Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1992, Síða 24
32 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992. BREYTINGASALA Vegna fyrirhugaðrar breytingar og standsetningar á versl- unarhúsnæði okkar seljum við föt og skó á mjög niður- settu verði. Allt nýjar og góðar vörur fyrir fjölskylduna. Verödæmi: Kvenblússur frá kr. 800. Gallabuxur, marglr litir og gerðir, frá kr. 1.995. Barnaúlpur frá kr. 1.999. Herra- og dömujakkar frá kr. 1.900. Betri buxur kvenna, karla og unglinga, kr. 1.900. Herrablazerar á kr. 4.900. Dömublazerar á kr. 4.700. Barnablazerar á kr. 3.500. Ullarjakkar barna, kr. 3.500 o.fl. o.fl. Moonboots á börn, kr. 900 Romika inniskór, kr. 1.200. Tátiljur, kr. 400. Lakkskór á börn, kr. 700, og allir aðrir skór á börn og fullorðna á kr. 600. Ullarkápur, kr. 8.200. Aðrir frakkar og kápur á kr. 6.200 o.fl. o.fl. Opið föstud. frá kl. 10-19 og laugard. frá kl. 10-15. GAMLA KAUPFÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI, STRANDGÖTU 26, VIÐ HLIÐINA Á PÓSTHÚSINU Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 632700 Memting Myndlistarmennirnir sjö sem sýna í Nýlistasafninu. Prosjekt Tome í Nýlistasafninu Hópur sjö ungra norskra myndhöggvara sýnir þessa dagana í Nýlistasafninu. Þau kalla sig Prosjekt Tome og hafa haldiö hópinn frá því öll voru viö nám í Rikis- hstaakademíunni í Ósló. Nafn hópsins hefur þá merk- ingu að hvem hluta skuli skoöa í samhengi viö heild- ina. Og vissulega er samhengi og heildarsvip að finna á samsýningu sjömenninganna, en stærsti kostur sýn- ingar þeirra er þó fjölbreytni jafnt í efnisvah sem formi. Yfirlýst markmiö hópsins er að víkka út skil- greininguna á norrænni list og staðbundinni og vilja meðlimir meina að hollara sé að láta alþjóðlega strauma blása til afskekktustu annesja til mótvægis við staðbundnar hefðir. Aðeins þannig geti myndast ftjór jarðvegur fyrir nýsköpun í listum. Þetta eru há- leitar hugsjónir, en það er aUs ekki fráleitt að ætla að hópurinn geti haft áhrif í þessa veru, því hingað er hann kominn og hefur þegar sýnt í gaUeríinu Over- gaden í Kaupmannahöfn og þar áður í Gautaborg. Hátækni, eldur, baðker og garður Allir meðlimir hópsins utan Katrine Skavlan nota margvísleg efni í verk sín. Katrine á aðeins eitt verk á sýningunni og sker það sig nokkuð frá hinum sakir hátæknilegrar útfærslu og vegna þess að efnið er ein- ungis eitt; stál. Um er að ræða tuttugu veggstanda er minna á lampa, tvær gerðir er skiptast á yfir aUan vesturvegg neðsta salarins. Þetta er jafnframt eina verkið sem heita má að fylgi meginreglum naumhyggj- unnar hvað snertir einJfaldleika og rýmishugsun og er með þeim athygUsverðari á sýningunni. Liv Zac- hrisson sýnir einnig verk úr stáU, einskonar stiga fyr- ir hugmyndaflugið. Annað verk hennar þótti mér þó áhrifameira; Eldur 1 húsi (nr. 6). Þar er gróflega skor- inn svampur uppistaðan og leir myndar þakið, en í nokkurra metra fjarlægð sýnast þetta vera aUt önnur og langlífari efni. Mats Stammamas sýnir semísúr- reaUskar uppstiUingar - teflir saman hálfu baðkeri og vaxbomu tré og stiUir upp teppisbútum á klassískum borðfótum andspænis torkemúlegum rauðum homum steyptum í plast. Verk hans bera vott um auðugt ímyndunarafl og hið sama má segja um sýninguna í heUd. Sissel Bemtsen notast viö stein og gleinsteypu til að móta og höggva Ufræn form. í anddyri er verkið LítiU garður sem myndi örugglega njóta sín betur í Utlum garði. Mýkt, upprifjun og innsetning A miðhaeð sýnir Martine Linge afar áhugavert verk sem kaUast Sarsénar (nr. 8). Það myndar bogaUnu frá góUi og upp á miðjan vegg og vekur þannig skemmti- Myndlist Ólafur Engilbertsson lega spennu í rýminu. Efniviðurinn er krossviður og jám og vinnur Ustakonan þannig úr efninu að þaö öðlast nýjar og mýkri eigindir. Hið sama má segja um Tvífarann (nr. 9). Þar mynda epoxý og krossviður eina fágaða heUd sem minnir að forminu tíl á lífveru. Har- ald Bodogaard leitar aftur til fortíðar að efnivið og hugmyndum. Hann vitnar í klassík Rómverja og Etrúska með höggi í stein og marmara, en aðferð hans er jafnframt módernísk og þannig kemur inn í mynd- ina „readymade" nýklassísk kabyssa sem feUur að hinum klassísku tilvitnunum. Ingrid Lene Langedok lyftir sýningunni loks upp úr þungum klassískum þönkum með innsetningunni „To instaU oneself' á efstu hæð. Þar gefst gestum færi á að setjast á skóla- bekk með málað gifsform viö höndina og horfa á fer- strenda jámsúlu með fægðum steini. Sjömenningamir era greirúlega að þreifa fyrir sér með útgangspunkt annars vegar og markmið hins vegar. En efnistök og úrvinnsla þeirra er bæði fjölbreytt og fuU dirfsku. Áhugafólk um framsækna höggmyndaUst ætti því að líta inn í Nýlistasafnið næstu daga, en sýningu norsku sjömenninganna lýkur nk. sunnudag. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embætfisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 3. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Álftamýri 38, 2. hæð t.h., þingl. eig. Erlendur Ólafsson, gerðarbeiðendur AmarfeU sf., Lífeyrissjóður Vest> mannaeyinga og VeðdeUd íslands- banka hf., 21. september 1992 kl. 14.30. Dalsel 38, 1. hæð th., þingl. eig. Jó- hannes Laxdal, gerðarbeiðandi Ingólf- ur Herbertsson, 21. september 19GÖ kl. 10.30.____________________________ Dúfiiahólar 2, 4. hæð A, þingL eig. Bjami Sigurðsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyris- sjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, 21. september 1992 kl. 10.30. Eskihlíð 16,3. hæð t.v. + herb. í risi, þingL eig. Karl Þorsteinsson, gerðar- beiðendur Samvinnusjóður íslands hf og Verðlánasjóður c/o HaUd. Elíass., 21. september 1992 kL 10.15. Fannafold 186, hluti, þingl. eig. Frið- rik H. Friðriksson, gerðarbeiðendur Kreditkort hf. og Sparisj. Rvikur og nágr., 21. september 1992 kl. 10.45. Faxafen 11, norðurhl. 1. h. og kj., þingl. eig. Hilti sf., gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, sími 606600, Líf- eyrissj. Dagsbrúnar og Framsóknai-, Lífeyrissj. rafiðnaðarmanna og ís- landsbanki hfi, sími 626230, 21. septr ember 1992 kl. 10.45. Faxafen 12,024)5, þingl. eig. BláfeU - Heimaland hf., gerðarbeiðendur Kaupþing hf., Landsbanki íslands, Póst og símamálastofiiunin og Veð- deUd íslandsbanka hf., 21. september 1992 kl. 11.00.____________________ Feijubakki 6, hluti, þingl. eig. Eyjólfur Jónsson, gerðarbeiðandi Ríkisútvarp- ið, 21. september 1992 kl. 11.00. Feijubakki 14, hluti, þingl. eig. EUn Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki íslands, sími 25600, Gjald- heimtan í Reykjavík, sími 17940, Líf- eyrissj. verslunarmanna, Securitas hfi, Frjáls ijölmiðlun og Trygginga- miðstöðin hf. G, 21. september 1992 kl. 11.15. Fljótasel 18, kjaUari, þingl. eig. Valdís Hansdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður verkafólks, 21. september 1992 kl. 11.15._________________________ Flúðasel 88, 2. hæð t.v., þingl. eig. Jóhannes Þ. Guðmundsson, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, sími 17940, Lífeyrissjóður starfemanna ríkisins, Sparisjóður Hafnarfjarðar NB og íslandsbanki hf. 515, 21. sept- ember 1992 kl. 11.15. Framnesvegur 2,1. h. t. v. og kjaUari, þingl. eig. Sala og markaður, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki íslands, að- albanki, GísU hf., Landsbanki íslands, Selfossf íslandsbanki hf. 532 og ís- landsbanki hfi, 21. september 1992 kl. 11.30._____________________________ Frostafold 14, 2. hæð, merkt 0202, þingl. eig. Lúðvík Thorberg HaUdórs- son, geiðarbeiðandi Walter Jónsson, 21. september 1992 kL 10.15. Gautland 15, þingl. eig. Þyri Jónsdótt- ir, gerðarbeiðandi Sparisj. vélstjóra, 21. september 1992 kl. 11.30. Grettisgata 6, hluti, þingl. eig. Ásgeir Einarsson, gerðarbeiðandi Islands- banki hfi, 21. september 1992 kL 11.30. Grundargerði 8, hluti, þingl. eig. Einar G. Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Ríkis- útvarpið, 21. september 1992 kl. 11.45. GyðufeU 4,0201, þingl. eig. Klara Sig- ríður Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Svart á hvítu hfi, 21. september 1992 kl. 11.45.__________________________ GyðufeU 16, 01-01, þingl. eig. Edda Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðendur Bókaútgáfan Þjóðsaga, Gjaldheimtan í Reykjavík, sími 17940, Glóbus hfi, Lánasj. ísl. námsmanna og Samvinnu- ferðir Landsýn hfi, 21. september 1992 kl. 11.45.__________________________ Háaleitisbraut 101, hluti, þingl. eig. Kristín Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisj. Kópavogs, 21. september 1992 kl. 13.30.__________________________ Hjaltabakki 18, hluti, þingl. eig. Jó- hann Guðmundsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, sími 17940, Póst- og símamálastofiiun, Sjóvá- Almennar hf. og íslandsbanki hf., sími 626230, 21. september 1992 kl. 13.45. Hraunberg 4, þingl. eig. Kjötbúð Suð- urvers hf., gerðarbeiðandi Lífeyrissj. verslunarmanna, 21. september 1992 kl. 13.45. Hraunteigur 15, hluti, þingl. eig. Stef- án G. Kristjánsson, gerðarbeiðandi Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfé- lagsins, 21. september 1992 kl. 10.00. Hringbraut 103, hluti, þingl. eig. Gú- staf Grönvold, gerðarbeiðendur Ræsir hf., Vátryggingafél. íslands hf. og ís- landsbanld hfi, 21. september 1992 kl. 14.00.____________________________ Hringbraut 119, OlOlB, þingl. eig. Steintak s£, gerðarbeiðandi Islands- banki hfi, 21. september 1992 kl. 14.15. Hrísarimi 32, þingl. eig. Lárus Sig- mundsson, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands, 21. september 1992 kL 14.15.____________________________ Hverfisgata 102, hluti, þingl. eig. Al- bert Eiðsson, geiðarbeiðandi Lífeyr- issj. starfsm. ríkisins, 21. september 1992 kl. 14.45.___________________ Hverfisgata 108, 0104 jarðhæð t.h., þingl. eig. Ingþór Haraldsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissj. málm- og skipa- smiða, 21. september 1992 kl. 14.45. Kambsvegur 27, þingl. eig. Björg Gunnarsdóttir og Finnbogi Sigiúðs- son, gerðarbeiðandi Lífeyrissj. starfsm. ríkisins, 21. september 19£G kl. 13.45.________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.