Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 27
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. 39 Merming Úr kvikmyndinni Tvöfalt lif Verónfku. Tónlistin við Tvö- falt líf Veróníku Þeir eru margir sem muna eftir ágætri kvikmynd pólska leikstjórans Krzystofs Kieslowskis, Tvöfalt líf Veróníku, sem sýnd var hér á landi við góða aösókn síðastliðið haust, og þá ekki síst eftir seiðmagnaðri tónlistinni í myndinni sem gerði sér dælt við þann sem þetta ritar, og sjálfsagt einhveija fleiri, löngu eftir að ljósin kviknuðu í sýningarsalnúm. Þessi tónlist, sem samin er af ungu pólsku tón- skáldi, Zbigniew Preisner, er nú komin út á geisla- diski hjá alls óþekktu frönsku útgáfufyrirtæki, Sider- al, sem Skífan hefur umboð íyrir. Hefur hún engu tapað af þeim þokka sem hún öðlaðist í minningunni. Þessi tónhst er í átján stuttum köflum, sem vara allt frá hálfri mínútu upp í rúmar fimm mínútur, þar sem koma við sögu kór og hljómsveit, en einnig ein- leiksflauta, píanó og harpa. Tónskáldið leitar fanga víða í tónlistarsögunni, í fomum kirkjusöng jafnt sem flautuleik Perúindíána, barokktónlist og nútíma poppi og samræmir fóng sín af mikilh kunnáttu. Því virkar þessi tónhst eins og margbrotin en þó heildstæð svíta með skýrt afmörkuðu upphafi, risi og niðurlagi. Senni- lega er þetta sú tónlist sem Mike Oldfield vildi samið hafa hér forðum daga. Blæbrigði hægferðugrar heild- arinnar eru tignarleg, angurvær og ljóðræn, sem er í fyhsta samræmi við þann örlagavef sem Kieslowski Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson spinnur í mynd sinni. Hljóðfæraleikur er fyrsta flokks og upptakan lýta- laus. Eini gahi við diskinn er að hann inniheldur ekki nema 31 mínútu af tónhst, sem er eiginiega í það minnsta miðað við verð. Zbigniew Preisner - La Double Vie de Véronique, Sinfóníuhljómsveitin i Katowice & Filharmóniukór Silesiu, Stjórnandi: Antoni Wit SID 001 i^rslafengin böm þurfa sterk rúm. Bamakojumar okkar em sterkar, fallegar, afar vandaðar og á góðu verði. Komdu til okkar og þú finnur kojuna sem þig vantar. Sérsmíðum ef óskað er. Suðurlandsbraut 16 Bridge íslandsmót í einmenningi -23.-24. október Eins og kemur fram í útgefinni mótaskrá var ákveðiö að endurvekja íslandsmótið í einmenningi á þessu hausti. Upphaflega var áætlað að hafa þetta mót 30. og 31. október en þar sem hætt var við að halda opið mót á Akureyri helgina á imdan var ákveðið að færa þetta mót tíl um eina helgi. íslandsmótið í einmenningi 1992 verður því haldið í Sigtúni 9 dagana 23. og 24. október nk. og árshátíðin færist líka fram um eina helgi og verður laugardaginn 24. október á L.A. Café. Skráning er hafin á skrifstofu BSÍ (s. 91-689360) og eru allir sem ætla að taka þátt beðnir að skrá sig eins fljótt og hægt er. Skrárúngarfrestur er til fóstudagsins 16. október. Allir þátttakendur fá síðan send keppnis- kort með kerfinu sem verður sphað og þeim sagnvenjum sem nota má. Þátttökugjald er kr. 2.500 á mann. Keppnisstjóri veröur Kristján Hauks- son og sphaö verður í Sigtúni 9. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaghm 28. september hófst tveggja kvölda minningarmót um tvo fyrrum félaga B.H., þá Kristmund Þorsteinsson og Þórarinn Andrewsson. Sphaður er tvímenningur með Mitcheh sniði í tveimur riðlum, annar ætlaður byijendum eingöngu. Úrsht kvöldsins í A-riðh urðu eftirfarandi ÍNS: 1. Ársæll Vignisson - Trausti Harðarson 319 2. Þorsteinn Kristjánsson - Rafn Kristjánsson 313 3. Kristófer Magnússon - Guðbrandur Sigurbergsson 311 4. Erla Sigurjónsdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir 310 Úrsht í AV urðu: 1. Ingvar Ingvarsson - Kristján Hauksson 326 2. Friðþjófur Einarsson - Þórarinn Sófusson 307 3. Björn Amórsson - Kristín Guðbjömsdóttir 295 4. Valdimar Sveinsson - Friðjón Margeirsson 289 í B-riðh urðu úrsht eftirfarandi í NS: 1. Bjöm Höskuldsson - Sigrún Amórsdóttir 123 2. Páll Sigurösson - Helen Gunnarsdóttir 115 3. Þorvarður Ólafsson - Amar Ægisson 95 Og efstu skor í AV urðu: 1. lVIaría Guðnadóttir - Kristín Andrewsdóttir 111 2. Haraldur Magnússon - Margrét Pálsdóttir 107 3. Steinþórunn Kristjánsdóttir - Anna Hreinsdóttir 100 Næstkomandi mánudag verður sphuð seinni umferðin í minningarmótinu og hefst spilamennskan kl. 19.301 íþróttahúsinu við Standgötu. FAXAFENI 14 • SÍMI 68 74 80 Skemmtileg og þroskandi námsfzeið fiefíast í nœstu viftu fyrir stúlkur og pilta I. Snyrting, framkoma, kurteisisvenjur, tjáning og sviðs- framkoma. Verð kr. 7.300. II. Ganga, sviðsframkoma og tjáning. Verð kr. 4.500. Fram- haldsnámskeið í göngu, sviðsframkomu, tjáningu o.fl. Verðkr. 4.500. III. Herranámskeið í framkomu, kurteisisvenjum, göngu, sviðsframkomu o.fl. Verð kr. 4.500. Tískusýning og prófverkefni í lok námskeiðsins. Ath.: Allir þeir sem hafa spurt um námskeið- in hafi samband sem fyrst. J Gjafakort Innritun daglega frá kl. 17-19 í síma 643340 og 37878.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.