Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Síða 11
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. 11 dv Merming Reagan og Gorbatsjov við Höföa. Fundur þeirra er einn merkasti atburður áranna 1986-1990 á íslandi. DV-mynd GVA Ný „Öld" fyrir fréttaþyrsta íslendingar eru með eindæmum fréttaþyrst þjóð. Það kemur meðal annars fram í miklum lestri dagblaða hér á landi. Með bókaflokknum „Öldin okkar“ fann Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi nýja leið til að svala enn frekar þessu fréttahungri. Síðan hafa mörg bindi bæst í safnið og hlotið ágætar viðtökur. Fyrsta „Öldin“ náði yfir þrjátíu ára tímabil, næsta tuttugu og sú þriðja tíu. Nýjasta bindið í þessum bókaflokki fjallar, eins og nokkur hin síð- ustu, einungis um minnisverð tíðindi fimm ára - hefst á ári leiðtogafund- ar Reagans og Gorbatsjovs, 1986, en endar þjóðarsáttarárið 1990. Þessi þróun er líklega í samræmi við þá staðreynd að mun fleiri fréttir birtast nú á hveijum degi en áður var. Höfundi slíkrar bókar er mikill vandi á höndum, bæði við val efnis og ritun fréttanna. Þetta á ekki síst við um hitamál sem mikið var skrifaö um í dagblöðin á sínum tíma, jafnvel vikum og mánuðum saman. Þá reynir verulega á hæfileikann til að koma öllum helstu upplýsingum fyrir í stuttu máli. Það tekst hér stundum vel en í sumum tilvikum vantar nokk- uð á. Eitt dæmi vahð af handahófi er uinOöllunin um Nýjan vettvang. Annað dæmi eru deilumar um sölu Útvegsbankans. Nafnbirtingar og myndatextar Margar fréttir ljölmiðla fjalla um hörmulega atburði, svo sem glæpi og Bókmenntir Elías Snæland Jónsson slys. Sú regla virðist ríkjandi hér að geta ekki nafna þeirra sem farast af slysfórum. Þó er sú regla ekki algild þvi í tveimur tilvikum er nafna látinna getið. Þarna ætti auðvitað að gæta samræmis. Sama á við um sakamál. Almenna reglan virðist sú hér að geta ekki nafna fómarlamba manndrápa. Þó er gerð undantekning í Stóragerðis- málinu. Sömuleiðis er yfirleitt ekki getið nafna þeirra sem dæmdir eru í umfangsmiklum sakamálum. Þó er það ekki heldur án undantekninga. Það er að sjálfsögðu alltaf matsatriði hvemig haga á nafnbirtingum í shkri bók en mestu máh skiptir að samræmis sé gætt í hvívetna. Áberandi er hversu htil rækt er lögð við myndatexta í þessu bindi Aldar- innar. Margar myndir em alveg án myndatexta en víða annars staðar er slíkur texti fátæklegur og aht að því undantekning ef birt em nöfn þess fólks sem á myndunum er - jafnvel þótt um þjóðkunna menn sé að ræða. Þetta er hvimleitt og verður vonandi fært til betri vegar næst. Þá er höfunda mynda hvergi getið né er heldur minnst á heimildimar sem textinn er unninn upp úr - en þær eru væntanlega dagblöðin. Þrátt fyrir þessa hnökra er sem fyrr gaman að rifja upp í nýrri „Öld“ meginatriði helstu fréttaviðburða nýhðinna ára. Öldin okkar. Minnisverð tiðindi 1986-1990. Nanna Rögnvaldardóttir tók saman. Iðunn, 1992. öió erum í jó/asfcapi ag tjóóum þa&& oegna, strakka- ^PILS á 390,- öinnic/ minnum oió á annur frábcer oeró i oer&/uninni, eins og .. Stórir treflar 299,- Sokkabuxur 149,- Flíseruð pils 995,- Klassískir kjólar 299,- Piaglalökk* 149,- Varlitir 179,- Líttu vih ag uih hjá/pum þér oá gera meira úr peningunuml Verslunin ALLT Dömudeild Sendum í póstkröfu IS: 78155 Völvufelli 17, Fellagörðum (á móts við Fellaskóla) *Mikið htaúrval Jólagjafir til heimilisins Postulínslampar m/handmáluðum skermum Morgunverðarborð Yfir 40 a< speglum Standspegill Sófaborð og smáborð miklu úrvali Opið alla daga kl. 10-21 húsgagnadeild við Fossvogskirkjugarð - simi 16S41 og 40500 AFGREIÐSLUTÍMI UM JÓLIN Aðfangadagur kl. 08.00-16.00 Jóladagur lokað Annar jóladagur kl. 14.00-03.00 Gamlársdagur kl. 08.00-16.00 Nýársdagur kl. 15.00-03.00 Söluturn myndbandaleiga ísbúð Laugavegi 118 SVARTI SVANUklNN simi 29622 oq 16040 T U □ $ A L G A □

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.