Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. * 15 „í guðanna bænum reddaðu mér einhveiju handa konunni. Þetta var dáhtið erfitt í gær og nótt, skil- urðu?“ Þetta var algeng upphrópun manna á aðfangadag og mér í bamsminni frá því að ég aðstoðaði sem búðarloka í raftækjaverslun foreldra minna í jólaati fyrr á árum. Ég skildi auðvitað ekkert, saklaust bamið, en sá þó að eitt- hvað var að. Viðskiptavinimir, all- ir karlkyns, komu í verslunina rétt um það bil sem loka átti í hádeginu á aðfangadag eða jafnvel eftir lok- un og börðu þá ákaflega. Þeir áttu það sameiginlegt, þessir viðskipta- vinir, að vera svolítið rauðeygðir, hásir og jafnvel órakaðir. Undan- tekningarlítið lagði af þeim kaup- staðarlykt Örðug Þorláksmessa Foreldrar mínir sáu aumur á þessum eiginmönnum sem vom svona seinir og hleyptu þeim inn. Þetta vom lika góðir viðskiptavin- ir. Þeir keyptu hvað sem var bara til að bjarga hjónabandinu. Ég skildi það ekki þá en þykist sjá það núna að Þorláksmessa hafi reynst þeim örðug. Það var dálítið til siðs í miðbænum á þeim tíma að vökva lífsblómið. í gleðinni sem fylgdi gat það gleymst aö kaupa jólagjöfina handa betri helmingnum. Verra var þó að vakna ekki á aðfangadag til þess aö kippa málum í lið. Ég sé þaö núna að foreldrar mínir hafa áttað sig á stöðu þessara manna og því viljað liðsinna þeim. Örugg sala „Hvað má bjóða herranum, sagði pabbi, sem gat verið lunkinn sölu- maður þegar sá gállinn var á hon- um. Hann vissi sem var að maður- inn færi út með gjöf frúarinnar. Hann átti ekki í önnur hús að venda. Víst var það galli fyrir timbraðan eiginmanninn að ekki var um gjafabúð að ræða heldur verslun með rafmagnsvír og heim- ilistæki. Ekki þýddi að bjóða manngarminum vír og tengi. Það voru því heimilistækin sem ein komu til greina. „Konan á þetta víst allt saman,“ sagði maðurinn og horfði vonlítill á straujám, hár- liðunartæki og hrærivélar. Það ber að taka það fram að þetta var á þeim árum þegar konumar áttu án Krómí nokkurs vafa heimilistækin. „Hvað með nýjan hraðsuðuketil eða gufu- straujám?“ spurði pabbi og vissi í huga sér að betra var að byija á ódýrari tækjunum. Eiginmenn í þessari stöðu hugsa nefnilega eftir öðrum brautum en venjulega. Það brást ekki að þeir hækkuðu boðið. „Ætli það sé ekki rétt að líta á hrærivélamar og ryksugumar," sagði maðurinn. Hrærivél með spariútliti „Líttu á þessar," sagði pabbi og benti manninum á hvítar hefð- bundnar hrærivélar. Hann vissi nokk hvað hann var að gera. Nær öruggt var að kona mannsins átti einmitt svona hrærivél á heimili þeirra bjóna. „Nei, ég held ekki,“ sagði maðurinn. „Þá þurfum við einhvem stæl,“ sagði pabbi. Hann átti venjulega á lager örfáar hræri- vélar með spariútliti, í fiörlegum litum eða jafnvel krómaðar. Þessar hrærivélar seldust ekki endranær. Innvolsið í þeim var hið sama og í hvítu vélunum og fylgihlutimir líka. Liturinn og krómið hækkaði þær hins vegar verulega í verði. Skynsamar húsmæður keyptu því auðvitað hvítar og ódýrar hræri- vélar. Það sama átti ekki við um rauðeygða eiginmenn eftir lokun á aðfangadag. „Ég tek þessa króm- uðu,“ sagði maðurinn. „Það verður að fá einhveija birtu í eldhúsið." Enberjapressu? „Það er nú líkast til,“ sagði pabbi sem hafði lesið stöðuna rétt. „Eig- um við ekki að bregða jólapappír utan um maskínuna?" Það var gleðisvipur á manninum þegar hann kvaddi með krómaða hræri- vél í jólapappír. Hann gekk örugg- um skrefum í átt að Bankastræt- inu. Ekki er gott að segja hvemig konan tók gjöfinni. Vonandi vildi hún líka birtu í eldhúsið. Verra er að segja til um viðbrögð annarrar eiginkonu. Hennar maður kom lika gjöf að ekki sé nú minnst á króm- aða hrærivél. Raðgjafir Og hvað er þá til ráða? Föt þori ég ekki að kaupa á hana. Hún held- ur þvi ffam að ég hafi undarlegan fatasmekk og vilji helst ganga um eins og skreytt jólatré. Það er auð- vitað firra. í upphafi búskapar, meðan ég hafði enn kjark og þor, laumaði ég matreiðslubók í jóla- pakkann. Eg hef ekki lagt í neitt svo róttækt síðan. Eitt sinn hljóp þó á snærið bjá mér. Hún benti mér á bijóstnælu sem henni þótti falleg. Ég setti upp pókerandlit og gaf lítið út á þetta. Hún er þvi vön og þvi kom það henni á óvart þegar hún fann næluna í jólapakkanum. Þama lék ég snilldarleik og ekki var það síðra að nælan tilheyrði ákveðnu munstri hjá gullsmiðnum. Um næstu jól gat ég gefiö konunni hring í stíl, eymarlokka þamæstu jól og armband ári síðar. Meðan á þessu stóð var ég mjög öruggur með sjálfan mig. En þar kom að ekki vom fleiri útlimir á konunni til að hengja þetta glingur á. Þar með var ég aftur kominn í sama vandann. Uppgjöf í seinni tíð hef ég raunar gefist upp í þessum jólagjafavanda mín- um. Ég fylgist grannt með óskum konunnar á jólafostunni. Þá finnst henni gaman að fara í tuskubúðir í Kringlunni og á Laugaveginum. Sérstaklega finnst henni áhugavert að fara í eina búð með skrítnu nafni þar sem á boðstólum er enn furðu- legri klæðnaður. Hún dregur mig stundum með og biður mig ábts á hinu og þessu. Eg játa það í hrein- skilni að mér finnst flestar þessar flíkur óttalegt húmbúkk. Ég vil þó ekki særa konuna og ekki heldur afgreiðslustúlkuna, sem raunar er vinkona okkar hjónanna. Ég segi því að þetta sé svo sem ágætt og fletti nokkrum herðatijám um leið, svona til þess að sýnast ekki áber- andi lífsleiður. Komi það hins veg- ar fyrir að hún handleiki flík sem mér líst þokkalega á þá stekk ég á dæmið. „Ég gef þér þetta í jólagjöf ef þú pakkar þessu sjálf inn.“ Óbein ábending Þetta er mjög hagkvæm lausn. jólapappír Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri eftir lokun á aðfangadag og fór út með beijapressu í jólapappír. Hún haföi ekki selst í mörg ár. Erfittaðveljagjöf Þessir góðu menn koma mér í hug núna rétt fyrir jólin vegna þess að ég hef fulla samúð með þeim. Það er nefnilega erfitt að velja gjöf sem hentar konunni. Ekki það að ég sé fullur á Þorláksmessu. Því fer fiarri. En þetta vefst fyrir mér allsgáðum. Minnugur þessara ágætu manna, sem keyptu gufu- straujám, brauðrist, hraðsuðuketil eða hrærivél, þá hef ég boðist til að gefa konunni heimilistæki í jóla- gjöf. Hún þvertekur fyrir það. Segir það alls ekki koma til greina að fá í jólagjöf einhver apparöt sem séu fýrir alla. Hún eigi ekkert frekar brauðristina en ég. Innra með mér veit ég að þetta er rangt b)á henni. Auðvitað eru þetta hennar tæki. En ég þori ekki að hafa orð á því og allan okkar búskap hef ég ekki árætt að gefa henni straujám í jóla- Eg er laus út úr jólagjafavandanum og konan fær flík sem hugur henn- ar gimist. Auðvitað má segja að þetta sé hálfhallærislegt hjá mér og lýsi ekki mikilli hugmynda- auðgi. En einu má ekki gleyma á þessum síðustu krepputímum. Hugsanlegt er að konan hefði keypt þessa tusku hvort sem var. Hún hefði því skrifast á sameiginlegan krítarkortareikning okkar. Með lagi má því segja að mér hafi tekist að koma því svo fyrir aö konan kaupi sjálf handa sér jólagjöfina. Þessi lausn gengur þó varla til frambúðar. Konan hefur betra fiár- málavit en ég og hefur því án efa fyrir löngu séð í gegnum þetta fiff mitt. Þetta marka ég af því að hún orðaöi það pent viö mig á dögunum að vinkona sín ein hefði fengið frá sínum manni demantshring með mjög stórum hreinum demanti. Ég skil nú fyrr en skellur í tönnum. Konan lét það fylgja sögunni að aðfangadagur væri á fimmtudag- inn. Eins og ég vissi það ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.