Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Fréttir Gífurleg gassprenging varð 1 íbúð á Reyðarfirði: Við bjuggumst ekki við að sjá neinn á Ivf i - segirkonasemvarágangirétthjáhúsinu „Við vorum nýfarin fram hjá hús- inu, komin upp á hæöina fyrir ofan, í hvarf, þegar sprengingin glumdi í eyrum okkar og við fundum títring- inn af henni. Sigurbjöm hJjóp strax af staö og ég á eftir. Það var hræðileg sjón sem blasti við okkur þegar við komum að húsinu, glerbrot, blóma- pottar og hurðabrot úti um allt. Mað- ur bjóst ekki við að sjá neinn á lífi eftir þessi ósköp en til ailrar ham- ingju fór betur en á horfðist," sagði eiginkona Sigurbjamar Marinósson- ar, kennara á Reyðarfirðí, við DV. Þau hjón vom á gangi klukkan rúmlega 3 aðfaranótt sunnudags þeg- ar gifurleg sprenging varð í íbúð í tvílyftu steinhúsi að ffjallavegi 8 á Reyöarfirði. Þrennt var sofandi í íbúðinni þegar sprengingin varð, miðaldra maður, öldmð móðir hans og systursonur mannsins, á tvitugs- aldri. Fólkið sakaði ekki sem þykir hin mesta mildi. Er því talið til happs aö hafa legið sofandi og þannig slopp- ið að mestu við áhrif þrýstíbylgjunn- ar sem myndaðist við sprenginguna. Maðurinn var farinn að losa svefn stuttu áður en sprengingin varð en hann ætlaði í róðin- klukkan fjögur þá um nóttina. Má ætla aö hann hefði ekki sloppið vel hefði hann þegar verið kominn á fætur. Sigurbjöm fór rakleiðis inn í húsiö. Bar hann konima út en hún stóð berfætt í eyðilagðri íbúðinni og komst hvergi fyrir glerbrotum og öðra braki. Taliö er aö sprengingin, sem varö í lítilii geymslu í íbúðinni, hafi orðið vegna leka úr tveggja kílóa ferða- gaskút sem var þar inni. Þar er einn- ig frystikista en grunur leikur á aö neistar, sem geta myndast þegár mótorinn fer í gang, hafi kveikt i gasmettuðu loftinu. Smáeldur kvikn- aði við sprenginguna en frændumir slökktu hann fljótt. Sprengingin var svo öflug að allar rúður 1 íbúöinni hreinsuðust úr körmunum, innihurðir sprungu sundur og tvær útihurðir brotnuðu og þeyttust út. Þá skekktust milli- veggir og spmngu. Dreifðust glerbrot og hurðarhlutar um allt umhverfis húsið auk blómapotta og rifrilda úr gardínum. Þannig fór hluti úr geymsluhurðinni i gegnum alia íbúð- ina, út um glugga og inn um glugga í næsta húsi, einum 20-30 metrum frá. Annar hluti úr sömu hurð flaug yfir það hús og lenti í garðinum hin- um megin. Konan svaf í tvíbreiöu rúmi en brak úr svefnherbergjshurð- inni lá í hinum helmingi rúmsins þegar komið var að. Bollar og ýmislegt lauslegt í hillum á efri hæð hússins, þar sem bróðir mannsins býr, datt í gólfið í spreng- ingunni og þar þóttust menn merkja sprungur í veggjum sem mynduðust vegna þrýstingsins. Þá skemmdust tveir bílar nokkuð við sprenginguna og aðrir tveir lítfilega. Gaskúturinn var heill þegar komið var að en aö sögn lögreglu suðaöi aðeins í honum. Kútinn hafði fólkið notað til eldunar í rafmagnsleysi en líkur em taldar á að ekki hafi verið skrúfað nægilega vel fyrir gasið síð- ast er hann var í notkun. Fulltrúi vinnueftirUtsins á Egilsstöðum tók kútiim með sér til nánari rannsókn- ar. Rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni á Eskifirði vann að rann- sókn sprengingarinnar í gær en búist var við rannsóknarlögreglumönnum úr Reykjavík honum tfi aðstoðar. Gaskútar eru víða í íbúðarhús- næði, ekki síst eftir að gasgrill urðu vinsæl. Ekki em til leiðbeiningar um geymslu þeirra á íslensku. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði er full ástæða fyrir fólk að huga að gaskút- um sem em í geymslum eða bílskúr- um og gæta að hvort ekki sé skrúfað tryggilega fyrir þá. -hlh Hollendingurinn Van de Parre, sem hér sést I haustsóllnni framan vlð Þingvallabælnn, sigraöi I keppninni Sterk- asti maöur helms, sem lauk ó Þingvöllum á laugardag. í ööru til þriðja sæti urðu Magnús Ver Magnússon, sem vann keppnina I fyrra, og Jamie Reeves. Magnús tapaði einvigi sínu viö Van de Parre f síöustu keppnisgreininni þegar keppendur óttu aö hlaupa meö Húsafellshelluna. Missti Magnús helluna þegar hann var aö hagræða henni. Hollendingurinn var ó eftir Magnúsi i rööinni og gat þvi séð hve langt hann þyrfti að fara meö helluna til aö sigra. DV-mynd JAK Bílvelta við Másvatn Bíll valt við Másvatn á Mývatns- heiði á laugardagskvöldið. Öku- maður og tveir farþegar sluppu með minniháttar meiðsli og bíllinn er ekki talinn mikiö skemmdur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bíll fer út af á þessum slóðum en margir vifia kenna um því efni sem Vegagerðin notar á áðumefndum vegarkafla. -GRS Fjársöfnun Kvennaathvarfsins: Um 11 milljónir eru komnar í hús - mikiö útistandandi enn „Það era um 11 milljónir komnar í hús en það er heimikið útistand- andi ennþá. Við sendum tölur á 70 staði um allt land og eigum alveg eftir að fá afrasktur þeirrar sölu. Eftir símtölum á nokkra staði að dæma hefur salan gengið vel úti á landi og takmarki okkar, 13-14 millj- ónum, virðist náð. Viö emm því mjög ánægðar og þökkum öllum sem hafa stutt okkur,“ sagði Valgerður Jóns- dóttir hjá Kvennaathvarfinu þegar DV ræddi við hana seinnipartinn 1 gær. Kvennaathvarfið stóð fyrir fjár- söfnun, til kaupa á nýju húnsæði undir starfsemi athvarfins, í síöustu viku og fyrir helgina. Takmarkiö var að safna 13-14 milijónum til kaupa á húsnæði, sem þegar hefur verið fundiö, og lagfæringa á því sem að sögn Valgerðar em ekki miklar. Safnað var fé með sölu talna undir slagorðinu „Allir með tölu“ og í söfn- unarátaki á rás 2. Valgerður segir Kvennaathvarfið einnig hafa fengið annan víðtækan stuðning í formi vinnuframlags eða loforða um slíkt. Valgerður sagði ekki síður mikilvægt að um leið hefði 10 ára starfsemi Kvennathvarfsins fengið mjög góða kynningu. „Við slógum þannig tvær flugur í einu höggi.“ -hlh Húsavlk: Öllu starfsf ólki Prýði sagt upp Jóhaimes Siguijónsson, DV, Húsavflc í síðustu viku fengu allir starfs- menn saumastofunnar Prýði hf. á Húsavík uppsagnarbréf. 12 konur vinna hjá fyrirtækinu. Að sögn Guð- mundar Hákonarsonar fram- kvæmdasljóra er ástæða uppsagn- anna óvissa um verkefni ffamimdan og lægð á markaðnum, bæði utan- lands og innan. Starfsfólk Prýði er flest með 3-6 mánaða uppsagnar- ffest. Prýði hf. hefur annars staðið af sér langt erfiðleikatímabil á meðan mörg fyrirtæki í þessari grein hafa orðið gjaldþrota og lagt upp laupana. Astæðan fyrir þessu kvað Guðmund- ur vera trausta eiginíjárstöðu Prýðis, skuldsett fyrirtæki hefðu einfaldlega ekki þolað samdrátt og mótbyr. „En við erum ekkert að gefast upp, þessar uppsagnir em fyrst og fremst vamagli sem þarf að slá á þessum samdráttar- og óvissutímum,“ sagöi Guðmundur. Skemmdarverk á bifreiðum Gyifi Kristjánæan, DV, Akuieyir Tvær bifreiöar, sem stóðu viö Eyr- arveg á Akureyri aðfaranótt laugar- dags, urðu fyrir baröinu á skemmd- arvörgum sem hafa átt leið þar um. Önnur hliö bifreiðanna beggja var mikiö rispuð og er um nokkurt tjón að ræða. Lögreglan á Akureyri hafði í ýmsu að snúast um helgina. Menn vom stöðvaöir vegna hraðaksturs, 6 menn gistu fangageymslur vegna ölvunar og rúðubrot vom framin á tveimur stöðum, við Strandgötu og í Sund- laug Akureyrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.