Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 21
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. 21 >V______________________________________Fréttir Þrjátíu þúsund volta rafstreng- ur plægður undir H éraðsvötn ÞórhaHur Asrrumdsson, DV, Sauðárkróki: Þessa dagana er unniö að lagningu þriggja eins fasa 30 þúsund volta jarðstrengja ftó háspennuvirkinu við Sauðárkrók, yfir Hegranes og í háspennulínuna við Kýrholt í Við- víkursveit. Hlutverk strengjanna er að auka flutningsgetu háspennukerf- isins frá Sauðárkróki til Hofsóss. Strengirair, sem eru 16-17 kíló- metrar að lengd, voru plægðir undir botn Héraðsvatna vestan megin fyrir viku og á næstu dögum verður farið undir Héraðsvötn að austanverðu. Plægingum verður þá lokið og er reiknað með að tengingum ljúki nú Akranes: Landburður Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Frystitogarinn Höfrangur in. AK 250 landaði 28. september 275 tonnum af frystum afurðum, aðallega ufsa og karfa, að verðmæti 39 miiljónir króna. Veiðiferðin tók 25 daga. Þá kom loðnuskipið Höfrungur H. AK 91 sama dag með fullfermi af loðnu eða um 900 tonn. í lok síðustu viku landaði loðnuskipið Víkingm- AK 100 loðnu, 900 tonnum. Svanur RE kom með 120 tonn af loðnu og Sturlaugur H. Böðvarsson AK10 með 153 tonn af karfa eftir 8 daga veiði- ferð. Þá kom Víkingur aftur með 1200 tonn af loðnu á þriðjudag. Öldungadeild á Hólmavík Guðfinnur Pinnbogasan, DV, Hólmavík: Mál er varða fullorðinsfræðslu hafa veriö allmikiö til umræðu hin síðari ár. Breytt þjóðfélagsgerð, tölv- ur og tæknibylting ásamt margs kon- ar sérhæfingu, gerir meiri kröfur um sí- og endurmenntun þess fólks sem fylgja viil og fylgja þarf eftir örri þróun á breytilegum tímum. Áhugafólk undir forystu Stefáns Gíslasonar, sveitarstjóra á Hólma- vík, svo og skólanefnd Framhalds- skóla Vestfjarða, hefur á undanfom- um misserum unnið ötullega að því að á Hólmavík verði komið á fót öld- ungadeild. Nokkuð hefur þurft að bíða árangurs þeirrar vinnu. Það var því tímamótaatburður í fræðslumálum Strandasýslu þegar Björn Teitsson, skólameistari á ísafirði, setti á stofn öldungadeild á Hólmavík 14. september. Kennt verð- ur 4 kvöld í viku í grunnskólanum. Á haustönn er boðið upp á byrjun- aráfanga í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Kennslu annast kenn- arar við grunnskólann. Umsjón með náminu hefur Skarphéöinn Jónsson skólastjóri og nemendur eru 25. Vestfiröir: Samþykktu sóknarstýringu Fjórðungsþing fiskideilda Fiskifé- lags íslands eru haldin um þessar mundir enda hefst fiskiþing 19. okt- óber. Deildin á Vestflörðum hélt sinn fund um síðustu helgi og þar var samþykkt að mæla með að tekin verði upp sóknarstýring í fiskveið- imumístaðkvótakerfisins. -S.dór á natta fölustaS • Aakriftaralrni 63-27-00 í haust. Verkið var boðið út í vor og samið við verktakafyrirtækið Sigurverk sf. í Mosfellsbæ. Þetta er mikil fram- kvæmd og kostnaðarsöm, kostar nokkra tugi milljóna króna, að sögn Jóhanns Svavarssonar hjá Rarik á Sauðárkróki. Sem dæmi má nefna, að vegna mikillar fyrirhafnar við að koma strengjunum undir Héraðs- vötn að vestanverðu, var lagður þar einn strengur til vara. Kaplamir liggja yfir Héraðsvötn sunnan flugvallarins, á litlu dýpi við affall Miklavatns og eru plægðir hálf- an annan metra undir botn Héraös- vatna. Plægingar í vatni nema þama á annan kílómetra. í Hegranesinu liggur lögnin við gamla veginn til að byija með og síðan í beinni línu yfir tún í Keflavík og í Garði og fer yfir Héraðsvötn skammt norðan brúar við Garðssand. Þar er dýpi heldur meira en að vestanverðu, en skemmri leið sem þarf að plægja í vatni. Rafmagnsveitur ríkisins koma trú- lega til með að leggja háspennukapla í jörð á næstu árum. Lögð verður höfuðáhersla á að koma flutningslín- um í jörð á þeim svæðum þar sem ísingarhætta er mest. Þannig var t.d. lagt í jörð í Fljótum í sumar og fjar- lægðir hátt í 300 raflínustaurar á 12 km kafla, eins og skýrt var frá í blað- inu nýlega. Lágmúla 8. Sími 38820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.