Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992. Fréttir Steingrímiir Hermannsson: LétkallaJón Baldvmísalmn hvenærsem nannnraserfra Ekkert saœkomulag tókst í gær í forsætisnefnd Alþingis um þing- störfin í sambandi viöEES. Ríkis- stjómin ákvaö að keyra máliö áfram í óþökk stjómarandstöö- unnar uns forsetj neyddist til aö fresta ftindi klukkan tæplega tvö í nótt Afleiðingamar létu ekki á sér standa. Steingrimur Hermanns- son var fyrstur á mælendaskrá í gaerkvöldi og fiutti langa ræöu. Hún tók tvær og hálfa klukku- stund. Málþóf, sögðu stjómar- sinnar. Jón Baldvin geröi stjómarand- stöðuþingmenn mjög reiða með því aö neita aö ræða við þá á þing- inu í gær við utanþingskapaura- ræðu en halda blaðamannafund um máiið í staðinn. Þaö vakti at-' hygli aö Steingrímur Hermanns- son skaut á Jón Baldvin hvenær sem hann kom því við. Hann lét kalla hann í salinn undir ræöu sinni i hvert skiptí sem Jón hvarf ör sainum. Steingrímur geröi hlé *» á ræðu sinni uns utanríkisráð- herra var mættur í salinn. -S.dór EES*máliö: Nýskjöluppá 4500 blaðsíður lögðframígær í gær voru lögð fram ný skjöl í sambandi við EES-samninginn. - Þar er um að ræða svokallaðan - viðauka við viöauka. Samtals eru þessi skjöl um 4500 blaðsíður og hafa alþingismenn aidrei séð þau fyrr. Skjalabunkinn er 62 sentímetr- ar aö hæð og er 60 sentímetrar á ensku en 2 sentimetrar á ís- lensku. í þingskapaumræðunum í gær bentu stjómarandstöðu- þingraenn á að þetta ættu þeir eftir aö kynna sér og ræða. Því væri ekki viðlit aö Ijúka annarri umræöu um málið strax. -S.dór Önnur umræða um EES-samninginn Málþóf stjórnarand- stöðu bar árangur - fundi var frestað klukkan að verða tvö 1 nótt eftir linnulaust málþóf Allt var upp í loft milli stjómar og stjómarandstöðu varðandi umræður um EES-samninginn í gær. Stjómar- andstaöan hélt uppi linnulausu mál- þófi og fór í alls fjórar þingskapaum- ræður í gærdag og í nótt. Loks klukk- an að veröa tvö í nótt ákvaö Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, að fresta fundi enda stóðu þá enn yfir þmgskapaumræður. Við upphaf þingfundar í gær kom fram hjá stjómarandstöðunni að ekki hafi verið reynt að ná sam- komulagi við stjómarandstöðuna um hvemig umræðunni yrði hagaö. Löng þingskapaumræða fór þá fram um málið. Síðan utandagskrárum- ræða um efnahagstillögur ríkis- stjómarinnar. Loks tók Bjöm Bjamason til máls og mælti fyrir nefndaráliti fyrsta minnihluta efna- hags- og viðskiptanefndar. Þá var gert fundarhlé og þing- flokksfundir, nefndarfundir og fréttamannafundur utanríkisráð- herra fór fram í fundarhléinu. Þegar svo kvöldfundur hófst klukkan 21.00 hófst aftur þingskap- aumræða um fréttamannafund utan- ríkisráðherra sem hafði neitað að svara spumingum stjómarandstöð- unnar í þingskapaumræðum. Að henni lokinni tók Steingrímur Hermannsson til máls um EES- samninginn og talaði í tvær og hálfa klukkustund. Þá varð enn þing- skapaumræða um að gera fundarhlé, reyna að ná samkomulagi um að fresta þingfvmdi. Fundi var þá frestað í 10 mínútur. Þær urðu að klukkustund og ekkert samkomulag náðist og fundi var fram haldið. Þá hófst enn ein þing- skapaumræðan um klukkan 01.10. Stjómarandstæðingar höfðu í hótun- um um að halda uppi málþófi og tefja afgreiðslu allra mála fram yfir ára- mót. Eins lagði Ragnar Amalds, þingflokksformaður Alþýðubanda- lagsins, fram skriflega tillögu um að fresta fundi og bað um atkvæða- greiöslu um hana. Þá tók Salome Þorkelsdóttir loks ákvörðun um að fresta fundi. -S.dór Sótti fótbrot- inn sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til að sækja slasaðan sjómann um hádegisbilið í gær. Maðurinn, sem er 32 ára, hafði fót- brotnað við vinnu sína um borð í togaranum Má SH 127 frá Ólafsvík. Fótbrotið var opið og talin þörf á að koma manninum undir læknishend- ur hið fyrsta. Már var staddur um 50 mílur suður af Krísuvíkurbjargi. Slæmt veður var á slysstaðnum og um 12 vindstig. Greiðlega gekk þó að láta lækni síga niður í skipið og hífa sjómanninn upp í þyrluna. Þyrlan lenti við Borgar- spítalann um hálfþrjúleytið í gær. -ból Þyrlan komin með slasaða sjómanninn til Reykjavíkur. DV-mynd: S Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Læt ekki leiða mig í þingskapabrellu - EES-málið verður keyrt áfram á Alþingi samkvæmt þingsköpum „Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta ekki á Alþingi í dag en geri það hér á fréttamannafundi er sú aö ég læt ekki leiða mig í þingskapabrellu stjómarandstöðunnar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra á fréttamannafundi sem hann efndi til síðdegis í gær. Á þessum fréttamannafundi svar- aði Jón fréttamönnum öllum þeim spumingum sem þingmenn höfðu beint til hans í tæplega tveggja tíma umræðum um þingsköp á Alþingi í gær. Þá fór utanríkisráðherra aldrei í ræðustól og svaraði engum spum- ingum þingmanna. Hvað þá að hann bæðist afsökunar eins og krafist var. Jón Baldvin sagðist standa við hvert orð sem hann sagði á frétta- mannafundi í Sviss fyrir síöustu helgi um vinnubrögðin á Alþingi ís- lendinga um ótakmarkað málæði og að líkamlegt úthald þyrfti til að koma málinu í gegnum þingið. Jón sagði að nauðsynlegt væri að hraða málinu á Alþingi. Ekki síst vegna þess að íslenskir þingmenn hefðu sagt á fundum með evrópskum þingmönnum að fullkomin óvissa væri um hvort EES-samningurinn nyti meirihluta á Alþingi. Óvissu sem þetta hefði skapað meðal ráð- herra í Evrópu, þyrfti að eyða. Haxm sagðist ekki vita hvaða íslenskir þingmenn það væru sem hefðu sagt þetta. „Við munum fara aö þingsköpum og keyra málið áfram á Alþingi,“ sagði Jón Baldvin aðspurður hvort reyna ætti samninga við stjómar- andstöðuna um málsmeðferðina á þingi eða keyra málið áfram á nætur- fundi uns 2. umræðu væri lokið. Hann sagði það annað mál að stjóm- arandstaðan réði því hvort hún beitti málþófi. Það kom svo í ljós í nótt að málþóf stjómarandstöðunnar bar árangur. Þegar svo kvöldfundur hófst í gær- kvöldi var enn þingskapaumræða vegna þessa fréttamannafundar. Þingmenn vildu að utanríkisráð- herra kæmi í ræðustól og gerði þar grein fyrir máli sínu. Jón sat sem fastast og fór ekki í ræðustól. -S.dór Alþingi: Harðar ásakanir á hendur utanríkis- ráðherra í gær urðu langar umræður um þingsköp á Alþingi. Þær snemst aðallega um tvennt. í fyrsta lagi kröfðust margir stjórnarand- stæðingar þess að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kæmi í ræðustól og bæðist afsök- unar á ummælum sínum í DV siðastliðinn laugardag um starfs- hætti á Alþingi. Þá ekki síöur hvemig hann gerði Alþingi ís- lendinga að athlægi á frétta- mannafundi í Sviss á föstudaginn var eins og margir þingmenn komust að orði. Stefán Guðmundsson kraföist þess að forseti ávítaði utanríkis- ráöherra fyrir og að Jón Baldvin bæöist afsökunar. Þaö sagðist forseti ekki geta þar sem ummæl- in vom látin falla utan þingsala. Annars vegar sakaði sljórhar- andstaðan stjómarflokkana og forseta þingsins um að hafa ekk- ert samráð við stjórnarandstöð- una um að taka EES-málið á dag- skrá í gær. Stjómarandstaðan mótmælti því harölega. Forseti sagðist myndi kalla til fundar með formönnum allra þingflokkanna síöar um daginn. Það vakti athygli aö Jón Bald- vin Hannibalsson fór aldrei í ræðustól, hvorki til að biöjast af- sökunar á ummælum sínum né tilaðskýraþau. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.