Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1992, Side 58
66 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992. Afmæli Gyða Guðmundsdóttir Gyða Guðmundsdóttir húsmóðir, Holti H, Stokkseyrarhreppi, er sex- tugídag. Fjölskylda Gyða fæddist á Hólum í Biskups- tvmgum en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Laug- arvatni 1951, var svo au pair í Eng- landi 1952-53 og var loks í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur frá 1953-54. Gyða hefur starfað við aðhlynn- ingu á dvalarheimili aldraðra að Kumbaravogi á Stokkseyri frá því í maí á síðasta ári og starfar þar í dag í hálfu starfi. Gyða giftist 27.11.1954 Vernharði Sigurgrímssyni, f. 23.1.1929, bónda. Hann er sonur Sigurgríms Jónsson- ar, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi, og Unnar Jónsdóttur húsmóður. Gyða og Vernharð eiga fimm börn. Þau eru: Guðbjörg, f. 28.2.1956, verslunarmaður og húsmóðir, bú- sett í Reykjavík, var gift Ólafi Erni Kristjánssyni, vélstjóra frá Vest- mannaeyjum, þau skildu, eignuðust tvö börn en fyrir átti Guðbjörg son- inn Vemharð Reyni með Sigurði Reyni Óttarsyni sem alist hefur upp í Holti. Guðbjörg var síðar í sambúð með Sigurði Jónssyni verslunar- manni og átti með honum eitt barn; Sigurgrímur, f. 7.1.1958, d. 9.8.1992, búfræðingur og verktaki, var kvæntur Herborgu Pálsdóttur, hjúkrunarfræðingi frá Borgamesi. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuð- usttvöbörn; Guðmundur, f. 17.9. 1962, garðyrkjufræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Helgu Sigurðardóttur hárgreiðslunema og eiga þau tvö böm; Jóhanna Katrín, f. 13.11.1964, matreiðslumaður, bú- sett í Reykjavík; og Eiríkur, f. 29.5. 1968, húsasmiður og verktaki, bú- settur í Reykjavík og á hann syni með Ágústu Olesen frá Selfossi og Aðalheiði Þórðardóttur frá Reykja- vík. Alsystkini Gyðu em: Erlendur, f. 25.11.1928, húsasmiður, búsettur í Hveragerði, kvæntur Önnu Sigríði Egilsdóttur og eiga þau þrjú börn; og Svava, f. 27.9.1930, ritari orku- málastjóra, búsett í Reykjavík og á hún einn son. Hálfsystkini Gyðu em: Arnbjörg Guðjónsdóttir, f. 23.4.1917, húsmóð- ir, var gift Stefáni Benediktssyni sem nú er látinn og eignuðust þau tvö börn; Rögnvaldur Guðjónsson, f. 20.9.1919, nú látinn, landbúnaðar- kandidat frá Danmörku, var kvænt- ur Bódil Guðjónsson frá Danmörku og eignuðust þau þrjú börn; og Margrét Guðjónsdóttir, f. 24.4.1918, d. 1921. Foreldrar Gyðu voru Guðmundur Ingimarsson, f. 17.9.1900, d. 21.9. 1990, b. og verkamaður, og Guðbjörg Þórðardóttir, f. 31.12.1896, d. 27.1. 1974, húsmóðir, en þau slitu sam- vistir. Guðmundur bjó í Biskups- tungum en Guðbjörg í Reykjavík. Ætt Foreldrar Guðmundar voru Ingi- mar Guðmundsson, b. á Efri-Reykj- um í Biskupstungum, og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ingimar var sonur Guðmundar, b. á Bergs- stöðum, Ingimundarsonar, b. á Efri-Reykjum, Andréssonar frá Efri-Reykjum. Móðir Guðmundar var Þórey Guðmundsdóttir, b. í Syðra-Langholti, Björnssonar og konu hans, Guðrúnar Ámundadótt- ur, b. og smiðs í Syðra-Langholti, Jónssonar. Ingibjörg var dóttir Guðmundar, b. í Kjamholtum, Diðrikssonar, b,í Laugarási, bróður Þorláks, langafa Önnu, ömmu Bjöms Bjamasonar, og Markúsar Arnar Antonssonar. Móðir Ingibjargar var Vilborg, syst- ir Gísla, afa Ingveldar, konu Ágústs Þorvaldssonar alþingismanns. Bróðir Guðbjargar var Halldór, afi Svavars Egilssonar forstjóra. Systir Guðbjargar var Guðrún, amma Guðrúnar Helgadóttur alþingisfor- seta. Guðbjörg var dóttir Þórðar, b. og sýsluskrifara í Hrauntúni, Hall- dórssonar, b. á Vatnsleysu í Bisk- upstungum, Einarssonar, b. á Vatnsleysu, Narfasonar, b. í Efsta- dal í Laugardal. Móðir Þórðar var Guðrún, systir Þórðar, prests á Torfastöðum í Biskupstungum, og Páls, prests á Bergsstöðum. Móðir Gyða Guðmundsdóttir. Guðbjargar var Ólafía Þórarinsdótt- ir, b. á Kjaransstöðum í Biskups- tungmn, Jónssonar. Móðir Þórarins var Elín Hafliðadóttir frá Vorsabæ á Skeiðum, systir Eiríks, föður Vig- dísar, langömmu Vigdísar forseta. Þá var Eiríkur afi Einars, b. í Mið- dal, föður Guðmundar, listamanns frá Miðdal, föður Errós og Ara Traustajarðfræðings. Systir Elínar var Margrét, móðir Guðmundar, b. í Miðdal, langafa Vigdísar forseta. Gyða tekur á móti gestum á heim- ili sínu eftir kl. 15 á afmælisdaginn. Pétur A. Pétursson Pétur A. Pétursson verkstjóri, Ægisgötu 39, Vogum, verður fertug- urámorgun. Starfsferill Pétur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vogum í Vatnsleysustrandar- hreppi og hefur átt þar heima alla tið. Hann lauk gagnfræðaprófi og hefur síðan gegnt ýmsum störfum. Pétur starfaði hjá Landverki 1970-73, hjá OSK í Keflavík 1973-76, hjá Hjólbarðamiðstöðinni 1976-78 og hjá ísstöðinni 1978-86. Hann varð stöðvarstjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðumesja 1986, var verkstjóri hjá íslenska stálfélaginu 1990 og þar til þaö hætti störfum og varð verk- stjóri hjá Njarðtaki 1992. Þá rekur hann ásamt fjölskyldu sinni bíla- geymsluna Rifca í Njarðvík. Fjölskylda Kona Péturs er Valdís Skúladóttir, f. 28.10.1954, húsmóðir. Hún er dótt- ir Skúla Vigfússonar, bílstjóra í Keílavík, og Ingu Ingólfsdóttur hús- móður en þau eru bæði látin. Sonur Péturs og Valdísar er Andr- es Skúli Pétursson, f. 5.8.1971, bú- settur í Vogum, kvæntur Matthildi Ólöfu Guðmundsdóttur, f. 23.10. 1973, og eiga þau einn son, Áma Steinar Andresson, f. 12.9.1992. Systkini Péturs eru Viðar Már Pétursson, f. 11.1.1944, vélvirki í Vogum, kvæntur Sigurbjörgu Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn; Ellen Pétursdóttir, f. 19.11.1946, húsmóðir á Akureyri, gift Sigurði Jónassyni bílstjóra og eiga þau fjögur böm; Margrét Guðlaug Pétursdóttir, f. 2.9. 1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristmundi Skarphéðinssyni og eigaþautvö börn. Foreldrar Péturs eru Pétur G. Jónsson, f. 9.10.1912, fyrrv. húsvörð- Pétur A. Pétursson. ur í Reykjavík, og Ingibjörg Biering, f. 22.7.1922, húsmóðir. Pétur verður að heiman á afmæl- isdaginn. Merming Ljóðasöngur i Gerðubergi Síðastliðiö mánudagskvöld vom haldnir tónleikar í Gerðubergi. Anna Margrét Kaldalóns sópransöngkona söng þar við píanóundirleik Ólafs Vignis Albertsson- ar. Á efnisskránni voru verk eftir Hugo Wolf, Lee Hoiby, Ned Roren, Fredrick Delius, Erik Satie, Johann Strauss, Sergei Rachmaninoíf, Charles Gounoud, Sig- valda Snæ Kaldalóns, Selmu Kaldalóns og Sigvalda Kaldalóns. Hugo Wolf er í hópi snjallari höfunda sönglaga frá nítjándu öld. Hans hefur ekki orðið mikið vart á ljóða- tónleikum hér upp á síðkastið og var gaman aö heyra lög eftir hann. Öll vora lög hans vel gerð en Das ver- lassene Magdlein einna áhrifaríkast. Erik Satie er annar skemmtilegur höfundur og sérstakur mjög. Lög hans sem þarna vom flutt höfðu á sér nokkurn leik- húsbrag, en ekki vora þau lakari fyrir það. Lög þeirra Hoibys og Rorens minntu á írsk þjóðlög í búningi sem í tísku var í Ameríku um miðja öldina. Þau voru þekki- leg án þess að hafa neitt sérstakt gildi. Lögin eftir Strauss gáfu söngkonunni tækifæri til að takast á við ýmis tæknileg viðfangsefni og höfðu réttmætan sess í efnisskránni sem slík. Lög Sigvalda Snæs og Selmu Kaldalóns voru einföld og áheyrileg. Lögin eftir Sig- valda Kaldalóns eru hins vegar einföld og áhrifarík. Máninn er ef til vill ekki hans besta lag en stendur samt vel fyrir sínu. Betilkerhngin er snöggtum betra. En best var þó Ave María þar sem styrkur einfaldleik- ans er í hámarki. Þetta lag virðist hafa gripið hug og hjörtu manna um þessar mundir. Þaö hljómar á flest- um söngtónleikum sem komið verður á. Það er einnig að finna á flestum þeim hljómdiskum sem söngvarar senda frá sér um þessar mundir. Þessar vinsældir eru fyllilega verðskuldaðar. Anna Margrét er ung söngkona og enn í námi. Það er mikilvægt fyrir fólk í hennar stöðu að fá reynslu í tónleikahaldi en ekki er sanngjarnt aö leggja dóma á frammistöðua eins og um fullreyndan söngvara væri að ræða. Frekar má reyna að geta sér til um efnivið- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson inn. Hún virtist óstyrk í upphafi en náði sér samt vel á strik er á leið. Anna Margrét hefur gott tóneyra og söng hreint. Raddblærinn er einnig mjög fallegur og tónsviðið viðist geta oröið mjög gott. Með auknum stöðugleika og öryggi getur hún vafalaust náð langt. Ólafur Vignir lék eins og sannur herramaður á píanó- ið og skilaði sínu hlutverki mjög vel. Anna Betúelsdóttir, KaJdá, Flateyri. Ögn Sigfúsdóttir, Bláskógum 7, Hveragerði. Jón Hallgrímur Björnsson, Skógarseli 13, Reykjavík. 60ára____________________ Ástþór Antonsson, Glæsistöðum, V-Landeyjahreppi. 40 ára Jón V. Ásgeirsson, Drápuhlið42, Reykjavik. Ósk Hilmarsdóttir, Lágholti 2a, Mosfellsbæ. Þorlákur H. Kjartansson, Urðarvegi 58, ísafirði. Ásmundur Jón Jónsson, Baðsvöllum 9, Grindavík. K ristinn Valdimarsson, Bæjartúni 12, Kópavogi. Karitas Guðmundsdóttir, Henry Val Skowronskí, Lynghaga 12, Reykjavík. Skarphéðinsgötu 6, Reykjavík. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Huida Lilj a Haraldsdóttir, Lokastíg 28a, Reykjavík. Stuðlabergi 42, Hafnarfirði. Guðríður Hreinsdóttir Guðríður Hreinsdóttir húsmóöir, dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík, verður níræð þriðjudaginn 22. desember næstkomandi. Fjölskylda Guðríður fæddist í Kvíarholti í Holtahreppi, Rangárvallasýslu, og ólst þar upp. Húm fór að heiman um tvítugt og starfaði á ýmsum stöðum en hefur búið í Reykjavík fráárinul950. Guðríður giftist 21.7.1940 Frí- manni Jónssyni, f. 14.7.1903, verka- manni. Hann er sonur Jóns Zóphon- íassonar, b. á Bakka í Svarfaðardal og seinna í Neðra-Ási í Hjaltadal, og Svanhildar Bjömsdóttur. Guðríður og Frímann eiga tvo syni, þeir era: Jón, f. 21.5.1940, vél- virki sem starfar á Keflavíkurflug- velli, kvæntur Aðalheiði Jónsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn og fimm bamaböm; og Hreinn, f. 20.1. 1944, yfirverkfræðingur hjá Hita- veitu Reykjavíkur, kvæntur Birgit Helland og eiga þau íjögur böm og eittbamabam. Guðríður átti fjögur alsystkini en á nú eina systur á lífi, Katrínu, hús- móðuríReykjavík. Látin era: Sigurður, verkamaður; Guðríöur Hreinsdóttir. Þóroddur, húsasmiður í Hafnar- firði; og Margrét, húsmóöir á Hvols- velli. Hálfbróðir Guðríðar var Guðjón Hreinsson, bókbindari í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Guðríðar voru Hreinn Þorsteinsson, f. í júlí 1856, b. að Hamrahóli og seinna Kvíarholti í Holtum, og Þórunn Sigurðardóttir, f.20.3.1868. Guðríður og Frímann taka á móti gestum í miðdegiskaffi á morgun, sunnudag, að Selbraut 13 á Seltjarn- arnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.