Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 8
Eitt af listaverkum Chagalls
^RIÐ 1966 var ár Picassos, árið
1067 vcrður ár Marc Chagalls,
spm verður áttatíu ára 7. júlí. List
fræðingurinn Gian Franco Vene
heimsótti málarann í Saint Paul
dje Vence og spurði hann ýmissa
spurninga, m.a. þeirrar, hvernig
fírið væri að því að vera svona
unglegur og afkastamikill á þess-
«m aldri og hvers vegna menn
héldu áfram að mála. Hér á eft-
ir fara nokkur svör Chagalls.
— í fyrsta lagi er ég ekki orð-
i®n 80 ára enn þá. í öðru lagi geri
ég margt annað en mála, ég ferð-
ast til New York til að setja Töfra
flautuna á svið í Metropolitan-
óperunni, ég á að Igera leiktjöld-
in. En hvers vegna ég held áfram
'að mála — því verður fólkið að
svara sjálft. Hafið þér séð nýjustu
myndir mínar? Voru þær raun-
verulega til? Ef svo er, er auðvelt
að skilja, hvers vegna ég mála.
Ef ég segði: Það eru auðæfi í-
myndunarafls míns, skilningurinn,
sem halda mér ungum og fá mig
til að vinna, myndi ég jafnframt
vera að dæma ímyndunarafl mitt
og igáfur. Listamaður reynir að
slcapa hluti. En það eru aðrir sem
ákveða, hvort þessir hlutir lifa
og eru til í raun og veru og hvaða
gildi þeir hafa. Myndirnar mínar
Chagalls
eru til — og búið. Það er annarra
að dæma um, hvort þær eru ein-
hvers virði eða ekki.
Kannske er ég ímyndunarveik-
ur. Mér finnst ég vera alveg eins
og ég á að vera í list minni, ég
meina í sambandi mínu við lífið.
Tré, blóm, ást, fiskar, fólk, þetta
eru allt frjálsir hlutar af náttúr-
unni. Og með frjálsir á ég við,
lausir við heimspekilega fordóma
um fegurð. Ég veit, að sumir álíta
að í myndum mínum sjáist ékki
hinir miklu atburðir í heiminum í
dag, stríð, ég sýni ekki atóm-
sprengjuna, lýðræðið, iðnað o.s.
frv., en það er ekki rétt. Atburð-
irnir hafa áhrif á náttúruna. Hald-
ið þið, að nokkur myndi sjá mein-
ingu í myndum mínum, ef að þeir
skynjuðu ekki í þeim alla þá at-
burði, er nú eru að gerast í heim-
inum.
Ég fullvissa ykkur um það, að
ég hugsa ekki um Sartre, Niet-
zsehe og Schopenhauer, áður en ég
foyrja að mála. Þegar maður verð-
ur ástfanginn, getur margt skeð.
Ájstin getur kulnað, v|5 erum
kannske yfirgefin og okkur finnst
að þjáningin gæti gert út af við
okkur, en við getum gleymt og
fengið okkur aðra manneskju til
að elska, við getum skipt hvað
eftir annað. En eitt getum við
ekki gert, við igetum ekki gert
ástina að heimspekilegu vanda-
máli, þá er ekki um ást að ræða.
Það er sama að vinna gegn eðlinu
og að spýta framan í mann, drepa
hann, auðmýkja eða setja hann í
fangelsi. Þegar við gerum honum
eitthvað, sem er á móti náttúr-
unni, er það friá hinu vonda. Allt-
af. Það er vonzkan, stríðið, það
ljóta.
Hvert er álit mitt-um sýningu
mína og Kandinskys í Rússlandi?
sem þó varð ekki að neinu. Ég
veit ekki. Fólk í Rússlandi vill sjá
myndirnar mínar, en ráðamenn-
irnir vilja ékki leyfa þeim að sjá
þær. Það verður að vera þeirra
vandamál. Hvort að ég sé særð-
ur, leiður yfir því? Það er eins
og misheppnað ástarævintýri. Bú-
ið. Ég sneri ekki baki við Iandi
mínu og sögu þess. Það sneri baki
við mér eins og kona getur gert.
Þú þjáist svo mikið að -þú gætir
klórað úr þér augun. En í leynd.
Þú biður liana ekki um að koma
aftur, að minnsta kosti áttu ekki
að gera það. Ég get lifað. Og ég
geri það. Ég dæmi ekki. Það er
ekki hægt að dæma þá konu, sem
hefur yfirgefið mann, því að ein-
hvern veginn verður það það sama
og að hitta hana aftur, og gráta.
*
Iðgjöld og bætur
IÐGJÖLD hinna tryggðu og at-
vinnurekenda til liféyristrygginga
&Cið 1967 hafa nú verið ákveðin.
Með hliðsjón af fjárhagsáætlun
Ttyggingastofnunarinnar hafði
verið gert ráð fyrir allmikilli
hækkun þessara iðgjalda, en rík
Éstjórnin ákvað hins vegar með
sjurskotun til hinna nýju verð-
stöðvunarlaga, að iðgjöldin skyldu
vera hin sömu og á árinu 1966.
Engar breytingar hafa verið
g^rðar á iðgjöldum til slysatrygg-
iijga, og hafa þau haldizt óbreytt
siðan 1964.
Hér fer á eftir skrá um iðgjöld
1067, svo og bætur, eins og þær
eru í byrjun ársins.
Upphæðir bóta:
Bætur með verð-
lagsuppbót 15,25%
A. Lífeyrir og aðrar mánaðar-
legar greiðslur:
a. Fullur elli- og örorkulífeyrir:
1. Hjón, þegar bæði njóta líf-
eyris 60.195,90.
2. Einstaklingar 33.442,18.
b. -Ekkjulífeyrir 31.849,66.
c. Fjölskyldubætur:
Með hverju barni 3.961,14.
d. Barnalífeyrir og meðlag:
Með hverju barni 14 667,68.
e. Mæðralaun:
1. Móðir með 1 barn 2.933,48.
2. Móðir með 2 börn 15.924,83.
3. Móðir með 3 börn eða fleiri
31.849,66.
f. Ekkjubætur við dauðsfall maka:
1. Ef ekkja hefur ekki barn
innan 16 ára á framfæri, 3
mán. bætur 3.492,94. á mán.
2. Ef ekkja hefur barn á fram
færi greiðast jafn háar bæt-
ur fyrir 3 mán. og að auki
í 9 mánuði 2.619,22 á mán.
B. Aðrar greiðslur:
Bætur með perð-
lagsuppbót 15,25%
a. Fæðingarstyrkur, ein greiðsla
6.984,15.
b. Slysabætur:
1. Dagpeningar:
Kvæntur maður og gift kona,
sem er aðalfyrirvinna heim-
ilis, á dag 150,20.
Aðrir, á dag 132,70.
1967
Fyrir börn á framfæri, allt
að þremur, á dag fyrir hvert
17,50.
2. Greiðslur vegna dauðaslysa:
Ekkja eða ekkill, greiðsla í
8 ár, á mán. 3.492,29.
Barn eða systkini eldra en
16 ára örorku, tða foreldri,
ein greiðsla, hvert 43.653,61.
til 130.960,86.
c. Sjúkrapeningar:
1. Lögboðið lágmark:
Kvæntur maður og gift kona,
sem er aðalfyrirvinna heim
ilis, á dag 118,73.
Aðrir, á dag 104,76.
Fyrir börn á framfæri, allt
að þremur, á dag fyrir hvert
13,97.
Framhald á 14. síðu.
8 17, marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Á VISSAN hátt var það leiðinlegt
að þao -sKyidu vera skriödýrin,
sem fengu pa ,,hu|gmynd“ að fara
að fljúga. Tíiraumr þeirra í þessa
átt hótust fyrir 150 millj. árum —
og þau höfðu heppnina með sér.
Ef spendyrin hexou reynt þetta
líka og arangurinn orðið sá sami,
væri fiugvelunum ofaukið og allir
mundu 1 dag iijúga til og frá vinn
unni ems og fugiarnir.
Með aiiri viröingu fyrir líffræði-
legum árangfi iugianna, fór þar
með síöasia -háimstráið. Jóhannes
V. Jensen -hefur komizt að þeirri
niðurstööu, að orsökin gæti verið
sú, að það að lireyfa sig í sams
konar þrivíddar umhverfi, þ.e. loft
inu, er ekki til að efla eigin
þroska. Svipað þrívíddar umhverfi
í sjónum, gerði ekki heldur fisk-
ana hæfa til að anda — en þap að
hreyfa sig gegnum skóg, klifra og
nota vöðvana, skynjun, sjón og
stööugleika, gefur -betri árangur
— og eru spendýrin gott dæmi um
það.
Nú eru til um 8600 fuglategund-
ir, en þar fyrir utan munu um 800
tegundir vera með öllu úr sögunni.
Það er talið nokkuð merkilegt, að
það -skyldi ekki vera fuglinn, sem
sigraði í þróunarkapphlaupinu.
Hvað viðkom hreyfingu þeirra,
voru þeir í fyrstu þroskaðri en
spen.dýrin, sem þá voru lítil og
vesældarleg. Hin fljúgandi -skrið-
dýr gátu auðveldlega kastað sér
frá trjiám og öðrum stöðum yfir
hin hræddu smádýr. Seinna gat
hinn risastóri Diatryma-fugl frá
Norður-Ameríku, sem var tveggja
metra hár og með höfuð., sem var
jafnstórt hestshaus, auðveldlega
bitið hausana af minni og ófleyg-
um dýrum.
Það má finna nokkuð sammerkt
með flugvélum og fuglum. Roger
Tory Peterson uppgötvaði, að fugl
ar, t.d. villiendur, hafa sama
þrýstiloftsafl o_g fluigvélarnar. Aðr
ir fuglar — eins og t.d. mávar —
hafa mikla hæfileika á sviði svif-
flugs, Kólibrífuglarnir geta, eins
og nútíma flugvélar, flogið beint
upp í loftið, staldrað þar við og
flogið svo áfram á bakinu. Það er
ótrúlega mikið vöðvaafl, sem sá
fugl hefur, að geta hreyft væng-
ina 60—70 sinnum á sekúndu. Á
sama hátt getur albatrosinn svifið
í Ioftinu tímunum saman, án þess
nokkru sinni að hreyfa vængina.
Allur líkami fuglsins er byggð-
ur þannig, að hann geti hreyft
sig. Öndunartæki fuglsins eru eins
og eftir -settum reglum og au'gað
er kapítuli út af fyrir sig. Að því
leyti er fuglinn betur búinn en
maðurinn. Hjá mörgum fuglum er
augað stærra en heilinn. Hjá
strútnum . er það eins stórt og
tennisbolti. Og eflaust hafa fugls-
augu og fuglsheili meiri ei'ginleika,
sem ekki eru enn rannsakaðir.