Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992. 11 Fréttir Þaö getur enginn dómari ákveðið að senda stelpumar til íslands, segir Halim A1 við DV: Boðið að koma með þær til margra landa Dagblaðið Cumhuriyet: Þjóðsagna- Irmtncl híiráfttik ilkWRIlli iiCH CIIIp hinnarís- lensku móður ~ segiríbaksíðufirétt Tyrkneska dagblaðið Cum- huriyet birti baksíöufrétt af raáli Sophíu Hansen og Halims A1 fvr- ir helgi. í fyrirsögn stóð: „Þjóð- sagnakennd barátta hinnar ís- lensku móður“. í fréttinni segir að Sophia Hans- en hafi áfrýjað héraðsdómnum frá Istanbúl til að freista þess að fa böfn sín aftur og að Hasip Kaplan, lögmaðnr hennar, hafi' lagt frarn áfrýjunai'stefnu tii I-Iœstaréttar í Ankara. í stefnunni segi að dómurinn sé rangur, bæöi efnislega og hvað varðar máls- meðferð héraösdómarans. V j; Cumhuriyet vitnar einnig i tvö atriði af sjö þar sem lögmaöurinn gagnrýnir málsmeðferðina - að dómarinn heiði ekki léýft máls- aðilum að flytja mái sitt áður en dómur var kveöinn upp og það að hvergi fmnist neitt um það í Tyrklandi að Halim A1 sé giftur Sophiu, hann sé giftur tyrkneskri konu, þvi sé ekki uin skilnaðar- eða forræðismál að ræða. -ÖTT Össur Skarphéðinsson: Skólagjaldið er lögbrot „Ég greiddi atkvæði gegn hækkun skólagjaldsins vegna þess að ég er á móti skólagjöldum. Ég er í grundvallaratriðum á móti því að fólk þurfl að borga fyrir að fara í skóla og það grunn- skóla. Það er út í hött. í annan stað greiddi ég atkvæði gegn skólagjöldunum vegna þess að ég telað þetta 3 þúsund króna gjald sé lögbrot," segir Össur Skarp- héöinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Össur og Rannveig Guðmunds- dóttir greiddu bæði atkvæði gegn skólagjaldinu við aðra umræðu um fjárlögín. Össur var spurður hvort hann myndi vinna að því að fá þetta stöðvaö fyrir 3 umræðu fjárlag- anna. „Ég mun auðvitað reyna það en ég held að þetta sé okkur tapað mál. Við vorum bara tvö í mínum þingflokki á móti, við Rannveig Guðmundsdóttir,“ sagði Össur. -S.dór Bombayálndlandi: Steingrímur varíbanni „Ég varð var við átökin því það var útgöngubann einn daginn sem ég var þar. Fluginu, sem ég ætlaði með, var frestað og ég varö aö íara aöra leiö heim. Eg var 38 tíma að komast heim. Ég varð aö sitja 12 tíma í flugstöð á flugvell- inum í Bombay. Eg sá loga í hús- um en var ekki nálægt óeirðun- um sjálfum," sagði Steingrímur Hermaimsson aiþingismaður, Steingrímur var á Sri Lanka og á heimleiðinni kom hann við á Suður-Indlandi á sama tíma og trúarbragðahópar börðust þar. -sme TreystaÁrna Þrjátiu stjómendur Borgarspít- alans hafa sent frá sér undirrit- aða yflrlýsingu vegna umræðu sem spunnist hefur um nám- skeiðahald fyrir starfsmenn spit- alans. Þar segir aö Ámi Sigfússon hafi gætt hagsmuna spítalans viö undirbúning námskeiðanna og til hans sé boriö fyllsta traust. „Það er alveg á hreinu að hver sem reynir að ræna stúlkunum mun borga fyrir það með lífinu. Ég er ekki hræddur en ég passa stúlkurnar mjög vel. Öryggisvörðurinn fylgir stúikunum alltaf," sagði Halim Al, fyrrmn eiginmaður Sophiu Hansen, í samtali við DV. Halim sagði að stúlkunum liði vel en mikið væri að gera hjá þeim í skólanum þessa daga, „það er mikið að læra hjá þeim,“ sagði hann. Aðspurðm- um áfrýjun Sophiu til Hæstaréttar í Ankara sagði Halim. „Það breytir engu að málið fari til Hæstaréttar. Héraðsdómurinn var réttur. Þetta voru lögin. Það getur enginn dómari ákveðið að senda stelpurnar til íslands," sagði Halim. „Það er útiiokað. Sophia og hennar fólk er bara að ganga á vegg. Ef Hæstiréttur kemst aö þeirri niðurstöðu að stúlkurnar eigi að fara til móðurinnar skiptir það ekki máli. Sextíu miUjónir Tyrkja geta ekki sleppt þeim til íslands. Mannrétt- indanefndin í tyrkneska þinginu myndi líka taka á málinu og stoppa þetta af. En þetta er aflt í lagi. Mér hefur verið boðið að koma með stúlk- urnar til annarra landa, Kúveit, ír- aks, Pakistans, Saúdí-Arabíu eða hvert sem er. Ég segi bara þetta: „Sophia er þara að eyða tíma og pen- ingum í þetta mál.“ Aðspurður um það atriði, sem fram kemur í áfrýjun lögmanns Sophiu, um að Halim sé giftur tyrkneskri konu sagði hann að það væri rétt að hann hefði verið giftur annarri konu í skamman tíma „nokkra mánuði eða svo“. Halim sagðist vera skilinn að borði og sæng, hann hefði ekki fengið lög- skilnað. Hann vildi litið sem ekkert segja um það hvar eða hvort hann hefði búið með umræddri konu. -ÓTT ^lLEFLI ALHLIÐA STYRKTARKERR FYRIR FÉLÖG OG SAMTÖK Til að auðvelda þér að veita íþróttafélagi þínu klúbb eða samtökum liðveislu, styðja þín sérstöku áhugamál og/eða láta fé af hendi rakna til þarfra málefna af margvíslegu tagi, hefurVlSA þróað sjálfvirkt, þjált og þægilegt þjónustukerfi fyrir reglubundnar boðgreiðslur, sem tengt er öllum bönkum og sparisjóðum á landinu á beinni línu. ALEFLI er sérþjónusta, sem gerir þér kleift að styðja þín hjartans mál af alefli, á einfaldan og fyrirhafnarlausan hátt, um lengri eða skemmri tíma, með mánaðarlegum greiðslum og yfirleitt skattfrjálsum framlögum. Viðkomandi styrktaraðilum mun veitast sitt hvað í staðinn í þakklætisskyni. Meðal annars mun styrkveitendum á íþróttasviði gefast kostur á að detta í VISA SPORT-POTTINN þar sem dregið verður reglulega um FRÍMIÐA á úrslitaleiki í stórkeppnum erlendis. Nánari upplýsingar hjá bönkum og sparisjóðum um land allt. & FJÖÐUR í HATT ÞEIRRA FÉLAGA AŒFLl SEM SETJA MARKIÐ HÁTT & ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS HANDKNATTLEtKSSAMBAND ÍSLANDS KNATTSPVRNUSAMBAND ÍSLANDS FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS SKÍÐASAMBAND ÍSLANDS SKÁKSAMBAND ÍSLANDS UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS ÍÞRÓTTASAMBAND FATLAÐRA EINSTÖK ÍÞRÓTTAFÉLÖG OG DEILDIR SAMTÖK UM BYGGÍNGU TÓNLISTARHÚSS SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í REYKJAVÍK KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS LANDSBJÓRG BÖRNIN HEIM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.