Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 14
14 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Engin galdrabrenna Allur þorri íslendinga mun styöja niðurstöður hinna sérfróðu lögfræðinga, sem telja, að hvorki sé rétt né skylt að hefja opinbera rannsókn í máli Eðvalds Mik- sons Hinrikssonar eins og málið hggur nú fyrir. Kröfur Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem hafa valdið fordæmingu flestra landsmanna. Lögfræðingamir, sem til þess voru kvaddir að kanna kröfumar, Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson, hafa skilað dómsmálaráðherra framangreidu áhti. Wies- enthal-stofnunin sakaði Eðvald Hinriksson um stríös- glæpi gegn gyðingum í Eistlandi árið 1941. Þessum ásök- unum var með mjög óviðeigandi hætti komið til forsæt- isráðherra íslands, þegar hann var gestur í ísrael síð- asthðinn vetur. Eðvald hefur búið á íslandi síðan árið 1955. Hann er íslenzkur ríkisborgari, landskunnur mað- ur, sem hefur verið ábyrgur íslenzkur þjóðfélagsþegn. Synir hans tveir hafa getið sér gott orð í íþróttum eins og alkunna er. Eðvald er háaldraður maður. Augljóslega er rétt sem sonur hans segir nú, að aldrei munu þau sár gróa, sem ásakanir Wiesenthal-stofnunarinnar og aht famferði hennar hafa nú veitt þessari mætu fiöl- skyldu. Þessar ásakanir á Eðvald Hinriksson höfðu tvisvar áður verið bomar fram, og um þær hafði verið fjallað erlendis, án þess að sekt fyndist. Það er mikill áróðurs- þefur af tilraunum til að æsa máhð upp nú. í skýrslu lögfræðinganna tveggja til ráðherra er fjall- að um kröfuna um opinbera rannsókn eða málsókn á hendur Eðvald Hinrikssyni og bent á, að eftir rúm fimm- tíu ár séu gögn, sem gætu sannað sekt eða sakleysi, lík- lega yfirleitt glötuö. Hugsanleg vitni séu sennilega flest látin. Þetta meðal annars rennir stoðum undir það áht lögfræðinganna, að hvorki sé rétt né skylt að hefja nú opinbera rannsókn. Wiesenthal-stofnunin spurðist fyrir um, hvaða ís- lenzk lög giltu í þessu thviki og hvort rannsókn á hend- ur Eðvaldi gæti hafizt hér á landi. Ennfremur var spurt um hugsanlegt framsal til Eistlands, fyrrum Sovétríkj- anna eða ísraels, og hvort hann hefði brotið löggjöf um innflytjendur hingað til lands. í skýrslu lögfræðinganna er því hafnað, að um brot á innflytjendalöggjöf hér hafi verið að ræða. Ekki má framselja íslenzka ríkisborgara til annarra ríkja fyrir meint afbrot þar. Samkvæmt ís- lenzkri löggjöf eru öh meint brot, sem Wiesenthal-stofn- unin sakar Eðvald Hinriksson um, fymd, nema ásakan- ir um manndráp. En gögn þau, sem Wiesenthal-stofnun- in byggir á, eru nær eingöngu gamlar KGB-skýrslur, sem greinhega eru vafasamar heimildir um þennan tíma. Stofnunin hefur ekkert nýtt lagt fram í þessu máh, auk þess sem ókleift væri með öhu að sanna eða afsanna sök í þess konar máh, þótt reynt yrði eftir ahan þennan tíma. Landsmenn munu langflestir komast að sömu niður- stöðu, og sjálfsagt, að íslenzka ríkisstjómin geri niður- stöður lögfræðinganna að sínum. Vissulega megum við búast við, að talsmenn Wiesenthal-stofnunarinnar geri nú hróp að íslendingum og íslenzkum lögum. En hafa verður í huga, að áróðursghdið skiptir þessa stofnun mestu. Hitt verður ekki afmáð, að máhð aht hefur valdið íslenzkri fjölskyldu miklum sárindum, sem hefðu aldrei þurft að koma th, hefðu annarleg sjónarmið ekki ráðið ferðinni. Haukur Helgason Kxupr<2> 9«tiörT<t<n ASBEITERN Höfundur segir að Evrópuofforsið leysi ekki þann vanda, sem brýnast sé að ieysa, sem sé atvinnuleysið. Aðberaút f immta til tíunda hvertbarn Af hveiju er andstaðan viö Evr- ópusamrunann jafnmikil og raun bera vitni um? Af hveiju er and- staðan svo eindregin á Islandi? Er atkvæðagreiðslan í Frakklandi og í Danmörku tjáning á einhveijum allt öðrum veruleika en þeim sem birtist okkur í skoðanakönnunum á íslandi? Nei. Þó að Jón Baldvin haldi því fram þá er staðreyndin auðvitað sú að íslendingar eru eins og Frakkar og Danir aö mótmæla því sama með afstöðu sinni tíl Maastricht, EES og EB. Þess vegna þýðir ekkert að láta eins og þessir þættir komi ekki hver öðrum við. Það er nú eitthvað annað. En hveiju er verið að mótmæla - af hveiju er andstaðan svona hrikaleg? Hún er ekki svona mikil vegna þess að fólk sé á mótí samvinnu og jafnvel samruna Evrópuríkja. Hún er ekki svona mikil vegna þess að menn séu á mótí útfærslu fjórfrelsisins með þeim hætti sem fyrir hggur. Hún er ekki svona mikil vegna þess að ákvæði þessara samninga stangist á við stjómarskrámar. En hún er hins vegar allt þetta í senn og þó umfram allt þetta: Andstaðan stafar af því að fólk veit og sér sjálft að Evrópuofforsið leysir engan vanda. Af því að fólk veit og sér að þessi Evrópuákafi tekur ekki á stærsta vandamáli samtímans í Evrópu. Þaö er ekki skortur á samkeppni. Það er ekki skortur á samkeppnisreglum. Það er ekki skortur á dómstólum. Það er ekki skortur á eftirlitsstofnun- um. Það er atvinnuleysið. 50 milljónir undir fátæktar- mörkunum Það búa 346 millj. manna í lönd- um Evrópubandalagsins. Yfir 50 milljónir manna lifa undir fátækt- armörkum eins og þau em skil- greind í alþjóðlegum stöðlum. At- vinnuleysið í EB er 9,2% vinnu- færra manna. Þetta fólk á enga von í þeirri Evrópu sem nú er verið að smíða. Þvert á mótí er það flest þeirrar skoðunar að vandamál þessara hópa muni vaxa - ekki minnka - í þessari svokölluðu sam- einuðu Evrópu. Norðurlönd -upp í 15%! Og Norðurlöndin - sem hafa ver- ið fyrirmynd allra annarra ríkja Kiallaiiim Svavar Gestsson alþingismaður um velferð, jöfnuð, réttlætí. Þar er alls staöar meira atvinnuleysi en nokkru sinni áður hefur veriö: í Noregi eru í dag 166 þúsund at- vinnuleysingjar - 5,6% vinnufærra manna. Atvinnuleysið er þrisvar sinnum meira en 1987. í Svíþjóð vom atvinnulausir 2,7% í fyrra. Svíþjóð er nú með meira atvinnuleysi en Noregur - það er meira en tvisvar sinnum meira en í fyrra. I Danmörku er atvinnuleysið um 10% og hefur verið þar lengi - nær reyndar hámarki þessa dagana - 10,6%. Og Finnland: Atvinnuleysið í Finnlandi er 15% - tvisvar sinnum meira en í fyrra - og 15% atvinnu- leysi segir einfaldlega að atvinnu- leysið snertí nærri annan hvern Finna - því gera má ráð fyrir að þrír einstaklingar að jafnaði fylgi hverjum einum atvinnulausum beint eða óbeint. 21% þeirra at- vinnufærra sem em undir 25 ára aldri em atvinnulaus. Og ísland Atvinnulausir á íslandi hafa aldr- ei verið fleiri en nú: Atvinnulausir hafa verið 3.600 talsins að jafnaði allt þetta ár. Hæst var talan í jan- úar - 4000 manns. í júlí - sem hét einu sinni hábjargræöistíminn - voru 3700 atvinnulausir á íslandi. í júlí vom skráðir 2.200 atvinnu- leysingjar í Reykjavík einni. Þegar litíð er yfir tölur um at- vinnuleysi á íslandi kemur i ljós að um þessar mundir eru á at- vinnuleysisskrám nærri 300 ein- stakhngar sem hafa veriö atvinnu- lausir í eitt ár - 52 vikur - eða leng- ur samfellt. Langtímaatvinnuleysi er þess vegna á dagskrá á íslandi í fyrsta sinn frá þvi að lýðveldi var stofnað í þessu landi. Og svo koma stjómvöld tíl okkar á íslandi sem í Frakklandi, Dan- mörku og Finnlandi og segja: Evr- ópa leysir vandann. En það er fjar- stæöukennt því að við vitum öh að keisarinn er ekki í neinu. Við vitum öll aö atvinnuleysið mun aukast en ekki minnka í samrunaferhnu í Evrópu. Viö vitum að svokallaður betri efnahagur með tílkomu Evr- ópusamstarfsins byggist einmitt á auknu atvinnuleysi. Aukið at- vinnuleysi er forsenda aukins hag- vaxtar i Evrópu, svo mótsagna- kennt er það. Og þjóðfélagskerfi sem krefst þess að við berum út fimmta til tíunda hvert barn - því fimmti til tíundi hver maður er at- vinnulaus - þaö þjóðfélag ofbýður siðferðisvitund okkar allra. Þess vegna neitum við að kasta okkur upp í Evrópuhraðlestina - en ekki af einhveijum öðmm ástæðum eins og stjómmálaleiðtogamir sumir virðast halda. Með öðmm orðum: Ástæðan fyrir því að nei-in em að minnsta kostí 50% er sú að Evrópujá leysir engan vanda - í Evrópuumræöunni er aldrei talað um atvinnuleysið. Auð- vitað ekki: Því meira atvinnuleysi því betra í Evrópuhugsjón hinnar köldu markaðshyggju sem nú þyk- ist eiga pleisið. Svavar Gestsson „Við vitum öll að atvinnuleysið mun aukast en ekki minnka í samrunaferl- inu í Evrópu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.