Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. 45 Sumir gleyma að lifa vegna þess að þeir hafa fest í eigin fortið. Löngu liðnir atburðir fá nýtt líf og mikilvægi. Þeir verða að endurfæddum risaeðlum í sálarlifinu sem lifa á óánægju, öfund og eftirsjá og dafna og vaxa eins og púki á fjósbita. Sumir lifa langa ævi á þessum nöglum fortíðarinnar og geta aldrei litið glaðan dag vegna sársauka og vanlíðunar sem rænir þá lit daganna og Ijósi sólarinnar. Einu sinni gengu tveir vel klædd- ir menn í einu úthverfa borgarinn- ar. Þeir voru ábúðarmiklir og ræddu saman á spekingslegan hátt. Skyndilega gengu þeir fram á hund sem lá á stétt við glæsilegt hús. Hann bæði ýlfraði og vældi, gelti og spangólaði og lét heiminn vita að sér hði ákaflega illa. Mennirnir stað- næmdust um stund og horfðu á hann. „Hvað ætli sé að þessum hundi?“ sagði annar fullur samúðar. „Hann Uggur á nagla,“ sagði hinn kæruleysislegri röddu. Þeir horfðu á dýrið um skeið en gengu síðan áfram og ræddu um stöðu himintungla, bókamarkaðinn og efnahagsöngþveitið. Hundurinn lá áfram á naglanum sínum og þjáð- ist á áhrifamikinn hátt. Margir eru þeir sem Uggja á nagla allt sitt líf. Þeir horfa um öxl og harma ótal ákvarðanir sem eitt sinn voru teknar. Margir sjá eftir þeim lífsfórunaut sem aldrei varð eða bölsótast yfir þenn leiðum sem ekki vorufarnar. „Bara ef ég hefði vaUð mér aðra vinnu, annan maka, önnur og betri böm, aöra menntun, annað hús- næði, annan bíl eða aðra lífsstefnu í upphafi!... Bara ef ég hefði aldrei fæðst/veikst/flutt/trúlofast eða eign- ast barn!... Bara ef aUt hefði farið á annan veg... - þá væri allt betra núna.“ Enerþettarétt? Svona hugsanir geta orðið að nögl- um sem standa í gegnum merg og bein sálarinnar. Menn Uggja á þess- um ófógnuði og láta naglana eyði- leggja fyrir sér aUa lifsnautn og gleði. Þeir gleyma að lifa vegna þess að þeir festust í eigin fortíð. Löngu Uðnir atburöir fá nýtt líf og mikU- vægi. Þeir verða að endurfæddum risaeðlum í sálarlífinu. Þær Ufa á óánægju, öfund og eftirsjá og dafna og vaxa eins og púki á fjósbita eftir Á læknavaktinni því sem fortíðarhyggjan verður þrálátari. Sumir Ufa langa ævi á þessum nöglum fortíðarinnar og geta aldrei Utið glaöan dag vegna sársauka og vanhðunar sem rænir þá Ut daganna og ljósi sólarinnar. Harmur og eftirsjá verða óaðskilj- anlegir hlutar daglegs lífs. Sumir eru svo langt leiddir að þeir geta ekki lengur Ufað án harms. Kristján Jónsson FjaUaskáld lýsn- þessu vel í einu kvæða sinna þegar hann segir: Éger fús og ég er trauður, ég ber glaður votan hvarm, ég er Ufs og ég er dauður, ég er sæU og bý við harm. Síðasta hendingin er stórbrotnust. Harmurinn verður uppspretta sælu. NagUnn í sálarholdinu verður for senda lífsins og gefur því gildi. Þetta verður skiljanlegt þegar menn íhuga þá umbun sem fólki hlotnast af stöðugum harmi og vanUðan. Þeir sem Uggja á nöglum harmsins fá athygli, umönnun, samúð og vel- vilja. Auk þess losna þeir viö þá ábyrgð sem fylgir daglegu lífl. Þeir takast aldrei á við vandamál dagsins vegna þess að þeir eru önnum kafn- ir við að fóðra risaeðlur gærdagsins. Eftir því sem risaeðlumar stækka gefst æ minna ráðrúm til að hugsa öðruvisi, axla ábyrgð, sinna dagleg- um störfum eða Ufa lífinu. Menn Uggja á naglanum sínum, aka sér á honum og njóta þeirrar fróunar sem vel fastur og hvass fortíðamagU hefurásálartötrið. Það eina sem hægt er að taka til bragðs er að standa upp af naglan- um, ýta honum tíl hUðar og hætta að gefa dinosaurus gærdagsins að éta. Fortíðinni verður ekki breytt og enginn getur nokkm sinni tekið aftur þær ákvarðanir sem eitt sinn hafa verið teknar. Þær urðu til vegna forsendna sem þá voru í gUdi en hafa breyst með tímanum. Það er tilgangslaust að ferðast fram og aftur um eigin ævi með forsendur Uðandi stundar í farangrinum og endurmeta aUar gamlar ákvarðanir í ljósi þeirra. Það er hoUara að hætta að veltast á naglanum en koma sér inn í núið og fara að lifa í því og njóta þess sem hver einasti dagur ber í skauti sér. Lífið er aUt of dýr- mætt til að eyða því Uggjandi á nagla. Betra er að standa upp og sætta sig við þá hluti sem enginn fær breytt og takast ótrauður á við vandamál Uðandi stundar. 1 JÓLASVEINAR ÁJÓLABÖLL SÍMI 621643 f Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur mánudaginn 21. des. kl. 15.30 í Sóknarsalnum. Fundarefni: Uppsögn kjarasamninga. Önnur mál. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast að heilsugæsluselinu á Laugarvatni frá 1. janúar 1993. Staðaruppbót - íbúð. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri í síma 98-68880, rekstrarstjóri í síma 98-65523 og oddviti Laugardals- hrepps í síma 98-61199. Bifreiðatryggingar Tilboð óskast í að ábyrgðartryggja bifreiðar og bifhjól í eigu rikis- sjóðs íslands. Útboðsgögn eru seld á kr. 2.000 á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. 12. janúar 1993 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. •' Hornsófi - Svef nsóf i Hornsófi - eitt handtak - svefnsófi. Hornsett 2 + horn + 3 í fjórum litum. Verð: staðgr. kr. 89.000,- Gott úrval af leðursófasettum og hornsófum í mörgum litum. Frábært verð. VALHÚSGÖGN - ÁRMÚLA 8 SÍMI 812275 - 685375 Visa raðgr. - Euro raðgr. afsláttur á takmörkuðum fjölda véla í skamman tíma EF ÞIG VANTAR HÁGÆÐA- UPPÞVOTTAVÉL Á ENN BETRA VERÐI ... . . . ER TÆKIFÆRIÐ NÚNA! ASKO ASKO760 6-manna. 8kerfi-45dB Kr. 42.370 stgr. ASKO770 6-manna. 10kerfi-41dB Kr. 47.990 stgr. ASKO1303 1 4-manna. 5kerfi-45dB Kr. 60.780 stgr. ASKO1403 14-manna. 8kerfi-41dB Kr. 66.920 stgr. ASKO1503 14-manna. 10kerfi-40dB Kr. 72.760 stgr. /FOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.