Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Síða 13
 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992. Ákveðin og heil - steypt persóna Nafn Thelmu Ingvarsdóttur þekktu allir ís- lendingar fyrir þijátíu árum. Þá fór þessi unga stúlka út í heim til þess aö láta drauma sína rætast og þaö tókst. Nú, þrjátíu árum síðar fer hún yfir lífshlaup sitt í bókinni Thelma i sam- vinnu við Rósu Guðbjartsdóttur. Sjálfsagt eru margir sem hugsa með sér hvað rétt tæplega fimmtug konan geti haft merkilegt að segja. Allar slíkar hugsanir eru á brott þegar bókinni er lokað. Thelma hefur nefnilega lifað margt og merkilegt og þankagangur hennar á erindi til allra. Fyrir fjórum árum játaði eiginmaður hennar framhjáhald og veröldin hrundi í huga Thelmu. Hún fór þá að endurskoða líf sitt og eins og hún segir frá í formála fann hún að ræturnar voru á Islandi þrátt fyrir að hún hefði búið í áratugi erlendis. Og saga Thelmu Ingvarsdóttur hefst í Skerja- firðinum þar sem hún eyddi æsku sinni. Lýsing- ar hennar á æskuheimilinu eru hlýjar og nota- legar þótt peninga hafi oft skort. En peningar eru ekki allt og hún sannfærist um það þegar árin hða. Ásamt vinkonum brallar hún ýmislegt og binst þeim böndum sem halda enn í dag. Thelma fer ung að standa á eigin fótum íjár- hagslega og setur markið hátt. „Ég var ekki nema ellefu ára þegar ég setti framtíðardrau- mana niður á blað í skólanum... Ég vildi kom- ast áfram í útlöndum. Sautján ára fer hún til Danmerkur til þess að gerast fyrirsæta. Þar kynnist hún kærastanum sem fer með henni fyrstu sporin í London og París en hann getur ekki fylgt frama hennar eftir. Thelma kemst á forsíður helstu tískublaða heims og gatan er greið fram á við. Hún lítur samt á fyrir- sætustörfin sem vinnu fyrst og fremst, ekki upphefð. Og þess vegna nær hún langt og slepp- ur ósködduð frá frægðinni. Þegar best gengur í Thelma Ingvarsdóttir hefur getið sér gott orð í Austurríki fyrir hönnun sína. fyrirsætustörfunum kynnist hún ástinni í lífi sínu, Fredí Herzl, frá Austurríki. Alveg eins og hún helgaði sig vinnu helgar hún sig manni sínum og börnum sem innan fárra ára eru orðin fimm talsins. Allt er í góðu lagi næstu tuttugu árin. Eiginmaðurinn, börnin, húsið, garðurinn og íjölskyldan ganga fyrir öllu öðru í lífi hennar. Einn góðan veðurdag játar eiginmaðurinn framhjáhald og segist hafa átt viðhald síðustu þrjú árin. Og tilveran umhverf- is hana hrynur. Hún upplifir höfnun og niður- lægingu og verður líkamlega veik. En Thelma hefur að bera innri styrk og fetar sig áfram. Hún lætur gamla drauma um list- sköpun rætast og eins og áður náer hún tilsettum Bókmenntir Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir markmiöum. „Nýtt skeið hófst fyrir íjórum árum, þegar Fredí flutti af heimilinu. Ég lít svo á að áfallið sem ég varð fyrir hafi haft jákvæð áhrif á líf mitt þegar upp var staðið." Þaö aö Thelma skyldi sjá jákvæðu hliðarnar á áfalhnu er lýsandi fyrir þessa bók. Hún leggur gott orö til allra og reynir ekki einu sinni að draga eiginmanninn, sem sveik hana, niöur í svaðið. Lesandinn hlýtur að virða hana fyrir það að hún er samkvæm sjálfri sér í öllu sem hún gerir. Rósa Guðbjartsdóttir skráir frásögnina lipur- lega og vel. Hún heldur vel utan um persónurn- ar sem Thelma kynnir til sögunnar og lesandinn fær að vita afdrif þeirra. Bókin um Thelmu er skemmtileg og uppbyggileg saga um íslenska stúlku sem gleymdi aldrei uppruna sínum. Lokaorðin í bókinni eru lýsandi fyrir hana: „Lifðu lífinu eins og þú munir fara á morgun en verndaðu það eins og þú verðir hér um alla eilífð." Rósa Guðbjartsdóttir. Thelma. lóunn, 1992. Menning Sviðsljós Jólavaka Fríkirkjunnar Kirkjugestum Fríkirkjunnar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum á árlegri jólavöku sem haldin var um síöustu helgi. M.a. söng Fríkirkjukórinn, börn úr Flautuskólanum komu fram og þátt- takendur í barnastarfinu fóru með jólaguðspjallið. Ræðumaður jólavök- unnar þetta árið var útvarps- og sjón- varpsmaöurinn Eiríkur Jónsson. Einsöngvarar voru Bergþór Pálsson, Guðlaugur Viktorsson, Ragnar Dav- íðsson, Sigurður Steingrímsson, Sig- urjón Jóhannesson og Svava Ingólfs- dóttir. Börnin létu ekki sitt eftir liggja í jólavökunni. DV-myndir ÞÖK HLEÐSLURAFHLÖÐUR OG HLEÐSLUTÆKI SEM SPARA ÞÉR ÞÚSUNDIR KRÓNA! Bergþór Pálsson söng meó Fríkirkjukórunum. Borgartún 24 • 105 Reykjavík Sími: 91-626080 Gunnar Ásgeirsson hf. í stað þess að kaupa nýjar rafhlöður aftur og aftur er hér kjörin leið til sparnaðar. Kynntu þér kosti Sanyo Cadnica hleðslurafhlaða og hleðslutækja. Fjölbreytt úrval hleðslutækja og flestar gerðir rafhlaða til heimilis- og sérhæfðra nota oo VENJULEG RAFHLAÐA (LR6) SANYO HLEÐSLU- RAFHLAÐA (LR6) VERÐ U.Þ.B. 45 KR. 250 KR. ENDING 6 - 8 KLST. 6 - 8 KLST. HLEÐSLUR ENGIN 800- 1100 SINNUM VISTVÆN NEI JÁ SÁPlVO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.