Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. Þvottahústæki o.fl. til sölu. Strauvíi, Georg Mathiasan, lengd 200 cm Straupressa. Georg Mathiasen, 5 KW Þeytivinda, Georg Mathiasen, 10 kg Þeytivinda, gömul, 30 kg ca Strauvél, Cordes, lengd 145 cm Þvottavél, Vaskator, gömul, 30 kg ca Einnig 150 iitra suðupottur i eldhús, 220 volt Rafha bakaraofn, hjólavagnar, borð o.fl. Upplýsingar gefur Guðmundur Þórarinsson í sima 50281. Sólvangur - siúkrahús v/Hörðuvelli, Hafnarfirði ORÐSENDING ORÐSENDING TIL SVEITARSTJÓRNA, FÉLAGASAMTAKA OG FYRIRTÆKJA, VEGNA UMSÓKNA UM LÁN TIL BYGGINGAR/KAUPAÁ FÉLAGSLEGUM ÍBÚÐUMÁÁRINU 1993 Lánsumsóknir þurfa, lögum samkvæmt (nr. 70/1990), að berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. október ár hvert, vegna framkvæmda næsta ár á eftir. LÁNAFLOKKAR í BYGGINGARSJÓÐI VERKAMANNA ERU: 1. Lán til félagslegra kaupleiguíbúða. 2. Lán til félagslegra eignaríbúða. 3. Lán til félagslegra leiguíbúða. 4. Lán til almennra kaupleiguíbúða. UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FÁST HJÁ FÉLAGSÍBÚÐA- DEILD HÚSNÆÐISSTOFNUNAR RÍKISINS. Reykjavlk 10. sept. 1992 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD SÚPURl-AfJDSBRAUT ?4 103 RE/KJA'/IK GIMI 696900 Útlönd_______________________________________dv Forsetaframbjóðendumir bítast um fylgi fræga fóLksins: Hollywood-liðið styður Clinton - Bush sækir á og nú munar innan viö 10% á honum og Clinton Bill Clinton naut sin vel meðal Hollywood-stjarnanna á fjáröflunarsamkomu I Beverley Hills I gær. Þar var mikill stjörnufans saman kominn en Bush verður að sætta sig viö að njóta aðeins stuðnigs þriggja kraftakarla. Hér er Clinton með Börbru Streisand. Simamynd Reuter Charlton Heston, Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger eru öflugir liðsmenn en þeir mega þó ekki við margnum því bróðurparturinn af leikaraliðinu í Hollywood fylgir Bill Clinton að málum í framboðsslagn- um vestra. Kappamir Heston, Wiflis og Schwarzenegger eru fremstir í stuðningsliði Georege Bush í Holly- wood en aö baki þeim er þunnskipað- ur hópur. Sagt er að telja megi fylgis- menn Bush meðal stórstjamanna á fingrum sér. Þessi liðsmunur kom berlega í ljós í gær þegar Hoflywood-stjörnurnar efndu tíl samskotafundar fyrir kosn- ingasjóð Clintons. Cflnton og konu hans var vel fagnað og Barbra Strei- sand söng í fyrsta sinn opinberlega í sex ár. Stjömufansinn var mikifl. Þama voru af karlpeningi Warren Beatty, Dustín Hoffman, Richard Dreyfus, Jack Nicholson og Danny DeVito. Af frægum leikkonum, auk Strei- sand, var Candice Bergen að sjáif- sögðu viðstödd. Hún leikur Murphy Brown í samnefndum sjónvarpsþátt- um. Sjónvarpspersónan Murphy Brown er höfuðandstæðingur Dans Quayle varaforseta í kosningabarátt- unni. Þarna vom einnig Whoopi Goldberg, Michelle Pfeiffer, Geena Davis og Dionne Warwick, sem söng Amazing Grace. Þrátt fyrir þetta virðist Bush nú loks vera að draga á Clinton í fylgi. Nú skoðanakönnun gerö fyrir sjón- varpsstöðina CNN og dagblaðiö USA Today sýnir að munurinn á fylgi frambjóðendanna ér 9% og hefur ekki verið svo lítill í langan tíma. Samkvæmt könnuninni fengi Clin- ton 51% atkvæða en Bush 42%. NTB Vertu meo í Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða. Vertu áskrrfandi að DV. Svarseðill Vinsamlegast notið prentstafi. ]] Já takk. Ég vil gerast áskrif- Nafn andi að DV. Ég fæ eins mán- aðar áskrift ókeypis og það Heimilisfang/hæð verður annar áskriftarmánuð urinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. Póststöð Sími Kennitala J L. | Já takk. Ég vil greiða með: I IviSA I Ifi IRnr.ARD EJSAMKORT EJ INNHEIMT AF BLAÐBERA Kortnúmer i i—i—i Gildistími korts , Undirskrift korthafa S. 632700 Sendist til: DV, Pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Ungur maður I Sarajevo horfir á sprengjugatið á eldhúsveggnum heima hjá sér. Simamynd Reuter Sprengjuregn í Sarajevo: Eins og versti dagur í helvíti Serbar og íslamar í Bosníu létu sprengjuregnið dynja hveijir á öðr- um í bardögum í höfuðborginni Sarajevo í gær, á sama tíma og leið- togar þeirra voru að búa sig undir friðarviðræður sem hefjast í Genf 1 dag. Utvarpiö í Sarajevo lýstí bardögun- um sem „versta degi í helvíti frá því stríðið braust út“. Látlausar stórskotaliðsárásir voru gerðar á hverfi í miðbæ og norður- hluta Sarajevo og sveitir íslama lögðu tíl atlögu til að reyna að ná til hverfis sem Serbar hafa á vaidi sínu í suðvesturhluta borgarinnar. Á meðan þessu fer fram á vígveflin- um ætla stríðandi fylkingar að setj- ast að samningaborðinu í Genf. Von- ir um einhvern árangur minnkuðu enn frekar í gær þegar tilkynnt var að fufltrúar stríðandi fylkinga mundu líklega ekki ræða saman. Lönd Evrópubandalagsins náðu samkomulagi í gær um ályktun sem mundi meina júgóslavneska ríkinu setu á allsheijarþingi Sameinuöu þjóðanna í New York og neyða stjórnvöld í Belgrad til að sækja á ný um aöild að SÞ. Hugsanlegt er talið aö Öryggisráðið muni greiða atkvæði um ályktunina á morgun eða á mánudag, að sögn erindreka Evrópubandalagsins að afloknum fundi fufltrúa þess. Ef Öryggisráöið samþykkir álykt- unina yrði aflsheijarþingið að taka lokaskrefið. Þetta yrði í fyrsta skipti sem aðild lands að SÞ yröi gerð ógild og nýrrar aðfldarumsóknar krafist, eins og um alveg nýja aðildarþjóð væri að ræða. Júgóslavía var meðal stofendna SÞ á sínum tíma. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.