Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Sérstæö sakamál Ákærður fyrir að myrða dóttur sína Blake Richardson. Þann 20. janúar 1986 kom Blake Richardson, þá íjörutiu og sex ára, fyrir rétt á Englandi, sakaður um að hafa myrt dóttur sína. Ákæran var byggð á atriðum sem rann- sóknarlögreglufulltrúinn Hugo Allan gerði grein fyrir þegar hann kom í vitnastúkuna, en frásögn hans var í meginatriðum sú sem hér fer á eftir. Kom ekki heim úr skóla Klukkan hálfsjö að kvöldi 12. júlí 1985 var hringt til lögreglunnar í Mosley í Birmingham. í símanum var Verena Richardson, fjörutíu og eins árs, en hún bjó við Benacre Road í Mosley. Tilkynnti hún að dóttir hennar, Annabelle, hefði ekki komið heim úr skólanum þennan dag, en venjulega væri hún komin heim stundarfjórðungi yfir fjögur. Frú Richardson sagði að hún hefði hringt til nokkurra skólasystkina dótturinnar til að spyijast fyrir um hana, en sér hefði verið sagt að nemendumir hefðu verið sendir heim í hádeginu vegna verkfaUs kennara. Þá hefði hún hringt til mannsins síns fyrrver- andi, Blakes Richardson, til þess að spyrja hann hvort hann hefði heyrt í dóttur þeirra. Hann hefði þá sagt sér að Annabelle hefði kom- ið tii hans fyrr um daginn og að hann hefði eitið henni nær alla leið heim að dyrum hjá henni þegar klukkuna vantaði fimmtán mínút- ur í þijú. Staðfesting fæst Rannsóknarlögreglan yfirheyrði nú Blake Richardson. Hann skýrði þá frá því að dóttir hans hefði hringt til hans og spurt hvort hún mætti koma til hans. Hefðu þau hist heima hjá honum um eittleytið og borðað hádegisverð saman. Þá hefði hún spurt hann hvort hann vildi gefa henni tuttugu pund svo að hún gæti keypt sér lítið hljóm- flutningstæki af þeirri gerð sem ganga má með. Blake Richardson sagðist hafa svarað því játandi og hefði hann síðan ekið dóttur sinni að verslun í Birmingham og beðið fyrir utan í bláum Ford Sierra-bíl sínum með- an hún keypti tækið. Hefði klukkan þá verið tuttugu og fimm mínútur gengin í þijú. Lögreglan leitaði til afgreiðslu- manns verslunarinnar og minntist hann þess bæði að hafa afgreitt stúlkuna og séð bláan bíl af Ford Sierra-gerð bíða fyrir utan á með- an. Þá kom tíminn sem afgreiðslu- maðurinn nefndi heim og saman við þann sem Blake Richardson hafði nefht. Ekki bar þó öllu saman Akærandinn í málinu, Aistair Madden, beindi þeirri spumingu til Hugos Allan rannsóknarlögreglu- fulltrúa hvers vegna Richardson hefði verið handtekinn. „Þótt menn okkar gengju milli húsa við Benacre Road og spyrðu hvort einhver hefði séð Blake Ric- hardson koma akandi með dóttur sína tókst ekki að finna einn ein- asta sem það hafði séð. Voru þó margar húsmæður á ferð þama um götuna á þessum tíma,“ svaraði Allan. Aftur á móti kom fram vitni sem hafði lesið um máhð í blaði. Það sagðist hafa séð unga stúlku, sem svaraði til lýsingarinnar á Anna- belle, stíga inn í bláan Ford Sierra- bíl á þjóðveginum nærri Chad Val- ley. Vitnið, Conor McArdle, kom í vitnastúkuna og endurtók þar framburð sinn. Hann hélt fast við að hann væri viss um klæðnað stúlkunnar, merki og lit bílsins og að á númeraplötunni hefði staðið bókstafurinn B. En B var einmitt á fmna á númeraplötu bíls Richard- sons. Breyttfrásögn -vitnivantar Lögreglan bað Blake Richardson að gera grein fyrir ferðum sínum umrætt síðdegi. Hann svaraði þvi þá til að hann hefði farið til tveggja fyrirtækja í viðskiptaerindum. Fyrirspumir hjá þeim leiddu í ljós að þangað hafði hann komið, en ekki síðdegis umræddan dag held- ur fyrir hádegið. Richardson breytti nú framburöi sínum. Hann kvaðst hafa verið þreyttur og illa upplagður um- ræddan dag og því hefði hann tekið sér fri eftir hádegið. En þar eð hann óttaðist að missa starfið kæmi það í Ijós hefði hann sagt ósatt til um hvenær hann hefði farið í fyrirtæk- in tvö. í raun hefði hann ekið út fyrir borgarmörkin, á friðsælan stað, þar sem hann hefði leyst krossgátur fram eftir degi. Lögreglan lýsti eftir vitnum sem hefðu séð hann á umræddum stað, en enginn gaf sig fram þótt hann segðist hafa verið þar í um tvo tíma. Gamaltmál rifjað upp Þetta var þó ekki eina ástæðan til þess að lögregluna gmnaði að Blake Richardson hefði myrt dótt- ur sína. Verena, fyrrum kona hans, hafði skýrt frá því að Blake hefði fyrrum verið kennari í Northampton. í apríl 1979 hefði hann verið sakaður um að hafa áreitt fimmtán ára stúlku kynferðislega. Þá hefði verið fallið frá ákæru því talið hefði ver- ið að ásökunin ætti ekki við rök að styðjast. Maður hennar hefði þó hætt störfum við skólann í október það ár og þau hefðu síðan flust til Mosely þar sem hann hefði fengið það starf sem hann hefði nú. Ver- ena dró ekki dul á að hún teldi að maöur hennar fyrrverandi hefði verið sekur um það sem á hann var borið í Northampton og jafngilti brottflutningurinn þaðan í raun viðurkenningu á því. Saksóknaranum var vel ljóst að þar eð engin ákæra var birt hafði þetta mál enga lagalega þýðingu í tengslum við ákæruna fyrir morðið á Annabelle. Hann lagði hins vegar nokkrar spumingar um það fyrir Blake Richardson í réttinum, aug- ljóslega til að sýna að hann væri vel líklegur til þess sem hann var nú sakaöur um. Nánari skýringar Blake Richardson gaf þá skýr- ingu á því að hann hefði farið frá Northampton að hann hefði verið orðinn þreyttur á kennslu og laun- in hefðu verið lág. Ræða veijanda þótti ekki góð og hann gerði líka mistök. Hann lýsti þvi hve mjög ákærða hefði þótt vænt um dóttur sína. Nefndi hann hljómflutningstækið í því sam- bandi. Saksóknara tókst að hagnýta sér þessa sögu með því að láta að því liggja að tækið hefði verið gjöf sem hefði í raun verið ætlað að að lokka Annabelle. Á fjórða degi réttarhaldanna tókst verjanda loks að vinna dálít- inn sigur er hann fékk vitnið Conor McArdle til að viðurkenna að hann hefði séð það sem hann sagðist hafa séð til Blakes Richardson og Annabelle er hann hefði ekiö þeim hjá á um eitt hundrað kílómetra hraöa. Eftir nokkrar harðar spum- ingar viðurkenndi McArdle að lýs- ingu sína á klæðnaði Annabelle og bflnum hefði hann í raun haft úr blöðunum. Óvæntendalok Þegar fimmti dagur réttarhald- anna rann upp var komið að veij- anda að draga saman i lokaræðu það sem hann vfldi segja við kvið- dómendur. Þótti hún ekki sérstak- lega sannfærandi. Saksóknarinn lét hins vegar ekki deigan síga og sagði ekkert að marka stóran hluta framburðar Blakes Richardson. Ljóst mætti vera að hljómflutningstækið hefði verið gjöf sem gefin hefði verið í þeim tilgangi að fá Annabelle upp í íbúð föðurins, þar sem hann hefði ætlað sér að „gera eitthvað". Þótt ekkert lík hefði fundist væri ljóst að Annabelle væri látin því annars hefði hún fyrir löngu skflað sér heim. Lík hennar hefði hins vegar ekki fundist. En dáin væri hún því faðir hennar hefði myrt hana. Hver úrskurður kviðdómenda hefði orðið í þessu mjög óvenjulega sakamáh skal látið ósagt. En hann var aldrei kveðinn upp. Og ástæðan var sú að „likið“, Annabella, gaf sig fram. Var hún bráðlifandi og við bestu heilsu. Sögulok Anabelle Richardson sagði að hún hefði ákveðið að stijúka að heiman og fara til London. Hún hefði beðið foður sinn um að gefa sér peninga tfl að kaupa hljóm- flutningstækið litla, en í raun hefði hún aldrei ætlað að kaupa það, aðeins að útvega sér fé til ferðar- innar. Hann hefði hins vegar boðist til að aka henni í verslun þar sem slík tæki vom seld og til að vekja ekki grunsemdir hans hefði hún þegið það boð. Hefði hún hugsað sér að selja tækið þegar hún kæmi til London og það hefði hún svo gert. í London sagðist Annabelle hafa tekið upp nýtt nafh og síðan fengið starf á hamborgarastað. Það hefði svo verið fyrir hreina tilviljun að hún hefði séð dagblað þar sem sagt var frá þvi að faðir hennar væri fyrir rétti, sakaður um að hafa myrt hana. Eftir að Blake Richardson var látinn laus skýrði hann frá því að gamla ákæran í Northampton hefði verið hefnd skólastúlku sem hann hefði gefið lága einkunn. Ýmsir hefðu hins vegar litið þannig á að hann væri sekur um að hafa sýnt stúlkunni kynferðislega áreitni. Þetta hefði gert sér erfitt að halda áfram kennslunni og því hefði hann ákveðið að segja lausu starf- inu og flytjast til Mosley. „Því miður var konan mín meðal þeirra sem töldu mig sekan,“ sagði Richardson, „og það leiddi tfl skfln- aðar okkar. Óg það var einmitt af- staða hennar til þess máls sem fyllti hana grunsemdum í þetta sinn svo hún tók afstöðu með þeim sem héldu mig nú sekan um að hafa myrt Annabelle. Ég er búinn að fyrirgefa Annabelle að hafa blekkt mig og hlaupist að heiman, enda gat hún vart séð fyrir að það hefði þessar afleiðingar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.