Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. sagöi mér, aö allt sem ég myndi væri úr eigin reynsluheimi. Einhverjar sterkustu minningarn- ar voru frá lífi mínu í Rússlandi. Aldrei mátti ég heyra neitt sem líkt- ist hjölluhljómi án þess aö muna þaö líf. Sá ég sjálfa mig sitja á sleða, og við hhð mér var maður. Bæði vorum við dúðuð í skinnfeldi enda nistings- kuldi. Langt í fjarska sá ég hús og stefndum við að þeim. Sleðinn rann á miklum hraða yfir snæviþakta jörðina, og stöðugt khngdi í bjöllu sem fest var á sleðann. Þessa sýn sá ég oft og fleiri sem ég tengdi lífi mínu í Rússlandi. Árið 1991 fór ég í dá- leiðslu hjá miðlinum Ray Wilhams, og í dásvefninum sagði ég honum frá þessu lífi mínu í Rússlandi. Gaf ég upp nafn og sagði frá heimihshögum mínum og lífi í smáatriðum. Ég virt- ist vera vel inni í landsmálum, og kom í ljós að það sem ég sagði stóðst fuhkomlega. Þarna fékk ég mörgum árum síðar staðfestingu á að það sem ég sá sem barn var óhrekjanlegt. Nunna í New Orleans Önnur sterk forlífsminning er frá lífi mínu sem nunna í New Orleans í Bandaríkjunum. Þessi forlífsminn- ing sem ég hef haft frá bamæsku er mér mjög kær, trúlega hefur mér lið- ið vel og verið hamingjusöm sem nunna. í sýnum mínum sá ég klaustrið og umhverfi þess sem var afar fahegt. í klaustrinu miðju var kapeUa með Maríulíkneski, og þar við hhðina var gosbrunnur. Við þetta Maríulíkneski lá ég oft á bæn. Það vUdi svo til að þegar ég kom til New Orleans sá ég klaustrið og þekkti það strax úr sýnum mínum. Mig langaði að ganga um gamal- kunna gangana og sérstaklega lang- aði mig til að fá að sjá Maríulíknesk- ið aftur. Það reyndist því miður ekki hægt því það var búið að breyta klaustrinu í bókasafn, og hafði það verið gert fyrir 300 árum. En ég komst aö því að reglan var enn við lýði og hefði aðsetur í byggingu þar skammt frá. Ég fór þangað og fékk að tala við abbadísina, og sagði henni sem var að mig langaði ósköp mikið tU að fá að sjá Maríulíkneski sem ég væri viss um að tilheyrði klaustrinu. Abbadísin varð mjög undrandi á bón minni, en bað mig um að lýsa líkn- eskinu. Ég gerði það eins vel og mér framast var unnt, og varð abbadísin æ meira undrandi á svip og spurði mig hvemig ég vissi um líkneskið. Ég sagði henni að ég hefði séð það í forlífssýnum nokkuð oft, og í fyrsta sinn sem bam. Abbadísin horfði lengi á mig, en sagði svo að því mið- ur gæti hún ekki leyft mér að sjá Ukneskið. Eingöngu nunnur hefðu aðgang að þeim hluta klaustursins þar sem líkneskið væri. Því var ekki um annað að gera en hhta ákvörðun abbadísarinnar, þó mér þætti það súrt. Ég gat ekki talað um forlífssýnir mínar við neinn fyrr en ég var nítján ára gömul og fór á fund hjá Sálar- rannsóknarfélagi íslands. Þar hlust- aði ég á fyrirlestur um forlífsreynslu og ég get ekki lýst þeim feginleika sem ég fann til þegar ég komst að því að fleiri en ég upphfðu minningar frá fyrri lífum og væru jafnsann- færðir um að hafa lifað áður. Hafsteinn Bjömsson Þegar ég fluttist til Njarðvíkur árið 1968 varð ég virkur félagi í Sálar- rannsóknarfélagi Suðurnesja. Þá má segja að ég hafi í fyrsta sinn á ævi minni gefið mig heUshugar að and- legum málum, og um tíma var ég meðal annars sitjari hjá Hafsteini Björnssyni miðli. Ég lærði mikið af Hafsteini, og segja má að í Njarðvík hafi ég fyrst komist í návígi við það starf sem beið mín síðar í lífinu. Svo vildi til að ég lánaði Sálarrann- sóknarfélaginu eitt herbergi í húsi mínu undir fundi Hafsteins. Ein- hvem veginn kom það af sjálfu sér að ég gerðist sitjari hjá honum. Að öðru leyti sinnti ég hæfileikum mín- um ekki beint, heldur starfaði með öðmm og fyrir aðra. Hafsteinn nefndi það oft við mig að hann væri ánægður með mig sem sitjara. Einnig talaði hann um hæfi- leika mína, en var afar þohnmóður við mig og sagði að minn tími kæmi. Ég yrði tílbúin tíl starfa þegar mér væri það ætlað. Þrátt fyrir orð Haf- steins var ég enn ekki tUbúin að horf- ast í augu við þá staðreynd að ég hefði mikla dulræna hæfileika. Samt gat ég ekki neitað því að ég opnaðist öll, og ýmiss konar reynslu mér áður ókunna bar fyrir mig. Hafsteinn varð var við þetta, og hvatti mig og leiðbeindi eftir bestu getu. Einu sinni spurði Hafsteinn mig hvort ég vUdi ekki fara inn fyrir hvítu súlurnar. Ég hélt að hann væri að spyrja mig hvort ég vUdi yflrgefa jarðMð, og svaraði glöð í bragði að víst vUdi ég það. Þá brosti Hafsteinn á sinn góðlátlega hátt, hristi höfuðið og sagðist ekki hafa verið að spyrja hvort ég vUdi deyja. Hann hefði átt við annað sem ég myndi skUja síðar, þegar hæfileikar mínir hefðu þrosk- ast mun meira. Löngu síðar skUdi ég hvað Hafsteinn átti við. Þegar hann féU í trans og yfirgaf líkama sinn fór hann inn fyrir hvítar súlur sem voru einhvers konar helgitákn og inn á annað tilverusvið, þar sem hann dvaldist á meðan á fundunum stóð. Hafsteini hefur veriö ljóst að fyrir mér ætti að liggja að tengjast öðru tilverustigi á þann hátt sem nú er orðið, en vitað sem var að til þess var ég ekki tUbúin á þessum tíma. Ámilli tannanna á fólki Einhvem veginn hef ég haft sUk áhrif á suma samferðamenn mína, að þeir hafa snúist öndverðir gegn mér og oft misskUið framkomu mína. Eftir mikla íhugun tel ég mig vita ástæðu þessa. Mér hefur frá barn- æsku reynst erfitt að kyngreina fólk, fyrir mér er sál bara sál hvort sem hún er í líkama konu eða karls. Þetta gerir það að verkum að ég umgengst bæði kynin á sama hátt, og sUkt hef- ur fólk vUjað misskUja og túlka á annan hátt en það er meint. Einnig neita ég því að þurfa að biðjast afsök- unar á sjálfri mér og geng því tUtölu- lega bein í baki og brosi tíl þeirra sem ég mæti á göngu minni. Virðist það fara í taugarnar á sumum. Það hafa komið tímar í M mínu þar sem ég hef óverðskuldað lent á miUi tannanna á fólki, og um mig hafa verið sagðar sögur sem eru upp- spuni frá rótum. Fyrst í stað tók ég slíkt nærri mér, en lærðist með árun- um að fyrirgefa þeim sem hlut áttu að máli. Þegar tveir stjórnarmenn úr Sálar- rannsóknarfélagi Suðumesja ákváðu að ég væri óhæf til að vera sitjari vegna þess að ég væri í Kanan- um, þá skUdi ég strax hvað að baki lá og fyrirgaf þeim. Töldu þeir það nálgast guðlast að kona eins og ég væri sitjari hjá þeim merka miðh Hafsteini Bjömssyni. Ég tók þetta ekki illa upp og svaraði því til að sjálfsagt væri að víkja bæði sem sitj- ari og einnig úr félaginu, fyrst þeim væri þannig innanbrjósts. Það var ekki fyrr en síöar að ég komst að því að þetta hafði verið gert að Hafsteini forspurðum. Hann hringdi í mig og spurði hvers vegna ég hefði ekki mætt á síðasta fund hjá honum. Þeg- ar ég sagði honum ástæðuna, varð fátt um svör en ég heyrði að þungt var í honum. Sagðist hann aldrei hafa tekið þátt í shku og bað mig lengst aUra orða að koma aftur. Því neitaði ég hins vegar því ég vUdi ekki skapa úlfúð innan félagsins. Viðbrögð Hafsteins við þessu upp- hlaupi voru lýsandi dæmi um per- sónu hans. í stað mín fékk hann konu sem var bandarísk í aðra ættina, og varð hún sitjari hjá honum. Stjómar- mennina tvo vUdi hann ekki lengur hafa með sér í starfi. Stuttu síðar fór ég til New Orleans í sumarfrí. Fann ég þá að þetta mál var mér enn ofarlega í huga, svo ég skrifaði Hafsteini og bað hann um að taka stjórnarmennina í sátt þar sem ég vissi hversu mikUs virði þeim var að fá að starfa með honum. Skrif- aði ég að þar sem ég væri búin að fyrirgefa þeim þá bæði ég hann um að gera sUkt hið sama. Mér til mikUl- ar gleði varð Hafsteinn við bón mimú, og greri um heUt milU hans og stjómarmannanna tveggja. Með tveimur enskum miðlum. Konan heitir Queenie Nixon, stórkostlegur ummyndunarmiðill, þ.e. andlit framlið- inna geta mótast á hennar. ICELANDIC WATERFALLS sem beðið hefu ð eftir Þessi bók hefur að geyma 270 fallegar litmyndir af íslenskum fossum. Gerð er góð grein fyrir hverjum fossi í fróðlegum texta, m.a. nefndar gönguleiðir að fossinum og sagt frá þjóðsögum og sögnum er tengjast honum. Bókinni er skipt niður eftir sýslum með kortum er sýna staðsetningu fossanna. Eftirmála ritar dr. Jón Jónsson jarðfræðingur. íslenskir fossar er 352 bls. með texta bæði á íslensku og ensku. I SKUGGSJÁ £ BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.