Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992.
23
Menning
Gunnar Gunnarsson rithöfundur sendir frá sér tvær bamabækm’:
Fyrir nokkru var gefin út geisla-
platan Þegar þið eruö nálægt sem
innheldur tólf lög sem öil eru sam-
in af Ingva Þór Kormákssyni. Frek-
ar litið hefui' farið fyrir þessari
plötu enda hefur henni ekki verið
dreift í buðir fyrr en á slðustu dög-
um. Þegar þið eruð nálægt er gefin
út til styrktar félagsskapnum
Bamaheilium og var hún eingöngu
seid í gegnum síma til að byrja meö.
Ingvi Þór Kormáksson, sem á
heiðurinn af þessari plötu, hefur
áður sent frá sér plötur. Auk þess
að semja öll lögin semur hann þijá
texta en ljóð og textar eru annars
eför marga. Má neína að þama eru
lög við ljóð Hannesar Péturssonar,
Steinunnar Sigurðardóttur og
Geirlaugs Magnússonar.
Aðspurður sagði Ingvi Þór að sal-
an í áskrift heföi gengið mjög vel.
Um tilurö plötunnar sagði harrn að
í upphafi hefði verið ákveðiö aö
gera plötu til styrktar Barnaheill-
um en sá félagsskapur styður við
bakið á vegalausum bömum. Ljóð-
in vom valin með tilliti til þess að
þau tengdust bömum. „Tónlistin
sjálf er undir áhrifum frá suður-
amerískri tónlist," sagði Ingvi Þór.
„Aö vísu réöu ljóðin nokkuð ferð-
inni en síöan var látið vaöa á suð-
ur-ameríska stemningu. Ég vil taka
það fram aö Þegar þið eruð nálægt
er alls ekki barnaplata heldur er
verið að fjalla um börn. Þarna era
aö vísu lög sem börn hafa hrifist
af en lögunum er ekki beint að
smekk bama, miklu fremui' full-
Ingvi Þór Kormáksson, höfundur
laga á Þegar þid eruð nálægt.
orðinna."
Útsetningar á Þegar þið eruð ná-
lægt era gerðar af Stefáni S. Stef-
ánssyni en lögin era sungin af Agfi
Ólafssyni, Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur og Berglindi Björk Jónasdóttur.
-HK
Kannski uppgjör
við barnið í mér
Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefur hingað til ein-
göngu skrifað fyrir fullorðna. Nú hefur hann snúið við
blaðinu og sendir frá sér tvær barnabækur: Loksins gat
hann ekki annað en hlegið og Sterki Böddi og Breki.
Fyrmefnda bókin fjallar um Bangsa, tíu ára strák úr
Reykjavík sem hefur ákveöið að brosa ekki framar eða
hlæja vegna þess að honum finnst tilveran hundfúl. Pabbi
hans og mamma eru skilin, mamma tekin saman við
hálfvita og hann sjálfur er á leiö í sveit. Þar kynnist
hans hins vegar skemmtilegu og skrítnu fólki og furðu-
legum hestum sem gera ekkert nema að skemmta sér frá
morgni til kvölds. Aðalpersónan í Sterka Bödda og Breka
er Böðvar Böðvarsson, tíu ára sveitastrákur sem lendir
í ýmsu ásamt hesti sínum Breka þegar breytingar steðja
að íslenskum landbúnaði og foreldrar hans óttast að
þurfa að bregða búi. Afi Böövars kemur við sögu sem
og lögregluþjónar sem leggja leið sína í sveitina.
Gunnar Gunnarsson er í tvöfóldu hlutverki því hann
er einnig útgefandi bóka sinna ásamt þriðju barnabók-
inni, Ævintýri á ísnum, sem er eftir Guðlaugu Bjama-
dóttur.
Fyrir börn á barnaskólaaldri
Aðspurður hvers vegna hann fer allt í einu að skrifa
fyrir börn svarar Gunnar: „Ég hélt ég myndi aldrei skrifa
fyrir börn en svo kom það í ljós að þetta var eitthvaö sem
hafði beðið eftir að fá útrás og mér fannst mjög gaman
að semja þessar tvær sögur. Mér hefur alltaf fundist ég
vera barnalegur og kannski er þetta uppgjör við barnið
í mér. Annars vann ég þetta ekki einn, það voru tveir
teiknarar sem störfuðu með mér, Snorri Sveinn Friðriks-
son og Ólafur Pétursson, og eiga þeir sinn þátt í útkom-
unni.“
- Þarf að hugsa öðruvísi þegar skrifað er fyrir böm?
„Nei, ekki finnst mér það. Ég skrifa bækumar fyrir
börn á bamaskólaaldri en reyni samt að tileinka mér
tæpitungulaust mál. Og ég get alveg hugsað mér að full-
orðnir lesi bókina fyrir lítil böm og þá þarf sjálfsagt að
Gunnar Gunnarsson rithöfundur skrifar barnabækur i
fyrsta sinn.
útskýra einstök orð. En það er nú svo að þegar maður
byrjar að skrifa, hvað sem það er, þá tekur efnið fljótt
völdin."
- Telurðu að frumsamdar bamabækur fái sömu almenna
umfiöllun og önnur skáldrit?
„í raun veit ég það ekki en ég hef talað við aðra sem
hafa hugsað mikið um þessi mál og þeim finnst barnabók-
um of litill gaumur gefinn og aö ekki sé talað við höf-
unda bamabóka sem alvarlega þenkjandi fólk.
Barnabækur verða af einhveijum ástæðum að vera mun
ódýrari en aðrar bækur og það setur útgáfu á sfikum
bókum strax ákveðnar skorður." -HK
BÆKUR
/
i
i
Þorgeir Ibsen
Hreint
og beint
HREINT OG 0EltyT
LjOÐ OG LJOÐLIKI
oÞasuf&isi Obbesi
Hér ýtir nýr ljóðahöfundur úr vör með
Ijóðabók, sem hann kallar Hreint og
beint. Þar eru farnar troðnar slóðir í
hefðbundnum stíl, en nýstárlegum þó
um sumt. Höfundur á það til að víkja af
alfaraleið í ljóðum sínum, einkum í þeim
ljóðum sem hann nefnir Ijóðlíki en ekki
ljóð. En ljóðlíki hans eru þó allrar athygli
verð og standa vel fyrir sínu. Þar ber
kvæðið Minning greinilega hæst -
ljóðlíki eins og höfundur nefnir það - um
Stein Steinarr, um atvik úr lífi hans sem
er á fárra vitorði, atvik sem aldrei hefur
verið lýst áður eða frásögn um það á
þrykk komist.
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
VIKINGS
LÆKJARÍTT VI
NIÐJATAL GUÐRÍOAH EYJÓLFSOOTTUR
OG BJARNA HALLDÓRSSONAR
HREPPSTJÓRA A VIKINGSUFK.
LITLAR SÖCUR
&V&ISUA. PáU
Litlar sögur eru safn sextán sagna um
fólk og fyrirbæri og óvenjulegar hliðar
hversdagsleikans. Meðal annarra koma
við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrir-
myndarhúsmóðir, Herjólfur skósmiður,
Jóhanna af Örk, unglingurinn Gunnar og
ég. Farið er á tónleika á gulum Renault,
í leikhús, fylgst með kosningadegi, hlýtt
á söng fiskanna og horft á húsið málað
svart.
Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður
gefið út ljóðabókina Þú og heima og þýtt
bækurnar Kæri herra Guð, þetía er hún
Anna og Önnubók. Litlarsögur eru fyrstu
frumsamdar sögur hans sem dregnar eru
upp úr skúffu og koma fyrir augu
manna.
VI
í þessu sjötta bindi Víkingslækjarœttar er
2. hluti h-liðar ættarinnar, niðjar Stefáns
Bjamasonar. Þar sem ákveðið var að
rekja niðja hans fram á þetta ár, en miða
ekki eins og í fjórum fyrstu bindunum
við þau mörk, er æviskeið Péturs
Zophoníassonar setti verkinu, verður að
skipta niðjum Stefáns Bjarnasonar í
nokkur bindi, slíkur sem vöxtur ættar-
innar hefur verið. Rúmur helmingur
þessa bindis eru myndir.
Allsherjarnafnaskrá bíður lokabindis
útgáfunnar.
VIKINGSLÆKJARÆTT
PétuA,
SKUGGSJÁ
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.