Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. 63 Tommi og Jenni á íslandi Tvær aí ástsælustu persónum i sögu teiknimyndanna, Tommi og Jenni, eru komnir til íslands. Þeir voru i Kringlunni í gær og nutu þar mikilla vin- sælda yngstu kynslóðarinnar sem hér þyrpist að Jenna. í dag, laugardag, liggur leiðin til Akureyrar en á sunnudag verða þeir félagar aftur komnir til Reykjavíkur. DV-mynd BG Markús Öm Antonsson: Ómerkilegar dylgjur hjá Brim* borgarmönnum - villaðþeirnafngremiþannborgarráösmann „Ég veit ekki á hverju þetta bygg- ist. Það hefur komið fram í bréíi frá þeim að einn borgarráðsmaður sé vanhæfur. Þeir tilgreina þetta ekkert frekar og mér þykja þetta vera ómerkilegar dylgjur í garð borgar- ráðsmanna að þeir skuli ekki rökstyðja þetta og nanfgreina þann sem við er átt,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri en í bréfi sem Brimborg hefur sent öllum borgar- fulltrúum er sagt að einn borgarráðs- maður sé vanhæfur í lóðamálinu, það er þegar ákveðið var að svipta Brimborg lóðinni að Suöurlands- braut 56. Heimildir DV herma að þeir eigi við Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son. „Ég kannast ekki við að þessir menn hafi verið hér í Ráðhúsinu og ég hef ekki hitt neinn frá MacDon- ald’s. Þegar ég grennslaðist frekar fyrir um þetta kom í fjós aö það hef- ur enginn í nafni Reykjavíkurborgar tekið á móti þessum mönnum. Það hefur hins vegar verið upplýst í borg- arráði og það vissi Ólína Þorvarðar- dóttir mjög vel að umboðsmenn Mac- Donald’s hafa komið í viðtal til borg- arfulltrúans Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar en hann er með viðtöl tvisvar í viku hér í Ráðhúsinu. Þeir sem koma í þannig viðtöl eru ekki í opin- berum heimsóknum eða í sérstökum heimsóknum til Reykjavíkurborg- ar,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri um þá fullyrðingu Ólínu Þorvarðardóttur að fulltrúum Mac- Donald’s hafi verið boðið til veislu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Borgarstjóri leggur áherslu á að um tvö mál sé að ræða. Annað máhð er afturkall á lóðinni og hitt er út- hlutunin til MacDonald’s. „Það skýt- ur skökku við að fulltrúi Nýs vett- vangs, Ólína Þorvarðardóttir, skuh vera að efast um réttmæti sviptingar- innar og vilja um leið að lóðin verði auglýst og seld hæstbjóðanda." -sme Um 800 milQónir f ara í jólabækurnar - útlit fyrir 5-10% samdrátt í bókasölu Samkvæmt úttekt DV, sem byggist á upplýsingum um markaðshlutdeild og veltu stærstu bókabúöanna í des- embermánuði, verður bókasalan fyr- ir jóhn 700 til 800 milljónir króna. Að mati forleggjara og bóksala sem DV talaði við má þó búast viö 5 til 10% samdrætti í bókasölu frá því í fyrra. Það megi fyrst og fremst reKja til almenns efnahagssamdráttar. Margir voru á því að bókin komi yfirleitt vel út þegar efnahagssam- dráttur ríkir miðað við aðra smá- söluvöru og einn benti á að bókin sé til dæmis að auka við sig í jólaversl- uninni í Noregi núna. Hjá Félagi ís- lenskra bókaútgefenda var engar upplýsingar að fá um sölutölur. Nú er aðalsölutími bókanna hafinn en oft er tahð að rúmlega 30% af bóksölunni fari fram síðustu sex verslunardaganafyrirjóhn. -Ari Halldór Ásgrímsson um skattafrumvarpið: í ófríði við öll helstu hags- munasamtök í landinu - skynsamleg leið, segir Vilhjálmur Egilsson Skattafnunvarp ríkisstjórnarinn- ar var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Af málflutningi manna að dæma verður enginn friður um frumvarpið á Alþingi. „Það versta við þetta skattafrum- varp er að þaö er gevt í ófriði við öll helstu hagsmunasamtök í landinu; samtök launþega og samtök vinnu- veitenda. Á sama tíma standa fyrir dyrum erfiðir kjarasamningar þann- ig að mér er það ljóst að þetta mál á eftir að breytast. Skattlagning lág- tekjufólksins er of mikil. Það eru lagðar of miklar byrðar á atvinnu- greinar sem eru að vaxa sem mun meðal annars hafa þau áhrif að fram- ganga ferðaþjónustunnar mun stöðvast. Því hefur þetta frumvarp mjög slæm áhrif á atvinnulífið sem aftur mun draga úr þjóðartekjum. Það mun því ekki hafa jafnmikil áhrif til bóta á hag ríkissjóðs og gert er ráð fyrir en minnka alla verð- mætasköpun í þjóðfélaginu," sagði Hahdór Ásgrímsson í samtah við DV en hann er talsmaður stjórnarand- stöðunnar í skattamáhnu. „Ef á að fella niður aðstöðugjaldið, sem kostar rúma 4 milljarða, þá verður að hækka tekjuskatt einstakl- inga á móti. Ríkisstjórnin valdi þá leið að taka líka hluta þess út í hækk- un virðisaukaskatts. í hækkun tekju- skatts er farin blönduð leið. Það felst í hátekjuskatti, 1,5 prósent hækkun tekjuskatts og smálækkun á per- sónuafslætti. Ég held að þetta sé skynsamleg leið, skynsamlegri en að skera líka bamabæturnar eins og th stóð áður en persónuafslátturinn var lækkaður. Ef farið hefði verið út í það að hækka bara skattaprósentuna th að mæta aðstöðugjöldunum þá hefði hún farið í um 45 prósent og verið orðin óskynsamlega há. Þá hefði enginn munur verið orðinn á dagvinnu og aukavinnukaupi fólks. Ef Alþýðusambandið ætlar í ein- hverjar aðgerðir þá verði það ekki vegna þessa, heldur efnahagsaðgerð- anna í hehd sinni,“ sagði Vilhjálmur Eghsson, talsmaður stjórnarflokk- anna í skattamálinu. -S.dór Fréttir Falsaðar ávísanir * ellefu mánuðir Töluverð aukning hefur orðið á ávísanamisferh á þessu ári miðað við árið í fyrra. í fyrra bárust Rannsókn arlögreglu ríkisins ahs 2043 falsaðir tékkar en fyrstu 11 mánuði þessa árs voru þeir orðnir 2808 talsins. Samkvæmt upplýsingum frá RLR er það mikið sama fólkið sem falsar ávísanir, fólk sem kemur aftur og aftur við sögu lögreglu. Það notar ávísanafalsið gjarna ásamt innbrot- um th að fjármagna fíkniefnakaup og óreglu. Margir nota þá aðferð að fylla tékka út heima og koma svo og framvísa þeim með falsnöfnum í verslunum. -ból Klipptur úr bfl Harður árekstur þriggja bha varð á Nýbýlavegi við gatnamót Auð- brekku seint í fyrrakvöld. Kalla þurfti á tækjabíl slökkvihðsins th að skera ökumann eins bílsins út úr brakinu. -ból Roland EP-3 29.200,-stgr. HP-1700126.600,-sfgr. FP-8 142.550,-stgr. EP-5 38.950,-stgr. HP-2700160.100,- stgr. KR-650 161.920,-stgr. EP-7 58.300,-stgr. HP-3700191.700,-stgr. KR-3500198.400,-stgr. || Roland digital (stafræn) píanó hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hér á landi sem og erlendis. Þau eru nú þegar í notkun í tónlistarskólum, heimahúsum, veitingastöðum, hljómsveit- um og víðar. Þau eru öll með ásláttarnæmi, MIDI-tölvuteng- ingum og síðast en ekki síst innstungu fyrir heyrnartól svo hægt er að iðka tónlist hvenær sólarhringsins sem er án þess að ónáða aðra. Roland píanó þarf aldrei að stilla. Roland píanó, raunhæfur valkostur. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.