Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Side 17
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. 25 íþróttir Mal er að Imm Þrátt fyrir að íslenskir hand- knattleiksmenn hafi gengið kaup- um og sölum undaníamar vikur og hinar ýmsu handknattleiks- deildir þóst vera reiðubunar að greiða fleiri hundruö þúsund krón- ur fyrir leikmenn eru þær vel flest- ar á hausnum og injög iila staddar fjárhagsiega. Staðreyndin er sú í flestum tilvikum að aöeins er um aö ræða millifærslu á peningnm. Félag borgar t.d. 600 þúsund fyrir leikmann og fær sömu upphæð fyr- ir annan. íslenskur handknattleikur er ekki leikur áhugamanna lengur. Fjöldi leikmanna fær greidd laun og aörar greiðslur. Áhugamanna- reglur ÍSÍ hafa verið þverbrotnar. Þetta er staðrey nd sem margir hafa viíað en fáir viljað viöurkenna. Undir Iwtta tekur Hróbjartur Jóna- tansson hæstaréttarlögmaður, en liann er formaöur handknattleiks- deildar Víkings: „Það er í mínum huga aðeins tímaspursmál hvenær atvinnumennska í íslenskum handknattleik verður viðurltennd. Eftir þvi sem mé_r skilst hafa áhugamamiareglur ÍSÍ verið þver- brolnar af leikmönnum og félög- um,“ segir Hróbjartur. - Hve margir leikmenn í l. deild fá greidd laun að þínu mati? „Allir þeir leikmenn sem eitthvað kveður að og helmingurinn afhin- um. Þetta er mín tilfmning.“ Revine ó 600 þúsund Búið er að ganga frá nokkrum leik- mannakaupum undanfarna daga. ÍBV greiðir Víkingum 350 þúsund fyrir Björgvin Rúnarsson, 250 þús- und strax og 100 þúsund neesta haust. Fari hann þá til annars fé- lags fá Víkingar 50% af kaupverði og 25% næsta ár þar á eftir skipti liaim enn um félag. Víkingar fengu markvöröinn Alexander Revine frá Gróttu fyrir tímabilið og greiddu 600 þúsund fyrir leikmanninn. Samkvæmt heimildum DV vilja Víkingar fá þá upphæö fyrir Alexei Traían. Samkvæmt öruggum heimildum DV hefur vera Trufans hjá félaginu kostað það um 5 milij- ónir. Þá greiddu Eyjamenn HK um 100 þúsund fyrir Gunnar Már Gíslason. Afinn bjargaði máiunum Ljóst er að reglur varðandi félaga- skipti leikmanna eins og þær eru í dag era handknattleiknum til van- sæmdar og undarlegt má teljast að þær skuli hafa veriö samdar og samþykktar af fullorðnu fólki. Eitt makaiaust dæmi um kaup á leik- manni: Fyrir nokkru keypti 1. deildar liö erlendan leikmann. Erf- iðlega gekk að útvega fé til kaup- anna og endir varð sá að afi eins leikmanns liðsins bjargaði málun- um. Á dögunum neitaði sama félag að skrifa undir félagaskipti afa- drengsins þegar hann hugöist reyna fyrir sér annars staöar. Allir virtust vera búnir að gleyma ijár- stuðningi gamla mannsins nema hann sjálfur og þegar hann minnti forráðamenn félagsins á áður- nefiida aðstoð gengu málin loks greiðlega fyrir sig. Því miöur hafa forráöamenn nolckurra l. deildarfélaga látið hafa sig út í hreinan skrípaleik á und- anfömum vikum sem líkja má við þrælasolu. Mál er að linni. Leik- menn liöanna og unnendur iþrótt- arinnar eiga annað og betra skilið. Stefán Kristjánsson Bjama ber að fá siKurskóinn - skoraði ellefu mörk í 1. deild íslandsmótsins fyrir Þórsara en ekki tíu Símamynd Reuter Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: hættur ekki sé alltaf hægt að taka fullt mark á yfirlýsingum Maradona virðist vera nokkur alvara á ferðum nú. -SK „Þetta mál er alls ekki frágengið, ég er að skoða það og frétt í Morgun- blaðinu er ekki frá mér-kominn,“ segir Ólafur Schram, umboðsmaður Adidas hér á landi, vegna þeirrar fréttar að Víkingurinn efnilegi, Helgi Sigurðsson, eigi að hljóta „siifurskó" Adidas eftir 1. deildar keppnina í knattspymu. Morgunblaðið segir að fjórir leikmenn hafi skorað 10 mörk í deildinni, Helgi, Anthony Karl Gregory, Val, sem fái bronsskóinn, Ragnar Margeirsson, KR, og Bjarni Sveinbjörnsson, Þór. Hiö rétta í málinu er aö Bjarni Sveinbjörnsson skoraöi 11 mörk í íslandsmótinu, og ber því aö fá „silf- urskóinn" sem næstmarkahæsti maður mótsins á eftir Skagamannin- um Arnari Gunnlaugssyni. Markiö, sem deilt er um, er annað markanna tveggja sem Bjarni skor- aöi í 2-2 jafnteflisleiknum gegn KA í fyrri umferðinni. Þeir fjölmiðla- menn, sem vora á leiknum, voru all- ir nema undirritaður í um 110 metra fjarlægð frá marki KA-manna þegar Bjami skoraði fyrra mark Þórs. Und- irritaður var hins vegar í 5-6 metra fjarlægð frá markinu og sá vel hvað gerðist. Halldór Áskelsson skallaöi aö marki KA, en rétt við marklínuna kastaði Bjarni sér fram og skallaði boltann í markið. Snerting Bjama breytti stefnu boltans veralega. „Það er engin spurning að Bjarni á þetta mark, hann snerti boltann síð- astur áöur en hann fór inn og það þarf ekki að ræöa þetta. Þaö var rétt skýrt frá þessu í DV á sínum tíma,“ segir Halldór Áskelsson. „Auðvitað var sárt á sínum tíma að Bjami tók þetta mark af mér og við höfum ver- iö aö flflast með þetta í sumar, en Bjami á markið, þaö er ekki spurn- ing,“ segir Halldór. Nokkur „hiti“ mun hafa veriö í mönnum nyröra vegna fréttar Morg- unblaðsins sem raðaði mönnum hreinlega upp án samráðs við þann aðila sem veitir markakóngum móts- ins gullskó, silfurskó og bronsskó. Videoupptökur hafa verið sendar til Adidasumboðsins þar sem sýnt þykir að hið rétta í málinu komi fram og Bjami fái það sem honum ber í þessu máli. >. , . .. . iSííiiil ita, eins og myndin sýnir, en markvörður portúgalska liðsins varði skot hans og DV-mynd Brynjar Gauti Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu: „Þetta jaf ntefli er sigur fyrir okkur“ sagði Anthony Karl eftir jafntefli Vals og Boavista „Ég er ánægður með leikinn nema það að við hefðum átt að vinna. Við fengum þrjú dauðafæri í lokin og áttum að klára alla vega eitt af þeim. Við spiluðum skynsamlega og þeir fengu nánast engin færi og ég held aö það sé óhætt að segja að þetta jafn- tefh sé sigur fyrir okkur gegn þessu sterka liði,“ sagði Anthony Karl Gregory, fyrirliði Vals, við DV eftir að Valur og Boavista frá Portúgal höfðu gert markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikar- hafa í knattspymu. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi verið óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi. Síðasta stundarfjórð- unginn fékk liðið þijú guliin mark- tækifæri en portúgalski markvörð- urinn sá við þeim í öll skiptin. Valsmenn gáfu leikmönnum Boa- vista efdr miðsvæðið og þar af leið- andi voru Portúgalamir meira með knöttinn allan leiktímann án teljandi erfiðleika fyrir Valsmenn. Varnar- leikur Vals var mjög sterkur og gekk Boavista iila að brjóta sér leið fram- hjá vamarmönnunum. Valsmenn byggðu sínar sóknir upp úr snörpum skyndisóknum og i einni slíkri áttu þeir að fá dæmda vítaspymu á 37. mínútu. Jón Grétar átti þá sendingu fyrir markið á Anthony Karl sem var á auðum sjó en einn varnarmaður Boavista hreinlega keyrði hann nið- ur án þess að dómarinn sæi ástæðu til aö dæma. „Þetta var algjört hneyksli hjá dómaranum. Ég var að fá frían skafia þegar ýtt var á bakið á mér og sparkað í mig,“ sagöi Ant- hony við DV. Síðari hálfleikurinn var í rólegra lagi framan af. Portúgalamir sóttu mun meira án þess að skapa sér nein umtalsverð færi. Á síðasta stundar- íjórðungnum fóru hlutimir að gerast hjá Val. Fyrst komst Saiih Porca einn gegn markverði Boavista eftir langt útspark Bjama en lét veija frá sér fyrir opnu marki, besta færi leiksins. Þá átti Anthony Karl gott færi eftir hornspymu en markvörðurinn náði að bjarga í hom og efdr homspym- una fékk Steinar Adolfsson boltann, sneri laglega á vamarmann Boavista en enn var markvörðurinn á réttum stað. Þeir allra hörðustu af vallargestum fengu því að sjá þriðja Evrópuleikinn á jafnmörgum dögum þar sem ís- lensku liðunum tókst ekki aö skora. Valsmenn eiga þó hrós skilið fyrir frammistöðuna. Leikmenn liösins bám litla virðingu fyrir andstæðing- um sínum, spiluöu skynsamlega og voru óheppnir að skora ekki. Bjarni Sigurðsson átti frábæran leik í mark- inu, varnarmennimir skiluðu hlut- verki sínu vel, Ágúst Gylfason og Steinar Adolfsson voru atkvæða- miklir á miðjunni og Anthony Karl hættulegur í framlínunni. Róður þeirra rauðklæddu verður erfiður í síðari leiknum en enginn skildi af- skrifa Val eftir frammistöðuna í þess- um leik. „Þetta var góður leikur. Við vorum betri í 80 mínútur en áttum síðan í vök að veijast. Við fengum kröftug- lega mótspymu frá leikmönnum Vals og sérstaklega síöustu 15 mínút- urnar. Ég átti alveg von á þeim svona sterkum og því held ég að leikmenn mínir hafi ekki vanmetið þá. Síðari leikurinn verður líka erfiður fyrir okkur,“ sagði Manuel Josen, þjálfari Boavista,viðDVeftirleikinn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.