Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. Hvað lest þú fyrst í dagblöðunum? Ágúst Stefánsson nemi: Oftast nær forsíöuna og þaðan áfram. Kristján Kristmundsson sölumaður: Forsíöuna og síðan íþróttasíðuna. Valgarður Bragason bókmennta- fræðingur: Spumingu dagsins. Heiða Dögg Liljudóttir nemi: Fyrir- sagnimar, bíóauglýsingar og teikni- myndasögur. ína Dögg Eyþórsdóttir nemi: Bíóaug- lýsingar og skrýtlumar. Sigurður Jökull Ólafsson nemi: Bíó- síöuna og fréttir aftan á blaðinu. Lesendur Fjárfestingar Ivfeyrissjóðanna Einar Guðmundsson skrifar: Það em margir orðnir undrandi á því hvemig forráðamenn lífeyris- sjóðanna hafa launþegana sem í þá greiða að leiksoppum. Það er ekki einungis að koma 1 ljós aö margir lífeyrissjóðanna geta ekki staðið við skuldbindingar sínar innan örfárra ára, þær er lög mæla fyrir um, held- ur hafa forráðamenn sjóðanna tekið sér vaid til að „fjárfesta" fyrir um- bjóðendur sína í miður stæðum fyrir- tækjum. Og þar er ekki um neina smámuni aö ræða sums staöar. Al- kunnugt er að t.d. Lífeyrissjóður ‘ verslunarmanna hefur lagt í hluta- I bréfakaup h)á Flugleiðum hf. og all- sendis ótryggt að nokkur arður verði j af. Og það sem verra er: Það var allt- ! af vitað fyrirfram að rekstur hjá i svona stóra fyrirtæki getur bragðiö til beggja vona og hefur raunar gert. Ég er sem betur fer ekki aðili að VR-sjóðnum. En ég tel furðu sæta að eigendur þess sjóðs, launþegamir, sem hafa allra hagsmuna að gæta, skuli ekki fyrir löngu hafa látið forr- áðamenn þess sjóðs fá til tevatnsins. Raunar er það svo að flest það er sá stóri sjóður hefur aðhafst - utan byggingar fyrir aldraða félagsmenn - er reginhneyksli, þ.m.t. hvemig hann hefur hlúð að forsvarsmönnum sjóðsins í launakjörum og fríöindum. Margir era famir að líta alvarlega til þess tíma aö einhveijir þingmenn (og þá fleiri en einn eða tveir) taki Aðeins einn þingmaöur, Guðni Agústsson, hefur haft kjark til að taka fyrir lífeyrissjóðsmálin á Alþingi, segir hér m.a. sig á og geri lífeyrissjóðunum í al- menna kerfinu skylt að afnema skyldugreiðslu til þeirra og mönnum sé heimilt að greiða lífeyri sinn hvert annað sem þeir óska. Og þá ásamt þeim hluta sem frá vinnuveitanda kemur. Það væri sanngjamast að leysa lífeyrissjóðina upp, gera upp við þá sem skulda og endurgreiða þeim sem hjá þeim eiga og vilja leggja sína löglega fengnu fjárhæðir á eigin reikning. Aðeins einn þingmaður, Guðni Ágústsson (Framsóknarflokki), hef- ur haft kjark til að brydda á þessu þarfa máli á Alþingi og lagt ffam til- lögu. Þetta er aö verða eitt brýnasta hagsmunamál launþega um þessar mundir, miklu brýnna en margt ann- að sem þingmenn eru aö fást viö í trygginga- og félagslega kerfmu. Vonandi verður þetta rætt frekar á þinginu í vetur. Málf lutningur svartsýnishópsins Ingibjörg Jónsdóttir skrifar: Þegar rætt er um hugsanlegt sam- starf íslendinga við aðrar þjóðir hef- ur fámennur hópur manna haft sig mjög í frammi. Málflutningur þessa fólks hefur verið mjögá einn og sama veg. Þegar talað var um Atlantshafs- bandalagið taldi það að innganga í NATO væri svik við land og þjóð og þar meö hrein landráð. Innganga í EFTA var talin af hinu illa. Stóriðja í Straumsvík var sögð af versta tagi. - Nefna mætti fleira af sama toga. Ráðamenn þjóðarinnar tóku sem betur fór ekki mark á svartagalls- rausi þessa fólks. Þáverandi ráða- menn vissu sem var að flest af svart- sýnisliðinu var mjög undir áhrifum af kenningum safnaðar Stalíns og þeirra Ulbrichts, Honeckers, Sjásek- ús og Castrós. Það hefur líka komið í Ijós síðar að þetta fólk hefur hreint ekki bilað í trúnni þrátt fyrir upp- Ijóstranir um hryðjuverkin í hinum austrænu ríkjum. En nú hefur fyrmefndur hópur fundir sér nýtt viðfangsefni. Þar er á ferðinni EES-málið. Gegn því máli er þetta fólk að beijast þótt þar sé á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir okkur íslendinga, einkum þó vegna lækkunar tolla á útflutnigsvöram okkar. Sú lækkun gæti numið allt að 90% (níutíu af hundraði!). Nefna mætti margt fleira sem verður okkur ávinningur þegar stundir líða fram. En aftur að málflutningi svartsýn- ishópsins. - Þar er það nýjast að ein- stakir liðsmenn hópsins era nú tekn- ir að yrkja vegna málsins (þótt þar sé raunar um heldur slakan kveð- skap að ræða) og taka þar upp í kveð- skap sinn ljóðlínur frá Bólu-Hjálm- ari. Sá sem þar á hlut að máh vakti raunar nokkra athygli þegar kjör- dæmabreytingin var á döfinni 1959. - Þá breytingu taldi hann jafngilda því að ryðja Lögbergi ofan í Al- mannagjá! - Vitið þér enn, eða hvað? Sóðaskapur, skemmdarverk oginnbrot Bréfritari vill að fjársektum verði beitt fyrir umgengni af þessu tagi. Hrtngíð í síma 632700 mllUkl. 14ogI6 -eóa skrifid Nafnog slmanr. verður afl fylgla brtfum Þórarinn Björnsson skrifar. Það er meira en tími til kominn að taka upp í skólum svo sem klukku- stundar kennslu á dag og kenna bæði bömum og lengra komnum að ganga þrifalega um á almannafæri og kannski ekki síður í hýbýlum sín- um. Bæði böm og fullorðnir ganga um líkt og mannýg naut í flagi. Hjá ökumönnum era sjaldséðir raslapokar í bílunum. Rusli er fleygt út um glugga í tíma og ótíma og margir fleygja enn úr öskubökkun- um í rennusteina eða jafnvel beint á götuna þar sem ökutæki þeirra stansa. Það sem best lýsir þó hugar- fari sumra er þegar þeir sturta úr öskubökkunum við innkeyrsluna þjá sér og á bílaplönunum eða utan við verslanir og stofnanir þar sem þeir koma. - Strætisvagnar fara ekki varhluta af þessum ósköpum. í þeim mörgum era sæti rifin og í biðskýl- unum era notaðir úöabrúsar til að sprauta á veggina. Upplýsingatöflur fyrir vagnana era heldur ekki látnar í friði. Auðvitað ætti að sekta á staðnum fyrir svona athæfi. Fjársektir gætu líka komið löggæslunni til góða. Þá era það bílstjóramir sem aka og eyðileggja graseyjamar. Jafnvel á gatnamótum aka þeir upp á þær til að troðast fram fyrir aðra. Þetta er hrikalegt. Og menn borga fyrir skað- ann í auknum sköttum, það dettur víst engum í hug. Ég skora hreinlega á biffeiðarstjóra svo og skátafélögin að hefia nú herferð gegn þessu at- hæfi öllu. Það má hafa hjá sér vasa- bók og ná niður bílnúmerum þeirra sem svona haga sér. Afhenda þau síöan lögreglu sem gæti sektað þá. Mig langar að koma á framfáeri þakklæti til Stoðtækjaframleiðsl- unnar Össurar hf. í Reykjavík. Þannig er mál með vexti að ég er búsettur í Vestmannaeyjum, á dvalarheimili aldraðra að Hraun- búðurn. Ég þarf að nota gervifót. Svo bar við um daginn að ég þurfti að koraa gervifætinum í viðgerð. Ég sendi hann áleiðis með flugi frá Vestmannaeyjum á níunda tímanum aö morgni dags. Ég fékk hann aftur eftir viðgerö- ina klukkan 15 þann sama dag. Þetta þykir mér frábær þjónusta sem ég vil sérstaklega þakka fyr- Þá vil ég nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til allra í Hraunbúðum fyrir góða og alúölega umönnun. Óþarfiaö hrópa húrra Sigurborg hringdi: Fjölmiðlar sögðu ítarlega frá kók-tónleikunum sem haldnir vora um síðustu helgi. En eitt var það í þeirri ffásögn sem truflaði mig svolítið. Það var að sérstak- lega skyldi tekið ffam og þakkaö að unglingamir skyldu haga sér eins og fólk. Hvers slags hugsunarháttur er þetta eiginlega? Ég bara spyr. Hingað til hefur ekki þurft að þakka fólki þótt það sýni sæmi- lega kurteisi og geri ekki allt vit- laust i kringum sig. En þaö er greinilega liðin tlð. Nú er hrópað ferfalt húrra fyrir unglingum sem koma saman án þess að sleppa ffam af sér beislinu. Skyldi þetta líka eiga við um fullorðna? Forkastanleg meðferð Björg Jónsdóttir skrifar: Aiveg blöskraðu mér fréttirnar af því að svo og svo mikið magn gæludýra væri brennt með vissu miHibili. Þetta sannar raunar það sem lengi hafði verið haldið að fólk er mjög ábyrgðarlaust þegar slík dýr era annars vegar. Bömin á heimfiinu biðja um hund eða kött til þess að leika sér að og það er látíð eftir þeim án umhugsun- ar. En fijótíega breytist draumur- inn í martröð. Dýriö, sem átti að vera einungis til skemmtunar, þarf líka sinn tíma og sína umönnun. Endirinn verður sá aö allir gefast upp og þessum „heim- ilisvini" er lógaö i snarhasti. Þessu verður að linna. Umræðaaf hinugóða Unnur Jörundsdóttir hringdi: Öll umræða um trúarbrögð er af hinu góða þvl að trúarbrögðin byggjast á þvi að gera hvorki sjálfum sér né öðram mein. Mér finnst DV eiga heiður stólinn fyr- ir það að leyfa fólki að fialla svo ffjálslega um þessi mál sem raun ber vitni. Persónulega tel ég gyöinga- trúna vera ofar öðram trúar- brögðum en lúterstrú koma þar næst. Mér finnst að kirkjan þurfi að fá stuðning frá ríkinu hér eftír sem hingað til því ekki væri gott ef fólk þyrfti að greiða háar fjár- hæðir sem meðlimir sérsafnaöa. um þá hugdirfsku að lítiö bæjar- felag ætlaöi sér aö stofiia ópera. Landsmenn ættu ffekar að leggja krafta sína 1 að styðja við bakiö á þeirri óperu sem þegar er kom- inn vísir að. Ég treysti Hafhfirð- ingum til þess að endurskoða þessa hugmynd sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.