Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Menning Dæmigerð afþreying Þetta er samtímasaga og gerist í Vestmannaeyjum á fáeinum vik- um. Söguefnið er átök um völd og ástir og hefst þar sem gamall skip- stjóri á sjötugsafmæli. Hann er jafnframt smáútgerðarmaður en er að missa allt út úr höndunum. Systir hans og mágur reyna að svæla útgerðina undir sig en þau voru fyrir ríkasta fólkið í Eyjum. Sonardóttir þess gamla kemur í afmælið ásamt kærastanum, hún ílendist til að bæta rekstur fyrir- tækisins, en kærastinn fer til Reykjavíkur. Margtuggur Persónusköpun er afar flöt. Allt sem persónur gera er dæmigert, við vitum hvar við höfum þær allt frá fyrstu stund. Hér ríkja eftirfar- andi margtuggur: gamli sæfarinn raungóði, sem kippir sér ekki upp við neitt, en býr þó yfir leyndum harmi; kaldlynd, stjómsöm systir Bókmenntir Örn Ólafsson hans, sem kúgar alla íjölskyldu sína og okrar á nánustu ættingjum, en sér að sér þegar alvarlega bjátar á. Annar sonur hennar er alitaf með kjaft og glettni, hinn er upp- burðahtill en fastur fyrir þegar á reynir. Svo koma hlægilegu lögg- umar, alveg eins og í kvikmynd- inni Löggulíf eftir Þráin Bertels- Þráinn Bertelsson. Tvær frábærar bækur eftir verðlaunahöfundinn Þorgrím Þráinsson Bak við bláu augun Saga um nýnema í menntaskóla sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir og hafa þeir mörgum hnöppum að hneppa. Hver er þessi stúlka með fal- legu bláu augun? Hver er leyndar- dómur hennar og kemst hann nokkru sinni upp? Og hvað tekur bekkjar- bróðir hennar til bragðs til að vinna hylli hennar? Góð bók frá Fróða FRÓÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Lalli ljósastaur Hvað tekur ósköp venjulegur strák- ur til bragðs þegar hann lengist allt í einu og verður eins stór og ljósa- staur? Engin föt passa á hann lengur og það eru heldur ekki til nógu stórir skór á hann. Gerist hann kannski körfuboltahetja í Bandaríkjunum eða vill hann allt til vinna að verða venjuleg- ur strákur á nýjan leik? son. Eða þá ástarþríhyrningur- inn. Hún er ung og fögur, hefur jafnframt bein í nefinu og er viö- skiptafræðingur, trúlofuð lög- frasðingi, ungum uppa, sem horf- ir meö fýlu á slordónana í Vest- mannaeyjum. Gegn honiun rís svo bráðmyndarlegur, traustur skipstjóri, sem hefur ratað í ógæfu og verið óreglumaður um tíma, en síðan rétt úr kútnum, og „tekur nú einn dag í senn“. Lesendur geta rétt ímyndað sér hvemig fer þegar þessir menn keppa um konuna. Höfundur hefur sagt svo frá að þessi saga sé samin upp úr drög- um sem einnig urðu að kvik- myndahandriti. En satt að segja er hún líkust því að vera samin upp úr kvikmyndahandriti, án verulegra breytinga. Þvi í henni úir og grúir af lýsingum á hreyf- ingum fólks og gerðum sem eru nauðsynlegar í kvikmyndahand- riti en alveg tilgangslausar í skáldsögu, a.m.k. í þessari. Söguháttur Sömuleiðis hefur höfundur sagt að sögumanni hafi veriö bætt inn í efitir á, og því trúi ég betur. Hann virðist eiga að skapa fjarlægð við söguefnið, því sjálf- ur er hann frábitinn veraldar- vafstri og ástamálum. Tíðar ætt- fræðiþuiur hans skapa nokkurn sögulegan bakgrunn fyrir per- sónur sögunnar. En þær eru þó langt umfram þetta hiutverk í heildinni, oft eru þær ekki til annars en að gera þessa persónu sérkennilega, skrítna. En hann hefur ekki nein dýpri tengsl við efnið, því verða þær svo dlgangs- lausar að þær verða oft ansi leið- inlegar. Annars er sjónarhomið síður en svo bundið við það sem þessi sögumaður getur heyrt og séð, hvað þá við sjónarmið hans. Alveg eins er sagt frá tali tveggja í flugvél hátt yfir Eyjum eða gerð- um og svipbrigðum eins manns. Það fylgir þessari sögugerð töluverð tilfinningasemi í öllum klisjunum, t.d. í bókarlok, þegar stúlkan fær hljómsveit til að leika fyrir afa sinn þar sem synir hans tveir fórast (bls. 202): „Ég gleymi seint þessum kon- sert, söltum sjávarilmi, sólskini og gjálfri bárunnar sem truflaði mig í takti til að byija með en svo fannst mér hafið hljóðna og fuglamir þagna og tónlistin ríkti yfir hafi og eyjum. Sá gamli leit á Malínu og hvíslaði: Handa mér? Fyrir hafið, hvíslaði hún á móti. Það blikaði á hafiö og skýin sigldu um himininn og Siguijón í Ægisdyrum hvarf mér sjónum og ég sá gamlan mann sitja í fjö- mborðinu og það ghtraði á tár í augum hans.“ Dallas Ofan á fyrrgreind átök bætast dularfullt innbrot og skjala- brenna. En öll átök gufa upp, enda í sátt og samlyndi. í stuttu máli sagt er þessi saga dæmigert afþreyingarrit, öðra nafni sjoppurit, það byggist á því að lesendur fái bara staðfest það sem þeir þóttust vita allt fyrir. Sjálfsagt er markaöur fyrir slíkar bækur, jafiivel þörf. Hví skyldu þá ekki íslenskir höfundar skrifa slíkt, í stað þess bara að þýða það, varla er verra að íslenskir lesendur fái slíkt efni í íslenskum aðstæðunf heldur en alltaf um hina nafiitoguðu Ewing-fiöl- skyldu í Dallas og ámóta fólk. Og hví skyldi ekki Þráinn mega hafa tekjur af slíku? En bókmenntir varðar það auðvitað ekkert. Þráinn Bertelsson: Sigla himinfley. Skjaldborg 1992, 203 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.