter Barbara Bush kemur Hillary Clinton til hjálpar: Látið ástarlíf hennar ífriði voru skilaboðin sem forsetafrúin sendi liðsmönnum forsetans Öliiun aö óvörum tók Barbara Bush upp hanskann fyrir Hillary Clinton, eiginkonu BiUs Clinton for- setaframbjóðanda, eftir að áróðurs- meistarar Georges Bush hófu her- ferö á hendur henni til að beina at- hygli fjölmiðla frá sögusögnum um framhjáhald forsetans. Rich Bond, formaður Repúblikana- flokksins, kvatti fjölmiðlamenn í gær til að rannsaka einkalíf Hfilary Clin- ton því þar væri af nógu að taka. Barbara sagði í útvarpsviðtali að þessi orö formannsins væru heyksl- anleg og að honum væri nær að segja eitthvað forsetanum til framdráttar en að ganga í hð með slúðurberum og draga forsetaframbjóðendurna niður í svaðið. Barbara hefur ekki áður komið fram í kosningabaráttunni með svo afgerandi hætti. Hún hefur jafnan staðið við hlið manns síns en látið hann um að tala. Vinsældir Barböru eu þó sýnu meiri en forsetans og hún er komin í eldlínuna eftir aö farið var að segja sögur af meintri ástkonu forsetans. Barbara sagði að hún hefði fundið til með Bill Clinton þegar hann var sakaður um framhjáhald í vetur og sagði aö fráleitt væri að trúa konu sem hefði fengið borgað fyrir að ófrægja Clinton. Barbara kvaðst ekki mundu taka nærri sér þótt Bush félh fyrir Clinton í kosningunum í haust. Þau hefðu nóg að gera utan Hvíta hússins. „Þeg- ar við fórum úr Hvíta húsinu ætlum við að njóta lífsins með vinum okk- ar, bömunum og bamabörnunum," sagði Barbara. Reuter LJÓSMYNDASAMKEPPNI DV OG HANS PETERSEN SKEMMTILEGASTA SUMARMYNDIN Sumar í öllum veðrum Það sem af er sumri hefur það ver- ið misgjöfult á veðurblíðu. En sum- arið er líka í rigningunni, slyddunni og hvassviðrinu, innantands og utan. Þeir sem vilja taka þátt í þess- um létta leik setja sínar myndir í umslag, merkt „Skemmtilegasta sumarmyndin", fyrir 30. septemb- er. Þeir sem eru tilbúnir mega senda sínar myndir strax í dag. I hverju umslagi á að vera annað vel merkt og frímerkt umslag sem notað verður til að koma myndun- um til baka. Skrifið nafn og heimil- isfang sendanda líka á bakhlið myndanna. Annað sem koma má fram fyrir utan nafn Ijósmyndara er hvar mynd er tekin, af hvaða tilefni og hver er á henni. Myndirnar mega hafa heiti og ekki er verra að lítil saga fylgi. Væntum við þess að fá margar skemmtilegar og sumarlegar myndir. Utanáskriftin er: Skemmtilegasta sumarmyndin DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik. 1. VERÐLAUN: Canon EOS 1000 Kit FN að verðmæti 38.900 kr. Canon Prima Twin AD að verðmæti 15.300 kr. 3. VERÐLAUN: Canon 5 AD að verömæti 10.990 kr. Þrír Viewlux sjónaukar aö verðmæti 5.800 kr. Maríamey mánaðamótin Spámaður frá Ohio í Bandaríkj- unum hefur sagl séra teoy Smith í Cold Spring í Kentucy að María mey muni koma til borgar hans á miðnætti þann 31. ágúst, Að sögn spámaimsins mun María vilja að borgarbúar fasti og biðjist fjulr dagínn eftir. ■ Kirkjunnar menn eru ekki allir jafhhrifnir af spádómi þessum og hefur biskup staðarins bannaö presti að segja frá vitruninni viö messur. Prestur telur hins vegar rétt að láta sóknarbörn sín vita að von sé á svo tignum gesti sem Maríu mey. fyriraðvera drukknarvið Borgarstjórinn í Bethel í Alaska hefur fallist á að greiða tveimur mæðrum skaöabætur vegna þess aö þær voru ranglega handteknar og kærðar fyrir aö vera drukknar þegar þær gáfu börnum sínum brjóst. Lögreglan á staðnum taldi þetta athæfi ólöglegt enda væri heilsu bamanna stofnað í voða með því að ala þau á alkóhólblandaðri mjólk. Við athugun kom í Ijós að i lögum er ekkert sem bannar að drekka vínanda með móður- mjólkinni. ClintEastwood slæröll metmeð 36. kvikmynd- inni Nýjasta mynd stórleikarans Clint Eastwood, Unforgiven, sem frumsýnd var um síðustu helgi, hefur slegiö öll fyrri met í aö- sókn. Þetta er að sjálfsögðu kú- rekamynd og að sögn gagnrýn- enda vestra sú besta sem Clint hefur komíð nærri. Clint leikur sjálfúr aðalhlut- verkið, leikstýrir og framleiðir. Um 15 milljónir Ðandarikajdala reyndust vera komnar í sjóðinn þegar aðgangeyrir fyrstu sýning- arhelgarinnar var geröur upp. Kófdrukkin gylta réðst á Lögreglan í Mt Coolum í Ástral- íu sá sig tilneydda, nú á dögun- um, að fangelsa gyltuna Penny eftir að hún hafði ráðíst á gamla könu. Gyltan var kófdrukkin og var eigandinn beðinn að sjá til þess að hún kæmist ekki í áfenga drykki eftirieíðis en farga henni að öðram kosti. : Bóndinn aftók með öllu að íara að ósk lögreglunnar því að Penny væri þunglynd aö eölisfari og yröi því að fá vænan skammt af bjór á degi hveijum til að létta hmd- ina. Penny fær þvi enn sinn bjór og bæjarbúar mega eiga von á að raæta henni ölóöri á förnum vegl. kennarana Þrir japanskir gagnfræöaskóla- strákar fóru með feðrum sínum á fund fjögurra kennara og börðu þá til óbóta og brenndu með síg- arettum. Aðförin var hefnd fyrir það að strákarnir voru reknir úr skóla fyrir reykingar,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.