Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Síða 33
32 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Jónína Ásgeirsdóttir er að halda sín önnur jól með nær tóma buddu: Bömin ganga alltaf fyrir - verðum að gera okkur ánægð með það sem við höfum „Þetta eru önnur jólin í röð sem ég er atvinnulaus og það er allt ann- að en auðvelt. Við borðum ekki dýrar steikur, enda ekki vön því, og verð- um að gera okkur ánægð með þaö sem við höfum úr að spila, sem er afar lítið. Auðvitað væri gott að hafa meiri ijárráð fyrir jólin og ég hef verið spurð hvort ég sé ekki bitur og reið vegna þessa ástands. Nei, ég nenni hreinlega ekki að skemma sjálfa mig og mína nánustu á svoleið- is hugsunum," segir Jónína Ásgeirs- dóttir, 34 ára einstæð móðir með þrjú börn. Uppsagnir og atvinnuleysi eru orð sem heyrast æ oftar í fréttum enda hefur íjöldi atvinnulausra aidrei ver- ið meiri á íslandi. Það er erfitt að vera atvinnulaus og geta ekki séð almennilega fyrir sér og sínum. Því kynnast æ fleiri. Erfiðleikanna verður sérstaklega vart um jólin þegar venjan er að vera góður við sjálfan sig og sína nánustu, lifa eilítið um efni fram og njóta há- tíðisdaganna. Jónína þekkir þessa erfiðleika mjög vel en hún hefur nú verið atvinnulaus í rúmt ár og haldið tvenn jól með nær tóma pyngju. Við tókum hús á Jónínu þar sem hún býr ásamt börnum sínum í leigðri þriggja herbergja risíbúð í gömlu húsi í Garðabæ. Helga, 17 ára dóttir hennar, var þá í vinnu, Ómar, sex ára sonur, var að halda litlu jólin í skólanum og Alba Rós, aðeins 8 mánaða, svaf vært úti í vagni. Síbylja auglýsinga kaupmanna og fyrirtækja í jólaham barst frá út- varpinu þegar við settumst niöur í sparlega en hlýlega búinni stofunni. Jónína er glaðleg og opin og virðist ekki vera sú manngerð sem lætur afar bágt fjárhagsástand buga sig. Hún byijar á að skýra frá því hvem- ig hún varð atvinnulaus og kímir þegar hún segir okkur að ef hún tíndi allt tO sem heföi hent hana síðastliö- in fjögur ár gæti hún að öllum líkind- um sent frá sér metsölubók um næstu jól. Reynir Hugason: Engin söfn- un fyrir at- vinnulausa „Þaö stendur til að gera könnun á högum atvinnulausra og efttr smáíhugun ákváðum við þvi að vera ekki með neina söfhun fyrir atvinnulausa fyrir jólin. En neyð- in er svo sannariega til staðar, þaö vitum við af upplýsingum um okkar félagsmenn. En það eru 2000 atviimulausir íslendingar, sem ekki eru skráðir sem slíkir, jafii margir og í Reykjavík. Þaö er engin leið fyrir okkur að vita hvemig þetta fólk hefur það og það er mjög slæmt,“ segir Reynir Hugason, formaður Landssam- taka atvinnulausra. Hann sagöist benda fólki á Mæðrastyrksnefiid, Hjálpræðis- herinn og fleiri aðila sem aðstoða fólk fyrir jólin. -hlh Ófrískogsagtupp „Ég skipti um vinnu í fyrrasumar og byrjaði að vinna í bókaverslun í ágúst. Ég var ráðin til reynslu í þrjá mánuði og vinnan gekk eðlilega fyrir sig. í lok ágúst verð ég hins vegar ófrísk og þegar komið var fram í október fór það ekki framhjá nein- um, heldur ekki vinnuveitanda mín- um. Viku síðar, áður en reynslu- tíminn var liðinn, fékk ég uppsagnar- bréf þar sem engin sérstök ástæða fyrir uppsögn var tilgreind. Mér fannst Uggja í loftinu að veriö væri að segja mér upp þar sem ég væri ófrísk en samkvæmt lögum er það óheimilt. Þegar ég forvitnaðist um ástæður uppsagnarinnar voru fjárhagsaðstæður nefndar. Þá haíði ég samband við Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur og þar á bæ vildu menn að ég sækti málið fyrir dóm- stólum. Niðurstaðan hjá VR varö hins vegar sú að það borgaði sig ekki. Bókaverslunin væri ekki nægilega sterk fjárhagslega til að ég gæti átt von á að fá eitthvað út úr málinu auk þess sem það tæki tvö ár að reka málið fyrir dómstólum. Það ergði mig óskaplega að lög sem vernda eiga rétt manns, að vera óhlutur fyrir uppsögn undir þessum kringumstæðum, virkuðu ekki þegar á reyndi. í lögunum segir ekkert um það hvenær á meðgöngutímanum þessi vernd vanfærra kvenna eigi að taka gildi.“ Jónína segist hafa haft samband viö umboðsmann Alþingis en fékk ekkert út úr því. Hennar tilfelh var á „gráu“ svæði og fyrir það galt hún. Þaö tók Verslunarmannafélagið hálfan annan mánuð aö komast að því að málsókn borgaöi sig ekki og 20. desember var ákveðið að Jónína færi á atvinnuleysisbætur. Átti 100-kall 4 dögum fyrir jól „Þá var ég búin að bíða milli vonar og ótta frá 1. nóvember. Ég hafði engar tekjur á þeim tíma en hafði þó haft vit á að skrá mig atvinnu- lausa um leið og mér var sagt upp. Það var eins gott því 20. desember, fjórum dögum fyrir jól, átti ég ekkert nema einn krumpaðan hundrað króna seðil. Ég átti rétt á atvinnleys- isbótum frá byrjun nóvember og átti ekki að fá þær fyrir áramótin. Þó tókst mér með hörku að gráta þær út fyrir jól. Bætumar fóru allar í vangreidda húsaleigu svo það var ekki mikið eftír til jólahalds. Ég fékk þá styrk frá kirkjunni í Garðabæ tíl að útvega mér það nauðsynlegasta fyrir jólin og tókst að komast heim til foreldra minna, sem búa úti á landi, áður en hátíðin gekk í garö. Þetta var óskaplega erfitt." Endalausar reddingar Strax á nýbyijuðu ári varð Jónína að vepja sig við afar þröng fiárráð til reksturs heimilisins. Hún fékk reyndar fæðingarorlof, 53.000 krónur á mánuöi, vegna Utlu stúlkunnar, sem fæddist í apríl. Annars lifir hún á atvfimuleysisbótum sem eru um „Þessi tími, sem ég hef verið at- vinnulaus, hefur einkennst af enda- lausum reddingum fyrir horn.“ Maeðrastyrksnefnd: Fullt út úr dyrum „Við finnum mjög fyrir þvi að ástandið fer versnandi í þjóðfé- laginu með auknu atvinnuleysi. Það hefur aldrei veriö jafn mikið að gera hjá okkur og fyrir þessi jól. Það fyllist allt hér upp úr klukkan eitt, þegar við opnum, og það róast ekki fyrr en um fimmleytið. Svona verður þetta alveg fram aö jólum. Fólk á mjög erfitt og beiðnir um hjálp hafa aldrei verið jafn snemma á ferð- ínni,“ segir Unnur Jónasdóttir, formaöur Mæðrastyrksnefndar. Mæörastyrksnefnd er starfandi allt árið um kring en úthlutun vegna jólanna hefst alltaf 1. des- ember. Þegar DV leit inn í hús- næði Mæðrastyrksnefndar í vik- unni, að Njálsgötu 3, var nær fullt út úr dyrum. Fólk á öllum aldri beið eftir aö verða aðstoðað á ein- hvern hátt svo þaö megi halda jól. Þarna voru ungar mæður með börn á hnjánum auk eldra fólks. „Sumt af fólkinu, sem leitar til okkar, hefur oft komið áður. En nú er mikið af fólki sem við höf- um aldrei haft með að gera Þessu fólki finnst erfitt að leita hjálpar en ástandiö virðist bara svo slærot á heimilum þess,“ segir Unnur. Hún segir að talað sé við alla sem til þeirra leiti og eitmig aflað upplýsinga. Aðstoð Mæðra- styrksnefndar felst ekki í beinum peningastyrkjum heldur matar- kortum með misjafnlega hárri upphæð, sem fólk getur keypt fyrir 1 kjörbúðum, og Öðrum gjöf- um. Hvert tilfelli er metið og að- stoð veitt í samræmi við það. Enginn fær aðstoð oftar en einu sinni. Þeir sem þurfa föt geta fariö á Sólvallagötu 48 en þar er neftidin með fataúthlutun. -hlh 43.000 krónur á mánuði (greiddar á tveggja vikna fresti), auk barnabóta (á þriggja mánaða fresti) og dagpen- inga fyrir bömin sem nema 80 krón- um á hvert barn á dag. Atvinnuleys- isbætumar fara nær allar í mat, þá er eftír að greiða húsaleigu og aðra reikninga en húsaleigan ein er tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. „Þessi tími, sem ég hef verið at- vinnulaus, hefur einkennst af enda- lausum reddingum fyrir hom. Ég er þegar með fullan yfirdrátt í bankan- um. Ég borga skuldir þannig að ég sleppi leigunni einn mánuðinn til að geta borgaö reikninga og sleppi síöan reikningunum þann næsta til að geta borgað húsaleiguna. Ég veit ekki hvað þetta gengur lengi en ég er allt- af á eftir, get aldrei gert neitt alveg upp.“ Allslaus eftir skilnað Jónína skildi við fyrrum eigin- mann sinn fyrir 4 ámm. Þau höfðu þá búið saman í rúman áratug, fyrst á Djúpavogi, þar sem Jónína er fædd og uppalin, og síðan 10 ár á Tálkna- firði. Eftir skilnaðinn bjó hún eitt ár fyrir vestan en flutti síðan í Garðabæ. 15 ára sonur þeirra hjóna varð eftir hjá pabba sínum. „Ég fékk ekkert út úr skilnaðinum þar sem við vomm ekki gift, vorum í sambúð. Við áttum einbýlishús, bíl og höfðum það ágætt. En það var ég sem gekk út og varð því að byrja nánast á núlh. Það hefur auðvitað haft afgerandi áhrif á stöðu mína í dag þar sem ég er í leiguhúsnæði og á svo að segja ekki neitt." Á að reiða fram 800 þúsund krónur? Jónína hefur fengið úthlutað íbúð í félagslega íbúðakerfinu en er síður en svo sátt við gang mála. „Til aö komast í forgangshóp og fá úthlutað íbúð má maður bókstaflega ekki eiga nokkum skapaðan hlut. Þegar ég fékk úthlutað var mér hins vegar tilkynnt að til að geta flutt í íbúðina yrði ég að reiða fram 800 þúsund krónur, heildarárslaun mín í fyrra. Hvemig í veröldinni átti ég að útvega þær? Ekki áttí ég fasteign til veðsetningar og ekki gat ég tekið tilboði um aö fá upphæðina lánaða til þriggja ára á bankavöxtum." Óljóst er um afdrif Jónínu og krakkanna hennar eftir áramót þar sem risíbúðin hefur verið seld og á að rýma hana 1. febrúar. Félagslega íbúðin verður ekki tilbúin fyrr en í vor. Hefur Jónína reyndar fengið vil- yrði fyrir að fá lánað veð til að kom- ast inn í hana. Von í Skotlandi? Litlu stúlkima, Ölbu Rós, á Jónína með skoskum manni, Brian, sem hún bjó með í eitt ár. Hann er nú við fram- haldsnám í Skotlandi og býr á stúd- entagarði. Jónína segist ekki geta farið til hans þar sem ekki sé pláss fyrir hana og bömin, hún fái ekki vinnu í Skotlandi og hann varla hér. Hann hefur boðið Jónínu og þeirri htlu til Skotlands milh jóla og nýárs til að ræða framhaldið á sambandi þeirra. „Við erum ekki búin að gefa upp aha von.“ Krakkarnir ganga alltaf fyrir Elsta dóttir Jónínu er nýlega farin að vinna útí og sér að mestu um sig sjálf. Það hefur lagað stöðuna svolít- ið. En Ómar, sonur hennar, bíður í ofvæni eftir jólunum, uppfullur af tilhlökkun eins og velflestir jafnaldr- ar hans. „Ástandið hefur ekki haft nein áhrif á hann. Ég læt börnin ganga alveg fyrir og vernda þau fyrir óþægilegum áhrifum atvinnuleysis- ins. En þetta eru börn sem em ekki vön því að fá aht upp í hendurnar. Mín reynsla er að þau verða því af- skaplega þakklát þegar eitthvað er gert fyrir þau. Þau gera sig ánægð með mun minna en margir aðrir krakkar. Það vekur óneitanlega spumingar um hvort þeir krakkar, sem fá allt upp í hendurnar, eins og bíla gefins þegar þeir taka bílprófið, séu mikið ánægðari þegar öhu er á botninn hvolft. En það er önnur saga.“ - Þú þarft væntanlega að velta hverri krónu. Hvernig er að halda jól undir þeim kringumstæðum? „Við verðum að gera okkur ánægð með það sem við höfum. Hins vegar hefur þetta ástand orðið til þess að ég er farin að hugsa mun meira um frið, kærleika og almennt um and- lega hhð jólanna, í stað þess að ein- blína á fóðrun magans. Þegar erfið- leikar steðja aö hjálpar það að trúa og maður pæhr mikið í öðmm hhð- um mannlífsins en maður var vanur. Stundum sé ég fólk sem er ótrúlega sjálfselskt. Það ætlar að fá þetta og það ætlar aö fá hitt, vih gleypa allt í einum bita. Þetta fólk lifir bara fyrir sjálft sig.“ Prestur í Reykjavík: Vída erfltt fyrirjólin „Það fer ekki framhjá neinum aö þaö er víða erfitt fyrir jólin. En fólk reynir að bera sig eins vel og það getur, því finnst sumu hálfgerð skömm að vera að kvarta eða leita aðstoðar. Þess vegna koma ekki margir til mín en ég veit engu aö síöur af þessu fólki,“ segir prestur í stórri sókn i Reykjavík. Hann sagöi kirkjuna hafa aö- stoöaö nokkrar íjölskyldur um jóhn í fyrra. „Nokkrir kaupmenn í sókninni vildu láta gott af sér leiða og buð- ust tíl að gefa fjölskyldum í vanda aht sem þyrfti tfl jólanna. Ég gaf þeim upplýsingar um nokkur heimfli þar sem slík gjöf yrði vel þegin og þeir mættu sjálfir á staö- inn. Ég vona aö þetta gerist aftur um þessi jól.“ -hlh LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. 41 „Ég hugsa alltaf sem svo að það hljóti að vera einhverjir sem hafi þaö verra en ég. Ég er þó við fulla heilsu, það er mikils virði. Ég reyni heldur að líta á jákvæðu hliðarnar, til dæmis það að geta verið heima með bömin. Þrátt fyrir erfiðleikana, sem reyna verulega á mann, er ég þokkalega hamingjusöm. Ég á heilbrigð og yndisleg böm og er ánægö með fjölskylduna mína. Er ekki mesta hamingjan einmitt í því fólgin?" segir Jónína Ágústsdóttir, einstæð móðir með 3 börn. Hún heldur hér á ölbu Rós, 8 mánaða. DV-myndir Brynjar Gauti Erfitt að biðja um hjálp - Er ekki erfitt fyrir þig að fara út í stórmarkað með hálftóma budduna og sjá annan hvem mann bisast með sneisafuha innkaupakörfu, sveifl- andi plastkortunum? „Nei, ég pæh ekkert í því. Ég hef reyndar aldrei verið þannig hugs- andi. Ég er ekki viss um að ahir þess- ir hlutir gerðu mig ánægðari. Ég hef mótast þannig af atvinnuleysinu að ef ég fer út í búð og stelst tfl að kaupa eitthvað sem ekki er á innkaupahst- anum yfir nauðsynjar er ég með rosaslegan móral á eftír. Þá hugsa ég fyrst og fremst um að þetta sé eitt- hvað sem ég geti örugglega verið án. “ - Hvemig leggst það í þig að þurfa að biðja um aðstoð eða hjálp? „Það er alveg óskaplega erfitt að leita hjálpar. Maður er svo stoltur. Ég er ahn þannig upp að ég eigi ekki að vera að kvarta og kveina og ahra síst að bera tilfinningar mínar á torg. Þess vegna kostar það mikla áreynslu að leita ásjár annarra. Það hefur hjálpað mér að vita það að ég er ahs ekki ein í þeirri stöðu. Ég er í Landssamtökum atvinnulausra og þar hef ég svo sannarlega fundið að ég er ekki ein í heiminum. Það skipt- ir gífurlegu máh fyrir mann. Það er léttir að geta rætt málin.“ Lært að lifa af litlu sem engu Jónína segir atvinnuleysið hafa kennt sér ýmislegt sem auðveldi henni að komast af um hátíðarnar. Nýtni eldri kynslóðarinnar, sem upplifði kreppuna á sínum tíma, sjái hún í öðru ljósi. „Ég hef lært að lifa af alveg rosa- lega litlum peningum og ég veiti mér nánast ekki neitt. Ég hef lært það rækilega að maður á þann pening sem maður er meö í höndunum og ekki eyri meira. Ef ég fer ekki eftir því er ég strax í vondum málum. Ef ég sé buxur á 3000 krónur hugsa ég um leið að þar fari nú margar máltíð- irnar. Ég fer aldrei út að skemmta mér þar sem leigubíll í bæinn kostar 1000 krónur og aðgangseyrir að skemmtistað annað eins. Ég get eng- an veginn leyft mér shka eyðslu. 2000 krónur þýða mat og fleiri nauðsynjar í tvo til þrjá daga. Þrátt fyrir nurhð verða reikningamir að bíða ofan í skúffu fram að áramótum, einfald- lega til að við getum haldið jól. Við munum þó ekki lifa í vellystingum, jólahaldið kannski rétt sleppur fyrir horn.“ - Þettaástandhlýturaðslítasálar- tetrinu? „Ég er ekkert að velta mér upp úr ástandinu. Ég hugsa alltaf sem svo að það hljóti að vera einhveijir sem hafa það verra en ég. Ég er þó við fulla heilsu, það er mikfls virði. Ég reyni heldur að hta á jákvæðu hhð- amar, tfl dæmis það að geta verið heima með börnin. Þrátt fyrir erfið- leikana, sem reyna verulega á mann, er ég þokkalega hamingjusöm. Ég á heilbrigð og yndisleg börn og er ánægð með fjölskylduna mína. Er ekki mesta hamingjan einmitt í því fólgin?" Stilltuppviðvegg Jónína verður heldur myrkari i máh þegar hún hugsar um mögu- leika sína tfl að rétta úr kútnum, það megi vera mun auðveldara að fram- fleyta sér í þjóðfélaginu. „Ég hef heyrt fólk segja að við sem erum án vinnu séum bara aumingjar sem nenni ekki að vinna. Það ætli sko aldeilis ekki að borga ofan í okk- ur mat eða annað. Þetta fólk verður að athuga aö atvinnuleysi er ekkert sem maður hefur sjálfur skapað sér, síður en svo. Atvinnuleysið hefur bókstaflega stiht manni upp við vegg í fleiri en einni merkingu. Ef ég fæ vinnu verð ég helst að útvega mér bfl til að koma bömunum í vistun sem aftur kostar peninga. Ef ég kemst ekki yfir bíl verð ég aö koma málum þannig fyrir að vinna og vistun bamanna sé á strætóleið. Það getur verið að ein- hver hristi höfuðið yfir þessu en það getur kostað mig meira að komast aftur tfl vinnu en sem nemur launun- nm sem ég mun fá. Þar fyrir utan er mér skylt að borga meðlag með eldri syninum sem er hjá föður sín- um. Af augljósri ástæðu er ég í van- skilum með meðlagið og um leið og ég fæ vinnu kemur Innheimtustofn- un sveitarfélaga og hirðir ákveðinn prósentuhluta af laununum. Atvinnuleysi er alveg rosalegt böl og íslenskt þjóðfélag er ahs ekki und- ir það búið aö takast á við það. Að- geröir stjómvalda bæta síðan gráu ofan á svart þar sem ekki er hhðrað á neinn hátt til fyrir atvinnulaus- um.“ Saumar öll jólafötin Á borðstofuborðinu í stofunni er saumavél sem mikið er notuð. Jón- ína saumar öh föt á sig og börnin og er afar ánægð að geta það. „Ég er búin að sauma öh jólafötin á fjölskylduna og þaö var ahs ekki dýrt. Það má fá ágætisefni fyrir lítið verð. Ég var tfl dæmis að sauma jóladress á htlu dömuna mína og það kostaði mig innan við eitt þúsund krónur. Sams konar dress kostar 5-6000 krónur út úr búð. Ég heföi aldrei haft efni á að kaupa það. Það er ekki ofsögum sagt að neyðin kenn- ir naktri konu að spinna." Jónína er frá Djúpavogi en vegna 10 ára búsetu á Tálknafirði kahar hún sig vestfirskan Austíirðing - sem búsettur er í Garðabæ. Á Tálknafiröi vann hún mikið með Samkór Tálknafjarðar enda er tónhst og söngur hennar aðaláhugamál. Jón- ína hefur áhuga á að læra fatahönn- un en sá draumur verður að bíða um sinn. Jónína á eina systur í höfuðborg- inni en annars býr öh fjölskylda hennar úti á landi. Aðspurð segist hún ekki taka símann og segja mömmu sinni að hún eigi ekki fyrir mat. Hún vfll spjara sig sjálf. Trúir á betri tíð - Fólk í erfiðleikum eins og þú er ekki sérlega vfljugt til að tjá sig í blöðum en þú ert alveg ófeimin. Ótt- astu ekkert viðbrögð fólks? „Mér er sama hvað fólk segir. Ég er eins og ég er og fólk verður að taka því. Ef ég væri ahtaf að velta því fyrir mér hvað fólk hugsaöi um mig og segði gerði ég htið annað." - Komaekkistundirþegarsvartsýn- in heltekur þig og þú sérð ekki anað úrræði en að gefast upp? „Ég er mjög bjartsýn manneskja og trúi á betri tíð með blóm í haga. Ef ég leyfi mér að hugsa um hvað aht sé hábölvað þá getur vonleysi og depurð vissulega gripið mig. Én ég foröast þannig hugsunarhátt á sama hátt og maður forðast sársaukann. Maður verður að gera gott úr því sem maður hefur. Þannig lifir maður af,“ segir Jónína Ásgeirsdóttir. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.