Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 15
Akureyrarbær Starf yfirverkstjóra hjá Akureyrarbæ er laust til umsóknar Upplýsingar um starfið veitir bæj'arverkfræð- ingur síma 96-11438 — Akureyri. Umsóknarfrestur til 1. apríl nk. AKUREYRI, 11. marz, 1967. Valgarður Baldvinsson, settur bæjarstjóri. Svarfdælingar Framhaid al b. siOu takanna, og formaður þeirra lengst af tímans. Formaður nú er Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. Tilgangur þessa félagsskapar er að efla kynni og- samheldni meðal Svarfdælinga, sem hér í borginni búa. Hafa i því skyni verið haldnar að jafnaði tvær sam- komur á vetri hverjum. Einnig vakir það fyrir samtökunum að efna til útgáfu vandaðs mann- fræðirits varðandi svarfdælskt fólk, og er undirbúningur verks- ins langt á leið kominn. Verð ur vonandi hægt að segja nánar frá þessu áður en langt um líður. Tíu ára afmælisins verður einn- ig minnzt með hófi í Tjarnarbúð föstudaginn 17. marz og munu þá Svarfdælingar í Reykjavík og ná- grenni eflaust fjölmenna þangað. Edward Heath Framhald af 2. síðu. lieimsókn hans, nema l>ví hvar erindi hans fyrir almenning' verði haldið. Nú hefur verið á- kveðið að það verði í hátíffasal Sjómannaskólans laugardag og hefst kl. 16.09. ú|i)4 Dæmdur Framhald af 2 siðu gert samsæi’i um að steypa grísku stjórninni af stóli, ná völd- unum í landinu í sínar hendur og koma á fót hlutlausu, „stór- grísku" ríki. Liðsforingjarnir 15. sem eru • höfuðsmenn, majór og ofurstar, játuðu allir sekt sína. Þeir hafa ákveðið að áfrýja dómn um til æðri herréttar. Liðsforingjarnir voru sviptir ráðum sínum í hernum, svo og borgaralegum réttindum f fimm ár. Tíu aðrir liðsforingjar sem einnig voru ákærðir voru svknað ir. Þrír liðsforingjar, sem játuðu í réttarhöldunum að beir hefðu staðið í sambandi við Aspida voru dæmdir í tvegsja ára fang elsi. Réttarhöldin hafa staðið yf ir í fjóra mánuði. SONUR PAPANDREOUS. Úpp komst um starfsemi Aspida samtakanna í ársbvr.iun 1965 og varð afleiðingin alvarleg stjórn- niáladeila, sem leiddi til þess að Georg Papandreou forsætisráð- lrerra sagði af sér. Sonur Papan dreous, Andreas Papandreou, sem var ráðherra í stjórninni, var þá sakaður um að vera pólitískur leiðtogi leynifélags liðsforingj- anna. Gríski ríkissaksóknarinn hefur farið fram á, að Andreas Pap- andreou og annar þingmaður, Pavlos Vardinoyannis, verði svipt ir þinghelgi svo dæma megi þá fyrir landráð. Þingnefnd lagði til í gærkvöldi, að þeir yrðu ekki sviptir þinghelgi, en þeir eru báðir í hópi fremstu leiðtoga Miðflokkabandalags Georgs Pap- andreous. Rúmlega 200 manns, þeirra á meðal fyrrverandi ráðherrar og hershöfðingjar hafa borið vitni í málaferlunum, sem hófust 14. nóvember í fyrra. Mörgum sinn- um hefur komið til átaka og efnt hefur verið til mótmælaað- gerða vegna réttarlialdanna. Eitt sinn varð að ryðja dómssalinn og láta réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum vegna óspekta. Hægri akstur Framhald af 3. síðu. Kjartan Jóhannsson ræddi síðan um þá hlið málsins, er snerti •hættuna af umferðarslysum. Sagði hann ,að vegna vaxandi samskipta okkar við útlönd og að hingað kæmu útlendin'gar, sem tækju sér kannski bíl á leigu færi hættan af umferðarslysum vaxandi. Og þar sem nokkur brögð eru af því að íslehdingar ferðuðust út, væri töluverð hætta fyrir þá í umferð inni þar, vegna umbreytinganná að skipta úr vinstri yfir í hægri.' Sagði 'hann ennfremur, að með þessum breytingum mundi fylgja aukinn skilningur fólks á umferð arhættunni. Mesta hættan í um ferðinni yrði af öldruðu fólki og börnum innan skólaaldurs. Aftur á móti taldi hann, að eftir því sem fólk lærði betur umferðarregl urnar myndi verða minni hætta fyrir það í umferðinn, þrátt fyrir breytinguna. Hann sa'gði, að í Sví þjóð kæmi þessi breyting á í haust og af þeim sökum hefðu nokkrir ökumenn, sem nýbúnir voru að taka próf verið látnir aka um í Danmörku við hægri akstur, og hefði það tekizt prýðilega. Vildi hann og geta þess, að þau stýri sem hér • væru á flestum bifreið um væm gerð fyrir ha?gri hand ar akstur og væri það að öllu leyti heppilegra, að hafa stýri bifreiðar innar nær miðju vegarins. (JTAN AF LANDI Unga fólkið Framhaid af 1. síðu. þess að undirbúa fundinn: í nefnd inni áttu þessir sæti. Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra, Sigurður Guðmundsson, form. SUJ, Krist- ján Þorgeirsson, formaður FUJ í Reykjavik, Örlygur Geirsson for- maður Æskulýðssambands íslands, Eyjólfur Sigurðsson prentari, Sig- urður Jónsson, skrifstofustjóri, Sigurjón Ari Sigurjónsson sölu- maður, Guðmundur Magnússon skólastjóri, Eiður Guðnason blaða maður, Arnbjörn Kristinsson, prentsmiðjustjóri og Lúðvík Giz- urarson hrl. Flokksfélagar og ungt fólks er sérstaklega hvatt til þess að fjöl- menna á fundinn. Fjárhagsáæflun Framhald af 3. síðu. Ijúka 30 rúiría sjúkradeild svo j.ijótt sem auðið er. c) Iþróttahús: Undirbúningi áframhaldandi verði lokið, svo halda megi á- fram byggingu hússins án tafar, pegar framkvæmdum verktaka við smíði kjallara hússins lýkur í nóv. 1967. Verði að því stefnt að fyrsti afangi hússins verði fokheldur á arinu 1968. d) Varanleg gatnagerð: Lokið verði gerð gangstétta við þegar steyptar igötur og Krókatún fullgert. Ennfremur verði hafizt handa um að tengja saman götum ar Kirkjubraut—Stillholt og Vest urgötu, og byrjað verði á því að framlengja Kirkjubraut að Still holti og ljúka gatnamótum þeirra en síðan haldið áfram eftir því sem reynsla af tilraunum á Vest urgötu og aðrar aðstæður leyfa. Verði jákvæður árangur af at hugun þeirri, sem nú fer fram á möguleikum til olíumalargerðar á Akranesi, verði stefnt að því að leggja í sumar á a.m.k. eina íbúð argötu til reynslu. c) Leitað verði til sérfræðinga um að semja framkvæmdaáætlun -yrir Akraneskaupstað til lengri tíma. Leídrétting Sú afleita villa komst inn 'í frétt á forsíðu Alþýðublaðsins í gær um landauka Keflavíkurkaupstað- ar, að nágrannahreppurinn var nefndur Garðahrepþur, en þar átti auðvitað að standa Gerðahreppur. Blaðið biður hlutaðeigandi vel- virðingar á þessum leiðu mistök- um. Húsavík, EMJ-Hdan. Er við spurðum fréttaritara okkar á Húsavík frétta, svaraði hahn því til að það sæist ekki í þær fyrir snjó, enda væri hríð dag eftir dag á Húsavík og sam- göngur erfiðar við nágrennið grennið og stirt til sjávar. Sex litlir dekkbátar frá 9—27 tonn eru gerðir þaðan út og hafa þeir varla fiskað í soðið í marzmánuði vegna ógæfta. Aflinn í janúar og febrúar var óvenju góður og voru þá hæstu bátarnir með 82—83 tonn hvorn mánuð. Rauðmaga- veiði er byrjuð og aflast ágæt- lega þegar komist er út í netin. Mjólkurflutningar ganga erfið- lega og er reynt að koma mjólk- inni áleiðis með jarðýtum, drátt- arvélum á beltum og slíkum tækj- um. Eins er reynt að halda aðalveg inum fram í Reykjadal opnum svo ag veginum að flugvellinum, en flogið var til Húsavíkur í fyrra- dag, enda var þá veður skaplegt. Helzt er "það til tíðinda úr kemmtanilífinu, að Heiðar Ást- valdsson er með danskennslu við góða aðsókn. -★- Djúpavogi, — ÁK. — Hdan. Sæmileg- atvinna hefur verið á Djúpavogi í vetur. Aðeins eru eft ir fáeinar tunnur af saltsíld frá sumrinu. Allt lýsi og mjöl er farið. Sunnutindur, sem verið hefur í viðgerð í Noregi kom úr fyrstu veiðiferðinni í gær og var aflinn 30—40 lestir eftir þrjár lagnir. -★- Reyðarfirði — GS. — Hdan. Tíðarfar hefur verið hér rysjótt og færð erfið síðustu daga. Aðeins er fært með snjóbíl upp á Hérað, sem stendur, en annars hafa sam- göngur verið sæmilegar við Hérað ið í vetur og þangað haldið uppi föstum áætlunarferðum. Snæfugl og Gunnar fóru í fyrstu veiðiferðina á þriðjudag, en þeir eru báðir með net. ★ Fáskrúðsfirði — GÞ. — Hdan. Dauft hefur verið yfir atvinnu lífinu hér, síðan síldin hætti að veiðast. Tungufoss lestaði hér 2000 tunn ur af saltsíld í gær fyrir Ameríku markað og er þá saltsíldin frá því í sumar, að mestu farin og sömu leiðis mjölið og lýsið. <■ Hinsvegar er hér ennþá mikið magn af freðsíld og fer hún vænt anlega á næstunni. Hoffell fór í fyrstu veiðiferðina í fyrradag, en báturinn hefur ver ið í viðgerð í Noregi að undan förnu. Logandi olíutunnu varpað á skæruliða SAIGON, 16. marz (NTB- Reut- er) — Logandi olíutunnu var varpað úr ástralskri herflugvél á skæruliða í Suður-Vietnam í dag, að sögn bandarísks talsmanns. Flugmennirnir kveiktu í tunnunni með því að skjóta á hana eftir að hafa varpað henni úr flugvél- inni. í Saigon sagði fráfarandi sendi- herra Bandaríkjanna, Henry Ca- bot Lodge, sem Ellsworth Bunker leysir af bráðlega, að hann teldi ekki að Yietnamdeilan yrði leyst á ráðstefnu ef Vietcongmenn drægju ekki úr hermdarverkum. En hann sagði, að Vietcong hefði aukið sprengjuvörpuárásir sínar hvarvetna í Suður-Vietnam. Mannfall stríðsaðila var minna síðustu viku en vikuna þar á undan. Frakkar færa út landhelgina Brussel 16. 3. (NTB). — Frakk ; ar hafa í hyggju að færa út fisk veiffilandhelgi sína úr þremur sjó míluni í 12, aff því er frá var skýrt 1 í affalstöðvum Efnahagsbandalags ; ins í dag. Samkvæmt laigafrumvarpi, sem er í undirbúningi, verffur fiskveiffi landhelginni skipt í tvö sex mílna belti. Á innra sex mílna beltinu verður’ einungis frönskxun fiski] mönnum levft nð stunda veiffar, en fiskimenn annarra þjóffa get j sex mílna beltinu, svo framarlega fengið undanþágur til veiffa á ytra seim þeir hafa áffur stundaff veiff ar viff strendur Frakkland.s ; VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. og H. HVERFISGÖXU EFRI OG NEÐRI ESKHILÍÐ LÖNGUHLfe GNOÐARVOG RAUÐARÁRHOLX LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEDRI LAUFÁSVEG ÁLFHEIMA KLEPPSHOLX 'l 'f 111! VI il' ir» Sf Ml 14900 17. marz 1967 ~- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.